Morgunblaðið - 10.04.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.04.1985, Qupperneq 55
<«ei jíhia .oí fluoAauflivaiM xnaAjawtíQflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Stalín var hér Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Stalín er ekki hér, sjónvarpsleikrit eftir samnefndu leikriti Vésteins Lúðvíkssonar. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Myndataka: Egill Aðalsteinsson. Hljóó: Baldur Már Arngrímsson. Leikmynd: Baldvin Björnsson. Stjórn upptöku: Elín Þóra Frið- finnsdóttir. í óvenju snjallri blaðagrein er Patricia Blake ritaði í vikuritið Time þann 28. janúar síðastliðinn og fjallaði um dóttur Stalíns, Svetlönu Allilyuevu, eru eftirfar- andi ummæli höfð eftir Svetlönu: „Það var einsog faðir minn stæði í miðju dimmleits hringferils, hver sá er lenti innan marka hans hvarf eða tortímdist, eða varð undir á einn eða annan hátt.“ Þessi spámannlegu orð einkadótt- ur hins austræna einræðisherra gætu mætavel átt við páskaleikrit sjónvarpsins að þessu sinni, Stalín er ekki hér, því svo sannarlega var hinn myrki seiður þessa ógnarlega manns á sveimi í þessu verki og varð raunar þess valdandi að aðal- persónan, stalínistinn Þórður, sogaði sína nánustu inní þann dimmleita hringferil er Svetlana lýsti hér áðan. Virtist mér að Vésteini Lúðvíkssyni höfundi verksins væri í mun að sýna hvernig sá pólitíski seiður nagaði sundur þær rætur er binda flesta við lífið, þær rætur er liggja til æskuheimilisins og binda þar saman foreldra og börn. Þannig má með nokkrum rétti segja að stalínisminn hafi komið í veg fyrir að Þórður í Landsmiðjunni gæti nokkurntímann litið yfir sviðið raunsæjum augum og þar með horfst í augu við þá staðreynd að tímarnir breytast og börnin með. Þannig er Þórði fyrirmunað að skilja þá einföldu staðreynd að með tíð og tíma öðlast börnin sjálfstæðan vilja, langanir og þrár. Hann vill keyra þau áfram með hina stalínísku framtíðarsýn að leiðarljósi. Börn hans skulu með góðu eða illu beygja sig undir þann aga er hlýtur að ríkja innan verkalýðshersins og það sem meira er, hvert minnsta frávik frá hugsjóninni skoðast ekki aðeins sem svik við málstaðinn heldur og við merkisberann Þórð. Þannig er sjálfur Stalín í miðju þessa merka leikverks, hann er í hjarta Þórðar verkamanns í Landssmiðjunni og þegar á reynir velur Þórður hiklaust að ganga við hlið leiðtogans fremur en barna sinna. En Þórður er mannlegur og hann fellur á eigin bragði einsog gengur í lífsglímunni. Þannig gáir hann ekki að því að eina barnið er hann raunverulega tók í sátt og sem ekki yfirgaf hann á úrslita- stundu, hún Svandís litla, sem er trúlofuð læknastúdentinum Stjána, er raunverulega „stétt- svikarinn" í barnahópnum. Hinir krakkarnir, þau Hulda og Kalli, eru „róttæk" og vilja ryðja nýjar brautir, en fyrirmyndarbarnið hún Svandís litla er náttúrulega ekki annað en skilgetið afkvæmi borgarastéttarinnar, verðandi læknisfrú með meiru. En Þórður lætur sér vel líka undirgefni Svandísar því hún hefur til að bera þann eiginleika er einræðis- herrar allra tíma hafa kunnað að meta, hún er hlýðin. Þannig skipt- ir í rauninni málstaðurinn engu höfuðmáli þegar menn á borð við Stalín eiga í hlut, fögur orð kunna að leika á tungu þeirra en í raun þrá þeir aðeins að koma fram vilja sínum og sveigja aðra undir vald sitt. Ef Stalín hefði fæðst undir blárri stjörnu kapítalismans hefði hann vafalaust gerst forstjóri stórfyrirtækis eða voldugs auð- hrings. En því miður komst þessi grimmdarseggur til valda í öllu stærra fyrirtæki í skjóli bylt- ingarástands, og þannig soguðust ekki bara milljónir austrænna manna inní hans dimmleita hring, heldur og vestrænir meðaljónar á borð við Þórð í Landssmiðjunni. Lárusi Ými Óskarssyni tókst bærilega að sýna okkur sjónvarps- glápurum hvernig ósköp hvers- dagsleg reykvísk kjarnafjölskylda verður leiksoppur þessarar for- myrkvunar. Þannig takmarkar Lárus mjög sjónhornið við dimm- leita setustofu á heimili Þórðar. Fannst mér satt að segja full drungaleg sviðsmyndin er líða tók á sýningu verksins og Helgi Skúla- son nánast einsog sárþjáð múmía í hlutverki Þórðar. Hér er leikstjór- anum um að kenna, því ekki man ég betur en Rúrik væri mun líf- legri og þar af leiðandi ögn mann- legri í frumuppfærslu Þjóðleik- hússins ’77. Að mínu viti hefði Lárus Ýmir átt að nálgast þetta verk frá víðara sjónarhorni og fletta inní atburðarásina skotum er greindu ítarlegar frá stalínísk- um hugmyndaheimi Þórðar og sérstæðum táknmyndaheimi, er þó var nokkuð lýst með návist Þjóðviljans og uppskurði Þórðar á MM-bókinni. En það er af svo mörgu fleiru að taka frá þessum árum, bæði tónlist og myndlist, sem hefði getað lífgað ögn sviðs- myndina og skerpt ádeilu- broddinn. Þó má vera að sá verkháttur leikstjórans að leggja höfuð- áherslu á flutning textans hafi verið sá eini rétti. En þá verður textinn að vera lipurlega fluttur og samtölin eðlileg, en á hvort- tveggja skorti nokkuð á stundum. Fannst mér áberandi hversu stirð- leg samtölin voru milli Stjána læknastúdents er Egill Ólafsson lék og Huldu er Guðrún Gísladótt- ir lék. Auðvitað vissu áhorfendur að þau skötuhjú áttu í tjáninga- skiptaerfiðleikum, vegna þess að Stjáni hafði svikið Huldu og farið til Svandísar litlu, en fyrr má nú rota en dauðrota. Annars smugu þau Guðrún og Egill lipurlega um hinn fremur bókmenntalega texta Vésteins, sérstaklega náði Egill sér á strik þegar hann sötraði kaffið í návist Mundu er Margrét Þórður (Helgi Skúlason) og Kalli (Þröstur Leo Gunnarsson). Helga Jóhannsdóttir lék. Og raun- ar var það hún Margrét Helga er stal senunni í þessu verki. Hún lýsti Mundu sambýliskonu Þórðar á næsta lifandi hátt og andæfði þannig þeirri persónusköpun Helga Skúlasonar er fyrr var lýst. Vilborg Halldórsdóttir í hlutverki Svandísar léði verkinu álíka súrrealískan blæ og Helgi með raddblæ er dansaði á háu nótun- um í gegnum verkið og var hún reyndar-alls-óvart-svo kostuleg frá hendi leikstjórans að ég gat næstum brosað yfir hinu smá- borgaralega gervi hennar. Var hárgreiðsla Svandísar ævintýri út af fyrir sig. Og þá er bara eftir að minnast á ungan, alls óþekktan leikara, Þröst Leó Gunnarsson, er hér tókst á við Kalla son Þórðar. Þessi ungi leikari virtist passa prýðilega inní það hlutverk, því hann er í senn hæfilega töff og svolítið dap- ur til augnanna. Tel ég raunar að Lárusi Ými hafi hér tekist mjög vel upp með val á leikurum í þeim skilningi að þeir pössuðu bærilega við persón- ugerðir verksins en eitthvað vant- aði nú á samleikinn í sumum at- riðunum eða var kannski um að kenna hinum bókmenntalega texta höfundar. Þá var umgerð verksins fremur snautleg en Lárus Ýmis hefir sýnt og sannað á er- iendri grundu að hann getur lokk- að fram hina mögnuðustu mynd- sýn fái hann frjálsar hendur og nægt fé milli handa. Verk Vé- steins Lúðvíkssonar Stalín er ekki hér er verðugt veglegs fjárfram- lags þá það hlýtur sína eldskírn í sjónvarpi, því svo sannarlega á þetta verk erindi til allra manna á öllum tímum, því þar eru rituð af rnikilli skynsemi varnaðarorð til allra þeirra er fylgja í blindni meinvættum þessa heims. Og verkið er sannarlega klassískt i þeim skilningi að það gerir bæri- lega skil sálfræðilegum áhrifum þess tímabils mannkynssögunnar sem kennt er við Jósep Stalín. Samtök kvenna á vinnumarkaði: „Vinnuréttur verka- fólks að engu hafður Samtök kvenna á vinnumarkaði sendu nýverið frá sér ályktun þar sem segir m.a., að nýlega hafí tveir dómar fallið, sem staðfesti að arð- semi fyrirtækis skuli sitja í fyrir- rúmi. en vinnuréttur að engu hafður. „Annað málið var rekið fyrir Félagsdómi af Alþýðusambandi íslands gegn Heimaskaga hf. á Akranesi vegna uppsagna með viku fyrirvara í frystihúsi fyrirT tækisins", segir í ályktuninni. „Vinnuhlé stóð í fjóra mánuði, meðan hráefni fyrirtækisins var selt i burtu, vegna þess að fyrir- tækið græddi meira á því. Hitt málið var rekið vegna verkakvenna á Seyðisfirði, þar sem þeim var sagt upp með sömu formerkjum, en togararnir látnir sigla með aflann. Síðara málið vannst fyrir undir- rétti, fyrir hönd verkakvenna, en nú hefur hæstiréttur hnekkt þeim úrskurði", segir í ályktuninni. Samtök kvenna á vinnumarkaði fordæma harðlega, „að þeir sem Nóg um það, hér er fullljóst að margir verða ósáttir við þá af- stöðu er ég tek hér til þessarar frumsjónvarpsuppfærslu á höfuð- verki Vésteins Lúðvíkssonar. Hafa menn reyndar komið að máli við mig og lýst mikilli ánægju með þessa sjónvarpsuppfærslu. Einn gekk svo langt að fullyrða að þetta væri ... langbesta íslenska sjón- varpsleikritið sem hann hefði séð frá upphafi. Auðvitað er álit þessa manns jafngilt og mitt, ég er bara einn úr hópi sjónvarpsglápara og hlýt að leggja mitt persónulega mat á það sem fyrir augu ber, rétt einsog fyrrgreindur einstaklingur. Ábyrgur gagnrýnandi hlýtur hins vegar að móta sína afstöðu óháður þeim ytri straumum er leika um þjóðfélagið hverju sinni. Hann verður í einrúmi að takast á við viðfangsefni sitt og gera því skil eftir bestu samvisku. Ábyrgur blaðalesandi hlýtur sömuleiðis að leggja sitt persónulega mat á um- mæli gagnrýnandans. Hann hlýt- ur að vega þau og meta í ljósi eigin upplifunar, reynslu og smekks. Ég rita þessi lokaorð að gefnu tilefni í því augnamiði að benda mönnum á að sofna ekki á verðinum gagn- vart blaðagagnrýni og gagnrýn- endum yfirleitt. Þeir eru bara mannlegir og álit þeirra er í sjálfu sér ekkert merkilegra en álit ann- arra manna. Og í guðana bænum mótmælið hástöfum ef ég hef til dæmis í þessu greinarkorni um fyrrgreint leikrit Vésteins ofboðið smekk ykkar og listrænni dóm- greind. Fátt er mér ógeðfelldara en gerast einn af taktmælum hallelújakórs, slíks er hljómaði svo undir tók í samfélögunum á tíma Jóseps Stalin. vinna hin þýðingarmiklu störf við sjávarútveginn, undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar, skuli réttindalausir á lægstum launum við mestan þrældóm" og mótmæla úrskurði hæstaréttar. í ljósi þessa fagna samtökin frumvarpi Guðmundar J. Guð- mundssonar, Jóhönnu Sigurðar- dóttur og fleiri, sem nú liggur fyrir alþingi og kveður á um breytingu á lögum nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnar- frests. Hen*1*0 2K,0% ’ | HemWu! Það er ekkert gamanmál ef hemlabúnaður bílsins svíkur þegar á reynir. Gegn slíkri skelfingu, er aðeins ein vörn: Láta yfirfara hemlakerfi bílsins reglulega, svo það sé ávallt í fullkomnu lagi. Hjá okkur fást original hemlahlutir í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði. Sérverslun með hemlahluti OJStilling Skeiiunni 11 Simar 31340 og 82740
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.