Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAMÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRlL 1985 Flamingóinn kom meö álftum til íslands: „Þær munu hafa séð að hann var ekki álft“ — segir Sigurður Björnsson á Kvískerjum „OKKUR skilst að álftirnar hafi ekki verið sérlega hrifnar af flamingóanum — þær munu hafa séð að hann var ekki álft þótt hálslangur væri,“ sagði Sigurður Björnsson, bóndi á Kvískerjum í Öræfasveit, í samtali við blm. Morgunblaðsins um flamingóann, sem fannst á Mýrum á laugardaginn. Sigurður sagðist helst hallast að því að fuglinn væri ættaður úr dýragarði á Bretlandseyjum. „Þessir fuglar eru gjarnan í hóp- um í opnum görðum svo það er ekki útilokað að einn og einn verði viðskila við hópinn. Hann hefur svo líklega flækst til íslands með álftunum, sem komu hingað í veðrinu fyrir helgina. Það kom þá öflug lægð upp að landinu og hún hefur létt undir með honum á fluginu," sagði hann. „Ég held að það sé útilokað að hann hafi kom- ið hingað alla leið frá Suður- Ameríku. Það kom mikið af skóg- arþröstum og álftum til landsins þennan sama dag — hann gæti hafa fylgt þeim eftir." Flamingóar eru óvenju fallegir fuglar, bleikir á lit, hálslangir og Áreitti stúlku UNGUR maður var handtekinn að morgni fimmtudagsins eftir að hafa áreitt stúlku. Atburðurinn átti sér stað á Tómasarhaga og mun maðurinn hafa komist inn um glugga á herbergi stúlkunnar þar sem hún lá sofandi. Stúlkan vaknaði við það að maðurinn lagð- ist nakinn i rekkju hennar og kom til átaka milli þeirra og náði stúlkan að koma manninum út. Lögreglan var kvödd á vettvang og var maðurinn handtekinn skömmu síðar. tignarlegir — sá sem fannst í Holtahólum er talinn hafa verið um 130 sentimetrar á hæð. Fuglar af þessu tagi lifa á vatnagróðri, sía fæðuna frá leðjunni með ein- skonar skíðum í efri hvolfti. Guð- mundur bóndi Bjarnason í Holta- hólum sagðist hafa orðið stein- hissa þegar hann rak augun í fugl- inn á laugardagsmorgun, um 400 metra frá bænum. „Hann virtist spakur," sagði Guðmundur. „Þetta var rétt við veginn og fólk var að stoppa bíla sína til að skoða hann. Álftirnar voru fljótar að fljúga upp en hann settist alltaf fljótt aftur.“ Guðmundur gerði Hálfdán Björnssyni á Kvískerjum, ein- hverjum náttúrufróðasta manni hérlendis, viðvart og hann setti sig í samband við Ævar Petersen á Náttúrufræðistofnuninni í Reykjavík. Þeir töldu heilladrýgst að aflífa fuglinn, svo hægt væri að ganga úr skugga um hvaða af- brigði flæmingja væri um að ræða — og svo vantar flamingóa á Nátt- úrugripasafn íslands. „Hann hefði kannski getað lifað hér til næsta hausts en þá er spurning hvað hefði orðið um hann,“ sagði Ævar. „Nú munum við spyrjast fyrir um það í nágrannalöndunum hversu algengt þetta afbrigði er og þá verður kannski hægt að segja með nokkurri vissu um hvaðan hann er kominn.“ Einhver tími mun liða þar til flamingóinn verður til sýnis. MorgunblaðiA/G.Berg. Góöa veöriö á Akureyri VeðriA lék við Akureyringa um páskahátíðina og sóttu þeir mikið skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli. En það voru ekki allir nógu gamlir til að renna sér á skíðum og var þá góða veðrið notað til að moka snjó í fötu. Skák: Góður árangur Sævars Bjarna- sonar í New York SÆVAR Bjarnason hafnaði í 7.—12. sæti á opnu alþjóðlegu skákmóti í New York, sem lauk á mánudag. Með árangri sínum náði Sævar 2. áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í skák, að sögn forráðamanna mótsins. Hins vegar taldi Sævar líklegt, að hann hefði náð áfanga að stórmeist- aratitli. Árangur Sævars er mjög góð- ur og í síðustu umferð bar hann sigur- orð af stigahæsta alþjóðlega meistara heims, Spraggett frá Bandaríkjunum. 11.—6. sæti á mótinu urðu Ljub- omir Ljubojevic, Júgóslavíu og Bandaríkjamennirnir Kudrin, D’Lugy, Christiansen, Seirawan og DeFirmian með 7 vinninga. I 7,—12. sæti urðu Adorjan, Júgósla- víu, Gheorhiu, Rúmeníu, Barlov, Júgóslavíu, Sævar Bjarnason, Lombardy, Bandaríkjunum og Gurevich, Bandaríkjunum. Alls tóku liðlega þúsund skák- menn þátt í mótinu, þar af telfdu í efsta fiokki 138 skákmenn frá 14 löndum. 5 skipverjar á Arinbirni játa smygl FIMM skipverjar á togaranum Arinbirni RE hafa. viðurkennt að vera eigendur að 650 lítrum af spíra, sem tollverðir úr Reykjavík lögðu hald á í Hafnarfjarðarhöfn síðastliðinn miðvikudag. Áfengið var sótt í smábát út á Faxaflóa, þar sem skipverjarnir köstuðu áfenginu í sjóinn. Arinbjörn RE var að koma úr söluferð frá Cuxhaven í V-Þvzkalandi. Ætlir þú aö ávaxta fé þitt í lengri eöa skemmri tíma er þér óhætt aö set jast niður, loka eyrunum fyrir öllum gy llibtJÖum og bera saman k jör og öryggi á sparifjármarkaðnum. Niöurstaöan veröur áreiöanlega sú að þú velur spariskírteini ríkissjtÝös aö því loknu og stendur upp meö pálmann í höndunum. Verötryggö spariskírteini nieð 7% vöxtum. Innlevsanleg eftir 3 ár. Verötrvggö spariskírteini meö 6.71% vöxtum sem greiðast misserislega. Innleysanleg eftir 5 ár. Verðtryggð spariskírteini til 18 mánaöa meö vöxtum sem eru meöaltal vaxta viðskiptabankanna á 6 mán. Gengistryggö spariskírteini meö 9% vöxtum til 5 ára. verötr. reikn. + 50% VAXTAAUKA. ENGIR LEYNDIR VARNAGLAR - ENGIR LAUSIR ENDAR HREINIR OG KLÁRIR SKILMÁLAR MEÐ MEIRl ÁVÖXTUN OG FULLKOMNU ÖRYGGI. 1 Solustaðir eru: Seðlabanki Islands. viðskiptabankamii, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.