Morgunblaðið - 09.05.1985, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.05.1985, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAl 1985 fclk í fréttum Sitt hvað kallast prakkara- strik hjá kóngafjölskyldunni Hinir ungu og konungbornu eiga æ meira hug og hjörtu breskrar alþýðu og þótt víðar væri leitað. Þetta er yfir höfuð fallegt og vel gefið fólk og það er fylgst náið með því, hvert fótmál þess er rannsakað og ljósmyndað af fréttamönnum sem margir hverjir helga sig eltingarleiknum við kóngafólkið og að ná sem bestum myndum af því, eða sem bestum fréttum, því það er það sem selur blaðið. Og þegar sú staðreynd er skoðuð nánar, þá skýrist það, að næstum hvað sem þetta fólk tekur sér fyrir hendur verður að frétt- um í meðförum umræddra frétta- manna. í einu af mörgum blöðum, sem gera sér mat úr kóngafólkinu unga, var annars skemmtileg samantekt um helstu óknytti þessa kóngafólks, hvað það hefur helst gert til að hrekkja orðstír konunglegu fjölskyldunnar. Allt er það saklaust í raun og veru og undirstrikar ekkert annað en að hér er um mannlegt fólk að ræða og satt best að segja ber það sig ótrúlega vel miðað við að athygli samfélagsins víkur aldrei frá því. Lítum á prakkarastrikin: David Viscount Linley: Þessi piltur er lærður trésmiður og álitinn góður drengur og hrekklaus þótt hann þyki ívið ókurteis við kvenþjóðina. Hann er þó ekki hnökralaus, það komst upp fyrir skömmu að honum þykir ótrúlega gaman að aka á miklum hraða á splunkunýrri Ford Esc- ort-bifreið sinni. Nýlega var hann gómaður af lögreglunni þar sem hann þaut eins og kólfur á 150 kílómetra hraða á klukkustund. Hann var beðinn um ökuskírteini, en því hafði hann gleymt heima. Linley var þar með kominn á skrá lögreglunnar. Lady Sarah Armstrong Jones: Þessi broshýra lafði er sögð uppáhald flestra þeirra sem kynn- ast kóngafólkinu. Frændi hennar og drottningarljósmyndari, Lichfield lávarður, segir það ger- samlega útilokað annað en kunna vel við hana. Það hefur ekki sann- ast á hana einn einasti hrekkur enn sem komið er. Charles Edward Morris Spenc- er Hann er sagður sólginn í kampavín og þar af leiðandi gjarnan kallaður „Kampavíns- Kalli“ eins og reyndar einnig kunn knattspyrnustjarna hjá Arsenal í Lundúnum, Charlie Nicholas. Charles er bróðir Díönu og sagður hændur að henni og trúr. En hann er litríkur fastagestur í næturlífi Lundúna, m.a. í Hippodrómi Ís- landsvinarins Stringfellow. Karl hefur viðurkennt í rabbþætti í sjónvarpi að hann dreymi um að taka þátt í kynsvalli á rómverska vísu. Hann fær ekki að ganga að ónefndum næturklúbbi í Oxford eftir að hafa neitað að greiða fyrir kampavínsflösku og hann hefur einnig sést á fatafelluknæpum hér og þar. Hann hefur ótal góða punkta að auki. Þannig elti hann eitt sinn langar leiðir mann sem hann taldi hafa komið fyrir sprengju í stórversluninni Harr- ods. Eftir að hafa þreytt manninn, stokkið á hann og snúið niður, kom í ljós að um búðarhnuplara var að ræða, en allur var varinn góður. Edward Anthony Richard Lou- is: Bróðir Karls verðandi kóngs. Hann er rólyndispiltur og hefur David Viscount Linley ('harles Spencer skemmtir sér ekki oft stigið yfir strikið ef svo mætti að orði komast. Hann hefur þó lýst yfir að hann hafi ímugust á fréttamannahafinu sem flæðir á eftir honum eins og stórstraumur. Örsjaldan sýnir hann það þó. Við getum þó nefnt dæmi: Einu sinni var Edward á akurhænuveiðum og er hann laumaðist að einni hæn- unni gerðust ljósmyndarar svo ágengir, að þeir fældu hænuna. Þá reiddist prinsinn og skaut úr haglabyssu sinni rétt yfir höfuð blaðamanna þannig að þeir hörf- uðu og leyfðu prinsinum að veiða í friði. Lady Helen Windsor: Ssrah Armstrong Jones Helen Windsor Hún er bæði falleg og eftirsótt, en enginn sérstakur hrekkjalóm- ur, því þó hún stundi skemmtana- lífið grimmt hafa foreldrar henn- ar lýst henni sem hinni „full- komnu dóttur“. Samt sem áður hafa fjölmiðlarnir „nappað" hana við hitt og þetta sem ekki þykir meira en miðlungi boðlegt af kon- ungbornu fólki. Þannig hefur hún náðst á filmu með vindling í munni við opinber tækifæri. Einn- ig hafa lúmskir ljósmyndarar sem hafa falið sig vel náð af henni myndum brjóstaberri á sólar- ströndinni. Alvarlegra hefur það ekki verið ... HLÝÐNISKÓLI 400 hundar hafa tekið próf „Eins og prófskrekkur gerði vart við sig“ Hundaræktarfélag íslands hef- ur á snærum sínum hlýðniskóla. Við skólann eru fjórir kennarar starfandi í sjálfboðavinnu og hef- ur hann nú á 2V4 ári útskrifað um 400 hunda. Einn góðviðrisdaginn lögðu blm. og ljósmyndari leið sína i Garðabæ, fylgdust með því sem fram fór, og tóku kennara og tvo hundaeigendur tali, fyrst þær Emelíu Sigursteinsdóttur og Þór- hildi Bjartmars kennara. — Hvernig er þessum nám- skeiðum háttað? „Við tökum í mesta lagi 6—8 hunda í hvern hóp og inntökuskil- yrðið er að þeir séu orðnir sex til átta mánaða gamlir. Ástæðan fyrir því að þeir eru ekki teknir inn yngri er að þeir eru að þrosk- ast þangað til, missa hvolpatenn- urnar, fá vald á hreyfingum, ná kynþroska og það má eiginlega segja að þeir séu á gelgjuskeiðinu fram að þessum tíma. Við reynum svo að raða hundunum niður eftir aldri og tegund. Enn sem komið er bjóðum við upp á tvö námskeið þ.e.a.s. fyrsta og annað stig. Á fyrra námskeið- inu læra hundarnir að ganga í ól við hæl eða vinstri fót. Þeim er kennt að sitja, bíða, hlýða nafni, standa samkvæmt skipun þó eig- andi fari, stökkva yfir hindrun, liggja þétt saman í hóp á meðan eigandinn fer í burtu, o.s.frv. Á seinna námskeiðinu eru hundarnir alltaf lausir og í lokin eiga þeir að geta legið allir saman í hóp á með- an eigendurnir láta sig hverfa í þrjár mínútur. Ef þeim tekst vel til með þetta lokaverkefni þá eru þeir orðnir mjög hlýðnir. Á næstunni hyggjumst við bæta við þriðja stigi og einnig sérstöku námskeiði fyrir hvolpaeigendur. Þá koma þeir sem ætla að fá sér hvolpa eða eiga þá og fá fræðslu um fóðrun, umhirðu, byggingu hundsins, þroskastig o.s.frv." — Ef hundarnir láta nú ekki að stjórn á þessum námskeiðum, koma þá eigendurnir aftur með þá? „Það er ekki oft sem sú aðstaða hefur komið upp, en í sumum til- vikum hefur það gerst og það er vissulega virðingarvert að eigend- urnir skuli leggja það á sig að koma tvisvar." — Er einhver tegund af hund- um sem kemur afgerandi mest til ykkar? „f vetur hafa Golden Retriever- -hundar og Labradorar verið í meirihluta hjá okkur. Vigdís Magnúsdóttir, eigandi Sindra sem er 14 mánaða gamall Golden Retriever. — Hvernig hefur hundinum þínum gengið í hlýðniskólanum? „Mjög vel og ég vildi alls ekki að hann hefði misst af þessu. Það hefur myndast náið samband á milli okkar og það er líka mjög mikilvægt fyrir hundaeigendur að hafa stjórn á hundum sínum sér- staklega þegar þeir búa í borg.“ — Honum hefur alveg samið við hina hundana? „Já, það er nú kannski vegna þess að við erum með hesta og hann er vanur að umgangast þá og hunda í því sambandi." Vignir Sigurðsson, eigandi Tryggs sem er fjögurra ára hund- ur af Collie-tegund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.