Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 31 Súdanskir hermenn ( byltingarhug. HerbifreiAir fullar af hermönnum ókn um götur höfuðborgarinnar Khart- oum eftir byltinguna i laugardag. Hermennirnir hrópuðu hástöfum: „Einn her — ein þjóð.“ Súdan: Swareddahab lofar umbótum og frelsi Allt á huldu um framtíð Nimeiris Khartoum o* Wuihinfton. 9. aprfl. AP. LÍTIÐ er enn vitað um Abdul-Rah- man M. H. Swareddabab hershöfð- ingja, sem stjórnaði uppreisn hers- ins gegn Gaafar Nimeiri, forseta Súdans. i laugardag. Ekki var ann- að vitað iður en að Swareddahab væri niinn samherji Nimeiris og þykir það þvi koma nokkuð i óvart, að hann skyldi vera f forystu fyrir valdarininu. Swareddahab er 51 árs að aldri. Hann lauk brottfararprófi frá háskóla súdanska hersins 1958 og hefur síðan starfað f flestum deiidum hans. Auk herþjálfunar sinnar heima fyrir hefur hann einnig sótt herskóla i Bretlandi og Jórdaniu. Eins og Nimeiri er Swaredda- hab fæddur í Omdurman. Hann er kvæntur og á tvo syni og þrjár dætur. Hefur honum verið lýst sem iágmæltum manni, er hafi til að bera bæði greind og hófsemi. í tilkynningu þeirri, sem Swareddahab gaf út eftir valda- tökuna á laugardag, sagöi hann aö herinn hefði farið „að óskum þjóðarinnar og tekið völdin í sfn- ar hendur til þess að láta þau á ný í hendur þjóðinni eftir stutt aðlögunartímabil". Hvert kreppu- ástandið hefði tekið við af öðru undir stjórn Nimeiris, sem hefði ekki ráðið við aðsteðjandi vanda- mál af völdum þurrkanna f Súdan og nágrannalöndum þess, en yfir Hinn nýi leiðtogi Súdans, Abdul— Rahaman Swareddahab hershöfð- ingi. ein millj. manna væri komin til Súdans frá nágrannalöndunum Chad og Eþíópiu, þar sem þurrk- ar og innanlandsstyrjaldir rfktu. Swareddahab hét landsmönn- um ennfremur umbótum á sviði stjórnarfars, í efnahagsmálum og í félagsmálum og kvaðst ábyrgj- ast það, að fjölmiðlar i landinu fengju aö starfa óhindraðir af stjórnvöldum. Stjórnmálafrelsi og trúfrelsi yrði jafnframt komið á í landinu. Ennfremur lofaði hann því að hefja „beinar viðræð- ur“ við uppreisnarmenn í suður- hluta landsins og skapa „þjóðar- samstöðu á grundvelli jafnréttis". Með þessu hyggst Swaredda- hab ávinna sér traust hinna kristnu íbúa f suðurhluta Súdans, sem hafa álitið stjórn Nimeiris sér óvinveitta. Vakti það mikla reiði á meðal þeirra, er Nimeiri innleiddi lög spámannsins Mú- hameðs fyrir 18 mánuðum. í kjölfar þess fylgdi mjög harð- neskjulegt réttarfar i landinu, þar sem menn voru handar- höggnir jafnvel fyrir smávægi- legan þjófnað. Hýðingar með svipum á almannafæri urðu og daglegt brauð. Það var ljóst á laugardag, að stjórnarbylting hafði orðið i Súdan. Þá um morguninn lýsti herinn yfir neyðarástandi f land- inu, en ekki er til þess vitað að komið hafi til stórfelldra hernað- arátaka milli stuðningsmanna Nimeiris forseta og hinna nýju valdhafa. Tveir menn voru þó drepnir, er sveitir hersins tóku á sitt vald stöðvar öryggisþjónustu ríkisins, en þar voru margir for- ingjar úr hernum handteknir, sem héldu tryggð við Nimeiri. Tilkynningin um stjórnarbylt- inguna var kunngerð aðeins nokkrum klukkustundum áður en Nimeiri forseti var væntanlegur til Kairó, höfuðborgar Egypta- lands, á leið sinni heim frá Bandarikjunum. Aðeins 9 dögum fyrir för sína þangað hafði hann skipað Swareddahab varnar- málaráðherra landsins og um leið yfirmann hersins. Stærsta land Afríku Súdan er nær 2,5 millj. ferkm. að stærð og þvf stærsta land Afr- íku að flatarmáli. Að þvf liggja átta ríki, sem eru Egyptaland, Kenýa, Uganda, Zaire, Mið- Afrfku lýðveldið, Chad og Líbýa. tbúar Súdans eru um 22 millj. og af þeim búa 16 millj. f norður- hluta landsins, þar sem múham- eðstrú er rikjandi en um 6 millj. i suðurhluta landsins, þar sem kristnir menn eru fjölmennir. Landinu var stjórnað af Bret- um og Egyptum f sameiningu fram eftir síðustu öld, en frá ár- inu 1924, er Egyptar hurfu alger- lega á brott úr landinu, réðu Bretar þar öllu einir. Súdan fékk sjálfstæði 1. janúar 1956 og var þá gert að lýðveldi. Gaafar Nimeiri hershöfðingi hrifsaði öll völd í landinu i sínar hendur i valdaráni hersins 25. maí 1969. Hann afnam fjölflokka- kerfi það, sem verið hafði fyrir hendi í landinu og stofnaði Sósíalistabandalag Súdans, sem eftir það varð eini löglegi flokkur Mikil fagnaðarlæti urðu ( Khar- toum eftir að valdataka Swaredda- habs hafði verði kunngerð. landsins. í september 1983 lýsti hann því yfir, að framvegis skyldu lög spámannsins Múham- eðs ríkja í landinu. Varð þetta til þess að auka mjög á sundrungu milli þeirra sem búa i suðurhluta landsins og múhameðstrúar- mannanna f norðurhluta þess. Kom til uppreisnar f Suður- Súdan af þessum sökum, en upp- reisnin var bæld niður. Helzta atvinnugrein Súdans er landbúnaður, sem er mjög háður vatnsmagninu í Nílarfljóti. Helztu nytjajurtirnar, sem rækt- aðar eru, eru bómull, ris, sykur- reyr og baunir. Þá er einnig nokk- ur vefnaðar- og matvælaiðnaður fyrir hendi í landinu. Fyrir nokkrum árum fannst olía i suð- urhluta landsins, en andstaðan, sem þar hefur verið rfkjandi gegn stjórn Nimeiris, hefur tafið mjög fyrir vinnslu olíunnar. Súdan er í hópi skuldugustu rikja heims og nema erlendar skuldir þess nú 9 milljörðum doll- ara. Afborganir og vextir af þess- um lánum verða ekki undir 800 millj. dollara á þessu ári, sem er meira en allar útflutningstekjur landsins. Gengislækkun á gjald- miðli landsins og minnkandi niðurgreiðslur af hálfu hins opinbera á ýmsum nauðsynjavör- um áttu sinn þátt í þeirri innan- landsókyrrð, sem var undanfari byltingarinnar gegn Nimeiri á laugardag. Undir stjórn Nimeiris hafði Súdan náin samskipti vð Banda- ríkin og Egyptaland. Hafa Súdanir fengið meiri efnahags- aðstoð frá Bandarikjamönnum en nokkur önnur þjóð i Afríku að Egyptum einum undanskildum. Árið 1976 stofnuðu Súdan og Eg- yptaland með sér varnarbandalag og á árinu 1982 gerðu ríkin sér- stakan sáttmála sfn i milli, sem fól í sér 10 ára áætlun um sam- eiginleg stefnumál. Átti þetta að vera undanfari sameiningar ríkj- anna, ef vel tækist til. Mikil óvinátta hefur aftur á móti rikt milli Súdans og Libýu frá árinu 1972, er Nimeiri hafnaði með öllu tilmælum Lfbýustjórnar um sameiningu landanna. Hélt Nimeiri þvi fram æ siðan, að Líbýustjórn væri að reyna að grafa undan stjórn sinni m.a. með því að veita uppreisnar- mönnum í suðurhluta landsins verulegan stuðning. Enn er ekki vitað, hvað Nimeiri hyggst fyrir í framtiðinni. Hann kom til Kairó á laugardag, þar sem Hosni Mubarak Egypta- landsforseti tók á móti honum á flugvellinum. Nimeiri fór sfðan með þyrlu frá flugvellinum og er talið, að hann dvelji nú f höll Eg- yptalandsforseta. Fyrir stjórnarbyltinguna nú hafði verið mjög óróasamt f Súd- an. Verkföll höfðu lamað höfuð- borgina Khartoum í þrjá daga og komið í veg fyrir allar samgöngur við útlönd. Fjarskiptasamband hafði einnig legið niðri. Eftir að Swareddahab tilkynnti valdatöku sína, urðu mikil umskipti. Fólk safnaðist út á göturnar tugþús- undum saman til þess að fagna hinum nýja valdhafa, reif niður myndir af Nimeiri og dró niður fána þann, sem hann hafði gert að þjóðfána Súdans. Heyra mátti hrópað: „Þetta er dásamlegur dagur. Vilji súdönsku þjóðarinn- ar hefur loksins náð að sigra.“ Verkfallsaðgerðum margra stétta og hagsmunahópa í land- inu hefur verið hætt. Fyrirhugað hafði verið að efna til allsherjar- verkfalls á mánudag, en f stað þess var farin fjöldaganga til að- alstöðva hersins og var það greinilega gert til þess að votta hinum nýja valdhafa stuðning. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, Tom Krageski, sagði á laugardag, að stjórnmálasamband milli Bandaríkjanna og Súdans héldist óbreytt þrátt fyrir þessa atburði, en það er ekki lengra síðan en á mánudag f sfðustu viku, sem Nimeiri var í Washington til við- ræðna við Reagan forseta. Sprengingar í V-Þýzkalandi Stuttgart, S.apríl. AP. SKEMMDIR urðu i olíuleiðslu NATO frá Ttibingen til Aalen skammt frá Iggingen í Baden-Wlirtemberg í sprengingu í morgun. Skemmdir urðu einnig af völdum sprengingar í hergagnafyrirtæki í Hamborg. Engan sakaði. Lögregla flutti burtu 60 manns og gerði sprengju óvirka í annarri byggingu í Hamborg. Á þriðja staðnum í Hamborg, lóð i eigu hersins, fannst engin sprengja, þótt maður sem hringdi án þess að segja til nafns hefði varað við þvf. Sprengingarnar urðu á fjórða degi mikilla mótmælaaðgerða gegn kjarnorkuvopnum í Vestur- Þýzkalandi. Forstöðumenn páskagöngunnar 1985 sögðu að 400.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum síðustu daga. Lögreglan segir að það sé alltof há tala. Enn er ekki ljóst hvort spreng- ingarnar standa f sambandi við kjarnorkumótmælin og engin samtök hafa lýst sig ábyrg á sprengingunni á olíuieiðslu NATO. Mjög lítið lak af olíu og tjónið á leiðslunni er óverulegt að sögn lögreglu. Talið er að viðgerð á leiðslunni muni kosta 60.000 til 80.000 mörk. Vornámskeið Byrjendur (yngst 5 ára) og framhald. Innritun í síma 72154. Kennari Ásta Björnsdóttir. ■ BRLLETSKOU SIGRÍÐRR RRflflflfin SKÚIAGÖTU 32-34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.