Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
103. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Úrslitafundur
hjá UNESCO
Parb, 8. m»i. AP.
BÚIST er við miklum deilum í þýð-
ingarmiklum fundi framkvæmda-
stjórnar UNESCO, Menningar- og
vísindastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, sem hefst í París i morgun,
fimmtudag.
Talið er líklegt, að ágreiningur-
inn á fyrsta degi fundarins, sem
standa á í sex vikur, muni einkum
Bandarikjastjórn:
Vill fé handa
frelsisliðum
i Afganistan
Waahintton. 8. maf. AP.
KÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna
áformar, að veita frelsissveitun-
um í Afganistan opinberlega
matvæla- og lyfjaaðstoð, sem
nemur níu milljónum dala, á
næstn tveimur árum. Frá þessu
var skýrt í utanríkisráðuneytinu
í Washington í dag.
Hyggst ríkisstjórnin fara
þess á leit við þingið, að á
þessu ári fái andspyrnuhreyf-
ing Afgana, sem berst gegn
sovéska innrásarliðinu í land-
inu, stuðning, sem nemur
fjórum milljónum dala. Á
næsta ári verði veittur stuðn-
ingur að upphæð fimm millj-
ónir dala.
Fram að þessu hefur stuðn-
ingur Bandaríkjastjórnar við
frelsissveitirnar í Áfganistan
verið leynilegur, og ekki verið
greint frá umfangi hans.
snúast um ósk sjö vestrænna iðn-
ríkja, að rætt verði um skýrslu,
sem bókhaldsstofa Bandaríkja-
þings hefur tekið saman og leiðir í
ljós fjármálaóreiðu innan stofn-
unarinnar. Mörg ríki þriðja
heimsins og kommúnistaríkin,
sem eru í meirihluta innan
UNESCO, eru því andvíg að
skýrslan verði rædd, og benda á,
að Bandaríkin eiga ekki lengur að-
ild að stofnuninni.
Höfuðverkefni fundarins er að
finna lausn á fjárhagsvanda
UNESCO og ná samkomulagi um
starfsáætlun fyrir næstu ár, sem
leggja á fyrir aðalþing stofnunar-
innar í Búlgariu í haust.
Stofnunin á í miklum fjárhags-
erfiðleikum vegna úrsagnar
Bandaríkjanna, en framlag þeirra
nam fjórðungi útgjaldanna. Nokk-
ur önnur vestræn aðildarríki hafa
tilkynnt, að þau hyggist draga sig
út úr UNESCO, ef ekki verða gerð-
ar róttækar breytingar á starf-
semi og skipulagi stofnunarinnar.
Hafa nokkrir fulltrúar Vestur-
landa látið í það skína, að framtíð
UNESCO kunni að ráðast á fund-
inum í París.
40 ár frá stríðslokum
Símamynd/AP
Mitterrand Frakklandsforseti leggur blómsveig að leiði óþekkta hermannsins við Sigurbogann í París í
gær. Þá var þess minnst víða um heim að liðin eru fjörutíu ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Sjá frásagnir i máli og myndum á bls. 30.
Reagan vill auka
samráð við Rússa
Strasbourg, 8. maí. AP.
Víetnamar
hraktir frá
Thailandi
Kangkok, 8. maí. AP.
HERLIÐ Thailendinga hrakti í
dag úr landi flesta þá 800 her-
menn Víetnama, sem farið höfðu
inn fyrir landamærin til að hafa
upp á skæruliðum frá Kambódíu,
sem þar höfðu leitað skjóls.
Sakchai Krewjinda, aðmíráll í
thailenska hernum, sagði frétta-
mönnum í Bangkok, að landher og
flugher hefði verið beitt í viður-
eigninni við innrásarlið Víetnama,
sem hófst fyrir fimm dögum.
Hefðu flestir Víetnamarnir að lok-
um hörfað frá yfirráðasvæði sínu í
Ban Chamrak-þorpi í Trat-héraði,
sem er í sunnanverðu Thailandi.
Aðmírállinn sagði, að einn thai-
lenskur hermaður hefði fallið og
átta særst, er þeir stigu á jarð-
sprengjur, sem Víetnamar höfðu
lagt. Hann sagði, að lík átta víet-
namskra hermanna, sem fallið
hefðu í átökunum, hefðu fundist,
en kvaðst ekki hafa upplýsingar
um raunverulegt mannfall í liði
Víetnama.
RONALD Reagan, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Sovétríkin harðlega í
ávarpi, sem hann flutti á þingi Evrópubandalagsins í Strasbourg í dag.
Sakaði hann Sovétmenn um útþenslustefnu, en greindi jafnframt frá nýjum
tillögum Bandaríkjastjórnar, sem miða að því að draga úr spennu milli
stórveldanna.
Forsetinn lagði til að ríkin skipt-
ust á eftirlitsmönnum hvort með
annars heræfingum; komið yrði á
reglulegum fundum yfirmanna
herafla ríkjanna og beinni síma-
línu á milli þeirra, svo sem nú er á
milli Hvíta hússins og Kremlar.
Forsetinn sagði, að símasamband á
milli herja Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna gæti með tímanum
breyst i vettvang, þar sem unnt
væri að skiptast á upplýsingum
með hraði á hættutímum.
William Ury, hermálasérfræð-
ingur við Harvard-háskóla, telur
að forsetinn hafi með þessum orð-
um verið að kanna hljómgrunn
fyrir hugmyndum um sameiginleg-
ar stjórnstöðvar Bandaríkjamanna
og Sovétmanna til að hindra að
kjarnorkustrið brjótist út fyrir
slysni. Hugmyndir um slíkar stöðv-
ar, sem staðsettar yrðu í Wash-
New England Journal of Medicine:
Fiskneysla minnkar lík-
ur á hjartasjúkdómum
Boston, 8. mal. AP.
NEYSLA fisks dregur verulega úr hættu á, að menn deyi úr hjartasjúkdóm-
um, og fólk ætti að stefna að því að hafa fisk á borðum a.m.k. einu sinni
eða tvisvar f viku. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar hollenskra
vísindamanna, sem greint er frá í nýjasta tölublaði hins virta bandaríska
læknarits New Engltnd Journal oí Medicine.
Rannsókn Hollendinganna
leiddi í ljós, að fólki, sem borðað
hefur fisk reglulega og i hófi, er
síður hætt við hjartasjúkdómum,
en þeim, sem aldrei borða fisk.
„Það virðist þess vegna skyn-
samlegt að mæla með því að hafa
fisk á boðstólum einu sinni til
tvisvar í viku, ef menn vilja forð-
ast hjartasjúkdóma," segja vis-
indamennirnir.
Hollendingarnir benda hins
vegar á, að fiskneysla sé aðeins
hluti af skynsamlegu mataræði,
og fólk, sem áhyggjur hefur af
hjartasjúkdómum, verði einnig
að draga úr neyslu mettaðrar fitu
og kólesteróls, sem geta stöðvað
blóðrennsli til hjartavöðva.
Bandaríska læknaritið birtir
einnig niðurstöður tveggja ann-
arra rannsókna á fiskneyslu, sem
leiða til sömu ályktana um gildi
hennar fyrir hjartað. Fram kem-
ur, að hjartasjúkdómar eru fátíð-
ir meðal Inúka á Grænlandi, sem
borða um 400 grömm af fiski á
dag, og Japana, sem neyta að
meðaltali 85 gramma af fiski á
degi hverjum.
ington og Moskvu, hafa fengið byr
undir vængi upp á síðkastið og til-
laga þar að lútandi m.a. verið sam-
þykkt í öldungadeild Bandaríkja-
þings.
Reagan og Mikhail S. Gorbachev,
leiðtogi Sovétríkjanna, skiptust á
orðsendingum í dag, í tilefni þess
að liðin eru fjörutíu ár frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Þeir lýstu
báðir þeim vilja sínum, að ríkin
eigi samstarf um að vinna að
heimsfriði og afvopnun.
í ávörpum, sem þeir Reagan og
Gorbachev fluttu 1 dag, voru þeir
hins vegar harðorðir hvor um ann-
ars utanríkisstefnu. Gorbachev
sagði á fundi í Kreml, að utanrík-
isstefna Bandaríkjanna væri stöð-
ugt Þrándur í Götu eðlilegra sam-
skipta ríkja i millum.
í ávarpinu á Evrópuþinginu lauk
Reagan miklu lofsorði á tryggð
Evrópubúa við lýðræði og mann-
réttindi. Var ræðu hans vel tekið af
öllum þorra þingmanna, en um
þrjátíu vinstri sinnar, flestir úr
breska Verkamannaflokknum,
gerðu hróp að forsetanum þegar
hann veik að tilraunum Sovét-
manna til að hasla sér völl í Mið-
Ameríku. Þeir veifuðu áróðurs-
spjöldum og gengu loks út í fylk-
ingu.
Frá Strasbourg hélt Bandaríkja-
forseti til Lissabon, sem er loka-
áfangi á Evrópuför hans. Þar ræðir
hann við portúgalska ráðamenn og
heldur siðan heim á leið.