Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 33
8et Jlím 01 auoAauHivmM aiaAjauuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, M1DVIKUDAG.UR 10. APRtL 1985 Technfs Mannýgur tarfur slapp laus í Aberdeen í Skotlandi i langardaginn og olli mikilli skelfingu i götum borgarinnar. Tarfurinn olli tjóni i sex bifreiðum og braut rúður einnar verslunar. Að lokum tókst að fanga tarfinn i aðalgötunni. Páfí talaði um við- urstyggð styrjalda í páskaboðskap Mótmæli í mörgum borgum V-Þýzka- lands gegn kjarnorkuvígbúnaði Páfi|artí, Varsjá, Bonn, JenunJem 6.-8. nprfl. AP. PÍLAGRÍMAR víós vegar að úr heiminum gengu Via IJolorosa í gömlu borginni í Jerúsalem á föstudaginn langa og hlýddu síðan i messu í kirkjunni sem byggð var yfir Golgata þar sem Kristur var krossfestur. Talið er að um fimmtíu og fimm þúsund erlendir gestir hafi verið í ísrael um páskana og fór allt friðsamlega fram. Af svölum Péturskirkjunnar í Rómaborg ávarpaði Jóhannes Páll páfi II mikinn mannfjölda á torg- inu og samtimis þvi fóru þúsundir um götur Rómaborgar og mót- mæltu hungri i heiminum og kröfðust réttlátrar skiptingar auð- æfa. í boðskap páfa var meðal annar minnt á að enn geisuðu stríð víða um heiminn, þrátt fyrir að fjörutíu ár væru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar seinni. Við lok heimstyrjaldarinnar hefðu menn bundið vonir við að friður gæti ríkt á jörðu, en reynd- in hefði orðið önnur. Auk beinna stríðsátaka væru mannréttindi víða fótum troðin og menn væru pyndaðir á hinn hrottalegasta hátt. Páfi lauk ávarpi sinu með páskakveðjum á sjö tungumálum m.a. í fyrsta skipti á kombodisku. í Póllandi þyrptust þúsundir Pólverja á öllum aldri með páska- körfur til að vera við guösþjónust- ur og hljóta blessun. Hundruð manna stilltu sér upp í biðröð til að ganga framhjá hinni táknrænu gröf Krists. Víða sáust fánar og spjöld þar sem lýst var stuðningi við Samstöðu. í mörgum borgum í Vestur- Þýzkalandi lauk mótmælaðagerð- um gegn kjarnorkuvígbúnaöi á annan í páskum. Talið er að um 200 fundir og göngur hafi verið haldnar og var hvarvetna mikil þátttaka í þessum aðgerðum, sem alls staðar fóru fram með spekt og friði. Fjöldamorð á Fílíppseyjum Manila, 9. apríl. AP. RANNSÓKN var fyrirskipuð á Filippseyjum í dag á morði 27 manna í afskekktum þorpum síðastliðinn laugardag, sem befur fengið viðurnefnið „svarti laugardagur" af þeim sökum. Óþekktir menn vopnaðir byss- um frömdu morðin þegar þeir gerðu árás á þorpin Ragay, Lupi og Pasacao í héraðinu Canarines Sur, 225 km suðaustur af Manila. Fjórtán særðust í árásinni. Nokkrir þeirra sem voru myrtir voru konur og börn. Umrædd þorp eru sögð þekkt hreiður uppreisnarmanna. Ekki er vitað um ástæðurnar til verknað- arins, en morðin virðast hafa ver- ið vandlega skipulögð. Jafnframt gerðu skæruliðar kommúnista árásir í dag á tvö út- virki hersins á Samar-eyju, felldu höfuðsmann nokkurn og 12 aðra hermenn og komust undan með 28 byssur. Árásarmennirnir voru 100—150 talsins og margir þeirra féllu, en ekki er vitað hve margir. Samar er fátækt hérað 480 km suðaustur af Manila og er einnig þekkt hreiður uppreisnarmanna. Harður vakti sl skjálfti [elfingu Santiafo, 9. tfríL AP. MIKILL jarðskjálfti varð í Chile um kvöldmatarleytið í g*r og stóð í þrjár mínútur. Mikil skelfing greip um sig og hundruð manna hlupu út á götu. Rafmagnslaust varð í nokkrar mínútur. Þak á húsi hrundi í hafnarborg- inni Valparaiso. Samkvæmt óstaðfestum fréttum hrundu hús í bænum Curacavi skammt frá Valparaiso. Fréttir hafa ekki bor- izt um raanntjón. Jarðskjálftinn mældist 7,4 stig á Richterskvarða og kemur í kjöl- far jarðskjálfta í Mið Chile 3. marz, þegar 177 biðu bana og tæp ein milljón manna missti heimili sín. Sextugur maður lézt af völdum hjartaáfalls í Santiago meöan á jarðskjálftanum stóð. Jarðskjálftinn fannst á stóru svæði, en var ekki eins snarpur og jarðskjálftinn í síðasta mánuði. Upptök hans voru á hafinu út af borginni Pichilenu, 160 km suð- austur af Santiago. Dæmd fyrir kyn- mök í réttarsal Flórens, Íulíu, 9. aprfl. Á SKÍRDAG var hryðjuverkaparið Giulia Borelli og Knrico Galmozzi d*mt til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa kynmök saman í réttarsal í Flórens árið 1982, meðan fieiri hryðjuverkamanna. Borelli og Galmozzi afplána bæði lífstíðardóma fyrir morð og aðra hryðjuverkastarfsemi. Þau voru í fyrrnefndu máli ákærð fyrir klúra hegðun. Þau játuðu að hafa haft mök saman á bak við rimla búrsins, sem hinir ákærðu voru hafðir í, en kváðu hina sakborningana yfir stóð réttarhald í máli þeirra og hafa skýlt þeim, svo að þau sæj- ust ekki. Þau sögðust hafa haft löngun til að eignast barn. í kjölfar þessa atburðar ól Borelli tvíbura 1983, og dveljast bæði börnin hjá móðurinni í fangelsinu. Erkibiskupinn í Míl- anó, Carloa Maria Martini, skírði börnin. MA/77SKEIÐ 0 * 0 afsláttur: Athugið að við veitum hjónum og systkinum 20% afslátt svo og öllum félagsmönnum Stjórnunarfélags íslands. Jafnframt vekjum við athygli á þvl að starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags Ríkisstofnana greiðir þátt- tökugjöld félagsmanna sinna á námskeiðum Mímis. 15.-26. apríl Innritun í símum 10004 og 21655 / GREIÐSLUKORTAPIÓNUSTA / MALASKOLINN GSAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.