Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 63
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR10. APRlL 1985 63 Eyðum ekki kröft- unum til einskis Kæri Velvakandi Mörg okkar hafa án efa fengið heimsóknir trúboða. Einn dag- inn kann að vera að kristinn maður úr einhverjum kristnum sértrúarflokknum banki upp á dyrnar hjá okkur, og þegar sá dagur er kominn að kveldi er ef til vill bankað á nýjan leik og við dyrnar stendur annar kristinn maður tilbúinn að kynna fyrir okkur sinn flokk og stefnu- markmið til sáluhjálpar. Fjöldi trúboða frá hinum ýmsu sértrúarflokkum ganga hús úr húsi með boðskap sinn til að vinna sálir fyrir Krist. Það er ekkert eðlilegra fyrir kristinn mann en að boða hinar góðu fréttir, Fagnaðarboðskapinn. Hitt er leiðinlegt að vita að sértrúarflokkar skuli berjast innbyrðis um sálirnar. Því langar mig til þess að beina orðum mínum til þessara ágætu systkina minna í Kristi sem leggja mikið á sig með glöðu geði fyrir Krist. Reynum heldur að minna fólk á hjálpræðið sem fæst fyrir trúna á Jesúm og ein- ungis hann, í staðinn fyrir að munnhöggvast hver við annan og eyða þannig kröftum okkar til einskis. Það er ekki spurt um hvaða flokki við tilheyrum, held- ur hvort við trúum eða trúum ekki á Jesúm Krist, ... þ v í ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því ekki er heldur annað nafn undir himninum er menn kunna að nefna er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (Post.4:12) Hvort sem lesandi minn er trú- boði eða sá sem fer til dyra þá hafi hann hugfast það sem segir í Rómverjabréfinu 10. kafla versi 9: „Því að ef þú játar með munni þínum Drottin Jésum og trúir með hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum muntu hólpinn verða." Með þökk fyrir birtinguna Einar Ingvi Magnússon Lítilfjörleg verðlaun Osta- og smjörsalan hefur aug- lýst eftir ostauppskriftum, og þeir auglýsa grimmt, einkum í sjón- varpi. Þar er ekki sparað í aug- lýsingakostnað. En hver eru verð- launin? Helgarferð til Kaup- mannahafnar með kvöldverði einu sinni, helgarferð til Húsavíkur, ekki einu sinni með kvöldverði, og helgarferð til Akureyrar, ekki heldur með neinu. Ég hefði haldið að þessi verð- laun væru „hefndargjöf fyrir vinningshafa". Það er gott og blessað og ágætt að auglýsa eftir uppskriftum, margir hafa gaman af að taka þátt í þeim — en þetta — nei — þetta er ekki hægt að bjóða fólki. Minnkið auglýsingar í sjónvarpi og bjóðið vinningshafa hótel- og matarkostnað meðan á helgarreis- unni stendur. K.G. Trausti Jónsson Trausta aftur í sjónvarpið Jón Gunnarsson, Þverá, skrif- ar: Sjónvarps- og útvarpsráð taki eftirfarandi til athugunar: Við útvarps- og sjónvarps- hlustendur viljum gjarnan að Trausti veðurfræðingur komi aftur til starfa hjá sjónvarpinu svo fljótt sem auðið er. Hinn skemmtilegi og lifandi veður- fréttaflutningur hans hentar mjög vel í okkar veðurbarða landi og mættu gjarnan fleiri veðurfræðingar temja sér álíka útfærslu á veðurfréttum. Skáldlegar og skemmtilegar lýsingar Jóns Múla á morgnana lífga ótrúlega mikið upp á. Fyrir alla muni, leyfið þulum og veður- fræðingum sem til þess eru fær- ir, að tala ofurlítið frá eigin brjósti. Það lífgar ótrúlega mik- ið upp á annars þokkalega dagskrá. Varla mun leika á því nokkur vafi að fréttastarf sem og þátta- gerð Ómars Ragnarssonar eru eitt vinsælasta efni sem sjón- varpið flytur, enda maðurinn með ótrúlega fjölhæfa þekkingu á atvinnuháttum, landi og þjóð og mörgu öðru, svo sem sálar- fræði, þó að hann hafi yfirleitt ekki pappíra til að styðjast við. Mættu vera fleiri þættir með Ómar við stjórnvölinn ef kostur er. Ég var aldrei í neinum vafa um að sjónvarpsstarfsemi á ís- landi myndi takast. Það hefur líka komið í ljós að myndatöku- og dagskrárgerðarmenn eru oft á tíðum hreinir snillingar og oft standa þeir miklu framar starfsbræðrum sínum á hinum Norðurlöndunum. Um kvik- myndaval má það segja að margt er gott, en annað fyrir neðan allar hellur, svo ekki sé meira sagt. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fvrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Takk fyrir „Ltfandi heiminnu David Attenborough Himinlifandi sjónvarpsnotandi hringdi: Ég má til með að láta í ljós ánægju mína með breska heimild- armyndaflokkinn Lifandi heimur sem nú er sýndur í sjónvarpinu. Hann er alveg einstaklega vel gerður, fróðlegur og fallegur. Att- enborough vílar fátt fyrir sér í rannsóknarferðum sínum og er ótrúlega fimur þar sem hann sveiflar sér á milli trjástofna og klífur fjöll og kletta. Það eru engar ýkjur að ég sit límd við skerminn á miðviku- dagskvöldum og sannfærð er ég um að fimmtán fílar gætu ekki dregið mig frá honum á meðan á sýningu heimildarflokksins stend- ur. Ekki má gleyma óskari Ingi- marssyni sem er bæði frábær þýð- andi og þulur og er hrein unun að hlýða á hans hljómþýðu rödd um leið og horft er á fallegar plöntu— og dýralífsmyndir. Hafi hann þökk fyrir og jafnframt sjónvarp- ið fyrir að leyfa okkur að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með þessum þætti. TÓNABÍÓ Slmi31182 frumsýnir páskamyndina Hörkuspennandi og snilldarvel gerð, ný, amerísk sakamálamynd í litum. Myndin hefur aðeins verið frumsýnd í New York, London og Los Angeles. Hún hefur hlotiö frábæra dóma gagnrýnenda sem hafa lýst henni sem einni bestu sakamálamynd síð- ari tíma. Mynd í algjörum sérflokki. ísl. texti. John Getz, Frances McDormand. Leíkstjóri: Joel Coen. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.10. Stranglega bönnuö innan 16 ára. Námskeið fyrir iónfyrirtæki Vöruþróun og markaðssókn veröur haldiö á vegum Félags íslenskra iðnrekenda 16.—18. apríl nk. EFNI: — Umfjöllun og skilgreining helstu hugtaka, vöruþróun — til hvers? — Aðferðir til vöru-, markaösgreiningar. — Innri greining — ytri greining, aöferöir til mats á sterkum og veikum hliðum fyrirtækja. — Mat á þróun markaðarins (þarfir og kröfur). — Leit að nýjum framleiðsluhugmyndum. — Samanburöur og val hugmynda. — Gerö framkvæmdaáætlunar. — Framkvæmd aögeröa. — Fjármögnun vöruþróunarverkefna. MARKMIÐ: Gera þátttakendur færa um aö standa fyrir og stjórna vöru- þróun innan eigin fyrirtækja, þannig aö hámarks árangur náist meö lágmarks kostnaöi. ÞÁTTT AKENDUR: Stjórnendur fyrirtækja; forstjórar, framkvæmdastjórar, deildar- stjórar, tæknimenn og aðrir starfsmenn er bera ábyrgö á vöru- þróun, framleiöslustjórnun og markaðsmálum. TÍMI: 16.—18. apríl kl. 8:30—12:30, samtals 12 tímar. STAÐUR: Hallveigarstígur 1, 3. hæö. VERÐ: Fyrir félagsmenn Fil kr. 2.400.- Fyrir aöra kr. 3.200.- Þátttaka tilkynnist til Félags íslenskra iönrekenda, Hallveigar- stig 1, sími 91-27577 fyrir 12. apríl nk. LEIÐBEINANDI: Gunnar B. Hinz, tæknideild Fll. Markmið Félags islenskra iönrekenda er aö efia islenskan iönaö þannig aö iönaöurinn veröi undirstaða bættra lifskjara. Félagiö gætir hagsmuna iönaöarins gagnvart opinberum aöilum og veitlr felagsmönnum ýmiskonar þjónustu. FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.