Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 15 Ný herrafata- verzlun á Akureyri MorgunblaÖið/Agnes Erling Aðalsteinsson eigandi Herrabúðarinnar (til vinstri) og starfsmaður hans, Kuðmundur Stefánsson, í versluninni daginn sem hún var opnuð, þ.e. þann 4. þessa mánaðar. Ný herrafataverzlun, Herrabúðin á Akureyri, var opnuð sl. laugardag, og er verzlunin til húsa í Hafnar- strsti 92. Það er Erling Aðalsteins- son klæðskeri sem er eigandi verzl- unarinnar. Erling sagði í stuttu spjalli við blm. Mbl. að hann myndi leggja áherslu á almennan karlmanna- fatnað, hann yrði með þjónustu með sérsaum og fatabreytingum. Helstu vörumerki hjá honum í karlmannafatnaði yrðu Van gils og Valbe Hansen og í skyrtum Goldress og Melka. „Meginmarkmiðið hjá mér verð- ur að vera með allan almennan herrafatnað og vera með þjónustu þar að lútandi," sagði Erling. „Einkum hyggst ég leggja áherslu á stærðir fyrir utan hið hefð- bundna númerakerfi, og þar á ég við stærðir fyrir þrekna menn, hærri menn og lægri menn. Það er skortur á slíkri þjónustu hér i bæ.“ Aðspurður hvort hann ætti von á harðri samkeppni, sagði Erling: „Já, ég geri ráð fyrir harðri sam- keppni, en hún er bara af því góða. Þeim mun meiri samkeppni, þeim mun betri þjónusta — það er bara betra fyrir viðskiptavininn." Miklar umbætur hafa átt sér stað á húsnæði því sem Herrabúð- in er til húsa í, og er það Trésmiðj- an Ýmir sem annast hefur smíði innréttinganna, sem eru einkar smekklegar. Hörður Gíslason tré- smíðameistari sá hins vegar um frágang á húsnæðinu. Morgunblaðiö/Agnes Hafnarstrsti 92, þar sem Herrabúðin er til húsa. Verslunin er í eystri enda hússins. Karlakór Kaupmannahafnar tekur lagið. Kaupmannahöfn: Fréttabréf úr Jónshúsi JAnskúsi. 30. Mrfl. SUMARDAGURINN fyrsti var hald- inn hátíðlegur meðal landa hér með íslenzkum mat og góðum söng. Sns- ddu margir svið hjá Bergljót og Arf- eg í félagsheimilinu, sem nú hafa séð um veitingarnar þar í hálft ann- að ár af miklum myndarskap. Sönginn annaðist hinn nýstofn- aði Karlakór Kaupmannahafnar og eru það félagar úr Kirkjukór íslendinga í Kaupmannahöfn, sem tóku sig saman um að æfa nokkur létt lög undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur, tónlistarkennara. Karlakórinn hefur þegar skemmt nokkrum sinnum á stuttum ferli sínum. Fyrst á árshátíðum kirkju- kórsins og námsmannafélagsins, þá á sumardaginn fyrsta og loks fyrir norræna gesti sl. laugardag. Þá söng Magnús Jónsson einsöng með kórnum við hinar beztu und- irtektir. Helga Bachmann, leikkona, fór nýlega í leikför til Norðurlanda með einleikinn um Gertrude Stein. Fyrst lék hún í Stokkhólmi, þá Gautaborg og svo í Lundi. Voru tvær sýningar hér í Jónshúsi, önn- ur sl. föstudagskvöld og hin eftir messu 28. apríl. Voru báðar sýn- ingarnar vel sóttar og bárust leikkonunni blóm í lok þeirra beggja. Var hrifning áhorfenda mikil og tókst frábærlega vel til, þótt ekkert svið sé í félagsheimil- inu. Færði einn leikhúsgesta leikkonunni þakkir fyrir komuna. Sl. laugardag gekkst Kaup- mannahafnardeild Norræna fé- lagsins fyrir samkomu til að kynna íslenzkan mat fyrir félög- um sínum og meðlimum annarra norrænna félaga hér í borg. Var margs konar íslenzkur matur á boðstólum, sviðasulta, kæfa, harð- fiskur og hangikjöt svo að nokkuð sé nefnt og flutti undirrituð erindi um íslenzkar matarvenjur, eink- um fyrr á tíð. Er í ráði og hafa finnskan mat í boði á sama hátt í haust hér í félagsheimilinu. Listaverkasýning Magnúsar Magnússonar frá Akranesi fer nú senn að ljúka. Magnús er 27 ára og er hér nemandi í tækniskóla og hefur lítt fengist við listsköpun fyrr. Eru 2 mynda hans olíumál- verk, 2 unnar úr svampi og nokkr- ar með sprayi. Er sýningin mjög sérstæð. Víkur hún fyrir fjöl- breyttri sýningu ellefu íslenzkra kvenna, sem verður opnuð sunnu- daginn 5. maí. Þann sunnudag er íslenzk guðs- þjónusta í Klausturkirkjunni í Álaborg, en þar og á Norður- Jótlandi eru nú orðið um tvö hundruð íslendingar. Þá verður skemmtun fyrir eldra fólkið eftir messu hér í Höfn á annan í hvíta- sunnu, en á hvítasunnudag er ferming í Malmö eins og undan- farin ár. íslenzk fermingarguðs- þjónusta verður nú fyrsta sinni í Gautaborg hinn 7. júlí og fer fram í Norsku sjómannakirkjunni. G.L.Áw. Kristjana, stjórnandi Karlakórsins, og Magnús, einsöngvari. Viö höfum fengið takmarkaö magn AP bílasíma á sér- lega hagstæöu veröi frá verksmiðju. Lækkunin er hvorki meira né minna en rúmar 16 þúsund krónur og veröur aðeins á þessari einu sendingu. Nú er vertíöin framundan jafnt hjá vinnuvéla- og sumar- bústaðaeigendum og þess vegna hárréttur tími til aö huga aö bílasíma. Heimilistækl hf SÆTÚNI8-S: 27500 1AKMARKAÐ MAGN AF AP BÍLASÍMUM Á 56.950 KR. STGR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.