Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 -------—-----—----—----i---------- íslandsmótið í sveitakeppni: Sveit Jóns Baldurssonar vann alla leiki sína í úrslitakeppninni Bridge Arnór Ragnarsson Sveit Jóns Baldurssonar sigraði í íslandsmótinu í sveitakeppni sem lauk á Hótel Lortleiðum á páska- dag. Sveitin vann alla leiki sína í úrslitakeppninni og hlaut 139 stig eða rétt taep 20 stig í leik. Sveit l'órarins Sigþórssonar varð í öðru saeti með 115 stig og sveit Jóns Hjaltasonar, sem varð íslands- meistari í fyrra, varð í þriðja sæti með 114 stig. I sveit Jóns Bald- urssonar eru auk hans: Sigurður Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen, Valur Sigurðsson, Guðmundur Pétursson og Hörður Blöndal. Mótið hófst á skírdag og eftir 2 fyrstu umferðirnar hafði sveit Jóns B. tekið forystuna með 39 stig en hinar sveitirnar voru með 24—34 stig. Að loknum þremur umferðum eru línur farnar að skýrast á þann veg sem almennt var álitið fyrir- fram. Reyndar mátti heita að sveit Úrvals væri þá þegar búin að missa möguleikana á efstu sætunum en sveitin hafði tapað 2 leikjum af 3 og var með 37 stig. Sveit Jóns Baldurssonar var með 64 stig, sveit Þórarins með 52 stig og sveit Jóns Hjaltasonar með 49 stig. Sveitir Þórarins og Jóns Bald- urssonar spiluðu svo saman í fjórðu umferð og töldu margir að þarna færi fram úrslitaleikur mótsins. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en Þórarinn hafði þó ívið betur eða 45 punkta gegn 40. í síðari hálfleik stóð ekki steinn yfir steini hjá Þórarni og félög- um og töpuðu þeir síðari hálf- leiknum með 9 punktum gegn 63 og þar með leiknum 7—23. Sveit Jóns Baldurssonar hafði nú tekið afgerandi forystu í mótinu og átti nú aðeins eftir eina meiri- háttar hindrun í leið sinni að fs- landsmeistaratitlinum 1985, en það voru handhafar bikarsins, sveit Jóns Hjaltasonar, en þess- ar sveitir áttust við í síöustu um- ferðinni. Staðan fyrir síðustu umferð- ina: Jón Baldursson 122 Þórarinn Sigþórsson 106 Jón Hjaltason 101 Úrval 98 Stefán Pálsson 81 Ólafur Lárusson 71 Guðbrandur Sigurbergsson 71 Sigurjón Tryggvason 69 Björn Theodórsson, forseti BSÍ, lýsir sveit Jóns Baldurssonar ís- landsmeistara í bridge 1985. Talið frá vinstri: Björn Theodórsson, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen, Hörður Blöndal og Valur Sigurðsson. Á innfelldu myndinni er Guðmundur Pétursson, en hann er einn af íslandsmeisturunum í sveit Jóns. Morgunbiaoio/Arnor góðan sprett í 3 síðustu umferð- f hálfleik var staðan milli Jóns Baldurssonar og Jóns Hjaltason- ar þannig að hinir síðarnefndu höfðu spilað mjög vel og áttu 60 punkta gegn 26 og var ekki laust við að örlítil spenna væri að myndast á mótsstað eftir langa hríð. Sveit Þórarins hafði yfir, 39—21, á móti Stefáni Pálssyni og Úrval og Guðbrandur Sigur- bergsson voru með jafnan leik 31-32. í síðari hálfleik fóru ýmsir at- burðir að gerast. Strákarnir í sveit Stefáns Pálssonar sneru við leiknum gegn Þórarni, spil- uðu mjög vel og unnu sannfær- andi 21—9. Þar með átti Þórar- inn enga möguleika í mótið leng- ur og allar líkur bentu til þess að 2. sætið væri einnig fokið. Sveit Úrvals varð einnig að bíta í það súra epli að tapa síðasta leiknum gegn Guðbrandi 12—18 og þar með fóru möguleikar þeirra á verðlaunasæti. f leik Jónanna gerðist það að Jón Baldursson og félagar hans sneru leiknum al- gjörlega við í síðari hálfleiknum, skoruðu látlaust og linntu ekki látunum fyrr en sveit Jóns Hjaltasonar var komin niður í 3. sætið í mótinu. Lokastaðan: Jón Baldursson 139 Þórarinn Sigþórsson 115 Jón Hjaltason 114 Úrval 110 Stefán Pálsson 102 Ólafur Lárusson 96 Guðbrandur Sigurbergsson 89 Sigurjón Tryggvason 74 Sveit Jóns Baldurssonar spil- aði af miklu öryggi í úrslita- keppninni og er sigur þeirra verðskuldaður. Þeir lentu aðeins einu sinni í erfiðleikum, þ.e. í síðasta leiknum en spiluðu þá síðari hálfleikinn af miklu ör- yggi og unnu upp það sem tapað- ist í þeim fyrri og gott betur. Sveit Stefáns Pálssonar vakti nokkra athygli fyrir góða spila- mennsku. Þar eru á ferðinni ungir spilarar með „gamlan„ harðjaxl, Sverri Kristinsson, sér til halds og trausts. Keppnisstjóri var sem undan- farin ár Agnar Jörgensson. Hann stjórnar þessum mótum af mikilli festu og öryggi. Frá leik Úrvals og Stefáns Pálssonar Til þess að vera öruggur sigur- vegari mótsins þurfti Jón Bald- ursson að fá 9 stig út úr viður- eigninni við Jón Hjaltason. Þá er gert ráð fyrir því að Þórarinn vinni sinn leik með 25 stigum en ef Þórarinn skorar minna mátti Jón B. tapa leiknum 25—5. Þá var einnig auðséð að sveit Úrvals átti möguleika á 2.-3. sæti eftir Mótstafla Lokastaðan 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. stig röð 1. Úrval 9 10 23 17 21 12 18 110 4 2. Jón Baldursson 21 23 18 17 17 18 25 139 1 3. Þórarinn Sigþórsson 20 7 24 9 15 17 23 115 2 4. Ólafur Lárusson 7 12 6 14 16 16 25 % 6 5. Stefán Pálsson 13 13 21 16 10 11 18 102 5 6. Jón Hjaltason 9 13 15 14 20 24 19 114 3 7. Guðbrandur Sigurbergsson 18 12 13 14 19 6 7 89 7 8. Sigurjón Tryggvason 12 4 7 15 12 11 23 74 8 Mikið fjölmenni fylgdist með þegar sýnt var á sýningartöflunni í Ráðstefnusalnum. Meðai áhorfenda var borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson. Frá einum af „úrslitaleikjum" mótsins. Sveitir Jóns Baldurssonar og Þórarins Sigþórssonar spila. Keppendurnir frá vinstri: Valur Sigurðsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Björn Eysteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.