Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Ákvörðun bankaráða um greiöslur til bankastjóra: Framkvæmd verði frestað — segir í bréfi viðskiptaráðherra til bankaráðanna RÍKISSTJÓRNIN fjallaði á fundi sínum í gærmorgun um afgreiðslu bankaráða ríkisbankanna á greiðslum til bankastjóra, sem ákveðið var að kæmu í stað greiðslna vegna bifreiðakaupa bankastjóra. Viðskiptaráð- herra sendi síðan bankaráðunum bréf eftir fundinn þar sem hann óskaði eftir greinargerðum um mál þetta þegar í stað. Jafnframt mæltist hann til pess að bankaráðin frestuðu framkvæmd samþykktanna. Þingflokkar Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðarmanna o INNLENT hafa báðir sent frá sér mótmæli vegna þessara ákvarðana banka- ráðanna. Greiðslur þær sem hér um ræðir munu nema um 450 þús. kr. til hvers bankastjóra og eiga að koma í staðinn fyrir greiðslur tii bílakaupa. Þær munu samkvæmt heimildum Mbl. inntar af hendi um og upp úr áramótum. Að sögn viðskiptaráðherra er að vænta frumvarps um við- skiptabankana á Alþingi á næstu dögum. Hann var af því tilefni spurður hvort fyrirhugaðar væru breytingar í frumvarpinu á því hver tæki ákvarðanir um launa- kjör bankastjóra. Hann sagði að í núverandi mynd gerði frum- varpið ráð fyrir óbreyttum regl- um, þ.e. að bankaráðin tækju einhliða ákvörðun um þau. Hann sagði síðan: „Ég mun að sjálf- sögðu taka til athugunar hvort breyta eigi þeim ákvæðum þar sem fjallað er um launakjör í frumvarpinu. Þá hefur Alþingi ennfremur möguleika á að skoða málið sérstaklega þar sem frum- varpið verður tekið til umfjöllun- ar á næstu dögum.“ Akranesið statt í Osakahöfn Hnattsigling ms. Akraness: Tveir fimmtudagar í röö — þegar farið var yfir 180. lengdarbauginn því að hjá áhöfninni á Akranesinu eru 32 dagar í marsmánuði. Hefði Akranesið siglt hina leiðina kring- um hnöttinn þ.e. farið vestur um frá *slandi, hefði klukkunni verið flýtt um 24 klukkustundir og mars- mánuður þá aðeins innihaldið 30 FLUTNINGASKIPIÐ Akranes sem í heimssiglingii sinni er nú statt á Kyrrahafi á leið sinni frá Kína til Los Angeles, þar sem það tekur olíu, vatn og vistir, sigldi yfir 180° lengdar- bauginn á miðnætti 28. mars sl. Þegar skipið sigldi yfir bauginn var klukkunni seinkað um 24 klukkustundir, þannig að hjá skipverjum var fimmtudagurinn 28. mars tvisvar í röð. Þetta veldur MorgunWðW/HB) Flak Bervíkur að byrja að koma upp úr sjónum á fjörunni á annan páskadag. Kristbjörn Þórarinsson skoðar aðstæður um borð í Bervík þegar flakið hafði verið rétt nokkuð við á fjörunni. Eins og sést að hluta til á myndinni er flakið illa farið eftir slysið og tilfæringar í sjónum að því loknu. Bervíkurslysið: Kafarar fundu lík þriggja skipverja — Leit er haldið áfram LEIT að skipverjunum af Bervík SH 43 sem fórst skammt undan Rifi fyrir hálfum mánuði stóð alla páskahelgina. Hafa lík þriggja mannanna fundist en tveggja er enn leitað. Menn frá Köfunarstöð- inni og heimamenn á Hellissandi og í Ólafsvík hafa jafnframt unnið að því að ná upp flakinu af bátnum og er hann nú kominn upp á grynn- ingar skammt frá landi. Fundist hafa lík Úlfars Krist- jónssonar skipstjóra, Sveins Hlyns Þórssonar stýrimanns og Jóhanns óttars Úlfarssonar há- seta. Voru þeir í sjónum skammt frá þeim stað sem Bervík sökk. Að undanförnu hefur leitin einkum beinst að slysstaðnum og svæðinu þar í kring. Kafarar björgunarsveita Slysavarnafé- lags tslands hafa aðallega leitað en einnig hafa komið til aðstoðar kafarar frá lögreglunni í Reykjavík. Við leitina eru notað- ir fiskibátar og gúmbátar og notuð neðansjávarmyndavél. Fé- lagar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins gengu fjör- ur þar til í fyrradag, en þá var því hætt. Að frumkvæði Vélbátatrygg- ingar Breiðafjarðar, sem var með bátinn i tryggingu og heimamanna hafa starfsmenn Köfunarstöðvarinnar hf. að und- anförnu unnið að því að ná upp flaki Bervíkur. Tilgangurinn er að fjarlægja flakið af siglinga- leiðinni og reyna að bjarga verð- mætum úr því. Orion, skip Köf- unarstöðvarinnar, og nótarskip- ið Skarðsvík SH frá Rifi hífðu flakið upp af hafsbotni og drógu upp á grynningar, þannig að hægt væri að rétta það við á fjöru, dæla sjónum úr því og koma því á flot. Ætlunin var að taka vélina úr bátnum en leggja honum síðan. Ekki hefur enn reynst unnt að koma bátnum á flot. Hann er mjög illa farinn og taldi Kristbjörn Þórarinsson hjá Köfunarstöðinni vafasamt að það væri hægt að koma honum á flot vegna þess hversu lekur hann er orðinn. Menn frá rann- sóknarnefnd sjóslysa og Siglingamálastofnun hafa verið á staðnum og skoðað flakið. Ákranesið er væntanlegt til Los Angeles 6. apríl. Þaðan fer skipið gegnum Panama-skipaskurðinn til Baltimore og síðan til Lambert Point þar sem lestuð verða kol fyrir Járnblendifélagið á Grund- artanga, en þaðan fór skipið 16. janúar sl. og sigldi á leið sinni til Japan gegnum Gíbraltarsund, Suez-skipaskurðinn og Indlands- hafið með viðkomu f Singapore. Farmur skipsins 7000 tonn af járnblendi var losaður í Osaka og Kawasaki í Japan. Frá Japan sigldi skipið til Dalian í Kína, þar sem lestað var fullfermi af magnusite til Baltimore á austurströnd Amer- íku. Til Grundartanga er skipið væntanlegt ca. 10. maí, og hefur hnattsiglingin þá tekið tæpa fjóra mánuði. í áhöfn skipsins eru 17 karlar og ein kona. Geir Zo'éga látinn Á páskadag lést í Borgarspitalanum einn hinna eldri Vesturbæinga, Geir Zoega forstjóri Öldugötu 14. Hann varð 88 ára, fæddur 27. júlí árið 18%. Um langt árabil var Geir umboðs- maður fyrir breska togaraútgerðar- menn hér á landi. Foreldrar hans voru Geir kaupmaður Zoega og Helga Jónsdóttir er var síðari kona Geirs. Árið 1913 brautskráðist Geir frá Verzlunarskóla íslands. Hann var lengi vel búsettur suður í Hafnarfirði, en þar var hann um- boðsmaður fyrir breska togarafé- lagið Hellyersbræður, sem ráku umfangsmikla útgerð þar. Sjálfur var hann einnig útgerðarmaður á þessum árum. Þá starfaði Geir á árum seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir bresku stjórnina hér og ann- aðist fiskkaup fyrir Breta. Hafði hann með höndum fiskflutninga héðan til Bretlands, sem voru um- fangsmiklir. Halut hann fyrir þessi störf og önnur fyrir Breta hérlendis bresk heiðursmerki. Eiginkona Geirs er Halldóra Ólafsdóttir frá Keflavík og lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum þeirra. Síðasta árið átti Geir við vanheilsu að stríða. Spítalavist hans að þessu sinni var um það bil tvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.