Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Meginatriði er að fólk geti valið að eigin vilja — Fyrirvarinn í nefndarálitinu, sagði Birgir ísleifur — Stjórnarliðar ekki samstiga í málinu Kramhald þriðju umræðu í fyrri (neðri) þingdeild um frumvarp til nýrra útvarpslaga, rýmri heimilda til reksturs hljóðvarps og sjónvarps, var í gær. Á venjulegum fundartíma, frá klukkan tvö miðdegis til fjögur er þingflokkafundir hófust, töluðu Ólafur Þ. Þórðarson (F), Ragnhíldur Helgadóttir, menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson (S), Steingrímur Hermannsson, forsæt- Lsráðherra, og Jón Baldvin Hanni- balsson (A). Hér á eftir verður lítil- lega drepið á örfáa efnispunkta úr þessum ræðum. llmræðan héit áfram á fundi klukkan sex síðdegis. „Málinu teflt í tvísýnu“ Ólafur Þ. Þórðarson (F), fulltrúi Framsóknarflokksins í mennta- málanefnd þingdeildarinnar, hóf mál sitt á því að ekkert samkomu- lag hefði verið gert milli forsæt- isráðherra og menntamála- ráðherra um „frjálsa" afstöðu þingmanna stjórnarliðsins til breytingartillögu er heimilar jafn- stöðu stöðva til auglýsinga. Ráð- herrarnir hefðu hinsvegar ræðst við „þar sem viss misskilningur hafi átt sér stað“. Hinsvegar hafi stjórnarflokk- arnir gert með sér samkomulag, það er hann (Ólafur) fyrir hönd þingflokks framsóknarmanna og stjórn þingflokks sjálfstæð- ismanna þar sem sætzt hafi verið á málamiðlun. Breytingartillaga Friðriks Sophussonar (S) um frelsi allra stöðva til auglýsinga gangi þvert á þetta samkomulag. Þessi breytingartillaga stefni framgangi frumvarpsins í mikla tvísýnu. Útvarp, bækur og blöð Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, kvað þingmenn í báðum stjórnarflokkunum greina á um eitt mikilvægt atriði þessa frumvarps, jafnstöðu útvarps- stöðva gagnvart auglýsingum. Sjálfstæðismenn hafi alltaf haft fyrirvara á um þá frumvarps- grein, er varðaði þetta efni, og fæli í sér nokkra mismunun. f þing- flokki sjálfstæðismanna hafi kom- ið fram sterkur vilji til að rýmka frumvarpsgreinina. í þingflokki framsóknarmanna hafi hinsvegar komið fram gagnstæður vilji til að þrengja hana. „I máli okkar forsætisráðherra urðum við sammála um að sam- staða væri ekki um þetta atriði. Það var því ljóst að þingmenn myndu greiða atkvæði með mis- munandi hætti, hver eftir eigin sannfæringu." Hinsvegar hafi flokkarnir sætzt á eða fundið málamiðlun um ýms- ar aðrar frumvarpsgreinar. Þann- ig hafi menn ekki verið á eitt sátt- ir í upphafi um menningarsjóð út- varpsstöðva (sem á m.a. að standa kostnaðarlega undir innlendri dagskrárgerð og kostnaðarhluta RUV í Sinfóníuhljómsveit). Ljóst sé hinsvegar að auglýsingar eru fjárhagsleg forsenda þess að menningarsjóðurinn geti gegnt hlutverki sínu; sé annað og meira en orðin tóm. Ráðherrann vék að fræðsluhlut- verki sjónvarps, m.a. „opnum há- skóla“, sem veitti fræðslu á fram- haldsskólastigi, sem víða væri mikilvægt menningarframlag, sem tæknin hafi gert mögulegt. Meginatriði málsins væri réttur allra manna til að njóta frétta, fræðslu og menningar í hljóðvarpi og sjónvarpi eftir eigin ákvörðun, eigin vali, rétt eins og þegar bæk- ur og blöð ættu í hlut. Fyrirvarinn er í nefndarálitinu Birgir ísleifur Gunnarsson (S) kvað rangt að frumvarpið, óbreytt, bannaði alfarið einka- stöðvum, sem settar kunni að vera á fót, að njóta auglýsingatekna. Hinsvegar gerði það ekki ráð fyrir því að hljóðvarps- eða sjón- varpsstöðvar, sem sendu út um kapal og hefðu þannig aðstöðu til að heimta inn áskriftargjöld, kæmu inn á auglýsingamarkað- inn. Birgir vitnaði til orða mennta- málaráðherra á þingflokksfundi sjálfstæðismanna, sem verið hefðu á þá lund, að þingmenn stjórnarflokkanna hefðu frjálsar hendur í afstöðu til framkominnar breytingartillögu um rýmri aug- lýsingarétt. Hann myndi fylgja þeirri tillögu. Hann las einnig upp sameiginlegt nefndarálit sjálf- stæðis- og framsóknarmanna í menntamálanefnd. Þar áskilja þeir sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum. Það felist því engin brigð í því að styðja siíkar tillögur. Innlend dagskrárgerö Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, vék fyrst að „stefnumóti í stigagangi" hans og menntamálaráðherra. Hann hafi þar látið orð falla i þá veru að þingmenn hefðu frjálsar hendur. En ég hafði þá eingöngu í huga óbreytt frumvarp eða engar aug- lýsingar, eins og vilji nokkurra framsóknarmanna stóð til í upp- hafi. Breytingartillaga um rýmk- un var þá, held ég, ekki komin fram. Forsætisráðherra kvað frjálst útvarp eðlilegt á okkar tímum, á sama hátt og frjáls dagblöð, en spurning væri hvort tímasetning væri rétt nú, þegar fjárhagur þjóðarinnar væri þröngur og er- lendar skuldir allt of miklar. Skoðanir væru hinsvegar skipt- ar um frjálsar auglýsingar, m.a. vegna þess að menn vildu tryggja stöðu RÚV á þessum vettvangi, sem eðlilegt væri. Á hinn bóginn kæmi sjónarmið, sem fram væri sett í bréfi Félags kvikmyndagerð- armanna (sem ráðherra las), þar sem fjallað væri um nauðsyn þess að efla innlenda dagskrárgerð, m.a. með hlut auglýsinga, og skattlagningu á erlendu sjón- varpsefni, jafnvel bann á auglýs- ingar, unnar utan landsteina. Boöveitur í eigu sveitarfélaga Jón Baldvin Hannibalsson (A) gerði fyrst grein fyrir ýmsum breytingartillögum, sem þing- menn Alþýðuflokks flytja við út- varpslagafrumvarpið. Sérstaka áherzlu lagði hann á þá breyt- ingartillögu, sem flutt er sem bráðabirgðaákvæði við hin vænt- anlegu lög, þess efnis, að „boðveitukerfi verði í eigu sveitar- félaga". Jón Baldvin kvað Alþýðuflokk- inn geta fallizt á frjálsar auglýs- ingar meðan reynslutími hinna svokölluðu frjálsu útvarpsstöðva stæði, að því tilskyldu, að gjald- skrá fyrir þær væri háð samþykki útvarpsréttarnefndar. Þetta væri þó, eins og stuðningur við önnur atriði, háð því, að breytingartil- laga Alþýðuflokks um „boðveitur í eigu sveitarfélaga næði fram að ganga. Þeirri tillögu væri ætlað að tryggja tvennt: 1) frelsi hinna mörgu til dagskrárgerðar og að- gangs að boðveitukerfum, 2) að koma í veg fyrir að einokun „fjöl- miðlarisa" leysti ríkiseinokun af hólmi. Umræðu var frestað klukkan fjögur, vegna þingflokksfunda, en fram haldið klukkan sex. Sú um- ræða nær ekki þingsíðu Morgun- blaðsins í dag. STUTTAR hlNGFRÉTTIR Fylki, fylkis- stjómir og fylkisdómarar Friðarfræðsla barna og unglinga í gær vóru samþykkt fern lög í neöri deild: 1) Sala jarðarinnar Víöi- ness í Beruneshreppi, 2) Lífeyrissjóður bænda, 3) Ávana og ftkniefni og 4) Vinnumiðlun. Þá var frumvarp um sláturafurð- ir samþykkt frá þingdeild- inni, en gekk aftur til efri deilar vegna breytinga. í efri deild fór fram um- ræða um frumvarp að sjó- mannalögum, frumvarp um lagmetisiðnað, frum- varp um starfsheiti heil- brigðisstétta og frumvarp um Þjóðskjalasafn ís- lands. Frumvarp að sjó- mannalögum var afgreitt til neðri deildar. Fylkisstjórnir Þingmenn Bandalags jafn- aðarmanna leggja fram tillögu til þingsályktunar um gerð frumvarps til stjórnskipunar- laga um fylkisstjórnir. Tillag- an felur stjórnarskrárnefnd, ef samþykkt verður, að semja frumvarp sem feli í sér nokkur meginatriði: 1) Landinu verði skipt í fylki. Skiptingin taki einkum mið af hefðbundnum samskiptaleiðum fólks og náttúrulegum staðháttum. 2) I hverju fylki verði kosin fylkis- stjórn í almennum kosningum til fjögurra ára. 3) Fylkis- stjórn hafi víðtæk völd er efli sjálfsforræði íbúanna, styrki heimastjórn þeirra og vinni gegn miðstýringu efnahags- lífsins. 4) Hvert fylki verði sjálfstætt lögsagnarumdæmi og komið verði á embættum fylkisdómara og fylkislög- reglustjóra. Friðarfræðsla á dagvistarheimilum Guðrún Agnarsdottir (Kvl.) og fimm þingmenn í fjórum þing- flokkum flytja tillögu til þing- sályktunar: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að hefja undirbúning að frekari fræðslu um friðarmál á dag- vistarheimilum, í grunnskól- um og framhaldsskólum landsins. Markmið fræðslunn- ar verði að glæða skilning á mikilvægi friðar í samskiptum einstaklinga, hópa og þjóða." fllÞUMa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.