Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 9
r ððei JÍHMA .01 H IOAGIJHIVCHM .aiQAJaHIJÍlHOM MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Gummi og Jórunn hafa opnað nýtt veitingahús í hjarta borgarinnar Laugavegi 126. Bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil við allra hæfi og Ijúffenga drykki. Höfum opið frá kl. 10—23.30 alla daga. Borðapantanir í síma 24631. Landsfundur Sjálfstæðiaflofckaiiis II.—14. aprfl nk.: „Allir sem einn“ er yfirskrift fundarins stutt erindi undir yfirskríft fund- arins. .Allir sem einn* Einar Há- konaraon myndlistarmaður fjallar um menninRU og listir, Katrin Kjeldsted Leknir um fjölskylduna i nútimaþjóöfélagi. Magnus Gúat- afsaon foratjóri um atvionutaeki færi i matvKlaþjónustu. MarRrét Rinarsdóttir ajúkralidi fjallar um efnið: Velferð einstaklingsins trygjtir velferð þjóftarinnar, Sig- 14. apríl meft aamþykkt stjórn- málayfirlýsingar og kosningum Landafundur kýs formann og varaformann flokksins I beinum og óbundnum kosningtun Þá verft- ur og kjörin miftstjórn flokksins. landsfundur kýs 11 menn en þing- flokkurinn kýs fimm. formaftur og varaformaftur eru si&an sjálf- kjörnir i miftstjórn. Aft kvöldi er lokahóf 1 veit- gaatttUak Landsfundur af sjónarhóli Þjóðviljans Þjóðviljinn má ekki vatni halda vegna Landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, sem hefst á morgun. Margar liönar vikur hefur stíl- vopnum blaðsins veriö beint að Sjálfstæöisflokknum og lands- fundi hans, enda fátt í frásögur færandi á heimaslóðum, utan gamlar lummur og umdeilt SOS til Alþjóöasambands jafnaðar- manna. Svo mæla börn sem vilja, segir máltækiö, og Þjóöviljinn þenur um þverar síður fyrirsagnir um hugsmíðuð átök í Sjálf- stæöisflokknum: Sverrir gegn Þorsteini — Helena móti Friðrik! Staksteinar staldra við þetta mál í dag — sem og fróðlegt viðtal við Nönnu Ólafsdóttur, listdansstjóra Þjóðleikhússins. Stærsti stjóm- málafundurinn Landsfund SjálfsUeóis- flokksins, sem settur verð- ur í Laugardalshöllinni á morgun khikkan 17,30, sækja um eitt þúsund full- trúar víðs vegar að af land- inu, auk þess sem setn- ingarfundurinn verður opinn öllu stuðningsfólki flokksins neðan húsrúm leyfir. Landsfundir, sem eru fjölmennustu stjórn- málafundir hérlendis, fara með æðsta vald í Sjálfstæð- isflokknum, og móta stefnu hans til næstu tveggja ára. Helztu atriði við setn- ingu landsfundar, sem er ölhim opinn, verða þessi: • Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flytur yflrlits- ræðu um þróun íslenzkra stjórnmála frá síðasta landsfundi. • Sérstök sýning á blöð- um og bókum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gef- ið út, verður komið upp í anddyri Laugardagshallar. • Átján manna hljómsveit Gunnars l*órðarssonar leikur lög eftir hann. • Skólahljómsveit úr Mosfellssveit mætir einnig til leiks. • Landsfundargögn verða afhent í Laugardagshöll frá klukkan eitt á fímmtudag gegn framvísun kjörbréfa. KafTiveitingar verða í höll- inni frá sama tíma. Hamagangur Þjóðviljans vegna landsfundar og út- blásnar „fyrirframfréttir" að hætti blaðsins, sem fyrr er vikið að, er aðeins vel- komið krydd í tilveru landsfundarfulltrúa, nú sem fyrrum. Vindhögg blaðsins heyra undir „fasta liði", sem ýmsir myndu sakna, ef niður féllu. Viðtal við Nönnu Ólafsdóttur í nýlegri leikskrá Þjóð- leikhúss er viðtal við Nönnu Ólafsdóttur, list- dansstjóra Þjóðleikhúss- ins. Þar segir m.a.: „Hvernig kom það til að þú fórst til Leningrad í balletnám"? „Ástæðan var hreinlega sú að mér var boðið, en hinsvegar þurfti ég að bíða lengi eftir endanlegu svari frá Leningrad — ég beið í tvö ár — ég fór til Bret- lands fyrst og var þar í eitt ár.“ „Hvers vegna Bretlands"? „Til að komast í góða þjálfun. Eftir að Erik Bid- sted fór héðan, komst mik- íll losarabragur á skólann okkar og hér vóru ýmsir hallettmeistarar, en svo kom Elizabet Hodgson og var hér í tvö ár. Hún kom skólanum aftur á réttan kjöl og kom hér á prófkerfl frá Royal Ballett School. Og það var ástæðan til að ég fór til Bretlands í stað þess að bíða endalaust eft- ir svari frá Kússum." „En hvernig stóð á þessu tilboði frá Len- ingrad"? „Kiev ballettinn kom hingað og þeir vildu senda tvær til þrjár héðan til frekara náms og senda þjálfara hingað til að byggja upp íslenzkan ball- ett En þetta var óskaplega erfitt í framkvæmd og svarið kom loks meðan ég var í London. Ég man að Krístinn E. Andrésson hjálpaði mikið til þess að þetta kæmist í gegn, því það þurfti að fara í gegnum sendiráðið, menntamála- ráðuneytið, fá meðmæli frá Koyal Ballett Sehool og fleira og fleira. Nú, ég var þama í tvö ár og lauk prófl og átti að vera „aspirant" við Kirov kúkhúsið í eitt ár í viðbóL En þá gerðist ým- islegt sem olli straumhvörf- um í lífí mínu. Ég fór heim í sumarfrí, en fékk ekki vegabréfsáritun til haka, því þeir sem höfðu með mál islenzkra námsmanna í Sovétríkjunum að gera sögðu, að þar sem ég væri búin að Ijúka prófl, yrði ekki auðsótt að fá að vera þarna lengur. Káðuneytið heima sagöi að þetta myndi taka gifurlega lang- an tíma og ráðlögðu mér að leita til Álþýðubandalags- ins um aðstoð. Og Einar Olgeirsson tók mjög vel í mitt erindi, sagði það alveg sjálfsagt að sinna því — en þá kom innrásin í Tékkó- slóvakíu og þar með rofn- uðu menningartengslin við Sovétríkin." Vinsældalisti rásar 2: „We Are the World“ fór beint í 5. sæti Vinsældalisti hlustenda rásar 2 í síftustu viku var sem hér segir: 1. ( 3) You spin me around/ Dead or alive 2. ( 2) Save a prayer/ Duran Duran 3. ( 4) Some like it hot/ Power station 4. ( 1) Love and pride/ King 5. (-) We are the world/ U.S. aid for Africa 6. (10) I won’t let you go/ Agnetha Fáltskog 7. ( 5) Material girl/Madonna 8. (17) White boy/Nik Kershaw 9. ( 8) We close our eyes/ Go west 10. ( 7) This is not America/ David Bowie & Pat Metheny Group Eftiiíarandi flokka spariskírteina er nú hœgt að innleysa: Flokkur Naín vextir Innl.verð pr. kr. 100 Innlausnardagur 1979- 1 1982-1 1976- 1 1977- 1 1978- 1 1980- 1 3,7% 3,5% 4,3% 3,7% 3,7% 3,7% 1.178,59 369,97 3.584,19 2.628,89 1.782,39 838,03 25. febrúar 1985 1. mars 1985 10. mars 1985 25. mars 1985 25. mars 1985 15. apríl 1985 Aðra flokka spariskírteina er hœgt að selja á VF á skráðu sölugengi m/v 7,5% fórnarvexti - en í Fjárvöxtun Fjárlestingarfélagsins er nú hœgt að fá 14-16% vexti umfrarn verötryggingu Fj árvöxtunarsamningur í stað spariskírteina Ríkissjóðs Verðbréfamarkaðnr Fjárfestingarfélagsins Fjárhusinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.