Morgunblaðið - 10.04.1985, Page 51

Morgunblaðið - 10.04.1985, Page 51
MORQUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR10. APRÍL 1985 „Meðalþjónustualdur við hvert Medic Alert-merki eru 37 ár“ — segir Jóhannes Pálmason, formaður Medic Alert á íslandi MEDIC ALERT Foundation International var stofnað í mars 1956 af dr. Marion C. ('ollins í Turlock í Kaliforníu eftir þriggja ára undirbúningsstarf, en 1953 hafði dóttir hans nærri látist af völdum bóluefnis gegn stífkrampa, sem hún hafði ofnæmi fyrir. Vildi dr. Collins með stofnun Medic Alert koma í veg fyrir læknisfræðileg óhöpp eins og það sem dóttir hans hafði orðið fyrir. Nú hefur verið stofnuð Medic Alert-deild á íslandi og er hún nú til húsa í Sigtúni 9, Reykjavík. Samtökin starfa nú í sautján lönd- um og er undirbúningur þegar haf- inn í fleiri löndum vegna stofnunar slíkra deilda. Jóhannes Pálmason, aðstoðarframkvæmdastjóri Borg- arspítalans, var skipaður formaður deildarinnar hér á landi. Hann sagði að Medic Alert væri mannúðarverkefni, sem byggðist á gömlu stríðshugmyndinni um að hermenn ættu að hafa nafnspjöldin sín um hálsinn. Aðvörunarkerfið er þrenns konar: Gerðar eru málm- plötur fyrir armbönd eða hálsmen, merkt Medic Alert á annarri hlið og á hinni eru þrykktar upplýs- ingar um sjúkdóm eða hættu- ástand sjúklingsins, símanúmer vaktstöðvar, þar sem aliar upplýs- ingar um heilsufar sjúklingsins eru fyrir hendi og einnig er á málm- plötunni skráð þjóðerni sjúklings- ins. Árlega eru gerð eða endurnýjuð MEDIC ALERT AOGAt VtGNA SJÚKDÓMS Þetto merki 9®ti bjorgod lífi þínu Medic Alert á Fslandi S»gtúnl 9, 105 Reyktavk. Sfcnt 3 31 22. SADSBONAjaOHJK SM SA0AR AN tOÓOA IK« VBN) (■*ONSHBfVT*K3AK**(AII A ÍSLANDI Þetta er eitt auglýsingaspjaldið sem Medic Alert hefur litið búa til og má fólk búast við að sjá það á næstunni í apótekum, sjúkrahúsum, heilsu- gæslustöðvum og víðar. Aðalfundur Skjaldar í Stykkishólmi StjrkkHhilmi. I. apríl. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar í Stykkishólmi var haldinn í félagsheimilinu sunnudaginn 31. mars sl. Fráfarandi stjórn skilaði af sér störfum og flutli formaður skýrslu stjórnar, og kom fram að margir fundir höfðu verið haldnir i tímabilinu með þingmönnum kjör- dæmisins og forystumönnum flokks- ins og um málefni sveitarfélagsins. Úr stjórn áttu að ganga Róbert Jörgensen kennari, Högni Bær- ingsson verkstjóri og Símon Sturluson rafvirki. í þeirra stað voru kjörnir: Hinrik Finnsson, kaupmaður, formaður, ólafur Sig- urðsson íþróttakennari og Unnur Breiðfjörð, húsmóðir. í kjördæmisræað voru kjörnir Sturla Böðvarsson, Hinrik Finns- son, Ellert Kristinsson og Árni Helgason. Þá var kosið í fulltrúaráð fé- lagsins og fulltrúar á landsfund flokksins. Rætt var um framtíðarstarf og félagar eru ákveðnir í að gera það fjölbreyttara og þar sem ekki er nema eitt ár til hreppsnefndar- kosninga voru þær ræddar og eins hugsanlegar kosningar til Alþing- is- Árni nafnspjöld með fullkomnari upp- lýsingum, t.d. um aðra sjúkdóma, lyfjameðferð og nafn læknis. Starf- rækt er vaktstöð allan sólarhring- inn, þar sem allar upplýsingar eru fyrir hendi um heilsufar og með- ferð sjúklingsins. „Tilgangur Medic Alert er að út- búa og starfrækja aðvörunarkerfi fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, sem af einhverjum ástæðum gætu veikst þannig að þeir yrðu ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum og því átt á hættu að fá ranga meðferð. Könn- un, sem gerð var í Bandaríkjunum 1%2, sýndi að fimmti hver Banda- ríkjamaður hafði þannig sjúkdóm, að aðvörunarkerfi gat komið að gagni í vissum tilvikum. Ekki er vitað til að nokkur könn- un hafi farið fram til að athuga hversu margir íslendingar eru haldnir þannig sjúkdómum, en með síauknum ferðalögum til annarra landa hefur þörfin fyrir öryggis- kerfi á borð við Medic Alert auk- ist,“ sagði Jóhannes. Allar upplýsingar á merkin eru skráðar á ensku svo að þau hafi gildi erlendis. Upplýsingabankinn verður hjá Slysadeild Borgarspítal- ans í Reykjvík. Engin gjöld fylgja önnur en gjaldið fyrir armband- ið/hálsbandið, sem er nú um 650 krónur, en verð á því fylgir gengi dollarans. Jhannes sagði að meðal- þjónustualdurinn við hvert merki væri um 37 ár. „Deildin hér á landi er svo ný að ekki er farið að gera mikið í að auglýsa starfið, en það er mikið ör- yggi í þessu. Nokkrar umsóknir eru þó komnar, en ætlunin er að kynna þjónustuna á ýmsan hátt á næst- unni t.d. í apótekum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og í gegnum Lions-hreyfinguna. Medic Alert hér á landi er sjálfseignarstofnun og eru níu félög stofnendur. Auk Jóhannesar í stjórn Medic Alert á tslandi eru: Ólafur St. Sigurðsson, Sveinn Indriðason, Davíð Gislason og Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Jóhannes Pálmason, formaður Me- dic Alert á íslandi og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Borgarspítalans. Á málmplöturnar er nafn samtakanna, Medic Alert, ritað öðru megin og á baki plötunnar eru upplýsingar um sjúkdóma þá er einstaklingurinn er með, símanúmer viðkomandi upplýsingabanka en hér á landi er það Borgarspítal- GLÆSILEG HÖNNUN DÖNSK borðstofu- húsgögn Massiv eik Mjög vönduð Góð greiðslukjör f/% KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. m LAUGAVEGI 13, REYKJAVlK. SlMI 25870 I f Banka- og tollaþjónusta Cerum tollskýrslur, sjáum um ferðir í banka, toll og vöruafgreiðslur fyrir stór og smá innflutnings- og verslunarfyrirtæki. Sækjum og sendum. Kynntu þér okkar kosti og okkar kjör. Athugið! Það er ekki alltaf hagkvæmast að sjá um allt sjálfur. FRlsim Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni og í símum 81888 og 81837. Sendum einnig kynningarbækling og verðskrá ef óskað er. Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 81888 og 81837

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.