Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Það hefur í raun og veru verið með ólíkindum að horfa upp á tilburði ýmissa vinstri manna til að drepa þeirri hugmynd á dreif að Is- lendingar ættu að nota ís- lenzka tungu í samstarfi sínu við skandinavískar þjóðir og engu líkara en þetta fólk sé svo áfjáð í nor- rænt samstarf að það vilji kaupa það hvaða verði sem er; jafnvel því verði að ís- lenzk tunga sé ekki jafn rétthá, þegar menningar- verðmæti eru metin, og danska, sænska eða norska. Raunar er engu líkara en þetta fólk telji það móðgandi við bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum að við látum þess getið að við sættum okkur ekki við annað en að íslenzka njóti þeirrar virð- ingar sem hún á skilið, bæði með tilliti til sögu sinnar og þeirra menningarverðmæta sem hún geymir. Ef norrænt samstarf á að byggjast á svo veikum grunni, ef fyrsta boðorðið á að vera að við megum ekki halda fram okkar hlut af ótta við að móðga frændur okkar, ef við eigum að vera niðurlægð aumingjaþjóð í samstarfi við önnur Norður- lönd, þá færi bezt á því að íhuga hvort þetta samstarf hentar okkur á slíkum for- sendum. Það var Norður- landaþingi ekki til neins sóma hvernig það tók um- ræðum um íslenzka tungu sællar minningar, því að í raun hefði það verið skemmtilegt og eftirminni- legt ef einhverjir aðrir en ís- lendingar hefðu sýnt áhuga á reisn íslenzkrar tungu. Finnska skáldið, sem hlaut sem hafa ávallt verið eitt af einkennum íslenzkra bók- mennta — og er enn sem bet- ur fer. íslendingar eiga ekki að taka mið af því hvernig aðrir Norðurlandabúar skrifa, heldur hvernig skrif- að er í heiminum nú um stundir. Það hafa þeir ávallt gert. Og það er vafasamt hvort ávinningur er að því að heimfæra íslenzk verk upp á sérkennileg mállýskusvæði í Skandinavíu. Það væri meiri ávinningur í því að koma ís- lenzkum bókmenntum á ein- hverja heimstunguna — og hvers vegna er það þá goðgá að leggja íslenzkar bók- menntir fram á slíkri tungu í norrænni samkeppni? Sær- ingarnar gegn því eru óskilj- anlegar. En þrátt fyrir ein- kennilega afstöðu Rithöf- undasambands íslands virð- ist sambandið hafa tekið heldur vel í tillögu sem mið- ar að því. Morgunblaðið get- ur með engu móti skilið hvers vegna ekki má nefna látum Morgunblaðið lönd og leið. Horfum af þeim sjón- arhóli sem allir Islendingar eru sammála um að sé hvað hæstur og rísi úr saman- lagðri sögu íslands. Horfum á málið af sjónarhóli Jóns Sigurðssonar. Svo vel vill til að ungur rithöfundur, Jakob F. Ásgeirsson, leiddi í páska- blaði Morgunblaðsins fram málsvörn Jóns Sigurðssonar forseta fyrir þeim óskum sem bornar hafa verið fram hér í blaðinu um virðingu við íslenzka tungu. Hann vitnar í bréf eftir Jón sem er harla athyglisvert og dugar enn í þessum umræðum eins og vænta mátti. Ekkert hefur verið endingarbetra en skarpskyggni Jóns Sigurðs- sonar, söguskoðun hans, málflutningur og frjáls- hyggja. Framlag Jóns Sigurðsson- ar til þessarar einstæðu um- ræðu sést í bréfi sem forset- „Skandinavískt meginmál“ bókmenntaverðlaunin, bar af eins og gull af eiri þegar hann mælti þakkir sínar á tungu okkar. Þökk sé honum fyrir þá mikilvægu yfirlýs- ingu sem fólst í þeirri at- höfn. Við eigum ekki að vera nein bleiubörn í samstarfi norrænna þjóða. Við eigum ekki að vera neitt norskt úti- bú, danskur sýningargluggi eða þjóðminjasafn sænskrar menningar. Norðurlandabú- ar hafa tilhneigingu til að líta á okkur meö þeim hætti að við séum einungis varð- veitendur rismikillar þjóð- menningar sem eitt sinn var. Við sættum okkur ekki við slíkt. Þegar íslenzkar bók- menntir eru t.a.m. þýddar á skandinavísk mál eða mál- lýzkur er það í raun og veru afar hæpið vegna þess að þær eiga fullt í fangi með að túlka þau alþjóðlegu viðhorf að íslenzka sé jafngilt mál fyrir bókmenntir í Norður- landasamkeppni og þær mál- lýzkur margvíslegar sem þar er boðið upp á. Aðförin að blaðinu vegna þessara skoð- ana er óskiljanlegt fyrir- brigði sem engin leið er að átta sig á. Ungir eldhugar ryðjast jafnvel fram á sjón- arsviðið til að minna á að Morgunblaðið skuli ekkert vera að ybba sig í þessum efnum því að ekki sé nú allt gullaldarmál sem á síðum þess standi! Slíkt er auðvitað fáránleg málsvörn fyrir nú utan að það er enginn smá- hópur manna utan blaðs og innan sem skrifar Morgun- blaðið á hverjum degi. Samt þykir það sæmandi málsvörn að rifja upp gamlar lummur um Morgunblaðsfjólur lág- kúrulegum málflutningi sín- um til halds og trausts! En látum slíkt vera! Og inn ritaði, að sjálfsögðu á móðurmáli sínu, og lauk með þessum orðum: „Að lyktum verð ég að biðja yður að for- láta mér, að ég skrifa yður á íslenzku, og þar með gjöri kannski of mikla kröfu til yðar umburðarlyndis, en ég treysti því, að ef liggur á þá er vinur minn Ólafur (Gunn- laugsson) hinn bezti túlkur og þér vitið að öðru leyti, að vér íslendingar höfum mætur á máli voru flestu framar. (Leturbr. hér.) Ætli viðbrögðin verði þau að rifja upp fjólurnar í skrif- um Jóns Sigurðssonar? Eða Grímur Thomsen. Jakob F. Ásgeirsson leiðir einnig fram í grein sinni í páskablaðinu og vitnar í rit- gerð sem Grímur las upp á fundi í Skandinavíska félag- inu í Kaupmannahöfn 9. jan- úar 1846 og heitir „Um stöðu íslands í Skandinavíu — einkum með tilliti til bók- mennta". Þar segir Grímur í upphafi máls síns, í þýðingu Andrésar Björnssonar: „Háttvirtur herra. Tilmæli þau sem við mig hafa verið borin fram af stjórn þessa félags, að skýra yður nokkuð frá íslandi og stöðu þess í Skandinavíu, einkum að því er bókmenntir varðar, hljóta að vísu að vera mér kærkom- in af mörgum ástæðum, en þó er einn hængur á. Þessi tilmæli eru mér nefnilega gerð, vegna þess að ég er Is- lendingur, en á þessum stað get ég þó ekki komið fram sem slíkur. Til þess að geta flutt mál mitt í skandinavísku fé- lagi sem íslendingur, yrði ég að flytja mál mitt á íslenzku, eins og Svíinn hér heldur er- indi sitt á sænsku, Daninn á dönsku o.s.frv. (leturbr. hér)... En nú er svo sköpum skipt að það tungumál, sem að fornu var hið sterka ein- ingarafl allra Norðurlanda, það mál, sem ýmist nefndist norræn tunga, dönsk tunga eða vor (þ.e. íslenzk) tunga, — þetta skandinavíska megin- mál (leturbr. hér) er nú út- lægt gert úr skandinavísku félagi, því að það hefur óskiljanlegan, framandi hreim. íslendingi er gert að skyldu að nota danskt mál á þessum stað, og eina sér- kennið sem hann getur sýnt skandinavískum félagsskap er þannig hvorki annað né meira en framandi íslenzkur málhreimur." Hvaða dembu skyldi nú Grímur gamli fá fyrir þessa ádrepu? Skyldu menn taka sig til enn á ný og tíunda fjólurnar í kvæðum hans? Það var ein skemmtilegasta iðja íslenzkra bögubósa á síðustu öld — og má raunar teljast kraftaverk að skáldið skyldi hafa lifað þá aðför af. Morgunblaðið hefur sem sagt ekki í hyggju að hverfa frá góðum málstað þar sem er málsvörn fyrir íslenzkuna og telur sig í góðum félags- skap í því indæla stríði. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins settur á morgun: Haldinn til að eyða óvissu og auka festu — segir Þorsteinn Pálsson formaður flokksins Meginviðfangsefni 26. lands- fundar Sjálfstaeðisflokksins, sem settur verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík á morgun, fimmtudag, er afgreiðsla stjórnmálayfirlýs- ingar að sögn Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá segir hann að atvinnumál verði sérstaklega til umfjöllunar, enn- fremur húsnæðismál auk fjölda annarra. Þorsteinn segir fundinn haldinn svo snemma á árinu til að eyða óvissu og auka festu í ís- lenzku þjóðfélagi og telur að Sjálfstæðisflokkurinn verði sterkari en áður í lok fundar. Hann segist aðspurður tjá sig um eigin afstöðu til ríkisstjórnar- samstarfsins í landsfundarræðu sinni, en ekki sé óeðlilegt að ólík viðhorf séu uppi í þeim efnum, sér- staklega þar sem erfiðleikar hafi steðjað að og samstarfsflokkurinn margsinnis gefið til kynna að hann sé laus í rásinni, eins og Þorsteinn orðaði það. 1 viðtali við blaðamann Mbl. um fundinn sagði Þorsteinn að- spurður um helstu málaflokka, að fjallað yrði um stöðu atvinnu- veganna og gengið frá einni heildarályktun um atvinnumál, en áður hefði oftast verið fjallað sérstaklega um hverja atvinnu- grein. Hann sagði síðan: „Það er ætlunin að ná meiri samstöðu og þar af leiðandi meira afli á bak við það sem frá fundinum kem- ur. Það skiptir ákaflega miklu máli, að menn gangi í takt til þess að ná árangri og Sjálf- stæðisflokkurinn er það afl, sem getur sameinað menn til góðra verka." í umfjöllun um stjórnmálayf- irlýsingu sagði Þorsteinn að at- vinnumálin kæmu við sögu auk möguleika okkar á að ná sam- stöðu um að verja kaupmátt og hefja nýtt hagvaxtarskeið, sem væri þungamiðjan í stjórnmála- baráttunni í dag. „Þar erum við annars vegar að takast á um þá stefnu, sem við höfum haft for- ustu fyrir, þ.e. um skattalækk- anir, samstarf stéttanna og atvinnuppbyggingu og hins veg- ar þann boðskap, sem Alþýðu- bandalagið er í forustu fyrir og felur í sér skattahækkanir, stétt- astríð og verkfallsátök," sagði hann. Varðandi húsnæðismál- in, sem verða ofarlega á baugi á fundinum, sagði Þorsteinn, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði nýlega lagt fram tillögur um breytingar á núverandi kerfi. Hann sagði að með þeim væri verið að leggja til kerfisbreyt- ingar á húsnæðislánum þannig að í framtíðinni nýttist þetta fjármagn að stærstum hluta í þágu þeirra sem væru að eignast þak yfir höfuðið í fyrsta sinn. Landsfundur var síðast hald- inn að hausti og sagði Þorsteinn að ein ástæða þess að ákveðið hefði verið að halda hann nú í Morgunblaðið/Friðþjófur Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. vor hefði verið að styrkja mál- efnastöðuna og marka stefnuna fram á við. Hann sagði lands- fund Sjálfstæðisflokksins einn mesta stjórnmálaviðburð í land- inu og að hann hefði afgerandi áhrif á framvindu stjórnmál- anna, því hefði verið ákveðið að halda hann sem fyrst á árinu til að eyða óvissu og auka festu í íslenzku þjóðfélagi, eins og hann orðaði það. Hann var í framhaldi af því spurður, hverja hann teldi verða afstöðu landsfundarins til núverandi ríkisstjórnarsam- starfs. „Þessi stjórn hefur gert mjög mikið og vann mjög gott verk, en hún varð fyrir áfalli sl. haust. Við þurfum í framhaldi af því að taka á málum með nýjum hætti. Ríkisstjórninni tókst ekki að halda áfram eins og hún hafði í upphafi ráðgert. Menn mega ekki halda að heimurinn hafi farist og við aðstæður sem þess- ar eru ekki líkur á að aðrir flokk- ar hafi forustu fyrir umbóta- starfi." — Hvern telur þú hug lands- fundarfulltrúa til stjórnar- samstarfsins? Heyrst hafa radd- ir sem lýst hafa óánægju sinni með það og hver er þín persónu- lega skoðun? „Auðvitað hafa menn mismunandi skoðanir á því hvernig vænlegast er að taka á málum og ekkert óeðlilegt að ólík viðhorf séu uppi, ekki sízt þegar erfiðleikar hafa steðjað að og samstarfsflokkurinn marg- sinnis gefið til kynna, að hann sé laus í rásinni. En ég er fullviss um það að þessi fundur verður sterkur fundur og að menn sýna þar samstöðu. Ég mun gera grein fyrir hugmyndum mínum í þessum efnum í setningarræðu." Þorsteinn var í lokin spurður, hvort hann reiknaði með mót- framboðum í embætti formanns og varaformanns á landsfundin- um. Hann svaraði: „Kosning for- manns og varaformanns er óbundin, en það hefur enginn til- kynnt mér um það að áhugi væri á breytingum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.