Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 17 l I Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl sem hlaut fyrstu verölaun í samkeppninni. Samkeppni um iðnhönnun og tækninýjungar á Spáni: íslenskur hönn- unarnemi hlaut fyrstu verðlaun I BYRJUN marsmánaöar hlaut ungur íslenskur hönnunarnemi, Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl, fyrstu verðlaun í samkeppni um iðnhönnun og tækni- nýjungar á Spáni, „Cevisama ’85“. Aðalverðlaununum í ár var skipt milli þriggja aðila og var framlag Sigurlaugar veggflís úr keramik sem ber heitið „Is- landia". Hópur fjögurra skólafé- laga Sigurlaugar hlaut einnig verðlaun fyrir framlag sitt, en þriðja tillagan sem verðlaunuð var kom frá hönnunarfyrirtæki í Barcelor i. Samkeppnin er í tengslum við alþjóðlega sýningu á bygg- ingarvörum, „Cevisama", sem haldin er ár hvert í borginni Val- encia á Spáni. Spánverjar eru, á eftir Itölum, stærstu framleið- endur keramikflísa í heiminum og er mestur hluti sýningarinnar helgaður þeim. Auk keramikflísa eru sýndar ýmsar aðrar tegundir af klæðningu fyrir gólf og veggi, hreinlætistæki, ýmis hráefni og tækjabúnaður. Sýningin er sú umfangsmesta sinnar tegundar á Spáni. Samkeppnin í ár var tileinkuð hlutum úr keramik eða gleri til fjöldaframleiðslu fyrir bygg- ingariðnaðinn. Við hönnun hlut- anna skyldi taka mið af listrænu gildi þeirra sem og hagnýtu. f niðurstöðu dómnefndarinnar kom fram að margar tillögur hefðu líkst um of tillögum frá fyrri árum, og sumir þátttakend- ur hefðu íagt meiri áherslu á framsetningu tillaganna en hönnun þeirra. Verðlaunatillög- urnar, allt keramikflísar, hefðu því orðið fyrir valinu fyrir fersk- leika hugmyndanna sem að baki þeim lá. Sigurlaug stundar nám i hönnunarskóla í Alcoy í Alic- antehéraði á Spáni síðan i haust. Það hefur vakið mikla athygli að tvær af þrem verðlaunatillögun- um koma frá nemendum sama skóla, en meginþorri þátttak- enda var atvinnufólk víðsvegar frá Spáni. Verðlaunatillögurnar voru sýndar á sérstökum bás á sýn- ingunni, en alls sýndu 294 fyrir- tæki frá 12 löndum vörur sínar. Tillögurnar verða vel kynntar fyrir framleiðendum og almenn- ingi i fagtímaritum og í fjölmiðl- um. Þvi má ætla að árangur Sig- urlaugar í þessari samkeppni leiði af sér umtalsverða land- kynningu meðal framleiðenda og hönnuða á sviði byggingariðnað- ar í Evrópu. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta: Algjör andstaða við breytingar á lögum um skyldusparnað MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Vöku, félags týdræðissinnaðra stúdenta: „Stjórn Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta í Háskóla ís- lands, lýsir yfir algjörri andstöðu sinni við hugmyndir um breyt- ingar á lögum um skyldusparnað ungs fólks sem félagsmálaráð- herra hefur lagt fram. Með þeim breytingartillögum sem ráðherra setur fram er náms- mönnum gert ókleift að taka ut skyldusparnað sinn eins og hægt hefur verið. Er því verið að vega að fjárhagslegri stöðu náms- manna og fyrir flesta þeirra mundi þessa ráðstöfun þýða að 10% af sumarlaunum námsmanna yrðu bundin meðar á nám; stend- ur. Breytir þar engu þótt skyldu- sparnaðarhlutfallið yrði lækkað úr 15% í 10% af heildarlaunum, breytingin þýddi 10% lækkun á ráðstöfunartekjum námsmanna. Auk þess má telja vafasamt af hinu opinbera að taka skyldu- sparnað af fólki, ekki síst ef litið er til þess að markaðurinn býður því víða betri ávöxtun heldur en hið opinbera gerir með núverandi fyrirkomulagi. Stjórn Vöku skorar á félags- málaráðherra að falla frá hug- myndum um breytingar á lögum um skyldusparnað (lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins) og ella á þingmenn að fella frumvarpið." (FrétUtilkynning.) Úthlutun olíustyrkja í Lýtingsstaðahreppi: Út í bláinn að fólk fái styrk án þess að það kyndi með olíu — segir Siguröur Sigurðsson oddviti vegna fullyrðinga sveitunga og ráðherra „ÞAÐ ER ekki um það að ræða í Lýtingsstaðahreppi að fólk, sem kyndir með rafmagni eða heitu vatni, fái olíustyrk. Fullyröingar þar um eru út í bláinn," sagði Sigurður Sigurðsson, oddviti hreppsfélagsins, í samtali við blaðamann Mbl. í framhaldi af umræðum um olíustyrkjakerfið á Alþingi fyrir helgina. Þar sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra að fram- kvæmd útborgunar olíustyrkjanna væri „ólíðandi subbuskapur”, sem hann ætlaði að uppræta. Iðnaðarráðherra vitnaði í ræðu sinni á þingi til bréfs, sem hann hafði fengið frá Helgu Þórðardóttur á Mælifellsá í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði, þar sem fullyrt er að í hreppnum væri „fjöldi manns sem þægi olíustyrk en hitaði hús sín annað tveggja með rafmagni eða heitu vatni". Sigurður oddviti sagði í gær að þetta væri ekki rétt. „I hreppnum eru 66 lögbýli," sagði hann, „og þar af fá 30 býli olíustyrk núna. Um áramótin voru greiddir styrkir til 36 býla en um það leyti fengu tveir af þessum til sín heitt vatn, þrír tóku upp rafhitun og sá sjötti hætti að nota olíukynd- ingu í síðasta mánuði." Hann sagði að víst væru dæmi um það í hreppnum að fólk, sem mikið væri fjarverandi vegna vinnu sinnar eða veikinda, fengi áfram greidda olíustyrki enda væri farið að lögum og styrkirnir greiddir út eftir íbúaskrá. Ekki væri felldur niður styrkur þótt fólk væri ekki heima af óviðráð- anlegum orsökum. „Einn íbúi í hreppnum fær greiddan styrk á sitt lögbýli þótt hann sé til heim- ilis á næsta bæ — hann á rétt á styrknum engu að síður enda þarf að halda hita á húsum,“ sagði Sigurður. Við tvo bæi í hreppnum eru heitar laugar, „volgrur, önnur 30 stiga heit, hin 42 gráður, sem hægt er að nýta að hluta til að spara olíukyndinguna,“ sagði oddvitinn. „Á meðan menn hafa ekki algjörlega losað sig við olíu- kyndingu eiga þeir rétt á að fá styrkinn — sem er um 300 krón- ur á mánuði fyrir hvern íbúa. Kyndingarkostnaður er mjög hár — allt að eitt hundrað þúsund krónur á ári — en hæstu olíu- styrkir í hreppnum voru á síð- asta ári tæpar 15 þúsund krón- ur.“ Þá fækkaði um tiu manns í Lýtingsstaðahreppi. Sigurður ítrekaði að í hreppn- um væri farið að lögum í þessu sambandi. „Ég veit ekki alveg hvað Helga Þórðardóttir á við í bréfi sínu til ráðherrans," sagði hann. „Styrkjaskrárnar eru gerð- ar ársfjórðungslega og þá getur vissulega komið fyrir, að einhver fái olíustyrk í fáeinar vikur eftir að viðkomandi hefur fengið hita- veitu eða tekið upp rafhitun. Eins getur komið fyrir, þegar börn fæðast, að ekki sé greiddur fullur styrkur til fjölskyldunnar í einhverjar vikur en það er beinlínis út í bláinn að fullyrða, að fjöldi manns fái olíustyrk án þess að eiga rétt á honum.“ TRAFIC 4X4 mmrr m Atmmví ' --> Renault Trafic 4x4 í fyrsta sinn á íslandi. Bíll sem beðið hefur verið eftir hérlendis. Burðargeta: 1100 kg. Hentugur fyrir t.d. sveitarfélög, verktaka o.fl. Bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél. Komið og kynnið ykkur þennan bíl, hann býður upp á marga möguleika. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.