Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 23
Árni Björnsson þjódháttafræðingur. MÓRdÚÍÍBLÁÐÍÐ, MlDVltÚDÁGÚft 10. APRÍL1986 Susan Sontag Andrei Tarkovskí Milan Kundera Magnús tílafsson ritstjóri NT. logið að fólki." Ég ætla ekki að fara neinum orðum um það uppnám, sem þessi hugvekja hinnar bandarísku skáldkonu vakti meðal vinstri manna í Bandaríkjunum. Gn orð Sontag um tvöfeldni eða tvískinn- ungshátt hinna róttæku samherja hennar verðskulda frekari athuga- semdir. Kannski ég leyfi mér per- sónulega frásögn í því viðfangi. Ég þóttist verða var við það þeg- ar Andrei Tarkovskí og Larissa, kona hans, voru stödd hér á landi, að ýmsum róttækum mennta- mönnum og listamönnum, sem gerðu sér dælt við þau, féll ekki sú athygli sem Morgunblaðið veitti mannréttindabaráttu þeirra hjóna. Þessi skoðun mín, sem í fyrstu var tilfinning ein, hefur fengið stuðning af ýmsu sem ég sá og heyrði og líka viðræðum við nokkra þá, sem fylgdust grannt með Tarkovskí-hjónunum á ís- landi. Lítið atvik í anddyri Naustsins gefur hugmynd um hvað ég er að fara. Er ég kom í veitingahúsið til að hitta leikstjór- ann á blaðamannafundi rakst ég á þrjú góðskáld úr röðum vinstri manna, sem setið höfðu, ásamt fleiri mönnum, að hádegisverði með Tarkovskí. Við tókum tal saman og ég sagði þeim m.a. að erlent stórblað, sem ég er frétta- ritari fyrir, hefði sýnt Tarkovskí- málinu á íslandi mikinn áhuga. „Það er ekki skrýtið," sagði eitt skáldanna. „Þetta er í fyrsta sinn, sem allar myndir hans eru sýndar samtímis á kvikmyndahátíð." Annað hafði hann ekki til mál- anna að leggja. Hvað gat ég sagt við manninn? Hélt hann virkilega að það væri fréttin, sem spurt var eftir? Slíka heimsku ætla ég þessu ágæta skáldi ekki. Hér bjó aug- ljóslega að baki, meðvitað eða ómeðvitað, sú tvöfeldni, sem Sus- an Sontag gerði að umtalsefni, og ég nefndi í upphafi þessarar greinar. Andvaraleysi og bleyðiskapur Skáldið í Naustinu er, að ég hygg, ekki kommúnisti, heldur „vinstri sinni" af einhverju tagi. En hann er heldur ekki and- kommúnisti. t því efni á hann samleið með mjög stórum hópi menntamanna og listamanna, og ýmsum þeim sem atkvæðamiklir eru í fjölmiðlum okkar og menn- ingar- og menntalífi. Þetta fólk dregur svo sem ekki í efa fréttir um þrælabúðir í Sovétríkjunum og ofsóknir þar á hendur andófs- mönnum, þjóðarbrotum og trúar- hópum. Kommúnismi sem stjórn- skipulag heillar það ekki. Það vill njóta og nýtur ávaxta lýðræðis og frjáls markaðshagkerfis. En það virðist hins vegar ekki vilja trúa því, að kommúnismi og Kreml- verjar sé raunveruleg ógnun við hinn frjálsa heim. Kannski vegna þess að það er ekki nógu „fínt“, ekki nógu „gáfulegt", eða vegna þess að það getur lagt einhverjum óskilgreindum og dularfullum „afturhaldsöflum" vopn í hendur. Það er þetta viðhorf, þetta undar- lega andvaraleysi, sem ég tel til marks um skinhelgi, siðferðileg óheilindi, og álít einhverja mestu hættu, sem vofir yfir hinum frjálsa heimi um þessar mundir. Um þetta efni hefur Norman Podhoretz, ritstjóri bandaríska tímaritsins Commentary nýverið ritað athyglisverða grein, „An Open Letter to Milan Kundera". Hann víkur m.a. að afstöðu vinstri sinnaðra og „frjálslyndra" menntamanna til and-kommún- isma. „Þeir líta svo á,“ skrifar hann, „að and-kommúnistum verði á þau mistök, að hata og óttast grýlu — eða öllu heldur afturgöngu veru- leika sem var, en er ekki lengur til staðar." Podhoretz bendir á, að það sé ríkjandi skoðun í þessum hópi að í deilum Sovétríkjanna og Vestur- landa, eða öllu fremur Bandaríkj- anna, sé oftar brotið á Sovétríkj- unum, en þau brjóti af sér. „Allt, sem Sovétríkin aðhafast," skrifar hann, „(jafnvel innrásin í Afgan- istan) er í varnarskyni eða svar við ögrunaraðgerðum Bandarikj- anna. Ef ekki er unnt að skýra hlutina með slíkum hætti (s.s. banatilræðið við Jóhannes Pál páfa II, brot á samkomulagi um takmörkun vigbúnaðar, eiturhern- að) er þeim einfaldlega visað á bug.“ Og Podhoretz heldur áfram: „Sú skoðun, sem mér virðist að liggi i augum uppi, að Sovétríkin stefni að heimsyfirráðum, er álitin svo fáránleg að það er ekki einu sinni talin ástæða til að ræða hana. Henni er hafnað með yfirlætislegu brosi eða svip vantrúar og hneykslunar." Hvatinn að grein Normans Pod- horetz í Commentary var það sem honum þótti ógeðfelld tilraun bandarískra vinstri manna til að „eigna sér“ hinn útlæga tékkneska rithöfund Milan Kundera; „ræna honum“ m.ö.o. án þess að hafa hugrekki til að viðurkenna hver eru lífsskilyrði þeirra frelsis- hugsjóna, sem Kundera stendur fyrir sem skáld og einstaklingur. Kundera er alls ekki einn um að eiga þessi örlög yfir höfði sér. Sjálfur George Orwell varð fyrir því á árinu sem leið. Þá „sannaði" Bernard Crick, höfundur nýrrar ævisögu hans, það með skarp- skyggni marxískrar rökfræði, að ádeila Orwells á ríki Stóra bróður í 1984 hefði ekki síður beinst að Vesturlöndum en Sovétríkjunum. Islenskir vinstri menn leiddu Andrei Tarkóvskí ekki hjá sér; þeir sóttu samkvæmi honum til heiðurs, vildu fræðast af honum um kvikmyndagerð, sem er út af fyrir sig eðlilegt. Én fáir þeirra höfðu orð á mannréttindabaráttu hans á opinberum vettvangi. Hún virtist feimnismái, kannski vegna þess að þeir voru hræddir við hinn ófína stimpil „Rússagrýlunnar" eða að verða „afturhaldinu" og „hægri öflunum“ að liði. í minum augum er þessi þögn þeirra þó að- eins til marks um bleyðiskap. Undirskriftasöfnun sú, sem Kvennafylking Alþýðubandalags- ins hleypti af stokkunum um það leyti sem Larissa Tarkovskí hélt af landi brott var eins konar synd- akvittun kvenna, sem skömm- uðust sín. Og ekki var í þeim búð- um mikill áhugi fyrir almennri þátttöku og samstöðu, sem birtist í því að ekki var leitað samstarfs við önnur félagasamtök kvenna. Frelsið ekki sjálfsagður hlutur Okkur Vesturlandabúum hættir til að taka frelsi okkar sem sjálf- gefinn hlut. Það er hættuleg skammsýni, sem sagan og sam- tímaviðburðir ættu að hafa vakið okkur til vitundar um. Það eru að- eins örfáar þjóðir, sem eru svo lánsamar að búa við lýðræðis- skipulag. Hinar eru í hlekkjum ófrelsis, fátæktar og hungurs. Auðvitað er samfélag okkar ófull- komið og misrétti og ranglæti blasir víða við. En þjóðskipulag Vesturlanda hefur tryggt okkar frið, frelsi og öryggi, sem er jafn dýrmætt að verja og ávaxta og líf- ið sjálft. Ef við áttum okkur ekki á þessu grundvallaratriði, ef við neitum að horfast í augu við þær hættur sem við blasa, erum við að bjóða feigðinni heim. Cuðmuadur Magnússon er blaðamaður i Morgunblaðinu. ipojcSriUI T KANNSKII BUDAPtST Flugleiðir b\óöa flug og bíl í tengslum viö áættunarflug félagsins til 11 borga í Evrópu. Þessir staðir eru: Björgvin, Glasgow, Gautaborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló, París, Salzburg og Stokkhólmur. Ef þú vilt hafa fararstjórnina í eigin höndum, þá hentar enginn ferðamát: þér betur en flug og bíll. Það er ódýrt að ferðast um Evrópu á bílaleigubíl. Viö hittum ykkur kannski í Búdapest. semviljáá heiminn pg skiljahannbetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.