Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMfUDAGUR 9. MAÍ1985 Sparisjóðurinn í Keflavík: Stærsti spari- sjóður landsins SPARISJÖÐURINN í Keflavík var stærsti sparisjóður landsins á síðasta ári með innstæður er námu 726 milljónum kr., en það er annað árið í röð sem Sparisjóðurinn í Keflavík er stærstur sparisjóða. Aukning innstæða í Sparisjóðnum í Keflavík á sl. ári varð 37% miðað við árið á undan, sem er nokkru hærra en almennt gerðist á árinu. Næststærsti sparisjóðurinn var Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis með 614 milljónir kr. í innstæðum og varð aukning innstæða frá fyrra ári 30% en Sparisjóður Hafnarfjarðar var þriðji stærsti sparisjóðurinn með 560 milljóna kr. innstæður. Magnús Haraidsson skrifstofustjóri, Tómas Tómasson sparisjóðsstjóri og Geirmundur Kristinsson aðstoðarspari- sjóðsstjóri. Myndin er tekin í útibúinu Njarðvík. Þeir Tómas Tómasson spari- sjóðsstjóri, Geirmundur Kristins- son aðstoðarsparisjóðsstjóri og Magnús Haraldsson skrifstofu- stjóri kynntu fréttaritara Morg- unblaðsins rekstur Sparisjóðsins í Keflavík sl. ár. Það kom m.a. fram að eins og áður jókst umfang og velta Spari- sjóðsins allverulega umfram verð- bólgustig. Á hinn bóginn dró verulega úr verðbólgu á sl. ári miðað við árið á undan þó þyngt hafi nokkuö undir fæti aftur er líða tók á síðari hluta ársins. Af þessum sökum eru einstaka fjár- hagsstærðir eðlilega nokkru lægri nú en í árslok 1983, en á það fyrst og fremst við um vaxtatekjur og vaxtagjöld og niðurstöðutölur rekstrarreiknings. Viðmiðun milli ára er þó óraunhæf hvað þessa þætti varðar. Sú stefnubreyting sem varð í vaxtamálum á sl. ári hefur auð- vitað sett mjög svip sinn á starf- semi Sparisjóðsins eins og ann- arra innlánsstofnana. Samkeppni um sparifé landsmanna harðnaði í kjölfarið á auknu frelsi i vaxta- málum. Ný innlánsform voru tek- in upp, Sparisjóðurinn ásamt nokkrum sparisjóðum tók upp nýtt form innlána, „Trompreikn- ing“. Ávöxtunarkjör þessa reikn- ings eru með þeim hætti, að hann hlaut strax vinsældir, og veru- legur árangur náðist í samkeppni um innlánsfé. í árslok voru Trompreikningar orðnir 978 að tölu og innstæður 159,0 milljónir kr. Rekstrarafkoma Heildarrekstrartekjur Spari- sjóðsins voru á árinu 178,0 millj- ónir kr., svo sem niðurstöður rekstrarreiknings segja til um. Heildarvaxtatekjur voru 156,3 milljónir kr. og höfðu hækkað um 60,9 milljónir kr. eða 28%. Vaxta- tekjur og verðbætur af útlánum eru 120,7 milljónir kr. og höfðu hækkaö um 21,8% milljónir kr. frá fyrra ári, eða 15,3%. Vaxta- tekjur og verðbætur af fjármun- um í Seðlabanka urðu aðeins 35,6 milljónir kr. og höfðu stórlækkað frá fyrra ári, um 39,0 milljónir kr., eða um 52,3%. Þóknun, þjón- ustutekjur og ýmsar aðar tekjur voru 20,9 milljónir kr. og höfðu aukist um 92,7%. í heild lækkuðu tekjur um 28,5%. Heildarútgjöld á árinu fyrir utan afskriftir af fastafjármun- um og framlag til afskriftareikn- ings útlána eru 178,0 milljónir kr., eða nánast sama tala og heildar- tekjur. Vaxtagjöld og verðbætur af innstæðum voru 110,6 milljónir kr. og höfðu lækkað um 44,9 millj- ónir kr. eða um 28,9%. Vaxtagjöld í Seðlabanka voru 6,9 milljónir kr. og jukust um 4,2 milljónir kr. frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld voru 31,6 milljónir kr. og annar rekstr- arkostnaður 21,5 milljónir kr. Launakostnaður hækkaði frá fyrra ári um 54,8% en sjálf launin um 43,3%, og annar rekstrar- kostnaður um 33,7%. Launa- kostnaður er nú 16,9% af heild- argjöldum. Á árinu voru 79 starfsmönnum greidd laun, en starfsmannafjöldinn er 62. Af fastafjármunum eru afskrifaðar 6,7 milljónir kr. og er það 4,1 milljón kr. meira en á fyrra ári. Heildarútgjöld hafa lækkað um 12,5% frá fyrra ári. Niðurstaða rekstrarreiknings sýnir tap að upphæð 9,9 milljón- um kr. Gjaldfærsla v/verðbreytinga, framlag til afskriftareiknings út- lána og afskriftir af fastafjár- munum er 16,2 milljónir kr. Þróun inn- og útlána Heildarinnlán f Sparisjóðnum í árslok voru 726,4 milljónir kr. og höfðu þau aukist um 196,0 millj- ónir kr. frá fyrra ári, eða um 37%. Spariinnlán námu 572,4 milljón- um kr. en þar af voru innstæður á gjaldeyrisreikningum 8,9 milljón- ir kr. Hlutfallsleg aukning spari- innlána var 34%. Aukning velti- innlána varð hinsvegar 50,9 millj- ónir kr. eða 49,3%. Veruleg rýrn- un hefur orðið á verðtryggðum innlánsreikningum, eða sem nem- ur 19,2%. Síðari hluta ársins juk- ust þó innlán á þessa reikninga aftur, eða eftir að Trompreikn- ingarnir voru teknir upp hinn 12. október. Innlánsaukning í Sparisjóðnum var heldur meiri en meðalinnláns- aukning í banka- og sparisjóða- kerfinu, en hún varð 34,5%. Hlut- deild Sparisjóðsins i heildarinn- lánum þess kerfis er nú 3,42%. Heildarútlán voru i árslok 535,1 milljón kr. (afskriftareikningur, útlán ekki talin með) og höfðu þau aukist um 170,4 milljónir kr. eða AÐALFUNDUR Verkalýðsfclagsins Einingar á Akureyri var haldinn sunnudaginn 21. apríl sl. í frétt frá Einingu segir að i skýrslu formanns á fundinum hafi m.a. komið fram að á siðasta ári hafi mikil vinna farið í gerð nýrra kjarasamninga, útgáfu þeirra og daglegt eftirlit. Þá hafi verið gerð- ur fjöldi sérkjarasamninga við einstök fyrirtæki og stofnanir og vegna einstakra starfshópa auk aðalkjarasamnings. um 46,7%. Verðtryggð útlán eru enn sem árið áður stærsti einstaki útlánaþátturinn, þó verulegur samdráttur hafi orðið í þessum útlánaþætti, eða um 17,8%. Af- urða- og rekstrarlán til sjávarút- vegs- og fiskverkunarfyrirtækja hafa hins vegar aukist hlutfalls- lega langmest á árinu, eða úr 12,5 milljónum kr. í 54,3 milljónir kr. eða um 322,1%. Yfirdráttarlán og lán í formi almennra skuldabréfa hafa einnig aukist verulega. Staða við Seðla- banka íslands Bundnar innstæður i Seðla- Atvinnuleysi var talsvert á ár- inu og námu greiddar bætur til Einingarfélaga hátt í 20 milljónir króna. Dagpeningar og styrkir frá sjúkrasjóði félagsins voru 3,1 milljón króna. Á síðustu tveimur árum hefur verið unnið að framkvæmdum við byggingu nýs verkalýðshúss við Skipagötu 14 á Akureyri og munu öll verkalýðsfélög bæjarins hafa starfsemi þar í framtíðinni. Ein- ing hafði lagt til byggingar húss- ins samtals 15 milljónir króna. banka fslands i árslok 1984 voru 207,5 milljónir kr. og hafa þær aukist um 46,9 milljónir kr. eða um 29,2% frá árinu áður. Inn- stæða á viðskiptareikningi var 14,1 milljón kr. og á gjaldeyris- reikningi kr. 3,4 milljónir. Auk innstæða hjá Seðlabanka íslands eru skyldukvaðir t.d. hjá ríkissjóði og Framkvæmdasjóði 16,7 milljónir kr. Alls gerir bund- ið fé í Seðlabanka Islands og skuldbundin kaup rikisskulda- bréfa 242,9 milljónir kr. eða 33,5% af heildarinnlánsfé hjá Sparisjóðnum og er sama hlutfall og á árinu 1983. Eignastaðan Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings eru 914,5 milljónir kr. og er aukning um 44,1% frá 1983. Eigið fé Sparisjóðsins var í árslok 83,7 milljónir kr. (þ.e. eigið fé 77,8 milljónir kr. + afskriftareikningur útiána 5,9 milljónir kr.) og hafði aukist um 17,7%. Eiginfjárpró- senta, þ.e. eigið fé sem hlutfall af heildareign, er nú 9,15% og hefur lækkað verulega frá fyrra ári (var þá 11,21%) og er meginskýringar- innar auðvitað að leita í lakari afkomu. VISA ísland og viðskipti með erlendan gjaldeyri Um áramót voru korthafar hjá Sparisjóðnum 1108 talsins, en f banka- og sparisjóðakerfinu f heild 27.552. Veltuhlutfall Spari- Nokkur félög hafa þegar flutt í húsið og mun Eining líklega flytja starfsemi sína þangað nú um mánaðamótin. Aðalfélagar í Verkalýðsfélaginu Einingu eru nú 3.200 og hefur þeim fækkað um rúmlega 100 frá siðasta aðalfundi. Aukafélagar eru 646 og hefur þeim fækkað um yfir 200 frá í fyrra. Góð nýting var á orlofshúsum félagsins. Þá voru tvær ferðir farnar á vegum ferðanefndar, önnur um hálendið en hin á Snæ- sjóðsins í VISA-viðskiptum er 3,48%. Viðskipti við korthafa hafa gengið vel, en þó hefur því miður borið á vanskilum á síðustu mánuðum ársins. Viðskipti með gjaldeyri, sem hófust í ársbyrjun, þó í mjög takmörkuðum mæli, hafa gengið mjög vel og mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum Sparisjóðsins. Heildarinnstæða á gjaldeyris- reikningum í árslok var 8,9 millj- ónir kr. Af heildarinnlánum í spari- sjóðakerfinu í landinu, sem er kr. 3.836 milljónir kr., eru í Spari- sjóðnum i Keflavík um 19%, eða 726 milljónir kr. Af heildarsparifé Suðurnesjamanna i bönkum og sparisjóðum á Suðurnesjum, er Sparisjóðurinn í Keflavik, ásamt útibúunum Njarðvík og Garði, með um 55%, en heildarspariféð er 1.322 milljónir kr. Húsnæðisskortur háir starf- semi Sparisjóðsins i Keflavik, en starfsemin fer fram á þremur stöðum við Suðurgötuna. Að Tjarnargötu 12 stendur yfir bygg- ing fyrir Sparisjóðinn. Fram- kvæmdir voru stöðvaðar á sl. ári en framkvæmdum verður þokað áfram eftir því sem efni og ástæð- ur leyfa. 1 stjórn Sparisjóðsins i Kefla- vík eru: Jón H. Jónsson formaður, Jón Eysteinsson og Finnbogi Björnsson. Sparisjóðsstjórar eru Tómas Tómasson og Páll Jónsson og að- stoðarsparisjóðsstjóri Geirmund- ur Kristinsson. E.G. fellsnes. Að venju var farin eins dags ferð með aldraða félags- menn. I aðalstjórn félagsins eru Jón Helgason formaður, Sævar Frí- mannsson varaformaður, Úlfhild- ur Rögnvaldsdóttir ritari og Aðal- heiður Þorleifsdóttir gjaldkeri. Þau eru öll frá Akureyri. Með- stjórnendur eru Björn Snæ- björnsson, Akureyri, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Dalvik og Matthildur Sigurjónsdóttir, Hrís- ey. SparLsjóðurinn í Keflavík við Suðurgötu. HorgunblaðiA/E.G. Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar: Atvinnuleysisbætur til Einingar- félaga hátt í 20 millj. á sfðasta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.