Morgunblaðið - 10.04.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.04.1985, Qupperneq 44
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR IO. APRÍL 1985 44 t Móöir okkar, MAGNEA INGIBJÖRG JÓNSOÓTTIR, Marargötu 6, lést í Landakotsspitala 8. april. Helga Hafstainsdóttir, Jón B. Hafsteinsson, Gunnar I. Hafsteinsson, Hafsteinn Hafstelnsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUDLAUGUR OTTÓ MAGNÚSSON, Skólavöllum 14, Selfossi, andaöist á heimilu sfnu mánudaginn 8. april. Jaröarförin auglýst sföar. Margrét Kristbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR, Brautarholti, lést mánudaginn 8. april i öldrunardeiid Landspitalans, Hátúni 10. Ingibjörg Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Péll Ólafsson, Jón Ólafsson. t Maöurinn minn og faöir okkar, GEIR ZOÉGA, Öldugötu 14, andaöist á páskadag, 7. april. Halldóra Ólafsdóttir Zoöga, Helga Zoöga, GeirZoöga. t MARBJÖRN BJÖRNSSON, matreiöslumaöur, Granaskjóli 16, Reykjavlk, lést aöfaranótt 4. april i Borgarspitalanum. Jórunn Ingvarsdóttir og systkini hins létna. t Maöurinn minn og faöir okkar, SIGURGEIR SIGFÚSSON, Langholtsvegi 58, iést i Landspitaianum 8 aprit. Hllf Gestsdóttir og synir. t Móöir okkar, ELÍSABET FRIÐRIKSDÓTTIR, fyrrum handavinnukennari, Akureyri, lést í Sólvangi, Hafnarfiröi, laugardaginn 6. april. Jaröarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. april kl. 3. Soffia Þorvaldsdóttir, Guöbjörg Þorvaldsdóttir Blöndal, Vilhelmlna Þorvaldsdóttir. t Móöir okkar, SÆUNN E. KLEMENSDÓTTIR frá Klettstlu, andaöist á Dvalarheimili aldraöra i Borgarnesi aö morgni páskadags, þann 7. april sl. Útförin fer fram frá Hvammskirkju laugardaginn 13. apríl. kl. 14.00. Synir hinnar létnu. Minning: Guðrún $igurðar- dóttir, Olafsfirði Fædd 17. september 1895 Dáin 28. mars 1985 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskiinaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) í dag er til moldar borin á Ólafsfirði frú Guðrún Sigurðar- dóttir fyrrum húsfreyja að Þór- oddsstöðum á Ólafsfirði, síðar til heimilis að Ljósheimum 6, Reykjavík. Gift Þórði Jónssyni fyrrum bónda að Þóroddsstöðum og bæjarstjóra Ólafsfjarðar, síðar gjaldkera Ofnasmiðjunnar hf. í Reykjavík. Þau áttu 6 mannvæn- leg börn; þau eru: Jón Þórðarson, framleiðslu- stjóri á Reykjalundi, giftur frú Jó- hönnu Sveinsdóttur, eiga þau einn son, Ægi Þór, áður giftur Auð- björgu Pétursdóttur, eiga þau 4 börn, þau Pétur, Sigrúnu, Guð- rúnu og Guðnýju. Sigurður Hólm Þórðarson, vélsmiður, giftur frú Guðrúnu Tómasdóttur, eiga þau 2 dætur, þær eru Guðrún Erla og Sóley. Ármann Þórðarson, kaupfélags- stjóri á Ólafsfirði, giftur Þórgunni Rögnvaldsdóttur, eiga þau 3 börn, þau eru Auður Guðrún, Þórður og Sigrún, Þórgunnur átti einn son áður, Rögnvald. María Sigríður Þórðardóttir, saumakona á Akureyri, ekkja Sig- urjóns Steinssonar búfræðiráðu- nauts. Börn þeirra eru Þórður Gunnar, Steinn Oddgeir, Sig- mundur, Ingi Rúnar og Guðmund- ur. Eysteinn Gísli Þórðarson, for- stjóri, búsettur í Los Angeles í Kaliforníu, giftur Pamelu Þórð- arson, áður giftur Dóru Hjartar, Reykjavík. Eiga þau 2, syni Gunn- ar Þór og Leif Egil. Búa þau öll í Kaliforníu. Svanberg Jóhann Þórðarson, húsasmiður á Akureyri, giftur Önnu Halldórsdóttir, börn þeirra eru Halldór, Þórður, Gunnar, Hulda, Kristinn Helgi og Sigurjón Már. Ingólfur Magnússon, fósturson- Minning: Henning Busk Fæddur 1. maí 1908 Dáinn 28. mars 1985 { dag verður til grafar borinn Henning Busk eftir langa starfs- ævi. Henning fæddist í Danmörku, einn úr stórum systkinahópi, en hafði búið á tslandi yfir hálfa öld. Hann var útlærður mjólkur- fræðingur og kom til þeirra starfa fyrst til íslands, en hóf fljótlega störf í Vestmannaeyjum hjá föður mínum. Henning starfaði hjá fyrirtækj- um okkar í yfir 50 ár, fyrst hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og síðan hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík að heita má allt til dauðadags. Þau voru mörg verkin, sem Henning lætur eftir sig. Hann var annálað hraustmenni og vann ávallt tveggja til þriggja manna verk, meira að segja langt fram yfir fullorðins ár. Starfsþrek hans, dugnaður og trúmennska var með ólíkindum. Faðir minn og Henning störf- uðu saman yfir hálfa öld og veit ég að faðir minn hafði á engum starfsmanni sinum meiri mætur en Henning. Ég ólst svo að segja upp í ná- lægð Hennings. Alltaf var hann hinn trausti klettur f tilverunni og þegar ég byrjaði fyrst að vinna í Stöðinni, þá var Henning þar, eins t Móöir min, tengdamóöir og amma, BJÖRG KRISTINSDÓTTIR, Garövangi, Garði, áöur til heimilis á Mávabraut 4-D, Keflavik, veröur jarösungin frá Kefiavikurkirkju fimmtudaginn 11. aprll kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afbeöin. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á aö láta líknarstofnanir njóta þess. Kristinn Hlföar Kristínsson, Ingibjörg Siguröardóttir og barnabörn. Kransar, kistuskreytingar BORGARBLÓMÍÐ SKÍPMOLTÍ 35 SÍMh 322I3 ur sem kom til þeirra um 10 ára og var hjá þeim í 30 ár. Búsettur í Ólafsfirði. Guðrún Sigurðardóttir var mik- ilfengleg húsmóðir á stórbýli, gestrisin og góð heim að sækja. Hannyrðakona mikil og féll aldrei verk úr hendi. Kát var hún og hress, gamansöm og lifsgleðin I hávegum. Ekkert taldi hún eftir sér að gera þó hún væri stundum slæm af gigt. Alltaf var hún reiðu- búin til að hjálpa öðrum hvernig sem á stóð, enda leituðu margir til hennar. Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur var hún alltaf með góðar ráðlegg- ingar til handa okkur. Ég man þegar ég var lítil og meiddi mig, eða var með allt á hornum mér, þá kenndi hún mér bænir til að biðja góðan Guð um hjálp. Gaman var að fá að koma í sveitina til þeirra að Þóroddsstöðum og vera þar um tíma á sumrin, þar var líf og fjör, því mjög var gestkvæmt þar. Allir sem fóru fram eftir komu við til að spjalla og þá var nú kaffisopinn og reyndar alltaf áður og alltaf eftir. Henning og Anna Busk bjuggu sín fyrstu ár í Vestmannaeyjum. Anna hefur staðið við hlið Henn- ings öll árin af stakri blíðu og þol- inmæði. Barn þeirra, Eyjólfur Busk, tannlæknir, var foreldrum sínum mikil stoð og stytta. Helztu gleðistundir hjónanna voru þegar barnabörnin komu í heimsókn, og ég fylgdist náið með ánægju Hennings, þegar barna- börnunum gekk vel í skóla. Þrátt fyrir oft hrjúfa fram- komu, þá var Henning Busk meyr I sér og blíðlyndur. Barnshjarta hans var stórt og hann var mjög tilfinninganæmur, þótt ekki bæri hann það utan á sér. Það að hafa átt Henning Busk að vini eru minningar, sem aldrei gleymast. Eg veit, að ég hef aldrei kynnst slíkum öðlingsmanni og á ekki eft- ir að gera það. Hvíli hann í frifti. Ágúst Kinarsson Mig langar með örfáum orðum að minnast góðs vinar á kveðju- stund. Ég átt.i því láni að fagna að kynnast heiðursmanninum Henn- ing Busk fyrir mörgum árum er ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.