Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUB10. APRÍL 1985 Þjóðleikhúsið: Dafnis og Klói Ballett Helga Magnúsdóttir íslenski dansflokkurinn. Danssmíð: Nanna Olafsdóttir. Stjórnandi: Nanna Ólafsdóttir. Tónlist: Maurice Ravel. Ballettsaga: Nanna Ólafsdóttir og Sigurjón Jóhannsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Það var ánægjuleg tilfinning að lokinni sýningu á ballettinum Dafnis og Klói, að fá fullvissu sína fyrir því, að íslenski dans- flokkurinn er enn vaxandi flokk- ur, þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir sýningum hans á þessu leikári. Fyrirhuguð hafði verið sýning í nóvember en henni frestað vegna verkfalls. Síðar var hætt við þá sýningu í janúar en frum- sýningu á Dafnis og Klói flýtt um tvo mánuði. Er án efa erfitt fyrir listdansflokk að halda þeirri elju er til þarf, til að vera skapandi og vaxandi í list sinni, þegar tækifærin eru ekki fleiri en raun ber vitni. Kom það þó hvergi fram í sýningunni, að um einhverja uppgjðf væri að ræða, heldur fremur hið gagnstæða; lífleg og heillandi sýning. Sagan um Dafnis og Klói er eitt vinsælasta og um leið eitt lífseigasta skáldverk forn- grískra bókmenntaverka. Höf- undurinn er nefndur Longus en er að öllu öðru leyti óþekktur. Þá er sagan einnig talin vera ein elsta skáldsaga vorra tíma og hafa margir listamenn notað hana sem grunnform að verkum sínum, hvort sem um er að ræða tónlist, myndlist eöa ballett. Michel Fokine (1880—1942) var einn þeirra er hreifst af sög- unni. Árið 1904 hafði hann þegar samið „librettóið" eða danssög- una og er álitið, að hinar grísku danshugmyndir Isadóru Duncan hafi einnig haft einhver áhrif þar að lútandi. Diaghileff (1872—1929) stjórnandi Ballet Russes, pantaði hins vegar tón- list við verkið hjá Ravel árið 1909. Að frumsýningu kom þó ekki fyrr en árið 1912 í París, er snilldarverk Ravels var loks til- búið. Af öðrum danshöfundum, sem hafa fengist við sviðsetn- ingu á Dafnis og Klói, má nefna Catherine Littlefíeld, Sir Fred- rick Ashton, Serge Lifar, John Craxton að ógleymdri Nönnu Ólafsdóttur. Uppfærsla Nönnu einkenndist öðru fremur af miklum tilfinn- ingahita svo og myndrænum formum, er hafa verið henni hugleikin í fyrri ballettum. Þessi ballett segir hins vegar ákveðna sögu, ólíkt því er Nanna hefur að jafnaði fengist við. Að miklu leyti nær hún þó að samræma hina myndrænu fegurð, sem ein- kennt hefur önnur verk hennar, svo og hrynjandi sögunnar. Var oft unun að fylgjast með hvernig hugmyndarík danssmíð Nönnu og mögnuð tónlist Ravels runnu saman í eitt. Má i þvi sambandi t.d. nefna tvídansa elskendanna, dansa hjarðfólksins er það var við vinnu sina og tvidans Dafnis og Lýkenons, sem var ekki hvað sístur. hlutverk skógardísanna eru e.t.v. erfiðari viðfangs, þar sem þær eru nokkuð fyrir utan garð í söguþræðinum. Oft tókst danshöfundi þó að ná fram róm- antiskri stemmningu i dansi þeirra en mun minna fór fyrir hugmyndarikri danssmíð, sem einkenndi hvað mest aðra dansa, eins og áður um getur. Þá voru búningar og allt annað gervi skógardísanna of íburðarmikið, þannig að yfirbragð dansaranna varð of þungt, sem varð þess valdandi að linur þeirra hurfu oft í efni og annað skraut. Að þessum atriðum undanskildum er dansgerð Nönnu í alla staði hrífandi og fáir henni fremri að lýsa mannlifinu og munstri þess. Leikmynd og búningar eru í höndum Sigurjóns Jóhannsson- ar. Honum bregst ekki bogalist- in, enda hefur Sigurjón óvenju næma tilfinningu fyrir ballett og eru áðurnefndir búningar skóg- ardisanna undantekning, en þeir hefðu að öllum likindum átt vel við í leikverki, þar sem reynir minna á hreyfingar. Að öðru leyti voru búningar og leikmynd mjög svo við hæfi og grísk hjarð- mennskustemmning réði ríkjum. Lýsingu sér Páll Ragnarsson um og fellur hún vel að verkinu. Athugandi hefði e.t.v. verið að nota lýsingu meira til að undir- strika atriðið er Klói birtist Dafnis í draumsýninni, en hér er um smekksatriði að ræða. f titilhlutverkunum eru þau Einar Sveinn Þórðarson, Helena Jóhannsdóttir og Katrín Hall, en þær stöllur skiptast á að dansa hlutverk Klói. Einar Sveinn hefur æft með fslenska dansflokknum i vetur. Áður var hann nemandi í List- dansskóla Þjóðleikhússins í sjö ár en hélt síðan utan til Banda- ríkjanna til framhaldsnáms hjá American Ballet í New York. Þá hefur hann einnig verið á samn- ingi hjá Pensylvania Ballet, þar sem hann hefur dansað mörg sólóhlutverk. Frammistaða hans í hlutverki Dafnis verður að teljast glæsi- leg. Er ánægjulegt að sjá, hversu dansstíll hans hefur þroskast á sl. árum, þar sem einkum fer saman hárfín nákvæmni, fjaður- magnaðar léttar hreyfingar og óvenjulega glæsilegur stíll. I túlkun sinni á Dafnis verður hinn ljóðræni þáttur hvað mest áberandi. Hvað leikræna hæfi- leika snertir hins vegar, vantaði e.t.v. nokkuð upp á til að ná fram þeim geðsveiflum, sem krafist er á örlagastundum í verkinu, enda *~\ langt frá því að hér sé um létt hlutverk að ræða. Það sem mestu skiptir þó, er að túlkun Einars var heil og einlæg í gegn- um allt verkið og leikrænar hreyfingar hans, ef svo má að orði komast, nægðu vel til þess að gera Dafnis trúverðugan. Hlýtur það að verða ósk allra sannra listunnenda að fá að fylgjast með og sjá Einar Svein Þórðarson á íslensku sviði í ná- inni framtíð, en hann mun halda til Bandaríkjanna á næsta leik- ári. Hlutverk Klói er auðveldara en hlutverk Dafnis, að því leyti að ekki reynir I sama mæli á leikræna hæfileika. Helena Jó- hannsdóttir var einkar trúverð- ug í hlutverkinu, þar sem enginn efaðist um einlægni, sakleysi eða töfra Klói. Þá fengu einnig allir bestu eiginleikar Helenu að njóta sín í þessum dansstil. Var oft ótrúlegt að sjá hversu mikil mýkt hennar var samfara ná- kvæmni í úrvinnslu hvers spors. Þetta gerði það að verkum, að hver hreyfing tók við af annarri án truflandi aukaspora, sem eru allt of algeng þegar dansarar hafa ekki náð þeirri tækni sem nauðsynleg er í erfiðum hlut- verkum. Tvídans þeirra Einars var því oft óviðjafnanlegur, þar sem að mjúkar hreyfingar beggja og dansgerð Nönnu, sam- einuðust í einni mynd er teygðist sundur og saman eftir hljóð- fallinu. Katrín Hall dansaði hlutverk Klói á þriðju sýningu og kom glöggt fram, að hún er mjög efnilegur dansari. Það sem ein- kenndi Katrínu hvað mest er að hún virðist búa yfir miklum innri krafti, sem geislar af henni. Túlkun hennar á Klói var heillandi og samspil þeirra Ein- ars með ágætum. Væri forvitni- legt að sjá Katrínu glima við meira skapgerðarhlutverk, þar sem hún gæti betur leyst úr læð- ingi þá orku sem býr með henni. Vert er að nefna Dafnis og Klói sem unglinga, en þau Brynja Vífilsdóttir og Jóhann Freyr Björgvinsson skiluðu hlut- verkum sínum með miklum sóma. Þá voru þær Ásdís Magnús- dóttir og Auður Bjarnadóttir í hlutverkum skógardísanna en báðar hafa þær dansað stór og mjög erfið hlutverk hjá flokkn- um á liðnum árum. Að þessu sinni reyndi mikið á samhæf- ingu, öfugt við það sem oftast hefur verið áður. Kom það nokk- uð á óvart, að ekki skyldi takast betur til en raun bar vitni. Virk- uðu hreyfingar þeirra oft ójafn- ar og jafnvel tilviljunarkenndar, þannig að hið vandaða yfirbragð, sem einkennt hefur þessa dans- ara, hvarf mikið til í skuggann. Tæknilega getu þeirra Ásdísar og Auðar dregur enginn í efa og heillandi framkoma er báðum í blóð borin. Því ætti dönsurunum ekki að reynast erfitt að sam- hæfa hreyfingar betur og þá um leið að ná fram glæsilegum tví- dansi, sem er í takt við getu þeirra og kunnáttu. Af öðrum hlutverkum má nefna hina djörfu Lykenon, sem Birgitta Heide náði glæsilegum tökum á. Náði hún því marki að samhæfa tækni og gott látbragð, þannig að túlkun hennar varð sterk og eftirminnileg. Guðrún Pálsdóttir dansaði Lykenon á þriðju sýningu og stóð sig með ágætum. Verður eftirtektarvert að fylgjast með henni á næst- unni, en hún á nú góða mögu- leika á að ná langt, ef heldur áfram sem horfir. Þá dansaði Guðmunda Jó- hannesdóttir Ástina/Freistar- ann af mikilli smekkvísi og náði fram í túlkun sinni afbragðs myndformum, sem seint munu gleymast. Aðrir dansarar flokksins stóðu sig með prýði, bæði hvað varðar dansinn sjálfan svo og allt látbragð. Virðist flokkurinn standa vel að vígi, þar sem dans- arar hafa nú náð þeirri tækni- legu undirstöðu sem þarf til að skapa góð listaverk. Að öðrum ólöstuðum naut FIosi ólafsson óskipta athygli áhorfenda í hlutverki Bakkusar þær fáu sekúndur sem hann var á sviðinu og ætlaði hlátrasköll- unum aldrei að linna. Aðrir þátttakendur komu á óvart í sýningunni með vasklegri framgöngu. Þar var fremstur í flokki Jónas Tryggvason, sem dansaði hlutverk Darkon, en Jónas var um þriggja ára skeið nemandi í Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Síðar hélt hann út á fímleikabrautina og náði þvi marki að verða íslandsmeistari í fimleikum. Má hann vel við una í samanburði við aðra dansara og hefur ótrúlega mikla danstil- finningu eftir ekki lengra nám í ballett. Hlýtur það að vera styrkur fyrir flokkinn að geta leitað til þessara aðila, þótt ekki sé um atvinnufólk að ræða. Get- ur í mörgum tilfellum oltið á þessum velunnurum, hvort flokkurinn er í stakk búinn til að setja upp stórar og mannmargar sýningar eða ekki. Með þessari sýningu er brotið blað í sögu flokksins, þar sem þetta er fyrsti heilskvöldsball- ettinn eftir íslenskan danshöf- und. Vill undirrituð óska ís- lenska dansflokknum til ham- ingju með þennan áfanga og um leið hvetja alla listunnendur til að láta ekki þessa heillandi sýn- ingu fram hjá sér fara. Þess skal getið, að undirrituð sá ekki frumsýningu þann 26. mars sl., heldur aðra og þriðju sýningu. Helga Magnúsdóttir Einar Sveinn Þórðarson í hlutverki Dafnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.