Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 35
35 SgrlAM C prpAŒJTMM]lXHa/,TaT/TíOPOW MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Jakkaföt með vesti Venjulegt verð Okkar verð S.990,— Nú ber vel í veiði. Atb. Enginn kvóti á jakkafötum. Tilboðið gildir til 18. maí. €RRAR SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 Engum kemur á óvart mikið barna- lán þeirra hjóna en þau eru i ald- ursröð: Einar aðstoðarfram- kvæmdastjóri síldarútvegsnefndar, kona hans er María Guðmunds- dóttir og eiga þau 3 börn. Halldóra læknaritari í Árósum, hún er gift Sören Pedersen og eiga þau 1 son. Bjarni eftirlitsmaður hjá SÍF, hann á 1 barn. Ómar forstöðumað- ur landkynningarskrifstofu í Ham- borg, kona hans er Guðrún Þor- valdsdóttir og eiga þau 1 son. Alþjóð er kunnugt hið stóra út- gerðarfyrirtæki og verslun, sem ber nafn tengdaföður Benedikts, Einars Guðfinnssonar í Bolungar- vík. Mágar Benedikts hafa nú um árabil rekið það af alkunnum myndarskap. Milli þeirra allra hef- ur ávallt verið góð samfylgd og samvinna. Drepið hefur verið á það í þessari grein, hve starfhæfur og starfsam- ur Benedikt Bjarnason er. En á góðri stund er hann allra manna glaðastur, söngvinn og hrókur alls Sextugur: Benedikt Bjarnason framkyæmdastjóri sonar útgerðarmanns. Þar hlotnað- ist honum frábær lífsförunautur. Þar réðst lifsgæfa hans. Sagt er að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. fagnaðar. Blá augun ljóma af inni- legri gleði og lífsnautn, hláturinn er léttur. Á þeirri stund er notaleg tilfinning að vera í grennd við Hildi og Benedikt. í alþingishátiðarljóðum sínum segir Davíð skáld frá Fagraskógi m.a.: í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. Á meðan þjóðin á þegna á borð við Benedikt Bjarnason skýrist það sem skáldið kallar kraftaverk i Ijóði sínu. Fyrir hönd starfsbræðra Bene- dikts í kaupmannastétt eru honum og Hildi færðar árnaðaróskir. Megi þeim allt vel farnast. Þau hjón dvelja um þessar mundir hjá syni og tengdadóttur í Hamborg. Sigurður E. Haraldsson SJÓMANNATILBOD jakkaföt á lokaballið í dag á Benedikt Bjarnason framkvæmdastjóri í Bolungarvík sextugsafmæli. Að sjálfsögðu gefa afmæli, þegar menn eru enn í miðri starfsönn, ekki tilefni til úttektar á lífi og starfi. I þessari stuttu af- mælisgrein fer því fjarri að reynt verði að skrá æviatriði þessa mæta manns. Einungis staðnæmst í áfangastað í því augnamiði að fagna lífsför, sem margir hafa not- ið með ýmsum hætti. Benedikt er fæddur í Bolungar- vík 9. maí 1925, sonur hjónanna Halldóru Benediktsdóttur frá Brekkubæ í Nesjum og Bjarna Ei- ríkssonar frá Hlíð í Lóni. Faðir hans var íþróttamaður á yngri ár- um og hvatamaður alla tíð til íþróttaiðkana og líkamsræktar. Bjarni stundaði kennslu á heima- slóðum á Suðausturlandi. f bók Eysteins Jónssonar fyrrum ráð- herra, sem út kom fyrir síðustu jól, getur Eysteinn þess að Bjarni kenndi honum í barnaskóla. Ey- steinn segir í bók sinni að hann hafi haft miklar mætur á læriföður sínum, enda þótt oft væri sett mik- ið fyrir. Eysteinn drepur á það að Bjami var af traustum ættstofnum austanlands, í móðurkyn af hinni alkunnu Viðfjarðarætt en meðal forfeðra hans voru einnig menn, sem þekktir voru sakir hreysti- mennsku. Foreldrar Benedikts fluttu til Bolungarvíkur, þar sem faðir hans tókst á hendur verslunarstjórn hinnar Sameinuðu íslensku versl- unar þar vestra. Árið 1927 stofnaði Bjarni til eigin atvinnurekstrar í Bolungarvík. Benedikt ólst upp í Bolungarvík, stundaði þar skólanám og vann fyrstu handtökin við fyrirtæki föð- ur síns 13 ára að aldri. Hann lauk námi í Verslunarskóla íslands 1945 með frábærum námsárangri. Bene- dikt stóð nú á krossgötum. Hinn mikilhæfi skólastjóri í Verslun- arskólanum, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, hvatti hann mjög til áfram- haldandi náms. Það var að sjálf- sögðu freistandi kostur. En ákvörð- un hins tvítuga skólasveins var sú að snúa heim. f því birtist glöggt það sem ég hygg hafa einkennt Benedikt meira en allt annað: Ein- stök skyldurækni og trúmennska. Hann vildi styðja við bak föður síns, þótti þess þörf eins og málum var komið. Frá árinu 1958 hefur Benedikt rekið útgerðar- og verslunarfyrir- tækið í Bolungarvík, sem enn ber nafn föður hans. Hann hefur sem kaupmaður lagt sig fram um að tryggja viðskiptavinum sínum góð- ar vörur á eins hagstæðu verði og kostur var hverju sinni. Við félagar hans í kaupmannastétt þekkjum vel harða málafylgju Benedikts, þegar hagsmuni verslunarfyrir- tækja um hinar dreifðu byggðir landsins ber á góma. Hvert einasta atriði, sem máli skiptir, er tekið til meðferðar, allt í því augnamiði að unnt sé að veita góða þjónustu við hagstæðu verði. Undirritaður er ekki í aðstöðu til að fjalla af sömu þekkingu um út- gerð Benedikts. Þegar gengið er um athafnasvæði hans þar vestra má þó ljóst vera, af hve mikilli snyrti- mennsku og alúð hvert verk er unn- ið. Állt utanhúss sem innan er til fyrirmyndar. Einhvern tíma var sagt um mikilhæfan klerk, að hann prédikaði á stéttunum. Það væri efalaust hollur lærdómur mörgum að litast um á starfsvettvangi Benedikts Bjarnasonar. Sama er hvert litið er, allt er fágað og snyrt. Það er lærdómsrík prédikun. En hinn starfsami atvinnurek- andi, sem vandar hvert handtak eins og hér hefur verið lýst, hefur axlað fleiri skinn. Ef rekja ætti störf hans að félagsmálum yrði það ærin upptalning og raunar ótrúleg. í nær fjóra áratugi hefur hann unnið í þágu helgidóms í Bolung- arvík, setið um árabil í sóknar- nefnd og sungið í kirkjukórnum. Hann er einnig félagi í Karlakór Bolungarvíkur. Hann hefur verið formaður skólanefndar, á sæti í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur, f stjórn Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur. Formaður stjórnar félagsheimilis og áður í byggingarnefnd þess. Fjölmörgum fleiri ábyrgðarstörf- um hefur Benedikt gegnt, sem ekki verða rakin hér. Er þá ótaiinn sá vettvangur, sem undirritaður þekk- ir best. Hann var hvatamaður að stofnun Kaupmannafélags Vest- fjarða 1977 og formaður þess fyrstu 7 árin. Eftir kynni af störf- um Benedikts sem formaður í fé- lagi kaupmanna, sætir það ekki undrum að sóst hefur verið eftir svo einstökum manni til starfa í almannaþágu. Á jóladag 1949 gekk Benedikt að eiga Hildi Einarsdóttur Guðfinns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.