Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 56
S86I JlíHA .01 HUOAOUXIVQIM .(IIGAJíI/UOíIOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 10. APRlL 1985 * i t ffclK í fréttum £ff«f Sigrfður Eyþórsdóttir leikkona. Heimsókn í Kramhúsið { Kramhúsinu, sem er dan.s- og leiksmiðja í bakhúsi við Bergstaða- stræti, kennir Sigríður Eyþórs- dóttir, leikari, bornum og ungling- um leikræna tjáningu og leiklist Hópurinn, sem við fengum að fylgjast með um daginn var hress og kitur og virtist njóta þess að fá að láta Ijós sitt skína. „Hér læra þau að vinna saman og taka tillit hvert til annars,“ segir Sigríður. „Þau semja sjálf stutta leikþætti eða spuna og er lögð áhersla á svipmyndir úr daglega lifinu. Eftir hvern þátt gagnrýna áhorfendur leikarana, en góð gagnrýni gerir ölium gott og byggir upp sjálfstraust." — Hvað eru mörg börn í hópnum? „Þau eru tuttugu og hafa unn- ið saman í tvo mánuði. Ég hef reynt að leggja áherslu á fram- sögn hjá þeim, að hún sé lifandi, bæði þegar þau lesa af blöðum og eins þegar þau spinna upp einhvern leik. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hvernig feimnin fer af þeim smátt og smátt og þau „opnast“ öll og gefa ímyndunaraflinu lausann taum. Svona þjálfun skilar sér ábyggi- lega i öðru starfi," sagði Sigríður að lokum. En það er fleira á seiði í Kramhúsinu, Abdul Dhour kennir unglingum afríska dansa. Þegar litið er þar inn leynir sér ekki að nemendur gleyma sér við að dansa eftir afrískum takti og láta sér fátt um finnast þó ljósmyndarinn taki myndir og einhver óviðkomandi horfi á dansinn. Prinsessan Stefanía prinsessa af Monakó er geysivinsælt mynd- og frásagnar- efni i blöðum beggja vegna Atlants- hafsála, einkum austan þeirra, og er það ekki sist fyrir ósýriláta hegðun á köflum. Stebba gerir nokkurn veginn það sem henni sýnist og víst er að Rainer fursti er ekki alltaf ánægður með framferði hennar, þó hún sýni sín- ar betri hliðar alltaf inn á milli. En Stebba i dag minnir á eldri systurina Karólfnu hér áður. Sama sagan að endurtaka sig. Sú var tíðin, að Karólfna var f öllum slúðurblöðum, slúðurdálkum tímarita og yfirleitt alls staðar. Hún er falleg stúlka og var létt f lund, klæddi sig djarflega og allt að þvf æpandi oft og tíðum. Það, ásamt ástarsamböndum við hina og þessa auðkýfinga, var til þess að Karólína lagði undir sig „gulu press- una“ svokölluðu. Þá, eins og stundum nú, er Stebba hleypur af sér hornin, strauk Rainier gamli oft svitann af enninu. Hápunktinum náði Karólína, ef svo mætti að orði komast, er hún gekk að eiga glaumgosann Philip Junot, sem sfðan reyndist Iftið mannsefni. En eftir þessi stormasömu ár og þá niðurlæg- ingu sem Karólfna hlaut að búa við, Morgunblaðið/Bjarni „Ég er næst, nei, nú má ég segja hvað mér finnsL“ „Öldugjálfur vió klettaströnd" gæti þessi dans heitið. Á biðstofu fæðingardeildarinnar. Hjá tannlækninum. nafni stendur undir Hitað upp fyrir dansinn. einkum eftir hið misheppnaða hjóna- band, hefur hún tvfeflst og er nú hin glæsilegasti fulltrúi hins litla fursta- dæmis. Telja sérfræðingar að vendi- punkturinn hafi verið hið sviplega frá- fall móður hennar, en Grace lést sem kunnugt er i bilslysi. Svo mjög hefur prinsessan breytt stíl sinum og fram- komu, að nýlega var hún kjörin ein af tfu best klæddu konum heims, næst á eftir Palomu Picasso og Dfönu prins- essu af Wales, sem deildu með sér efsta sætinu. Hin „nýja“ Karólína sést best f klæðaburði hennar. Þar sem áður voru niðþröngar buxur og flegnir bolir eða meira og minna opnar blússur og pfnu- pils, eru nú virðurlegir kjólar, snilld- arlega hannaðir af tískumeisturum. Myndirnar sem hér birtast eru teknar á hinum ýmsu „stigum“ Karólfnu- þróunarinnar og þarf vart að skýra þær nánar, þær gera það sjálfar og sú mynd þar sem prinsessan er augljós- lega glæsilegust er sú nýjasta. Með henni á henni er leikarinn gamalkunni, Cary Grant, sem var kvöldherra henn- ar i samkvæmi einu í Hollywood nýlega er Karólfna var á ferð um Bandarfk- in... \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.