Morgunblaðið - 09.05.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 09.05.1985, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Meginatriði er að fólk geti valið að eigin vilja — Fyrirvarinn í nefndarálitinu, sagði Birgir ísleifur — Stjórnarliðar ekki samstiga í málinu Kramhald þriðju umræðu í fyrri (neðri) þingdeild um frumvarp til nýrra útvarpslaga, rýmri heimilda til reksturs hljóðvarps og sjónvarps, var í gær. Á venjulegum fundartíma, frá klukkan tvö miðdegis til fjögur er þingflokkafundir hófust, töluðu Ólafur Þ. Þórðarson (F), Ragnhíldur Helgadóttir, menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson (S), Steingrímur Hermannsson, forsæt- Lsráðherra, og Jón Baldvin Hanni- balsson (A). Hér á eftir verður lítil- lega drepið á örfáa efnispunkta úr þessum ræðum. llmræðan héit áfram á fundi klukkan sex síðdegis. „Málinu teflt í tvísýnu“ Ólafur Þ. Þórðarson (F), fulltrúi Framsóknarflokksins í mennta- málanefnd þingdeildarinnar, hóf mál sitt á því að ekkert samkomu- lag hefði verið gert milli forsæt- isráðherra og menntamála- ráðherra um „frjálsa" afstöðu þingmanna stjórnarliðsins til breytingartillögu er heimilar jafn- stöðu stöðva til auglýsinga. Ráð- herrarnir hefðu hinsvegar ræðst við „þar sem viss misskilningur hafi átt sér stað“. Hinsvegar hafi stjórnarflokk- arnir gert með sér samkomulag, það er hann (Ólafur) fyrir hönd þingflokks framsóknarmanna og stjórn þingflokks sjálfstæð- ismanna þar sem sætzt hafi verið á málamiðlun. Breytingartillaga Friðriks Sophussonar (S) um frelsi allra stöðva til auglýsinga gangi þvert á þetta samkomulag. Þessi breytingartillaga stefni framgangi frumvarpsins í mikla tvísýnu. Útvarp, bækur og blöð Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, kvað þingmenn í báðum stjórnarflokkunum greina á um eitt mikilvægt atriði þessa frumvarps, jafnstöðu útvarps- stöðva gagnvart auglýsingum. Sjálfstæðismenn hafi alltaf haft fyrirvara á um þá frumvarps- grein, er varðaði þetta efni, og fæli í sér nokkra mismunun. f þing- flokki sjálfstæðismanna hafi kom- ið fram sterkur vilji til að rýmka frumvarpsgreinina. í þingflokki framsóknarmanna hafi hinsvegar komið fram gagnstæður vilji til að þrengja hana. „I máli okkar forsætisráðherra urðum við sammála um að sam- staða væri ekki um þetta atriði. Það var því ljóst að þingmenn myndu greiða atkvæði með mis- munandi hætti, hver eftir eigin sannfæringu." Hinsvegar hafi flokkarnir sætzt á eða fundið málamiðlun um ýms- ar aðrar frumvarpsgreinar. Þann- ig hafi menn ekki verið á eitt sátt- ir í upphafi um menningarsjóð út- varpsstöðva (sem á m.a. að standa kostnaðarlega undir innlendri dagskrárgerð og kostnaðarhluta RUV í Sinfóníuhljómsveit). Ljóst sé hinsvegar að auglýsingar eru fjárhagsleg forsenda þess að menningarsjóðurinn geti gegnt hlutverki sínu; sé annað og meira en orðin tóm. Ráðherrann vék að fræðsluhlut- verki sjónvarps, m.a. „opnum há- skóla“, sem veitti fræðslu á fram- haldsskólastigi, sem víða væri mikilvægt menningarframlag, sem tæknin hafi gert mögulegt. Meginatriði málsins væri réttur allra manna til að njóta frétta, fræðslu og menningar í hljóðvarpi og sjónvarpi eftir eigin ákvörðun, eigin vali, rétt eins og þegar bæk- ur og blöð ættu í hlut. Fyrirvarinn er í nefndarálitinu Birgir ísleifur Gunnarsson (S) kvað rangt að frumvarpið, óbreytt, bannaði alfarið einka- stöðvum, sem settar kunni að vera á fót, að njóta auglýsingatekna. Hinsvegar gerði það ekki ráð fyrir því að hljóðvarps- eða sjón- varpsstöðvar, sem sendu út um kapal og hefðu þannig aðstöðu til að heimta inn áskriftargjöld, kæmu inn á auglýsingamarkað- inn. Birgir vitnaði til orða mennta- málaráðherra á þingflokksfundi sjálfstæðismanna, sem verið hefðu á þá lund, að þingmenn stjórnarflokkanna hefðu frjálsar hendur í afstöðu til framkominnar breytingartillögu um rýmri aug- lýsingarétt. Hann myndi fylgja þeirri tillögu. Hann las einnig upp sameiginlegt nefndarálit sjálf- stæðis- og framsóknarmanna í menntamálanefnd. Þar áskilja þeir sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum. Það felist því engin brigð í því að styðja siíkar tillögur. Innlend dagskrárgerö Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, vék fyrst að „stefnumóti í stigagangi" hans og menntamálaráðherra. Hann hafi þar látið orð falla i þá veru að þingmenn hefðu frjálsar hendur. En ég hafði þá eingöngu í huga óbreytt frumvarp eða engar aug- lýsingar, eins og vilji nokkurra framsóknarmanna stóð til í upp- hafi. Breytingartillaga um rýmk- un var þá, held ég, ekki komin fram. Forsætisráðherra kvað frjálst útvarp eðlilegt á okkar tímum, á sama hátt og frjáls dagblöð, en spurning væri hvort tímasetning væri rétt nú, þegar fjárhagur þjóðarinnar væri þröngur og er- lendar skuldir allt of miklar. Skoðanir væru hinsvegar skipt- ar um frjálsar auglýsingar, m.a. vegna þess að menn vildu tryggja stöðu RÚV á þessum vettvangi, sem eðlilegt væri. Á hinn bóginn kæmi sjónarmið, sem fram væri sett í bréfi Félags kvikmyndagerð- armanna (sem ráðherra las), þar sem fjallað væri um nauðsyn þess að efla innlenda dagskrárgerð, m.a. með hlut auglýsinga, og skattlagningu á erlendu sjón- varpsefni, jafnvel bann á auglýs- ingar, unnar utan landsteina. Boöveitur í eigu sveitarfélaga Jón Baldvin Hannibalsson (A) gerði fyrst grein fyrir ýmsum breytingartillögum, sem þing- menn Alþýðuflokks flytja við út- varpslagafrumvarpið. Sérstaka áherzlu lagði hann á þá breyt- ingartillögu, sem flutt er sem bráðabirgðaákvæði við hin vænt- anlegu lög, þess efnis, að „boðveitukerfi verði í eigu sveitar- félaga". Jón Baldvin kvað Alþýðuflokk- inn geta fallizt á frjálsar auglýs- ingar meðan reynslutími hinna svokölluðu frjálsu útvarpsstöðva stæði, að því tilskyldu, að gjald- skrá fyrir þær væri háð samþykki útvarpsréttarnefndar. Þetta væri þó, eins og stuðningur við önnur atriði, háð því, að breytingartil- laga Alþýðuflokks um „boðveitur í eigu sveitarfélaga næði fram að ganga. Þeirri tillögu væri ætlað að tryggja tvennt: 1) frelsi hinna mörgu til dagskrárgerðar og að- gangs að boðveitukerfum, 2) að koma í veg fyrir að einokun „fjöl- miðlarisa" leysti ríkiseinokun af hólmi. Umræðu var frestað klukkan fjögur, vegna þingflokksfunda, en fram haldið klukkan sex. Sú um- ræða nær ekki þingsíðu Morgun- blaðsins í dag. STUTTAR hlNGFRÉTTIR Fylki, fylkis- stjómir og fylkisdómarar Friðarfræðsla barna og unglinga í gær vóru samþykkt fern lög í neöri deild: 1) Sala jarðarinnar Víöi- ness í Beruneshreppi, 2) Lífeyrissjóður bænda, 3) Ávana og ftkniefni og 4) Vinnumiðlun. Þá var frumvarp um sláturafurð- ir samþykkt frá þingdeild- inni, en gekk aftur til efri deilar vegna breytinga. í efri deild fór fram um- ræða um frumvarp að sjó- mannalögum, frumvarp um lagmetisiðnað, frum- varp um starfsheiti heil- brigðisstétta og frumvarp um Þjóðskjalasafn ís- lands. Frumvarp að sjó- mannalögum var afgreitt til neðri deildar. Fylkisstjórnir Þingmenn Bandalags jafn- aðarmanna leggja fram tillögu til þingsályktunar um gerð frumvarps til stjórnskipunar- laga um fylkisstjórnir. Tillag- an felur stjórnarskrárnefnd, ef samþykkt verður, að semja frumvarp sem feli í sér nokkur meginatriði: 1) Landinu verði skipt í fylki. Skiptingin taki einkum mið af hefðbundnum samskiptaleiðum fólks og náttúrulegum staðháttum. 2) I hverju fylki verði kosin fylkis- stjórn í almennum kosningum til fjögurra ára. 3) Fylkis- stjórn hafi víðtæk völd er efli sjálfsforræði íbúanna, styrki heimastjórn þeirra og vinni gegn miðstýringu efnahags- lífsins. 4) Hvert fylki verði sjálfstætt lögsagnarumdæmi og komið verði á embættum fylkisdómara og fylkislög- reglustjóra. Friðarfræðsla á dagvistarheimilum Guðrún Agnarsdottir (Kvl.) og fimm þingmenn í fjórum þing- flokkum flytja tillögu til þing- sályktunar: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að hefja undirbúning að frekari fræðslu um friðarmál á dag- vistarheimilum, í grunnskól- um og framhaldsskólum landsins. Markmið fræðslunn- ar verði að glæða skilning á mikilvægi friðar í samskiptum einstaklinga, hópa og þjóða." fllÞUMa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.