Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985
15
Ný herrafata-
verzlun á Akureyri
MorgunblaÖið/Agnes
Erling Aðalsteinsson eigandi Herrabúðarinnar (til vinstri) og starfsmaður
hans, Kuðmundur Stefánsson, í versluninni daginn sem hún var opnuð, þ.e.
þann 4. þessa mánaðar.
Ný herrafataverzlun, Herrabúðin
á Akureyri, var opnuð sl. laugardag,
og er verzlunin til húsa í Hafnar-
strsti 92. Það er Erling Aðalsteins-
son klæðskeri sem er eigandi verzl-
unarinnar.
Erling sagði í stuttu spjalli við
blm. Mbl. að hann myndi leggja
áherslu á almennan karlmanna-
fatnað, hann yrði með þjónustu
með sérsaum og fatabreytingum.
Helstu vörumerki hjá honum í
karlmannafatnaði yrðu Van gils
og Valbe Hansen og í skyrtum
Goldress og Melka.
„Meginmarkmiðið hjá mér verð-
ur að vera með allan almennan
herrafatnað og vera með þjónustu
þar að lútandi," sagði Erling.
„Einkum hyggst ég leggja áherslu
á stærðir fyrir utan hið hefð-
bundna númerakerfi, og þar á ég
við stærðir fyrir þrekna menn,
hærri menn og lægri menn. Það er
skortur á slíkri þjónustu hér i
bæ.“
Aðspurður hvort hann ætti von
á harðri samkeppni, sagði Erling:
„Já, ég geri ráð fyrir harðri sam-
keppni, en hún er bara af því góða.
Þeim mun meiri samkeppni, þeim
mun betri þjónusta — það er bara
betra fyrir viðskiptavininn."
Miklar umbætur hafa átt sér
stað á húsnæði því sem Herrabúð-
in er til húsa í, og er það Trésmiðj-
an Ýmir sem annast hefur smíði
innréttinganna, sem eru einkar
smekklegar. Hörður Gíslason tré-
smíðameistari sá hins vegar um
frágang á húsnæðinu.
Morgunblaðiö/Agnes
Hafnarstrsti 92, þar sem Herrabúðin er til húsa. Verslunin er í eystri enda
hússins.
Karlakór Kaupmannahafnar tekur lagið.
Kaupmannahöfn:
Fréttabréf úr Jónshúsi
JAnskúsi. 30. Mrfl.
SUMARDAGURINN fyrsti var hald-
inn hátíðlegur meðal landa hér með
íslenzkum mat og góðum söng. Sns-
ddu margir svið hjá Bergljót og Arf-
eg í félagsheimilinu, sem nú hafa
séð um veitingarnar þar í hálft ann-
að ár af miklum myndarskap.
Sönginn annaðist hinn nýstofn-
aði Karlakór Kaupmannahafnar
og eru það félagar úr Kirkjukór
íslendinga í Kaupmannahöfn, sem
tóku sig saman um að æfa nokkur
létt lög undir stjórn Kristjönu Þ.
Ásgeirsdóttur, tónlistarkennara.
Karlakórinn hefur þegar skemmt
nokkrum sinnum á stuttum ferli
sínum. Fyrst á árshátíðum kirkju-
kórsins og námsmannafélagsins,
þá á sumardaginn fyrsta og loks
fyrir norræna gesti sl. laugardag.
Þá söng Magnús Jónsson einsöng
með kórnum við hinar beztu und-
irtektir.
Helga Bachmann, leikkona, fór
nýlega í leikför til Norðurlanda
með einleikinn um Gertrude Stein.
Fyrst lék hún í Stokkhólmi, þá
Gautaborg og svo í Lundi. Voru
tvær sýningar hér í Jónshúsi, önn-
ur sl. föstudagskvöld og hin eftir
messu 28. apríl. Voru báðar sýn-
ingarnar vel sóttar og bárust
leikkonunni blóm í lok þeirra
beggja. Var hrifning áhorfenda
mikil og tókst frábærlega vel til,
þótt ekkert svið sé í félagsheimil-
inu. Færði einn leikhúsgesta
leikkonunni þakkir fyrir komuna.
Sl. laugardag gekkst Kaup-
mannahafnardeild Norræna fé-
lagsins fyrir samkomu til að
kynna íslenzkan mat fyrir félög-
um sínum og meðlimum annarra
norrænna félaga hér í borg. Var
margs konar íslenzkur matur á
boðstólum, sviðasulta, kæfa, harð-
fiskur og hangikjöt svo að nokkuð
sé nefnt og flutti undirrituð erindi
um íslenzkar matarvenjur, eink-
um fyrr á tíð. Er í ráði og hafa
finnskan mat í boði á sama hátt í
haust hér í félagsheimilinu.
Listaverkasýning Magnúsar
Magnússonar frá Akranesi fer nú
senn að ljúka. Magnús er 27 ára og
er hér nemandi í tækniskóla og
hefur lítt fengist við listsköpun
fyrr. Eru 2 mynda hans olíumál-
verk, 2 unnar úr svampi og nokkr-
ar með sprayi. Er sýningin mjög
sérstæð. Víkur hún fyrir fjöl-
breyttri sýningu ellefu íslenzkra
kvenna, sem verður opnuð sunnu-
daginn 5. maí.
Þann sunnudag er íslenzk guðs-
þjónusta í Klausturkirkjunni í
Álaborg, en þar og á Norður-
Jótlandi eru nú orðið um tvö
hundruð íslendingar. Þá verður
skemmtun fyrir eldra fólkið eftir
messu hér í Höfn á annan í hvíta-
sunnu, en á hvítasunnudag er
ferming í Malmö eins og undan-
farin ár. íslenzk fermingarguðs-
þjónusta verður nú fyrsta sinni í
Gautaborg hinn 7. júlí og fer fram
í Norsku sjómannakirkjunni.
G.L.Áw.
Kristjana, stjórnandi Karlakórsins, og Magnús, einsöngvari.
Viö höfum fengið takmarkaö magn AP bílasíma á sér-
lega hagstæöu veröi frá verksmiðju. Lækkunin er hvorki
meira né minna en rúmar 16 þúsund krónur og veröur
aðeins á þessari einu sendingu.
Nú er vertíöin framundan jafnt hjá vinnuvéla- og sumar-
bústaðaeigendum og þess vegna hárréttur tími til aö
huga aö bílasíma.
Heimilistækl hf
SÆTÚNI8-S: 27500
1AKMARKAÐ MAGN
AF AP BÍLASÍMUM
Á 56.950 KR. STGR.