Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 20

Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 20
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Getum við skilað lífríki hafsins aftur hluta þess er við frá því tökum? — eftir Karvel Ögmundsson Fyrir fimmtíu og fimm árum las ég ritgerð eftir hinn þjóðkunna fiskifræðing okkar Bjarna Sæ- mundsson. Þar lætur hann þess getið að um hrygningartíma þorskstofnanna væri oft nær kyrrstæður sjór á þilfari togar- anna er orsakaðist vegna tregs frárennslis af þilfari þegar slor bærist að grindum frárennslisopa (þ.e. linsparta) og dregur úr frá- rennsli þeirra. í þessum sjó safnast saman mergð af hrognum frá kvenfiski, albúin til frjógvunar og mikil mergð svilja frá karlfiski. Við slík skilyrði sé líklegt að mikil frjóvg- un eigi sér stað á þilfari skipanna og megi likja því við litla klakstöð í hverju skipi. Síðan er allt sem á þilfari er látið falla í skaut hafs- ins. Ég efast ekki um að þessi til- gáta hafi verið rétt hjá þessum gagnmerka fiskifræðingi. Með hliðsjón af þessu áliti hans mætti ætla að nokkurt jafnvægi hafi myndast á milli þess sem tekið væri úr skauti hafsins og þess nýja lífs er myndaðist við frjóvg- un á þilfari skipanna. Ég hef oft hugsað um hvort við gætum ekki greitt hafinu hluta þess er við tökum frá því, okkur til lífsbjargar. Hugmynd mín er eftirfarandi: Á öllum bátum sem stunda veið- ar með þorskanetum séu hafðir tankar byggðir úr harðplasti er rúmi 200 lítra. Þeir séu með sjálfvirkum lokum er opnist þegar tankurinn er orðinn fullur og lok- ist svo sjálfkrafa. Tankurinn sé staðsettur undir úrgreiðsluborði sem næst dráttarrúllu. Frá tank- „Ég hef oft hugsað um hvort við gætum ekki greitt hafinu hluta þess er við tökum frá því okkur til lífsbjargar.“ inum liggi renna undir úrgreiðslu- borði að lunningu og hér um bil þrjá til fjóra metra í átt að drátt- arspili eða út fyrir það. Mörg smá- göt, u.þ.b. 3/4 sm að stærð, séu boruð á úrgreiðsluborðin svo hrogn og svil ásamt sjó geti runn- — eftir Filippíu Kristjánsdóttur Það gladdi mig stóriega þegar ég var að fletta Morgunblaðinu fyrsta maí að sjá og iesa þar grein með mynd af listaverki til minn- ingar og heiðurs löngu látinnar prestsfrúar frá Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, Guðríðar Símon- ardóttur, eiginkonu trúarhetjunn- ar og skáldjöfurins Hallgríms Pét- urssonar, í tilefni þess að nú eru nær 350 ár liðin síðan hún kom aftur heim til íslands eftir níu ára dvöl í Alsír á Afríkuströnd, en þangað var hún færð til þrælkun- ar ásamt mörgum öðrum íslend- ingum eins og kunnugt er af sögn- um um hið illræmda og óguðlega Tyrkjarán. Getum við sett okkur í spor þessa fólks? Nei. Svo hræði- lega skelfilegt hefur þetta ástand verið. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um það, af því að þau ná skammt. Bókin Tyrkjaránið eftir Jón Helgason segir okkur nóg. Guðríður var ein af þeim ið ofan í rennuna og runnið eftir henni í tankinn. Rennan sé 5 sm djúp og 30 sm breið. Myndu þá hrognsvil og sjór er pressast úr fiskinum við þrýsting þann er myndast þá hann er inndreginn og úr netum greiddur renna í gegnum hin mörgu smáu göt á úrgreiðslu- brettinu í plastrennuna að um- ræddum plasttank og dveljast þar uns tankurinn er orðinn fullur. Það tímabil myndi nægja til þess að mergð hrogna frjóvgaðist. Sá tími sem tankurinn væri að fyllast yrði breytilegur eftir veðurfari og ágjöf. Einnig er nauðsynlegt að fiskurinn væri blóðgaður í ker með sjó í. Við það vinnst tvennt: 1. Blóðið fjarlægist betur úr fisk- óhamingjusömu, rifin frá ástvin- um, heimili og ættlandi og flutt til annars lands með framandi venj- um og siðum, og þótt hún hafi ef til vill notið einhverra fríðinda vegna glæsimennsku og kyntöfra hefur hjarta hennar verið kvalið af heimþrá, sorg og söknuði. Ánauðugt fólk er aldrei spurt um vilja þess eða líðan. Því er misboð- ið bæði á líkama og sái. Mér hefur alltaf fundist eitt- hvað nístandi kalt við nafnið „Tyrkja-Gudda“ og ósamboðið uppnefni af hennar eigin samlönd- um. Margt kynlegt og óverðugt hefur verið um hana sagt, án raka eða sannana. í mínum huga hefur hún verið hetja, mikilmenni. Get- ur nokkur ásakað hana fyrir ást hennar á unga kennaranum, landa hennar. Loksins þegar hún varð frjáls. Var þetta ekki bara eðlileg afleiðing samverustunda þeirra. Samruni tveggja sálna? Það er næsta undarlegt hvað þessi kona hefur alltaf haft mikil ítök í huga mínum, frá því að ég fór að íhuga inum þar sem þungi hans við þilfar stöðvar ekki blóðrennsl- ið. 2. Að hrogn og svil sameinast í þvottakerinu. Með hliðsjón af orðum Bjarna Sæmundssonar hef ég það mikla trú á að þessi hugmynd beri árangur og myndi jafnvægi á móti heima líf hennar og átakamikla storm- sveipa æfi hennar. Sennilega staf- ar það af því að mér finnst að hún hafi verið ranglega dæmd, þar sem um mál hennar hefur verið fjallað og séra Hallgrími hefur fremur verið vorkennt af sambúð- inni við hana. Hinn illræmdi sjúkdómur hans hefur verið þeim báðum kvöl, við þau skilyrði til hjúkrunar sem þá tiðkuðust, þau voru nánast engin. Hún hefur ver- ið talin mislynd og skapstór. Koma ekki afleiðingar margskon- ar þrenginga fram í skapgerð okkar? Hver líti í sinn eigin barm. Hvað trú hennar viðvíkur er ekki okkar að dæma. Við verðum öll að standa frammi fyrir hásæti hins réttláta dómara. Ég hefi nýlega flutt frumsamið kvæði um Guðríði Símonardóttur í Ríkisútvarpið. Þar leitast ég við að rétta hlut hennar eftir því sem andinn gaf mér að mæla. Listakonan Ragnhildur Stef- ánsdóttir á mikið þakklæti skilið og aðrir þeir er hlut eiga að máli Hún er aftur því sem við tökum úr djúpi hafs- ins, að ég ákvað að greiða að fullu úr eigin vasa, án endurgreiðslu, stofnkostnað á umræddum tækj- um í tvo báta til prufu, að fengnu samþykki skipstjóra og útgerð- armanna þeirra á netavertíð 1984 yfir hrygningartímabilið. Ég ræddi við tvo útgerðarmenn, fyrrverandi mikla aflamenn sem skipstjórar, þá Gunnlaug Karls- son útgerðarmann, eiganda ms. Vonarinar, Keflavík, og Óskar Ingibergsson, eiganda mb. Alberts Ólafssonar Keflavík. Þessir reyndu skipstjórar og útgerðar- menn höfðu mikla trú á hugmynd- inni og samþykktu strax að tækin væru sett í báta þeirra og formenn þeirra, Þórður Jhannesson skip- stjóri á ms. Voninni og Karl Óskarsson skipstjóri á mb. Albert Ólafssyni, tóku í sama streng. Fyrsta tækið var smíðað hjá Ág- ústi Guðjónssyni blikksmið og sett í ms. Vonina þrem vikum fyrir páska, í ms. Albert Ólafsson voru tækin látin um páska 1984. Þeir formenn aðrir sem ég hef rætt við hafa trú á þessu. Fullfrágenginn búnaður mundi kosta um tíu þús- und krónur á bát og endast án breytinga ár eftir ár. Sá búnaður vegna þeirra framkvæmda að koma því í verk að heiðra miningu Guðríðar með þessari höggmynd sem á að standa þar sem hún hafði búsetu þegar henni var rænt og flutt á brott til fjarlægrar heims- álfu. Hún er þá aftur komin heim. Höíundur er Hugrún skáldkona. Að hafa framtíðarsýn BBBBWWBBHB i l Þýsk frfmerki. Það fyrsta er gefið út í upphafi verðbólgunnar, að verðgildi 100 mörk, en hið síðasta 4 árum síðar, að verðgildi 10 milijarða marka. Á nokkrum þeirra hefur verið yfirprentað nýtt verðgildi, svo ört var hrun marksins. — eftir Margréti Þorvaldsdóttur Þegar farið er reglulega til inn- kaupa er flestum ljóst að verð- bólgan í landinu er „umtals-verð“. Það má merkja stöðugt hækkandi verðlag gagnstætt því sem spáð var þegar álagning á vöru og þjón- ustu var gefin frjáls. Frímerki þau sem hér fylgja eru sögulegur fjársjóður. Þau lýsa betur en orð fá gert verðbólgu- þróun sem leiddi til hruns í efna- hagslífi merkrar þjóðar. Það var á tímum Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi. Lýðveldið var stofnað í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri árið 1919 og ieið undir lok 4 árum síðar eða árið 1923 eftir algjört hrun efnahagslífsins. Svo verðlítið varð þýska markið í lok lýðveldis- tímabilsins, að hjólbörur þurfti undir peningaseðla til kaupa á fri- merki undir venjulegt sendibréf. Hrunið leiddi einnig af sér miklar hörmungar fyrir fólkið í landinu og voru afleiðingar þess að koma fram áratugum seinna. Stjórnleysi var þar ekki ein- göngu um að kenna, aðstæður voru næsta óeðlilegar í landinu þegar stjórn Weimar-lýðveldisins kom til valda árið 1919. Þjóðverjar höfðu misst 'á af landsvæðum sín- um í Evrópu þar sem bjuggu 6,5 millj. manna. Þeir höfðu misst ný- lendurnar og allar fjárfestingar og eignir erlendis, svo og verslun- „Vandinn er ekki ein- göngu á heröum stjórn- málamanna heldur landsmanna allra, allt veltur á því aö menn í ákafa dagsins — hafi framtíÖarsýn.“ arflota sinn og stóran hluta nátt- úruauðiinda landsins og við frið- arsamninga höfðu þeir einnig ver- ið dæmdir til að greiða ailan kostnað af erlendri hersetu. Þessu til viðbótar ríkti mikill stjórn- málaglundroði í landinu. í lok heimsstyrjaldarinnar hafði verðbólgan vaxið og var lánstraust hjá hlutlausum ríkjum svo til þrotið. Jafnhliða barátt- unni við verðbólguna þurfti stjórnin að vinna að uppbyggingu landsins, einnig var mikill mat- arskortur hjá þjóðinni. Við þessar aðstæður neyddist stjórnin til að selja gullforða landsins fyrir mat- væli, þar sem henni hafði ekki tek- ist að tryggja nægan gjaideyri með útflutningi iðnaðarvara. Þar sem stjórninni hafði ekki tekist að afla lánsfjár, hvorki inn- anlands eða utan, var gripið til þess ráðs að láta prenta peninga- seðla, en sú ráðstöfun olli hröðu gengisfalii á þýska markinu. Var svo komið árið 1923 að verð á doll- ara var skráð á 4 milljarða marka. Öðaverðbólgan eyddi bankainni- stæðum landsmanna, hún gerði tryggingafélög og mörg iðnfyrir- tæki gjaldþrota. Miklar hörmung- ar og niðurlæging fylgdi atvinnu- leysinu er kom í kjölfar gjaldþrota bæði fyrirtækja og heimila. Senni- lega hafa þýsku sjónvarpsþættirn- ir „Berlin Alexanderplatz", sem hér voru sýndir, lýst best ástand- inu eins og það var þar í landi á þessum tímum. Sjónvarpsþættirn- ir voru ekki aðeins listaverk Fass- binders, heldur raunsæismynd sem lýsti lífi fólks á niðurlæg- ingartímum. Þættir þessir voru byggðir á efni samnefndrar bókar eftir Alfred Döblin sem lýsir þjóð- félagsupplausn á tímum Weimar- lýðveldisins í Þýskalandi. Sem eftirmála má benda á, að það er álit margra sérfræðinga að þegar fjárhagsgrundvelli hafði verið kippt undan millistéttinni í landinu, hafi það gefið Hitler stjórnmálalegan meðbyr er hann bauð endurreisn metnaðar og þjóðarstolts og hagsæld fyrir þýsku þjóðina. Fyrir skömmu var greint frá því í fjölmiðlum að árið 1984 hafi er- lendar skuldir íslensku þjóðarinn- ar numið 43 milljörðum króna, það eru 43 þúsund milljónir króna. Þrátt fyrir 2Vi% aukningu í þjóð- arframleiðslu á síðasta ári, þá var viðskiptahalli vegna vöruinn- kaupa og vaxtabyrða af erlendum lánum 6% af þjóðarframleiðslu. Erlendar skuldir aukast og „verð- bólgan“ vex. „Sagan“ hefur haft tilhneigingu til endurtekninga þar sem tregða er við að læra af mistökum ann- ara. Hver framtíð okkar Islendinga verður veit enginn, en við væntum þess að stjórnmálamenn styrki viðleitni til uppbyggingar nýrra atvinnugreina sem eflt geta út- flutning til gjaldeyrisöflunar. Framtíð okkar sem frjálsrar þjóð- ar getur ráðist af því hvernig þar tekst til. Vandinn er ekki eingöngu á herðum stjórnmálamanna heldur landsmanna allra, allt veltur á því að menn í ákafa dagsins — hafi framtíðarsýn. Höfundur er búsmóðir í Reykjavík og befur skrifað greinar fyrir Morgunhlaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.