Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR y. MAt 1985
\
>
^ 1
Kristján Hall vid nokkur verka sinna.
Ljósmynd/Bjami
Listamaðurinn
er sterkur í mér
— segir Kristján Hall, frístundamálari
f ListamiAstöðinni við Hafnar-
strsti stendur yfir einkasýning á
málverkum eftir Kristján Hall.
Kristján hefur málað í frístundum
sínum allt frá árinu 1963. Fyrir
nokkrum árum tók hann sér auk
þess eins árs frí frá störfum, sem
fjármálastjóri hjá Sól hf. og helg-
aði sig myndlistinni.
„Listamaðurinn er sterkur í
mér,“ segir Kristján, þegar hann
er spurður um tilurð myndanna.
„Ég er algerlega sjálfmenntaður
sem myndlistarmaður. Myndirnar
sem ég mála hafa þróast með
sjálfum mér. Apa ekki neitt eftir
öðrum eða geri eins og aðrir segja
að maður eigi að gera.
Ég hef ákaflega gaman af ferða-
lögum um landið og ferðast mikið
allan ársins hring. Mála þá oftast
myndirnar á staðnum undir þeim
áhrifum sem ég verð fyrir úti í
náttúrunni. Eins og sjá má eru
mikil „veður" í myndunum eins og
í raunveruleikanum. Ég hef gam-
an af því að reyna að koma til
skila á léreftið hvernig tilfinning
það er að sitja fastur i skafli á
Holtavörðuheiði og finna fyrir
náttúrunni á hressilegan hátt.
Myndirnar eru allar málaðar á
síðustu tveimur árum og gaman
væri ef sýningargestum líkaði við
þær.“
Framkvæmdum lokið við Hitaveitu Gnúpverja:
íbúar skiluðu 10 þús.
vinnustundum við verkið
Kaffisala Eyjakvenna
KVENFÉLAGIÐ Heimaey 12. maí.
heldur sína árlegu kaffisölu á Allur ágóöi sölunnar rennur
Hótel Sögu á sunnudaginn, þ.e. til líknarmála.
Líf og starfsorka er
dýrmætasta eign hvers og
eins, enda grundvöllur þeirra
verðmæta sem standa undir þörfum einstaklinga og fjölskyldna.
Eru þér ljós þau áhrif sem skyndilegt fráfall þitt myndi hafa á
stöðu þinna nánustu?
Verðtryggð líftrygging veitir fjölskyldu þinni vernd gegn fjár-
hagslegum áföllum við óvænt fráfall þitt.
Við bjóðum verðtryggingu allt tryggingartímabilið svo líftrygging-
in heldur ætíð verðgildi sínu.
Verðtryggða líftryggingu er hægt að taka annaðhvort sem
einstaklingstryggingu, eða fyrir tvo eða fleiri aðila sem bera
fjárhagslega ábyrgð sameiginlega.
Hafðu samband við tryggingaráðgjafa okkar - þeir veita allar
frekari upplýsingar.
^LÍFTRYGGíNG
GAGNKVÍMi TRyGGINGAFUAG
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Skrifstofur Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LANC
Samkór Selfoss syng-
ur í Langholtskirkju
Selfossi, 7. maí.
SAMKÓR Selfoss heldur
tónleika í Langholtskirkju í
Reykjavík 9. maí kl. 21.00 og
þá gefst hófuðstaðarhúum
kostur á ac hiýóa á song
þessa agæta koru okkar
Kórinn heí'us haldiö 8 tönleikti
hér austan Hellisheióaí' oj-; ailtax'
íyri*' í'ullu húsi. Á et’nisski-ánni es-
fjöibreytv; iagp.val, hátíðasöngva;
eftís' Bach, þjóðiög og síöar Iéttír
sprettis' meö Litif, Sam skemmti-
kraft' kórsins. ÞaÖ er óhætt aí
hvetja höíuöborgarbúa ac ieggja
leið sína í Langholtskirkju og eiga
kvöldstund með kórnum.
Sig. Jóns.
Leiðrétting
GREIh Guðjóns F. Teitssonar
biaðinu gær misritaðisfc orðiö féð-
urtiirauií (stóií *'öðurtiiraun}, og íl
ðöruni staö stót'- „tí! stórru hags
bóta : þessi. samtai'*’, þa.v áttí aö
standa „1 þessu sambandi. — Biðsi
blaðið velvirðíngar á bessun mís-
tökum
Selfossi, 3. maf.
AÐ KVÖLDI 30. apríl sl. bauð Hita
veita Gnúpverja til samsætis í Ár-
nesi í tilefni af því að lokið er fram-
kvæmdum við lagningu hitaveitu frá
borholu í Þjórsárholti að 30 bæjum í
miðsveitinni. Frí því haustið 1983
hafa 12 heimili í framhluta hrepps-
ins, á frambæjunum, notið hitaveitu
frá Reykjum á Skeiðum.
Borhola hitaveitunnar í Þjórs-
árholti var virkjuð 1980 og vatn þá
lagt að félagsheimilinu Árnesi.
Vatnið í holunni er 67 stiga heitt
og vatnsmagnið um 40 sekúndu-
lítrar.
Hitaveita Gnúpverja er einstök
að því leyti að vatnið í holunni er
ekki heitara en raun ber vitni en
samt er ráðist í umfangsmiklar
framkvæmdir. Auk þess er hún
sérstök vegna hinnar miklu fé-
lagslegu samstöðu sem varð um
verkið í hreppnum og mun örugg-
lega verða litið til Gnúpverja sem
fyrirmyndar hvað þetta varðar.
Stofnfundur veitunnar var
haldinn 1984 og þá gengu allir lög-
býliseigendur á veitusvæðinu í fé-
lagið, 30 samtals. í fyrstu stjórn
veitunnar voru kosnir Páll Stein-
arsson, Bjarni Einarsson og Bene-
dikt Sigurðsson.
Eignaskipting veitunnar er
þannig að bændur eiga 60% og
hreppurinn 40%. Stjórnin réð sér
þrjá menn til ráðuneytis, Benedikt
Blöndal lögfræðing, ólaf Bjarna-
son verkfræðing, sem hannaði
veituna, og Steinþór Gestsson sem
var fjármálastjóri á meðan á
framkvæmdum stóð.
Framkvæmdir hófust í maí 1984
og lauk nú í vor. Framkvæmd
verksins er einstök því verktakar
voru ekki ráðnir nema í ákveðna
verkþætti. Eigendum var gefinn
kostur á að vinna við lagningu
veitunnar upp í stofngjald.
Það var Bjarni Einarsson á
Hæli sem var framkvæmdastjóri
verksins. f samsætinu flutti hann
ávarp og í máli hans kom fram að
ekki færri en 100 manns hefðu
unnið við þau verk sem eigendur
tóku að sér, samtals 10 þúsund
vinnustundir sem samsvarar til 6
ársverka. Lagðir voru 30 km af
lögnum og kostnaður við fram-
kvæmdir tæpar 20 milljónir
króna. Hitaveitan hlykkjast um
sveitina líkt og krabbi, yfir gil og
undir árbotna og um hana fara
18—20 sek.l af vatni. Hæsti punkt-
ur lagnanna er 100 m yfir vatns-
borði borholunnar í Þjórsárholti.
Bjarni gat þess að fram-
kvæmdamátinn hefði verið erfiður
en örugglega farsælasta leiðin og
mjög sterkt félagslega fyrir sveit-
ina. „Það verður seinna sem sveit-
in fer í eyði meðan vatnið rennur,"
sagði Bjarni. „Hönnunin er meiri-
háttar afrek í okkar augum og
ekki spillir að verkfræðingurinn
er Árnesingur og allt efnið til veit-
unnar er unnið innan sýslunnar.
Bjarni þakkaði öllum sem unnu að
framgangi málsins og sveitungum
sinum góðs gengis með veituna.
Meðal þeirra sem fluttu ávarp
var Steinþór Gestsson fyrrv. al-
þingismaður. Hann lýsti ánægju
sinni með þessa framkvæmd og
það framfaraspor sem stigið væri
með henni.
Til marks um það hvaða augum
menn líta lagningu veitunnar má
geta þess að einn ræðumanna
stakk upp á því að hitaveitan
stæði fyrir árlegu samsæti eða
árshátíð á þessum árstíma til að
minnast þessa afreks.
Sig. Jóns.