Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1986 Verður AIDS og önnur skyld sýki að faraldri? Washington, 9. aprfl. AP. VÍSINDAMAÐUR, sem átti þátt í að finna veiruna, sem veldur AIDS, áunninni ónKmisbæklun, sagdi sl. laugardag, ad hann teldi, að meira en milljón Bandaríkjamanna hefði smitast af veirunni og spáði hann því ennfremur, að það sama yrði brátt uppi á teningnum í Evrópu. Dr. Robert C. Gallo, vísinda- maður við bandarísku krabba- meinsstofnunina, taldi ekki ólík- legt, að 10—20% þeirra, sem smit- ast hefðu, myndu seinna fá AIDS eða aðra líka sjúkdóma. „óvíst er, að allir þessir menn muni deyja úr sjúkdómnum," sagði hann. „I sum- um kunna eitlarnir aðeins að bólgna um st'ind en síða ekki sög- una meir.“ Gallo spáði því, að AIDS gæti orðið að nokkurs konar farsótt í Evrópu eftir tvö ár og að annar sjúkdómur, skyldur AIDS, gæti einnig orðið að faraldri á næst- unni. Sagði hann, að veiran, sem ylli honum, hefði verið uppgötvuð árið 1979 en hún veldur ýmsum tegundum hvítblæðis og blóð- krabba. Hefur þessa sjúkdóms þegar orðið vart á Karibahafseyj- unum, á Sikiley og Ítalíu og í Jap- an. Dr. Gallo átti þátt í því í fyrra að finna veiruna HTLV-III sem talin er valda eða stuðla mjög að AIDS, áunninni ónæmisbæklun, sem lýsir sér i því að mótstöðuafl líkamans brotnar niður. 18. mars sl. voru 4.300 Bandaríkjamenn látnir úr þessum sjúkdómi af þeim 8.853, sem vitað er með vissu að hafa tekið hann. Veöur víða um heim Lagil HmI Akureyri Amsterdam 8 4 12 skýjaó Aþena 12 28 heiösk. Barcelona 19 léttsk. Beriín 7 15 skýjaó Brilssel 4 14 hetósk. Chicago +4 5 skýjaó Dublin 7 14 heiósk. Feneyjar 17 þokum Frankfurt 4 óóa 14 skýjaó Genl 9 13 rigníng neiwnKi +1 2 skýjaó Hong Kong 1» 20 rigning Jerúsatem 8 19 heiósk. Kaupm.höfn 6 8 skýjaó Las Palmas 18 skýjaó Lissabon 12 18 rígning London 5 15 heiósk. Los Angeles 13 25 heíösk Luxemborg 10 skýjaó Maiaga 19 skýjaó Mallorca 20 akýjaó Miami 24 27 skýjaó Montreal ** 3 heiösk.. Moskva 0 1 skýjaó New Yorfc 4 11 heiðsk. Oaló +1 3 skýjaó Parfs 7 18 skýjaó Pekmg 8 18 skýjaó Reykjavík 5 skýjaö Riode Janeiro21 33 skýjaö Rómaborg 8 21 skýjaó Stokkhólmur +1 0 skýjaó Sydney 17 25 Iteiðsk. Tókýó 11 21 heiösk. Vínarborg 5 16 heiósk. Þórshöln 5 alskýjaó Treholt-réttarhöldin: Ekki einn um að hafa leyniskjöl Ósló, 9. aprfl. Frá Jan Erik Unré, fréttaritara MbL Vitni, sem verjandi Arnes Tre- holt kallaöi fyrir í dag, bar, að Tre- holt hefði ekki verið einn stjórnar- starfsmanna um að hafa leyndar- skjöl NATO í fórum sínum. Arne Kokkvoll, en svo heitir sá er vitni bar, er sagnfræðingur og forstöðumaður skjalasafns norsku verkalýðshreyfingarinn- ar. Hann bar fyrir réttinum, að fyrrum ráðherrar, ráðuneytis- stjórar, sendiherrar og aðrir háttsettir embættismenn hefðu gefið safninu einkasöfn sín, sem haft hefðu að geyma slík leyni- skjöl. Þar með hefur Ame Treholt fengið mjög mikilvægan stuðn- ing við þá skýringu, sem hann gaf á einkaskjalasafni sfnu. Þegar Kokkvoll fékk tilkynn- ingu um að hann ætti að bera vitni fyrir réttinum, fór hann yfir alls 13 einkaskjalasöfn, sem gefin höfðu verið skjalasafni verkalýðshreyfingarinnar. öll innihéldu þau leyniskjöl af ýmsu tæi. Kokkvoll sagði einnig frá því, að hann og Treholt hefðu oft tal- að um, að Treholt mundi gefa verkalýðshreyfingunni einka- skjalasafn sitt. Arið 1981 getur í gær hófust að nýju réttarhöld í máli Arne Treholts eftir páskahlé og er þessi mynd tekin er sakborn- ingurinn settist í sæti sitt í réttar- salnum. Treholt þessa i uppkasti að erfðaskrá sinni. Einnig er þar kveðið á um, að Kokkvoll og Kari, eiginkona Arnes Treholt, skuli fara yfir safnið og eyði- leggja skjöl, sem hættuleg geti orðið öryggi Noregs. Fleiri vitni, sem fyrir réttinn komu í gær, studdu framburð Treholts. Öll gáfu þau honum góðan vitnisburð, sögðu hann dugmikinn, hæfan og áhugasam- an starfsmann. Fórnarlambanna í Katyn-skógi minnst Varaiá, 8. urfl. AP. ^ PÓLSKA stjórnin hefur látið reisa minnismerki í kirkjugarði í Varsjá um rúmlega 4.000 pólska liðsfor- ingja, sem Þjóðverjar fundu myrta í Katyn-skógi í síðari heimsstyrjöld- inni. Áletrunin á minnismerkinu er samhljóða opinberri afstöðu ríkis- stjórna Sovétríkjanna og Pól- lands, sem segja að nazistar hafi myrt liðsforingjana í Katyn-skógi. Flestir Pólverjar halda því fram að sovézkir hermenn hafi vegið liðsforingjana og óháðir sagn- fræðingar hafa dregið frásögn Rússa í efa. Minnismerkið er granítkross, þrír og hálfur metri á hæð, um- kringdur níu ferhyrndum gran- ítblökkum. Það var reist í kyrrþey, án þess að það væri tilkynnt opinberlega. Kirkjugarðsvörður sagði að minnismerkið hefði verið reist fyrir rúmri viku og að hann vissi ekki til þess að það hefði verið af- hjúpað við hátíðlega athöfn. Áletrunin er svohljóðandi: „Til minningar um pólska hermenn, fórnarlömb fasisma Hitlers, sem hvíla í Katyn-skógi.“ Ekki er tekið fram hvenær morðin voru framin. Þjóðverjar tilkynntu að lík 4.321 pólsks liðsforingja hefði fundizt í skóginum, sem er skammt frá Smolensk í Sovétríkjunum, 12. apríl 1943, og héldu því fram að Rússar hefðu myrt þá í apríl 1940. Sovézka stjórnin hélt því fram að Þjóðverjar hefðu myrt liðsfor- ingjana veturinn 1941, en seinna féll hún frá þeirri staðhæfingu þegar í Ijós kom að liðsforingjarn- ir voru í sumareinkennisbúning- um.__________________________ Dollar lækkaði gulliö hækkaði DOLLARINN lækkaði nokkuð yfir hátíðirnar, gullið hækkaði á hinn bóginn í nokkuð frískum viðskiptum. í kvöld var verð eins sterlingspunds 1,1987 dollarar, en samsvarandi verð frá fimmtudegi var 1,1915 dollarar. Dollar gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum var í kvöld sem hér segir, tölurnar í svigunum eru fimmtudagstölurnar til sam- anburðar. Fyrir hvern dollar fékkst: Vestur-þýsk mörk 3,1650 (3,1610), svissneskir frankar 2,6685 (2,6795), franskir frankar 9,6100 (9,6300), hollensk gyllini 3,5740 (3,5675), ítalskar lfrur 2.006,00 (2.011,50), kanadískur dollar 1,3735 (1,3760). Gullverð hækkaði nokkuð, únsan seldist á 324 dollara mið- að við 315,90 dollarar á fimmtu- dag. ______________________ Alls tóku Rússar 15.000 pólska liðsforingja til fanga þegar þeir réðust inn f Pólland 1939 og þeir voru hafðir f haldi í þrennum búð- um í Vestur-Rússlandi. Hvað varð um aðra pólska liðsforingja en þá sem voru myrtir í Katyn-skógi hefur aldrei verið látið uppskátt. Fámennir hópar fólks söfnuðust saman við minnismerkið annan páskadag. Kona nokkur sagði þeg- ar hún hafði lesið áletrunina: „Lygi, lygi.“ Þrjár nellikur hafa verið lagðar við hliðina á minnismerkinu. Ein- hver hefur krotað f moldina „1940-NKWD“, þ.e. ártalið og upp- hafsstafi sovézku öryggislögregl- unnar f stríðinu. Minnismerkið er í borgarkirkju- garði Varsjár, þar sem pólskir ráðherrar og margir aðrir kunnir menn eru grafnir. Óháða verkalýðshreyfingin Samstaða gerði það að tillögu sinni 1981 að reist yrði minnis- merki um þá sem voru myrtir í Katyn-skógi. Kross, sem Sam- staða kom fyrir, var fjarlægður, sennilega af yfirvöldum. Stjórnin tilkynnti sfðla árs 1983 að minnismerki yrði reist. Síðan hefur verið deilt um orðalag áletr- unarinnar. Samstaða hefur ekki viljað að tekið væri fram hverjir myrtu liðsforingjana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.