Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Álafoss-ævintýri Kristins Óiafssonar fulltrúa tollstjóra — eftir Eirík Guðnason Þar sem mér ofbuðu aðfarir og „vinnubrögð" við þetta skip, ekki einu sinni, heldur tvisvar, get ég eigi annað sem tollvörður í nær 43 ár en stungið niður penna vegna þessara „aðgerða*. Það var ekki fulltrúanum að þakka, að ekki yrði stórslys á mönnum þegar þyrlu-„afgreiðsl- an“ fór fram fyrir sunnan land. Hver hefði þá borið ábyrgð? Að mínu mati yfirmaður hans, toll- stjórinn 1 Reykjavík, því Kristinn er aðeins fulltrúi við Tollstjóra- embættið i Reykjavík. Nú, seinni „tollafgreiðslan". Hún er ennþá flestum í fersku minni, því ekki stóð á fullyrðing- um við fjölmiðla (sjónvarp og út- varp). Fyrir 15 til 20 árum hefði enginn yfirmaður í Tollgæslunni gert annað eins, og að „leik“ lokn- um látið „ljós“ sitt skína, studdur getgátum. Ef óþarfa töf á skipinu hefur kostað a.m.k. 10 þúsund dali sól- arhringurinn, hvílir mikil ábyrgð á tollstjóranum, yfirmanni hans, auk þeirrar litilsvirðingar sem Eimskipi og áhöfn er sýnd. Um spólurnar sem „rak“ á land á Skipaskaga. Það ku ekki vera náttúrulegar forsendur fyrir svona reka úr Kollafirði á Akra- nes vegna sjávarstrauma. Að lokum læt ég hér fylgja mynd tekna fyrir nokkrum árum, hún talar sínu máli. Þarna þurfti ekki að halda skipi eða áhöfn um lengri tíma á ytri höfninni, ekki heldur hlaupið í fjölmiðla og áhöfnin gat farið til sinna heima að lokinni venjulegri tollaf- greiðslu. Ég skrifa þetta í þeirri von, að svona aðfarir og framkoma endur- taki sig ekki, og að tollstjórinn hafi taumhald á þessum undir- manni sínum. Komið fram við aðra eins og þið viljið að komið sé fram við ykkur, var haft að einkunnarorðum í Tollgæslunni fyrir 40 árum og stendur það fyrir sínu enn þann dag í dag. Höíundur er tollvaröntjóri í Reykjavík. Selfoss: 126 heiðraðir fyrir öruggan akstur Helfaam, 3. mmí. KLÚBBURINN Öruggur akstur í Árnessýshi hélt aðalfund sinn hér á Seifo88Í í gær, 2. maí. Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir 5, 10, 20 og 30 ára öruggan akstur, alls 126 manns. Á fundinum fluttu erindi óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði og Erling Gunnlaugsson, bifreiðaeft- irlitsmaður. 1 máli Óla kom fram að á hverj- um mánuði eru teknir um 200 öku- menn fyrir meinta ölvun við akst- Leiksýning í Stykkishólmi Stykkábólmi. 2. mai. í GÆRKVÖLDI kom leikhópur úr Grundarfirði til Stykkishólms og sýndi í félagsheimilinu hér leikrit- ið Uppgjörið eftir Inga Hans Jónsson, Grundarfirði. Var leikritið vel sótt og létu áhorfendur vel yfir bæði leikritínu og frammistöðu leikfólksins. Árn ur, um 2500 manns á ári. 75% þeirra sagði óli að væru fyrir ofan efri mörk og ækju því vísvitandi fullir. Á sl. ári voru 132 ökumenn teknir ölvaðir í Árnessýslu. Erling ræddi um hraðatak- markanir 1 þéttbýli og minntist m.a. á það hvernig takmarka mætti hraða bifreiða sem koma austan að kaupstaðnum, en hraði bifreiða sem koma úr austri er nokkuð mikill vestur allan Aust- urveg. Þegar þetta kom til umræðu benti einn viðstaddra á að líklega væri besta aðferðin til að tak- marka hraðann sú að lögreglan gerðist mikilvirk austan við kaup- staðinn og sektaði hraðabrjótana. Slíkt væri fljótt að spyrjast út. Verðlaunaveitingar klúbbanna eru sérstæður og jákvæður þáttur í starfi þeirra, áþreifanlegt vitni þess að tryggingaféiagið metur góðan akstur tryggingatakans. Þeir sem höfðu ekið tjónlaust í 5 ár fengu skírteini, 10 ára menn fengu sjúkrakassa í bílinn og þeir sem ekið höfðu tjónlaust í 20 og 30 ár t’engu slökkvitæki til að hafr. : bílnum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MARY HOLLAND Margaret Thatcher og Garret Fitzgerald eftir einn fund þeirra. Ný von á N-írlandi Komið hefur verið fyrir áróðursspjaldi á Norður-írlandi með frægu vígorði úr stríðinu, „ógætilegt tal getur kostað manns- líf“. Sambandsflokkur mótmæl- enda setti upp þetta spjald, sem visar til viðræðna ríkisstjórna Bretlands og írska lýðveldisins síðustu mánuði um leiðir til að binda endi á deilumálin 1 hérað- inu. Margir telja þessar viðræður og gott samkomulag, sem virðist hafa tekizt með forsætisráðherr- unum Margaret Thatcher og Garrett FitzGerald, með því jákvæðasta, sem gerzt hefur á Norður-írlandi. Öðrum finnst fundirnir jaðra við samsæri, einkum leiðtogum Sambandsflokksins, sem telja að stjórninni í Dyflinni komi mál- efni Norður-Irlands ekkert við. Þeir segja að írska stjórnin og írski lýðveldisherinn (IRA) stefni að sama marki, samein- ingu írlands; aðeins aðferðirnar séu ólíkar. Viðræður Thatchers við FitzGerald séu skæruliðum hvatning. Menn eins og Enoch Powell segja að viðræðurnar séu liður 1 framtíðaráætlun um hægfara sameiningu og að þessu sé unnið vegna hrossakaupa við Banda- ríkin, sem vilji írland í NATO. Brezku stjórnina og þá írsku greinir nú orðið lítið á um skilgreiningar á undirrótum vandans. Með því markverðasta, sem hefur gerzt síðustu tólf mánuði, er að bilið milli sjón- armiða þeirra hefur minnkað. Meiri ágreiningur ríkir um úr- ræði til að leysa deilumálin. Báðar stjórnirnar vilja upp- ræta ofbeldið. Þær vilja sigra Provisional-arm IRA, sem oft hefur sannað hæfni sina til að færa vettvang hryðjuverka sinna til lýðveldisins og brezka meginlandsins. Báðar stjórnirnar viðurkenna nú að styrkur Provisional- armsins stafar af því að kaþólsk- ir menn og mótmælendur ríg- halda í að því er virðist ósættan- leg sjónarmið. Meirihluti mótmælenda telur sig Breta. Kaþólskir menn telja sig fra og líta til Dyflinnar í von um vernd. Vandi Thatchers og FitzGeralds er í því fólginn að finna stjórnarform, sem leyfi þessum andstæðu hollustusjón- armiðum að koma fram og tryggi frið og jafnvægi. Báðar stjórnirnir hafa teygt sig langt til að viðurkenna þessi meginatriði. Fyrir aðeins fjórum árum sagði Thatcher að Norð- ur-frland væri „eins brezkt og Finchley". frskar ríkisstjórnir hafa ekki síður einfaldaö málin. Undirrót alls vandans vær nærvera Bretfi á Norður-írlandi. Færu Bretar hyrfu landamærin og mótmæl- endur sæju að þeir ættu heima á sameinuðu frlandi. Stjórnin í Dyflinni varð fyrri til að breyta afstöðu sinni. Það gerðist í maí í fyrra, þegar nefnd skipuð fulltrúum allra flokka og stærsta flokks kaþólskra á Norður-frlandi skilaði skýrslu, þar sem reynt var að endur- skilgreina írsk þjóðernismark- mið, sem höfðu verið óumdeild síðan 1920. f þessari svokallaðri Forum- skýrslu voru mörg augljós póli- tísk sannindi endurtekin og skuldinni skellt á Breta. Margir stjórnmálamenn í Bretlandi tóku hana ekki hátíðlega. En á írlandi og í öðrum löndum virt- ist mönnum að skýrslan markaði þáttaskil. f fyrsta skipti hafði írska ríkið viðurkennt opinberlega að mót- mælendur í Ulster væru Bretar og taka yrði tillit til þess í hvers konar samkomulagi um frland. Þáverandi Norður-lrlands- málaráðherra Breta, James Prior, sá að skýrsluna mætti nota til að finna leið út úr ógöng- unum. Ef írska stjórnin væri reiðubúin að viðurkenna að meirihluti mótmælenda væri brezkur yrðu Bretar að viður- kenna að kaþólski minnihlutinn væri írskur. Hann taldi að bezta samkomulagsleiðin væri að koma á miklu nánari tengslum við stjórnina í Dyflinni og jafn- vel ganga svo langt að veita henni nokkur áhrif á stjórn hér- aðsins. Erfitt var að sannfæra fhalds- flokkinn og leiðtoga hans um að Forum-skýrslan væri mikilvægt tímamótaskref. Frú Thatcher hefur alltaf staðið fast á brezk- um yfirráðum. Konan, sem sendi flota til að verja Falklandseyjar, hefði varla samúð með tillögu um að erlend ríkisstjórn hefði áhrif á stjórn brezks héraðs. Hún studdi Sambandsflokkinn eindregið og þar að auki mæltu mikilvæg pólitísk rök gegn því að hún blandaði sér um of í írsku málin. Víst mátti telja að mót- mælendur á Norður-frlandi mundu leggjast gegn öllum til- raunum til að koma á náinni samvinnu við stjórnina í Dyfl- inni, nema í öryggismálum. Sama var að segja um vissa hópa í íhaldsflokknum. Einu gilti hvað brezkir stjórnmálamenn reyndu að gera á Norður-írlandi: flest virtist dæmt til að espa öfgamenn deiluaðila og fáar innanlandsástæður mæltu meö þv : aö reyna. Almenn ', var, oj; er, talið að „engin atkvæði" sé að fá á frlandi. Hvaða breytingar hafa þá orð- ið til þess að Thatcher og nokkr- ir ráðherrar hennar eru fúsari að kanna möguleika á samkomu- lagi við stjórnina í Dyflinni? í fyrsta lagi ríkir pólitískt jafnvægi beggja vegna frlands- hafs. í fyrsta skipti hefur for- sætisráðherrum landanna gefizt tóm til að vinna saman án þess að óviðkomandi mál dreifi at- hygli þeirra, t.d. kosningar, Falklandseyjadeila, mótmæla- svelti eða vinnudeilur. Brezkir embættismenn leggja áherzlu á að FitzGerald virðist hafa tekizt að vinna bug á tor- tryggni frú Thatchers 1 garð alls þess sem írskt er. Ástæðan er m.a. hófsemi FitzGeralds í deil- unum um Norður-írland. Hún dáist að harðri afstöðu hans gegn IRA, sem kom í ljós þegar stjórnin í Dyflinni lagði nýlega hald á rúmlega eina milljón punda í eigu Provisional- armsins og töluvert magn her- gagna. FitzGerald hefur líka þann kost í augum frú Thatcher að hann er ekki Charles Haughey, fyrirrennari hans, sem var svo hvatvís að leggjast gegn refsiað- gerðum Evrópubandalagsins (EB) gegn Argentínu í Falk- landseyjadeilunni. í nýlegum viðræðum mun hún hafa sagt embættismönnum sínum að þeir yrðu að gæta hagsmuna Fitz- Geralds, því að ella yrði hún að fást við „hinn manninn". Utanaðkomandi þrýstingur hefur einnig komið til. Þing EB hefur birt skýrslu um N-írland, þar sem ríkisstjórnirnar eru hvattar til að vinna saman að lausn. Meira máli skiptir margs konar þrýstingur frá Bandaríkj- unum. Þaðan hefur IRA fengið fé og mikið magn hergagna. Mik- ill áhugi er á frlandsmálinu í báðum flokkum. Fyrrum var frland talið „einkaeign" demókrata. Þegar Thatcher ávarpaði báðar deildir Bandaríkjaþings nýlega minnt- ist hún á frland vegna þrásækni forseta fulltrúadeildarinnar, „Tip“ O’Neill. Reagan hefur lagt áherzlu á að lýsa yfir stuðningi við stefnu írsku stjórnarinnar opinberlega og í einkaviðræðum við frú Thatcher. Nýlega gaf forsetinn í skyn að Bandaríkjamenn mundu veita N-írlandi mikla aðstoð, ef brezka og írska stjórnin næðu samkomulagi um framtíð hér- aðsins. Greinarhöíundur er írlandsfrétta ritari Observer. Stytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.