Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 53
MOftGTJNBLADIÐ, MIDVtKUt)AGUR tO. APRÍL 1985 53 Engin annarleg sjónar- mið hafa ráðið ferðinni — athugasemd frá Þorsteini Garðarssyni, iðnráðgjafa á Suðurlandi, vegna viðtals Mbl. við Bjarna P. Magnússon MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Þor- steini Garðarssyni, iðnráðgjafa á Suðurlandi, vegna viðtals Morgun- blaðsins við Bjarna P. Magnússon þann 2. þessa mánaðar: „Vegna viðtals Morgunblaðsins við Bjarna P. Magnússon, sem birt- ist í blaðinu 2. apríl, vil ég gera eftirfarandi athugasemdir við full- yrðingar hans, sem þar koma fram: Það hafa engin annarleg sjónarmið ráðið ferðinni við könnun okkar Sunnlendinga og fyrri áform um uppsetningu bleyju- og dömubinda- verksmiðju. Við unnum mál þetta með þeim hætti, að arðsemi fram- leiðslu á bleyjum og dömubindum var könnuð og niðurstaða hennar var sú, að þar gæti orðið um hag- kvæma framleiðslu að ræða, ef hægt væri að bjóða rétta vöru á réttu verði eins og ávallt. Fullyrð- ingar Bjarna um markaðsmál eru rangar. Hann fullyrðir í viðtalinu, að markaðshlutdeild fyrirtækis hans, Bossa, sé 50%. Samkvæmt út- reikningum okkar er markaðshlut deild hans ekki nema 5 til 10%. Á síðasta ári var innflutningur á bleyjum um 500 lestir og dömubind- um um 100 lestir. Þessi deila stendur því ekki um það, að ekki sé rúm nema fyrir einn aðila á markaðnum eins og hann segir, heldur hitt, að sænska fyrir- tækið Dambi hafði fullvissað okkur um það, að engum öðrum aðilja hér á landi yrðu seldar samskonar vél- ar. í þeirri góðu trú unnum við að málinu. Við pöntuðum vélar beint frá Dambi, en samkvæmt upplýs- ingum forráðamanna þess fyrir- tækis, pantaði Sjöfn vélar sínar frá Englandi. Það getum við staðfest. Að okkar áliti á ekki að vera nema ein verksmiðja í landinu, annað væri offjárfesting. Þar sem okkur virðist það nokkuð ljóst að Sam- bandið haldi sínu striki, höfum við staldrað við og munum ekki reisa verksmiðju af þessu tagi. Hins veg- ar munum við áskilja okkur allan rétt varðandi framhald málsins. Um þá fullyrðingu Bjarna, að það sé kominn tími til að athuga hvað sé að gerast með sjóðina og hvað einstakir iðnráðgjafar í hinum ýmsu landshlutum séu að gera, vil ég upplýsa hann um það, að fram- setning hans er mjög villandi. Upp- haf þessa er ekki komið frá Byggða- stofnun eins og hann segir, heldur var það iðnaðarráðuneytið, sem að þessari uppbyggingu stuðlaði. Iðn- ráðgjafar í öllum landshlutum eru yfirleitt starfandi í sérstökum at- vinnumálanefndum eða iðnþróun- arfélögum. Heimamenn fara því með stjórn mála en er ekki fjar- stýrt frá Reykjavík. Iðnráðgjafarn- ir vinna þvi í samræmi við þá stefnu, sem mótuð hefur verið í hverjum landshluta. Honum er velkomið að fá upplýsingar um þetta hjá okkur." Par sem hreinlœti og smekkvísi eru í öndvegi er góður gólfdúkur lausnin. Við bjóðum mikið úrval af fallegum og sterkum gólfdúkum sem henta heimilum og vinnustöðum. Við veitum fúslega upplýsingar og róðleggingar. Fallegur dúkur er djdsn heimilisins. ^^Bllstærsta tcppavcrslun landsins» _ 'TepIpabudin SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 84850 og f«n rftiKJ# GOLFDÚKAR vandaðan milllvegg! Pantaðu millivéggjaplötnmar í síma (91)685006 Steinaverksmiðja Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík B.M.VALLÁ H F AHGUS«> Fjöður ínatt þjóðarinnar Markmiðið með sölu á rauðu fjöðrinni er söfnun fyrir LÍNUHRAÐLI, tæki sem bjargar mannslífum. Sameinumst öll í þessu þjóðarátaki. 12.-14. APRÍL1985 IANDSSÖFNUN UONS l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.