Morgunblaðið - 10.04.1985, Page 39

Morgunblaðið - 10.04.1985, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRlL 1985 ............ ...................... Elsa (Ragnheiður Arnardóttir). Einar (Eggert Þorleifsson) og blaðamaðurinn (Þrá- inn Bertelsson). Kíkt inn í myrkrið Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson NÝJA BÍÓ: SKAMMDEGI ★ ★ Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Framleiðandi: Jón Hermannsson. TónlisL- Lárus Grímsson. Kvik- myndataka: Ari Kristinsson. Aðal- hlutverk: Ragnheiður Arnardóttir, María Sigurðardóttir, Eggert Þor- leifsson, Hallmar Sigurðsson. Nýtt líf 1985. Sýnd í Dolby. Mynd Þráins og félaga, Skammdegi, er ójöfn mynd, full af góðum sprettum, en fellur niður þess á milli, einkum sökum ónógrar spennu í handriti. Það er einsog ekki hafi tekist nægi- lega vel að skilja kjarnann frá hisminu. Oft glittir í góðan þrill- er en einhverra hluta vegna er einsog hann renni útúr höndum kvikmyndagerðarmannanna þegar líða tekur á myndina. Fyrri hlutinn (fyrir hlé) er oft ári magnaður. Við fylgjumst með bralli peningamanna við að sölsa undir sig afskekkta jörð á Vestfjörðum þar sem hún er ákjósanleg til fiskiræktar sökum jarðhita. Þrjú systkinanna búa á kotinu, en helming þess á stúlka, Ragnheiður Arnardóttir, sem gift var elsta bróðurnum sem er nýlátinn. Hún er á sveif með bröskurunum og fer vestur til að hvetja mágkonu sína og mága til að selja. Það er einkum systirin, (María Sigurðardóttir), sem ófús er að yfirgefa jörðina, orðin heimótt- arleg af einverunni. Álit annars bróðurins, (Eggert Þorleifsson), skiptir minna máli, þvi hann á við geðræn vandamál að stríða. Hinn (Hallmar Sigurðsson), er á báðum áttum. Lengra verður söguþráðurinn ekki rakinn. Þetta er bakgrunn- urinn, nú ættu „myrk öfl að fara að leysast úr læðingi", sbr. aug- lýsingu. Það er komið fram í miðja mynd og allt gengið með ágætum. Búið er að byggja upp talsverða spennu meðal áhorf- enda sem bíða hungraðir eftir krassandi lokauppgjöri. Þar í liggur megin ókostur Skamm- degis að endaslagurinn er ekki nógu kraftmikill. Hann er ekki ósennilegur, miðað við það sem á undan er gengið, ekki órökrétt framvinda atburðanna, hinsveg- ar of bragðlítill. Það hefði að ósekju mátt vera meiri „drauga- gangur". Á hinn bóginn er margt fag- lega gert. Rammi myndarinnar er stórkostlegur, bæði umhverf- ið, árstíminn, birtan. Maður hef- ur á tilfinningunni að á slíkum afkima veraldar geti í rauninni ýmislegt gerst á myrkum skammdegisnóttum þegar tungl- ið veður í skýjum. Hér skiptir kvikmyndatakan og tónlistin ekki svo litlu máli við að magna spennuna og báðir þessir þættir eru ákaflega góðir. Hljóðupp- taka er einnig vönduð, ein sú besta í íslenskri kvikmynd til þessa, Dolbyið drynur. Yfirleitt spillir leikurinn ekki fyrir Skammdegi. Ragnheiður Árnardóttir er glæsileg leikkona sem gerir flest vel sem henni er sett fyrir í myndinni. María Sig- urðardóttir á góða kafla, rétt valin „týpa“ í hlutverkið en á í örlitlum vandræðum með fram- sögn. Hallmar Sigurðsson renn- ur átakalítið í gegnum sína rullu. En það er Eggert Þor- leifsson sem er stjarna þessarar myndar. ómenntaður í leiklist, (líkt og fleiri góðir menn), sann- ar að hann er leikari af guðs náð! Hann fer á kostum í hlutverki geðveika bróðurins, svo unun er að fylgjast með hverri hans hreyfingu. Skammdegi er gerð af mun meiri metnaði en tvær fyrri myndir Nýs lífs, með sterkari hápunkti væri hún vissulega í hópi okkar bestu mynda. Við Is- lendingar, með hverskyns draugasögur, reimleika og þjóð- trú svo ofarlega í þjóðarvitund- inni, viljum magnaðar sögur. Stórkostleg sýning á gallerímyndum og plakötum. Frábært úrval góöra fermlngargjafa. Opið laugardag kl. 10—17, sunnudaga kl. 13—17. Dalshrauni 13 Myndin sími 54171 Frá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1979) fer fram í skólum borgarinnar miövikudaginn 10. og lýkur fimmtudaginn 11. apríl nk., kl. 15—17 báöa dagana. Það er mjög áríðandi aö foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma eigi þau aö stunda forskólanám næsta vetur. Skólastjórar fFrá skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa aö flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í skóla- skrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, miö- vikudaginn 10. og fimmtudaginn 11. apríl nk., kl. 10—15 báöa dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eöa úr borginni, koma úr einkaskólum eöa þurfa aö skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgar- innar. Þaö er mjög áríöandi vegna nauösynlegrar skipulagn- ingar og undirbúningsvinnu aö öll börn og unglingar sem svo er ástatt um veröi skráö á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla aö loknum 6. bekk, þarf ekki aö innrita. Framleiðslu- stýring Námskeið fyrir stjórnendur framleiöslufyrirtækja Framleiðslustýring er kerfisbundin aöferö viö aö skilgreina verkefni, skipuleggja, skrá og meta út- komuna hvaö varöar tíma, gæöi, verö og kostnaö. Helstu efnisþættir sem teknir veröa fyrir á nám- skeiöinu eru: • Verdlagning með hliðajón af markaöi, kostnaði og takmarkandi þáttum framleiöslunnar. • Tímaáætlun meö óherslu á aö afgreiösla standist. • Framleiöslustýring meö tilliti til hámarksnýtingar vála, aöstööu og mannafta á hverjum tíma. • Framleiöslueftirliti þar sem áhersla er lögö á aö útkoman liggi strax fyrir eftir hvert vinnslustig þannig aö gripið sé strax á vandamálum. • Framleiöslueftirlit þar sem lesa má út afkomu hvers verks strax að því loknu og hvers tímabils jafnóöum. • Gæöaeftirlit þar sem fjallaö er um gæöastaöal, há- marksfrávik, öryggismörk og eftirlitsþörf. Námskeiöiö er ætlaö stjörnendum framleiösiufyr- irtækja, framkvæmdastjórum, verksmiðjustjórum, og verkstjórum. Fyrsta námskeiöiö veröur haldiö dagana 12. og 13. apríl og veröur sérstaklega sniöiö aö þörfum prjónastofa. Nánari upplýsingar gefnar í síma 687311. Hannarr RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Síðumúla 1 108 Reykjavík Simi 687311 Aðsloö vlð: SliornsKipulag — AaBllanagerð — Hagræöingu — Fjarleslingarmat — Markaðsmál — Starfsmat — Launakartl — Namskeiðahalð — Lay-oul — TðtvuvSBðlngu — Gaaöamil o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.