Morgunblaðið - 10.04.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 10.04.1985, Síða 5
MORGTJNBLAÐIÐ, MIÐYIKUÐAGUR 10. APRÍL 1985 5 ísland með í Eurovision ’86? — tveir menn fylgjast með keppninni í Svíþjóð 5. maí „I»AÐ ER ætlunin að athuga málið Kaumgæfilega með það í huga að taka þátt f keppninni 1986,“ sagði Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- maður og Iramkvæmdastjóri SATT (Samtaka alþýðutónskálda og -tón- listarmanna), í samtali við Mbl. um hugsanlega þátttöku íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni. Jóhann sagði að það hefði verið baráttumál SATT og FTT (Félags tónskálda og textahöfunda) um nokkurra ára skeið að íslendingar tækju þátt í söngvakeppni Euro- vision. „Við höfum átt fundi með Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra og Hinrik Bjarnasyni, for- Lík finnst LÍK Hilmars Grétars Hilmarsson- ar, sem féll í Ölfusá við ölfus- árbrú 29. september 1984, fannst rekið við Kirkjuferju í Ölfusá á páskadag. Hilmar heitinn var 16 ára gamall, fæddur 5. júlí 1968. Hann var til heimilis að Keilufelli 13 í Reykjavík. stöðumanni Lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins, og niður- staðan er sú að þeir Hinrik og Rúnar Júlíusson tónlistarmaður munu verða viðstaddir þegar keppnin fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 5. maí næstkomandi. Þeir munu fylgjast vel með öllu og kynna sér málin með það í huga að við verðum með á næsta ári,“ sagði Jóhann. Hann minnti á að til þessa hefðu það verið helstu rök gegn þátttöku íslendinga að hætta væri á að sigur félli okkur í skaut og að þar með kæmi það í hlut íslenska sjónvarpsins að halda keppnina árið eftir. Nú væru fordæmi þess, bæði frá ísrael og Lúxemborg, að hægt væri að framselja réttinn. „Þátttaka í Eurovision-söngva- keppninni gæti orðið mikil lyfti- stöng fyrir íslenskt tónlistarlíf," sagði Jóhann G. Jóhannsson, „m.a. vegna þess að þá yrði farið að skipuleggja söngvakeppni innan- lands — þetta gæti orðið til að lyfta tónlistarlífinu hér upp úr öldudalnum." Eyrarfoss í Sundahöfn í gær. Morminbl»4ié/(,M.K.M. Eyrarfoss í árekstri á Elbu á skírdag EYRARFOSS, skip Eimskipafélags íslands, lenti í árekstri við 5000 tonna fínnskt skip í mynni árinnar Elbu skammt frá Hamborg í Vestur- Þýskalandi á skírdag. Eyrarfoss er lítið skemmdur, kominn til Reykja- víkur, en finnska skipið skemmdist nokkru meira. Engin slys urðu á fólki. Birgir Harðarson, forstöðumað- ur meginlandsdeildar Eimskips, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær að áreksturinn hefði orðið þegar skipin voru að athafna sig utan við höfnina í Hamborg. „Eyr- arfoss var að taka lóðs um borð og sigldi hægt meðfram síðunni á finnska skipinu, Careliu, þegar hann þurfti skyndilega að bakka. Við það snerist Eyrarfoss og lenti á finnska skipinu. Þetta gerðist mjög hratt og hefur verið lokið á 3—4 mínútum." Stefni Eyrarfoss og kúla, sem er undir sjávarmáli, skekktust nokk- uð en lítið lak inn í skipið. Farmur, sem m.a. var bílar, skemmdist ekk- ert, að sögn Birgis. Rifa kom á finnska skipið en með þvi að dæla milli tanka var hægt að rétta það við. Eyrarfoss er um 1900 tonn. I0NDON- REYKJAVIK -á3dögum Vissiröu að vara sem er í London á föstudegi getur hæglega veriö komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF. framtíð fyrir stafni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.