Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 48

Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Álafoss-ævintýri Kristins Óiafssonar fulltrúa tollstjóra — eftir Eirík Guðnason Þar sem mér ofbuðu aðfarir og „vinnubrögð" við þetta skip, ekki einu sinni, heldur tvisvar, get ég eigi annað sem tollvörður í nær 43 ár en stungið niður penna vegna þessara „aðgerða*. Það var ekki fulltrúanum að þakka, að ekki yrði stórslys á mönnum þegar þyrlu-„afgreiðsl- an“ fór fram fyrir sunnan land. Hver hefði þá borið ábyrgð? Að mínu mati yfirmaður hans, toll- stjórinn 1 Reykjavík, því Kristinn er aðeins fulltrúi við Tollstjóra- embættið i Reykjavík. Nú, seinni „tollafgreiðslan". Hún er ennþá flestum í fersku minni, því ekki stóð á fullyrðing- um við fjölmiðla (sjónvarp og út- varp). Fyrir 15 til 20 árum hefði enginn yfirmaður í Tollgæslunni gert annað eins, og að „leik“ lokn- um látið „ljós“ sitt skína, studdur getgátum. Ef óþarfa töf á skipinu hefur kostað a.m.k. 10 þúsund dali sól- arhringurinn, hvílir mikil ábyrgð á tollstjóranum, yfirmanni hans, auk þeirrar litilsvirðingar sem Eimskipi og áhöfn er sýnd. Um spólurnar sem „rak“ á land á Skipaskaga. Það ku ekki vera náttúrulegar forsendur fyrir svona reka úr Kollafirði á Akra- nes vegna sjávarstrauma. Að lokum læt ég hér fylgja mynd tekna fyrir nokkrum árum, hún talar sínu máli. Þarna þurfti ekki að halda skipi eða áhöfn um lengri tíma á ytri höfninni, ekki heldur hlaupið í fjölmiðla og áhöfnin gat farið til sinna heima að lokinni venjulegri tollaf- greiðslu. Ég skrifa þetta í þeirri von, að svona aðfarir og framkoma endur- taki sig ekki, og að tollstjórinn hafi taumhald á þessum undir- manni sínum. Komið fram við aðra eins og þið viljið að komið sé fram við ykkur, var haft að einkunnarorðum í Tollgæslunni fyrir 40 árum og stendur það fyrir sínu enn þann dag í dag. Höíundur er tollvaröntjóri í Reykjavík. Selfoss: 126 heiðraðir fyrir öruggan akstur Helfaam, 3. mmí. KLÚBBURINN Öruggur akstur í Árnessýshi hélt aðalfund sinn hér á Seifo88Í í gær, 2. maí. Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir 5, 10, 20 og 30 ára öruggan akstur, alls 126 manns. Á fundinum fluttu erindi óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði og Erling Gunnlaugsson, bifreiðaeft- irlitsmaður. 1 máli Óla kom fram að á hverj- um mánuði eru teknir um 200 öku- menn fyrir meinta ölvun við akst- Leiksýning í Stykkishólmi Stykkábólmi. 2. mai. í GÆRKVÖLDI kom leikhópur úr Grundarfirði til Stykkishólms og sýndi í félagsheimilinu hér leikrit- ið Uppgjörið eftir Inga Hans Jónsson, Grundarfirði. Var leikritið vel sótt og létu áhorfendur vel yfir bæði leikritínu og frammistöðu leikfólksins. Árn ur, um 2500 manns á ári. 75% þeirra sagði óli að væru fyrir ofan efri mörk og ækju því vísvitandi fullir. Á sl. ári voru 132 ökumenn teknir ölvaðir í Árnessýslu. Erling ræddi um hraðatak- markanir 1 þéttbýli og minntist m.a. á það hvernig takmarka mætti hraða bifreiða sem koma austan að kaupstaðnum, en hraði bifreiða sem koma úr austri er nokkuð mikill vestur allan Aust- urveg. Þegar þetta kom til umræðu benti einn viðstaddra á að líklega væri besta aðferðin til að tak- marka hraðann sú að lögreglan gerðist mikilvirk austan við kaup- staðinn og sektaði hraðabrjótana. Slíkt væri fljótt að spyrjast út. Verðlaunaveitingar klúbbanna eru sérstæður og jákvæður þáttur í starfi þeirra, áþreifanlegt vitni þess að tryggingaféiagið metur góðan akstur tryggingatakans. Þeir sem höfðu ekið tjónlaust í 5 ár fengu skírteini, 10 ára menn fengu sjúkrakassa í bílinn og þeir sem ekið höfðu tjónlaust í 20 og 30 ár t’engu slökkvitæki til að hafr. : bílnum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MARY HOLLAND Margaret Thatcher og Garret Fitzgerald eftir einn fund þeirra. Ný von á N-írlandi Komið hefur verið fyrir áróðursspjaldi á Norður-írlandi með frægu vígorði úr stríðinu, „ógætilegt tal getur kostað manns- líf“. Sambandsflokkur mótmæl- enda setti upp þetta spjald, sem visar til viðræðna ríkisstjórna Bretlands og írska lýðveldisins síðustu mánuði um leiðir til að binda endi á deilumálin 1 hérað- inu. Margir telja þessar viðræður og gott samkomulag, sem virðist hafa tekizt með forsætisráðherr- unum Margaret Thatcher og Garrett FitzGerald, með því jákvæðasta, sem gerzt hefur á Norður-írlandi. Öðrum finnst fundirnir jaðra við samsæri, einkum leiðtogum Sambandsflokksins, sem telja að stjórninni í Dyflinni komi mál- efni Norður-Irlands ekkert við. Þeir segja að írska stjórnin og írski lýðveldisherinn (IRA) stefni að sama marki, samein- ingu írlands; aðeins aðferðirnar séu ólíkar. Viðræður Thatchers við FitzGerald séu skæruliðum hvatning. Menn eins og Enoch Powell segja að viðræðurnar séu liður 1 framtíðaráætlun um hægfara sameiningu og að þessu sé unnið vegna hrossakaupa við Banda- ríkin, sem vilji írland í NATO. Brezku stjórnina og þá írsku greinir nú orðið lítið á um skilgreiningar á undirrótum vandans. Með því markverðasta, sem hefur gerzt síðustu tólf mánuði, er að bilið milli sjón- armiða þeirra hefur minnkað. Meiri ágreiningur ríkir um úr- ræði til að leysa deilumálin. Báðar stjórnirnar vilja upp- ræta ofbeldið. Þær vilja sigra Provisional-arm IRA, sem oft hefur sannað hæfni sina til að færa vettvang hryðjuverka sinna til lýðveldisins og brezka meginlandsins. Báðar stjórnirnar viðurkenna nú að styrkur Provisional- armsins stafar af því að kaþólsk- ir menn og mótmælendur ríg- halda í að því er virðist ósættan- leg sjónarmið. Meirihluti mótmælenda telur sig Breta. Kaþólskir menn telja sig fra og líta til Dyflinnar í von um vernd. Vandi Thatchers og FitzGeralds er í því fólginn að finna stjórnarform, sem leyfi þessum andstæðu hollustusjón- armiðum að koma fram og tryggi frið og jafnvægi. Báðar stjórnirnir hafa teygt sig langt til að viðurkenna þessi meginatriði. Fyrir aðeins fjórum árum sagði Thatcher að Norð- ur-frland væri „eins brezkt og Finchley". frskar ríkisstjórnir hafa ekki síður einfaldaö málin. Undirrót alls vandans vær nærvera Bretfi á Norður-írlandi. Færu Bretar hyrfu landamærin og mótmæl- endur sæju að þeir ættu heima á sameinuðu frlandi. Stjórnin í Dyflinni varð fyrri til að breyta afstöðu sinni. Það gerðist í maí í fyrra, þegar nefnd skipuð fulltrúum allra flokka og stærsta flokks kaþólskra á Norður-frlandi skilaði skýrslu, þar sem reynt var að endur- skilgreina írsk þjóðernismark- mið, sem höfðu verið óumdeild síðan 1920. f þessari svokallaðri Forum- skýrslu voru mörg augljós póli- tísk sannindi endurtekin og skuldinni skellt á Breta. Margir stjórnmálamenn í Bretlandi tóku hana ekki hátíðlega. En á írlandi og í öðrum löndum virt- ist mönnum að skýrslan markaði þáttaskil. f fyrsta skipti hafði írska ríkið viðurkennt opinberlega að mót- mælendur í Ulster væru Bretar og taka yrði tillit til þess í hvers konar samkomulagi um frland. Þáverandi Norður-lrlands- málaráðherra Breta, James Prior, sá að skýrsluna mætti nota til að finna leið út úr ógöng- unum. Ef írska stjórnin væri reiðubúin að viðurkenna að meirihluti mótmælenda væri brezkur yrðu Bretar að viður- kenna að kaþólski minnihlutinn væri írskur. Hann taldi að bezta samkomulagsleiðin væri að koma á miklu nánari tengslum við stjórnina í Dyflinni og jafn- vel ganga svo langt að veita henni nokkur áhrif á stjórn hér- aðsins. Erfitt var að sannfæra fhalds- flokkinn og leiðtoga hans um að Forum-skýrslan væri mikilvægt tímamótaskref. Frú Thatcher hefur alltaf staðið fast á brezk- um yfirráðum. Konan, sem sendi flota til að verja Falklandseyjar, hefði varla samúð með tillögu um að erlend ríkisstjórn hefði áhrif á stjórn brezks héraðs. Hún studdi Sambandsflokkinn eindregið og þar að auki mæltu mikilvæg pólitísk rök gegn því að hún blandaði sér um of í írsku málin. Víst mátti telja að mót- mælendur á Norður-frlandi mundu leggjast gegn öllum til- raunum til að koma á náinni samvinnu við stjórnina í Dyfl- inni, nema í öryggismálum. Sama var að segja um vissa hópa í íhaldsflokknum. Einu gilti hvað brezkir stjórnmálamenn reyndu að gera á Norður-írlandi: flest virtist dæmt til að espa öfgamenn deiluaðila og fáar innanlandsástæður mæltu meö þv : aö reyna. Almenn ', var, oj; er, talið að „engin atkvæði" sé að fá á frlandi. Hvaða breytingar hafa þá orð- ið til þess að Thatcher og nokkr- ir ráðherrar hennar eru fúsari að kanna möguleika á samkomu- lagi við stjórnina í Dyflinni? í fyrsta lagi ríkir pólitískt jafnvægi beggja vegna frlands- hafs. í fyrsta skipti hefur for- sætisráðherrum landanna gefizt tóm til að vinna saman án þess að óviðkomandi mál dreifi at- hygli þeirra, t.d. kosningar, Falklandseyjadeila, mótmæla- svelti eða vinnudeilur. Brezkir embættismenn leggja áherzlu á að FitzGerald virðist hafa tekizt að vinna bug á tor- tryggni frú Thatchers 1 garð alls þess sem írskt er. Ástæðan er m.a. hófsemi FitzGeralds í deil- unum um Norður-írland. Hún dáist að harðri afstöðu hans gegn IRA, sem kom í ljós þegar stjórnin í Dyflinni lagði nýlega hald á rúmlega eina milljón punda í eigu Provisional- armsins og töluvert magn her- gagna. FitzGerald hefur líka þann kost í augum frú Thatcher að hann er ekki Charles Haughey, fyrirrennari hans, sem var svo hvatvís að leggjast gegn refsiað- gerðum Evrópubandalagsins (EB) gegn Argentínu í Falk- landseyjadeilunni. í nýlegum viðræðum mun hún hafa sagt embættismönnum sínum að þeir yrðu að gæta hagsmuna Fitz- Geralds, því að ella yrði hún að fást við „hinn manninn". Utanaðkomandi þrýstingur hefur einnig komið til. Þing EB hefur birt skýrslu um N-írland, þar sem ríkisstjórnirnar eru hvattar til að vinna saman að lausn. Meira máli skiptir margs konar þrýstingur frá Bandaríkj- unum. Þaðan hefur IRA fengið fé og mikið magn hergagna. Mik- ill áhugi er á frlandsmálinu í báðum flokkum. Fyrrum var frland talið „einkaeign" demókrata. Þegar Thatcher ávarpaði báðar deildir Bandaríkjaþings nýlega minnt- ist hún á frland vegna þrásækni forseta fulltrúadeildarinnar, „Tip“ O’Neill. Reagan hefur lagt áherzlu á að lýsa yfir stuðningi við stefnu írsku stjórnarinnar opinberlega og í einkaviðræðum við frú Thatcher. Nýlega gaf forsetinn í skyn að Bandaríkjamenn mundu veita N-írlandi mikla aðstoð, ef brezka og írska stjórnin næðu samkomulagi um framtíð hér- aðsins. Greinarhöíundur er írlandsfrétta ritari Observer. Stytt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.