Morgunblaðið - 10.04.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 10.04.1985, Síða 22
22 MORQUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1986 Lariss« Tarkovskí, túlkur hennar og formælendur Kvennafylkingar Al- þýðubandalagsins. — eftir Guðmund Magnússon Rússa-grýla KV e-r ógnarmynd sem brugðið er upp af Rússum [Sovétmönnum] og athöfnum þeirra til að hræða menn. íslensk orðabók (1983). Tæpur áratugur er liðinn frá því Sovétstjórnin undirritaði „Hels- inkisáttmálann", sem skuldbatt hana til að virða mannréttindi þegna sinna. Allir vita — eða rétt- ara sagt — ættu að vita, að við þau fyrirheit hefur ekki verið staðið. „Heisinkisáttmálinn" er dauður bókstafur í Sovétríkjun- um. Um það höfum við óræk dæmi á degi hverjum. Andrei og Larissa Tarkovski minntu okkur á það með áhrifaríkum hætti í fyrri mánuði hver veruleiki kommún- ismans er. Vitnaleiðslurnar í Lundúnum, sem kenndar eru við Andrei Sakharov, eru önnur áminning. „Rússagrýlan“, sem ýmsir þykjast geta haft í flimting- um, er ekki þjóðsaga eða hugar- burður; hún er ekki „ógnarmynd, sem brugðið er upp ... til að hræða menn,“ eins og Orðabókin segir, heldur ónotaleg staðreynd. Þeir, sem öðru halda fram, fara með staðlausa stafi, ýmist af ásetningi, einfeldni eða vegna þess að þeir eru fastir í neti þeirrar háskalegu skinhelgi, sem er eitt höfuðeinkenni á andlegu lífi Vesturlandabúa um þessar mund- ir. Um það efni fjallar þessi grein. „Hvers virði er undirskrift Sov- étríkjanna á „Helsinkisáttmálan- um“ ef ekki er staðið við ákvæði hans eins og tjáningarfrelsi lista- manna?“ spurði Larissa Tarkovskí í viðtali, sem birt var hér í blaðinu 22. mars. „Sovésk stjórnvöld vilja ekki að myndir mínar séu sýndar. Þau hafa gert allt, sem í þeirra valdi er, til að spilla fyrir mér í Sovétríkjunum og erlendis," sagði Andrei Tarkovskí i viðtali við höf- und þessarar greinar, sem birt var 19. mars. Orðin tóm? Ýkjur? Sannarlega ekki, eins og erindrekar Kreml- verja í Reykjavík afhjúpuðu með eftirminnilegum hætti á dögun- um. Sovéska sendiráðið reyndi með hótunum og blekkingum að stöðva sýningar á myndum Tarkovskís á kvikmyndahátíð f Háskólabiói og Regnboganum. Svo ósvífnir reyndust starfsmenn sendiráðsins að einn þeirra birtist að óvörum í síðarnefnda kvikmyndahúsinu og heimtaði að fá í sína vörslu eintakið af mynd- inni Stalker, sem Tarkovskí gerði 1979. Þeirri kröfu var að sjálfs- ögðu synjað, eins og ég upplýsti í Morgunblaðinu 19. mars. Viðskiptafulltrúi Sovétmanna fullyrti í yfirlýsingu, sem hann sendi fjölmiðlum, að afskipti sendiráðsins væru ekki af pólitísk- um toga spunnin, heldur væri um að ræða réttmætar áhyggjur af greiðslum fyrir sýningarrétt kvikmynda þeirra, sem Tarkovskí gerði meðan hann var búsettur I Sovétríkjunum. „Það er einkennandi fyrir þetta mál, að Sovétmenn segjast eiga sýningarrétt á myndunum, en gefa okkur samt engan kost á aö kaupa hann,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson, einn af formælendum Tarkovskí-kvikmyndahá- tíðarinnar, f samtali við Morgun- blaðið 9. mars. „Það er því aug- ljóst mál,“ bætti hann við, „að þeir vilja þessa hátíð feiga og styrkir það mig i þeirri trú að þetta sé pólitísk ákvörðun." Andrei Tarkovskí var sjálfur ekki í vafa um það hvað fyrir starfsmönnum sovéska sendiráðsins vakti. „Þessi ummæli eru út í hött,“ sagði hann er ég spurði hann um yfirlýsingu viðskiptafulltrúans. „Þeir vilja ekki að myndir mfnar séu sýndar og barátta mín fái opinbera um- fjöllun." Hann benti á, að um all- an heim giltu alveg sérstakar regl- ur um kvikmyndahátíðir. Gerður væri greinarmunur á kvikmynda- sýningum á menningarhátfðum, sem stæðu f nokkra daga, og venjulegri kvikmyndasölu. Islend- ingar væru því í fullum rétti til að sýna myndir hans með þeim hætti sem gert hefði verið. NT styöur sovéska scndiráðið Fimmtudaginn 14. mars birtist í dagblaðinu NT, sem segist vera „málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju", grein eftir rit- stjórann, Magnús Ólafsson, um mál Andrei Tarkovskís. Greininni fylgdi mynd af leikstjóranum og undir henni var þessi texti: „Var Mogginn að ofsækja Rússa eða Rússar Tarkovskí?” Ritstjórinn skrifaði: „Þessar vangaveltur [um Davíð Oddsson fyrr í greininni] minna okkur á annan frægan mann úr skemmtanalífinu og leiksýningu, sem fer fram kring- um hann þessa dagana á íslandi. Hér er átt við sovéska snillinginn Tarkovski. Allt frá því að undirritaður sá hina mögnuðu mynd hans Solaris á sérsýningu í Háskólabíói fyrir meira en 10 ár- um hefur hann verið f hópi blindra aðdáenda leikstjórans. Sfðan ger- ist það, að Tarkovskí flýr land með konu sinni og skilur börnin eftir heima og Tarkovskí-nefndir eru stofnaðar út um hinn víða heim til að berjast fyrir frelsi barnanna. Vitanlega tekur hægri pressan upp málið og notar í Rússagrýlu- sögur. Við þetta allt saman er ekk- ert að athuga. Þetta hefur gerst áður og mun gerast aftur. Það, sem er hins vegar pirrandi við þetta allt saman er, að áróðurinn skuli vera svo ósvífinn að sann- leikurinn sé falinn. Hér er átt við að fjölmiðlar hafa slegið upp, að Rússar hafi reynt að stöðva Tarkovskí-kvikmyndavikuna á pólitískum forsendum. Að svo komnu máli er það alls ekki rétt. Sovétmenn eiga sýningarréttinn á myndum leikstjórans, enda fjár- mögnuðu þeir þær, og þvf hljóta þeir að spyrja spurninga þegar myndir hans eru sýndar án þess að þeir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta er þannig viðskipta- mál og ekki stjórnmál.“ Svo mörg voru þau orð Magnúsar ólafsson- ar. Hvað rekur ritstjóra NT til að láta svona ruglanda frá sér? Hvers vegna í ósköpunum tekur borgaralegur menntamaður — þó vinstri sinnaður sé — upp hansk- ann fyrir hinn ógeðfellda málstað Sovétríkjanna? Veit hann ekki, að hann er að að fara með fleipur eitt? Kynnir hann sér ekki þau mál, sem hann skrifar um? Látum vera þótt ritstjórinn vaði f villu og svíma um muninn á kvikmynda- sölu og kvikmyndasýningum á menningarhátíðum, þótt hann væri að vísu maður að meiru ef hann hefði viðurkennt þau mistök í blaði sfnu, sem hann hefur ekki gert. Látum líka vera hina ósmekklegu árás hans á persónu Tarkovskís („maður úr skemmt- analífinu", „flýr land og skilur börnin eftir“). Hitt er verra, að í greininni er nánast sagt berum orðum að það sem vaki fyrir vest- rænum fjölmiðlum („hægri press- unni“ — hvað sem það nú er), þeg- ar þeir fjalla um málefni sovéskra andófsmanna og flóttafólks, sé að kveikja ástæðulausan ótta við Sovétríkin. Annað getur ekki verið átt við með orðinu „Rússagrýlu- sögur“. Heimsvaldastefna Kremlverja Hér er komið að kjarna þessar- ar greinar. Hver eru áform ráða- manna í Kreml? Hver er stefna þeirra gagnvart öðrum ríkjum? Um það eru athafnir þeirra auð- vitað ljósasti votturinn. Þeir stefna að landvinningum f nafni kommúnismans, annað hvort með beinum yfirráðum eða með þvf að ná slíkum tökum á öðrum ríkjum, að þau lúti hagsmunum þeirra f hvívetna. Hvert landið i Evrópu á fætur öðru féll í hendur Kreml- verja í lok síðari heimsstyrjaldar, þar til Vesturlandabúar snerust til varnar og stofnuðu Atlants- hafsbandalagið til að stöðva fram- rás kommúnista og tryggja frelsi sitt og öryggi. Á dögum „slökun- arstefnunnar" („détente") á síð- asta áratug, þegar ráðamenn hins frjálsa heims trúðu því að unnt væri að semja um afvopnun og friðsamlega sambúð við kommún- istaríkin með einhliða eftirgjöf, styrkti Sovétstjórnin hernaðar- stöðu sína um heim allan og vann ný lönd. Sovétríkin náðu þá fót- festu í Suður-Víetnam, Laos, Kambódíu, Afganistan, Angóla, Eþíópíu, Mósambique, Suður- Jemen, Líbýu, Sýrlandi, Zaire, Madagascar, Seychelles, Nicara- gua og Grenada. Alls staðar fylgdu landvinningum þeirra fólskuverk og innanlandsófriður, aukin fátækt og eymd, og sums staðar hungursneyð. íbúarnir hafa flúið heimkynni sín milljón- um saman. íslenskir kommúnistar og „nytsamir sakleysingjar“, sem viðra sig upp við þá, hafa skopast með „Rússagrýluna“ frá þvf í Finnlandsstríðinu 1939, þegar Sovétmenn réðust inn í Finnland. Þeir, sem þá vöruðu við yfirgangi Sovétríkjanna, voru kallaðir öllum illum nöfnum og sakaðir um að hafa endaskipti á sannleikanum. Rússar væru að sjálfsögðu að frelsa Finna! Á sfðasta áratug, þegar Kremlverjar höfðu verið staðnir að hverju níðingsverkinu á fætur öðru (s.s. innrás í Ungverja- land 1956 og Tékkóslóvakíu 1968), neyddust kommúnistar og spor- göngumenn þeirra að horfast f augu við veruleikann. Þá varð til ný kenning, sem Árni Björnsson kom orðum að í ritgerðinni „Upp- sögn herstöðvasamningsins" í timaritinu Rétti (2. hefti, 1973), þar sem hann fór háðuglegum orð- um um „Rússagrýluna", sem hann sagði „þjóðsagnapersónu". „Rússar hafa látið illum látum á vissum takmörkuðum bletti jarð- arinnar, nefnilega hér [svo] í A-Evrópu,“ skrifaði Árni. „En hvers vegna hafa þeir haldið sig á þessu tiltölulega litla svæði, ef þeir eru svona útþenslusamir, en ekki ólmast inn í þau mörgu hern- aðarlegu veiku lönd, sem liggja umhverfis hin víðlendu Sovétrfki og hafa þó ekki verið í neinu hern- aðarbandalagi við Bandaríkin? Sem dæmi skulu nefnd Indland, Afganistan, írak, Júgóslavía og Austurríki." Og hann svaraði sjálfur: „Ástæðan er ofureinföld. Það hefur alltaf verið lygi, að árás frá Sovétríkjunum væri yfirvof- andi.“ Árni Björnsson ætti að leggja leið sína til Afganistans og kynna þetta sjónarmið sitt. Vafalaust mundi Babrak Karmal og hirð hans í Kabúl kinka kolli. En fyrir íbúa landsins er „lygin" nöturleg- ur raunveruleiki. Þegar Sovét- menn réðust inn í Afganistan f desember 1979 bjuggu þar fimm- tán milljónir manna. Ein milljón hefur nú fallið i átökum við inn- rásarherinn og leppa hans, og fjórar milljónir hafa flúið land. „Rússagrýlan" reyndist annað og meira en „þjóðsagnapersóna". Tvískinnungur vinstri manna Þeir eru fáir á Vesturlöndum nú á dögum, sem neita staðreyndum um kúgunina í Sovétríkjunum og öðrum ríkjum kommúnista. Það er af sem áður var, þegar kommún- istar, sósíalistar, listamenn og menntamenn, sem döðruðu við „vinstri stefnu" og „félagshyggju", vísuðu fréttunum frá Sovétrikjun- um á bug, sem hverri annarri „auðvaidslygi"; á íslandi var talað um „Moggalygina" og þótti au- virðileg aðför að „verkalýðsrík- inu“ i austurvegi. Nú vita menn að fréttir Morgunblaðsins um ógnar- öldina og eymdina í Sovétríkjun- um voru f öllum atriðum sannar, en „fréttir" Þjóðviljans oftar en ekki tilbúningur manna, sem vissu betur. í þessu sambandi minnist ég frásagnar af fundi, sem róttækir bandarískir listamenn og mennta- menn héldu í New York fyrir rösk- um þremur árum til að sýna stuðning sinn við óháðu verkalýðs- hreyfinguna í Póllandi. Þarna voru margir þekktir menn, konur og karlar; Allen Ginsberg, Dick Gregory, Kurt Vonnegut, Susan Sontag, Studs Terkel og Gore Vi- dal, svo nokkrir séu nefndir. „Fundarmenn voru svolítið vand- ræðalegir,“ skrifaði Christopher Hitchens í vikuritið The Spectator i Lundúnum. Þeir óttuðust að hægri öflin gætu misnotað sam- komuna. Til að fyrirbyggja það var farið mörgum hörðum orðum um stefnu Reagan-stjórnarinnar innanlands og utan. En þá kvaddi erki-róttæklingurinn Susan Son- tag sér hljóðs. Boðskapur hennar var sem köld vatnsgusa framan í fundarmenn. „ímyndið ykkur mann, sem aðeins las Reader's Digest [bandarfskt afþreyingarrit] á árunum 1950 til 1970,“ sagði hún. „ímyndið ykkur svo annan mann, sem aðeins las The Nation og The New Statesman [vikurit banda- rískra og breskra vinstri manna] á sama timabili. Hvor þeirra skyldi nú hafa betri vitneskju um veru- leika kommúnismans? Svarið ætti, að minni hyggju, að verða okkur til umhugsunar. Getur verið að andstæðingar okkar hafi haft rétt fyrir sér?“ Susan Sontag sagði ennfremur: „Mér virðist að margt það sem svokallaðir lýðræðissinnaðir vinstri menn, og þeir eru margir hér í kvöld, hafa um stjórnmál að segja miðist við það, að verða aft- urhaldsöflunum ekki að liði. Af þessum sökum hafa þeir marg- sinnis, vitandi vits og óafvitandi,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.