Morgunblaðið - 10.04.1985, Page 66

Morgunblaðið - 10.04.1985, Page 66
66 MORGUKBLADfD, MIDVIfaJDAGUR 10. APRÍL 1985 Morgunblaöid/E.G. Fyrstu lömbin í Vogunum á þessu ári Þann fyrsta aprfl bar fyrsta ærin í Vogunum á þessu iri. Átti ærin tvö lömb. Ærin og lömbin eru frá Gudmundi Ólafssyni í Bræðraparti, en hann er annar tveggja fjáreigenda ( Vogum, og fjáreign er innan við 10 kindur. Hefur fé fækkað mikið á síðustu árum. E.G. Franski brúðu- leikhúsmaður- inn Jean-Paul Hubert sýnir FRANSKI brúðuleikhúsmaðurinn, Jean-Paul Hubert, heldur tvær sýn- ingar í Norræna húsinu á morgun, 11. apríl. Sú fyrri hefst klukkan 17.00 og er ætluð börnum. Listamaðurinn kallar hana „ÍJr grískri goða- fræði“. Seinni sýningin hefst klukkan 20.30 og er hún ætluð full- orðnum. Hubert kallar hana „Goðafræði kvikmyndalistarinn- ar“. Hubert notar sérstaka tækni við leik sinn er hann hefur þróað úr ævafornri kínverskri tækni, sem hann kynnti sér úr gömlum kín- verskum handritum. Þórunn Magnea Magnúsdóttir verður listamanninum til hjálpar við kynningu á texta. í Mbl. sl. fimmtudag misritaðist í fyrirsögn nafn listamannsins, Jean-Paul Hubert og er beðið vel- virðingar á þvi. Islenska hljómsveitin: Kammertónleikar ÞRETTÁNDU tónleikar íslensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári verða haldnir í Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. aprfl kl. 20.30. Á tónleikum þessum, sem jafnframt eru áttundu áskriftartónleikar hljómsveitarinnar í Reykjavík, verða flutt tvö kammerverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Ludvig van Beethoven, Óbókvartettinn (K 368b) eftir Mozart og Kvintettinn op. 16 eftir Beethoven. Að auki verður frumfluttur oktett eftir Þorkel Sigur- björnsson sem hlotið hefur nafnið Áttskeytla. Er það níunda tónverk innlends höfundar sem hljómsveitin falast eftir og frumflytur á starfsár- inu. Á tónleikunum koma fram eftir- taldir félagar íslensku hljómsveitar- innar: Kristján Þ. Stephensen, óbó, Sigurð- ur I. Snorrason, klarinett, Björn Árnason, fagott, Lilja Valdimars- dóttir, horn, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanó, Laufey Sigurð- ardóttir, flðla, Hrefna Hjaltadóttir, lágflðla, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló. í fréttatilkynningu frá íslensku hljómsveitinni segir meðal ann- ars: Þorkell Sigurbjörnsson (1938) hefur verið afkastamikill á mörg- um sviðum tónlistarlífsins, bæði við tónsmíðar, kennslu og önnur störf að málefnum tónlistar. Fjöl- hæfni Þorkels er við brugðið. Tónsmíðar hans hafa spannað vítt svið, nefna má hljómsveitarverk, konserta, barnaóperur, sönglög, ballett- og leikhústónlist, kórtón- list og raftónlist. Sem tónskáld að- hyllist hann enga afmarkaða tón- smíðastefnu, er raunar jafnvígur á hin ýmsu stílbrigði og beitir þeim á báða bóga. Þekkt er með þjóðinni sálmalag hans Heyr, himna smiður, raddsett í hefð- bundnum stíl, sem og hin ýmsu tónverk sem samin hafa verið af ákveðnu tilefni fyrir hina ýmsu tónlistarhópa landsins. Hljóm- sveitarverk hans eru fjölmörg og hafa verið flutt víða um lönd. Þar kveður einatt við annan og viðam- eiri tón en í áðurnefndum verkum. Áttskeytla var samin í vetur að tilhlutan íslensku hljómsveitar- innar og er af léttum toga líkt og heitið ber með sér. Snemma árs 1781 var Mozart ráðinn til að semja óperu fyrir kjötkveðjuhátíðina í Múnchen. Óperan Idomeneo varð samstund- is mjög vinsæl og þessi misseri voru Mozart ánægjuleg áður en hann var kvaddur til Vínar þar sem hann bjó síðustu tíu árin. Hann hafði fengið verkefnið í Múnchen að tilstuðlan vina, og þar samdi hann einnig Óbókvartettinn fyrir vin sinn Friedrich Ramm, sem einnig bar hróður Óbó- konserts Mozarts víða. Hér er það hinn góðkunni óbóleikari Kristján Stephensen sem fer með hið vandasama aðalhlutverk kvart- ettsins. Beethoven (1770-1827) tók fyrst til við tónsmíðar af alvöru eftir að hann flutti til Vínar árið 1792. Tónlist var í hávegum höfð þar í borg og hinn ungi tónsmiður fékk ýmis tækifæri til þjálfunar í kammertónlist. Frá fyrstu átta árum hans í Vín er töluvert til af kammertónlist fyrir blásturs- hljóðfæri, oft var hún skrifuð fyrir kunningja að leika saman en jafnframt var blásaratónlist al- mennt vinsæl í borginni. Kvintett- inn op. 16 nr. 2 er með þekktustu verkum þessa tímabils í sköpun Beethovens, og þótt hann hafi ekki tekið þessi verk of alvarlega hafa þau haldið vinsældum sínum sem létt, en afbragðsvönduð tónlist. Sigurður Snorrason Hrefna Hjaltadóttir Ólöf Sesselja Björn Árnason Óskarsdóttir Laufey Sigurðardóttir Kristján Þ. Stephensen Anna Guðný Guðmundsdóttir Lilja Valdemarsdóttir Markmiðið að aðstoða fólk sem vill hverfa frá vímuefnaneyslii — rætt við Kristin T. Haraldsson og Sigurgeir Baldursson um félagið STOÐ STOFNFUNDUR félags, sem hefur það að markmiði að aðstoða fólk sem vill hverfa frá vímuefnaneyslu, verður haldinn að Hótel Borg annað kvöld, flmmtudaginn II. aprfl. Félagið ber heitið STOÐ og frumkvæðið að stofnun félagsins hefur fólk, sem farið hefur í meðferð vegna vímuefnaneyslu og telur nauðsynlegt að komið verði á fót félagslegri aðstoð við þá sem vilja lifa heilbrigðu lífi án vímuefna. í hópi hvatamanna að stofnun félagsins eru þeir Kristinn T. Haraidsson og Sigurgeir Bald- ursson og hitti blaðamaður Mbl. þá að máli og spurði þá nánar um markmið og tilgang félagsins. Kristinn T. Haraldsson og Sigurgeir Baldursson. Morgunbiaiift/Júiíus „Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá, að sinna félagsþörf þess fólks, sem vill lifa vímuefnalausu lífi, og aðstoða það við að skapa sér heilbrigð áhugamál og jákvætt líferni," sögðu þeir félagar. „Þetta felur ekki aðeins í sér stuðning við fólkið sjálft, heldur einnig að- Istandendur þeirra auk þess sem allt áhugafólk um þessi mál er að sjálfsðgðu hvatt til að taka þátt í þessu starfi. Við teljum að j það sé mjög brýn þörf á, að að- stoða fólk, sem kemur úr með- ferð, við að ná fótfestu í lífinu á j ný, t.d. aðstoða það í atvinnuleit og byggja upp sjálfstraust þess." i Þeir Kristinn og Sigurgeir Ikváðust báðir hafa gengiö i gegnum þá reynslu að koma aft- ur út í lífið að lokinni meðferð eftir vímuefnaneyslu og gætu þeir því fullyrt, að það getur reynst erfitt að byrja nýtt líf. „Menn vilja oft sækja í sama farið þegar þeir koma út. Gömlu félagarnir eru á hverju horni og það getur oft verið erfitt að rífa sig úr viðjum vanans og leita annað, þrátt fyrir að hafa farið í gegnum meðferð,“ sögðu þeir. „Menn eru oft mjög jákvæðir og bjartsýnir að lokinni með- ferðinni, en svo þegar þeir koma út eru þeir einir og óstuddir og vita í raun ekkert hvert þeir eiga aö snúa sér. Þá vill oft sækja i sama farið. Það getur verið nap- urt, aö koma niður á Umferöar miðstöð og vita svo ekkert hvert maður á aö fara. Þessu íélag: er sem sagt ætlaö aö sinna félags- Iegri þörf þessa fólks og aðstoða það við að ná fótfestunni : lífinu á ný. Þaö ma segja ao þetta sé eins konar milliliður á milb. SÁÁ- og AA-samtakanna. SÁÁ annast meðferðma AA annast tjáninguna og andlegu hliðina og STOÐ er ætlað að sinna félags- legu hliðinni." Þeir Kristinn og Sigurgeir sögðu aö áhersia yrð' lögð á aö hafa sem best samstarf við önn- ur félagasamtök og hópa sem starfa að svipuðum málefnum og jafnframt yrði stefnt að því að koma upp viðunandi aðstöðu fyrir félagið. Hér væri hins veg- ar ekki um eiginlegt bindindisfé- lag að ræða heldur væri ætlunin að virkja það fólk, sem kemur úr meðferð, til jákvæðra starfa og heilbrigðs lífs. „Menn fyllast krafti í meðferðinni og eru upp- fullir af hugmyndum, sem oft verða svo að engu þegar út í raunveruleikann er komið. Þá rennur allt út í sandinn því menn vita ekkert hvar þeir eiga að byrja. Við viljum virkja þann kraft sem býr I þessu fólki og hjálpa þvf að ná fótfestu, svo að það geti sjálft virkjað þann kraft sem í því býr.“ Á stofnfundinum á Hótel Borg annað kvöld flytja eftirtaldir að- ilar erindi: Þórarinn Tyrfingsson um skaðsemi vímuefna, Grettir Pálsson um stöðu fólks eftir meðferð, Kristfn Waage um stöðu aðstandenda, Sævar Páls- son um þörf á félagslegri aðstoð og ómar Ægisson um tilgang og stefnu félagsins. Þá mun Elín Garðarsdóttir skýra frá störfum undirbúningsnefndar, Sigurgeir Baldursson fjallar um húsnæð- ismál félagsins og Kristinn T. Haraldsson kynnir drög að lög- um félagsins. Fundarstjór: verð- ur Jakob R. Möller. Fundurinn er öllum opinn. og kváðust þeir Kristinn og Sigurgeir vonast til að sjá sem flesta, sem láta sig þessi mál einhverju skipta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.