Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 30
30 (S86I ÍAM .e fllJOÁClUTMMN .aiCtAJaVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Bitburg-ferð Reagans: Jafn margir með og móti U/aukinirlnn fi mal 1P Wmshington, 8. maí. AP. HJÁ Bandaríkjamönnum skiptir nákvæmlega í tvö horn hvað varðar afstöðuna til komu Reagans, forseta, í hermannagrafreitinn í Bitburg í Vestur-Þýskalandi. Kemur þetta fram í könnun, sem sjónvarpsstöðin CBS og dagblaðið New York Times gengust fyrir. Leitað var álits 692 manna um allt landið og reyndist 41% þeirra vera hiynnt komu Reagans í grafreitinn en 41% andvígt henni. 18% höfðu enga skoðun á málinu. Næstum allir Gyðingar, sem spurðir voru, kváðust ósáttir við ákvörðun Reagans en meðal fyrr- verandi hermanna voru þeir held- ur fleiri, sem studdu hana, en þeir, sem á öndverðum meiði voru við forsetann. Það kom einnig fram, að þeim hefur fækkað nokkuð, sem finnst Reagan standa sig mjög vel í embætti. Þeir reyndust nú 52% en voru 59% í febrúar sl. Tékkóslóvakía: Námaslys á Norður-Mæri Prag, Tékkónlóvakíu, 8. maf. AP. ÁTTA námamenn fórust og óttast er um afdrif annarra 17 eftir að sprenging varð í gær í kolanámu á Norður-Mæri í Tékkósióvakíu. Átta mönnum tókst að bjarga heilum og höldnum. CTK-fréttastofan tékkneska skýrði frá því seint í gærkvöldi, að átta menn hefðu farist og 17 væru lokaðir inni i kolanámu á Mæri eftir að sprenging varð í koltvísýr- ingi, sem safnast hafði saman í námagöngunum. Embættismenn vilja ekkert segja um afdrif mann- anna 17 en fæstir búast við, að þeir séu lengur lífs. Talið er, að þeir hafi verið í flokki manna, sem var að reyna að gera við gasleka í námunni. Vegna slyssins hefur hátíða- höldum vegna heimsstyrjaldarlok- anna fyrir 40 árum verið aflýst á Norður-Mæri en á þessum slóðum hafa orðið mörg námaslys á sfð- ustu árum. Árið 1961 brunnu 108 menn til bana í námaeldi á Norður-Mæri og í september árið 1981 fórust 65 menn í brúnkola- námu í Bæheimi. Eru þetta tvö mestu námaslysin í Tékkóslóvakíu eftir stríð. Bretland: A-þýskur tón- listarmaður flfr Caniiir, Wales, 8. maf. AP. & TÓNUSrTARMAÐUR frá Austur-Þýskalandi, sem var í (or meó sinfóníu- hljómsveitinni í Austur-Berlín, lét sig hverfa á tónleikum í borginni Cardiff og er búist við, að hann muni biðja um hæli I Bretlandi. Skýrði breska fréttastofan frá þessu í dag. Að sögn fréttastofunnar notaði Wilfred Helm, básúnuleikari með hljómsveitinni, tækifærið í hléi á tónleikum í gærkvöldi og hljópst á brott úr tónleikahúsinu. Síðari hluti tónleikanna tafðist af þeim sökum um tíu mínútur meðan hans var leitað án árangurs. Að tónleikunum loknum var öðrum hljómsveitarfélögum skipað að halda til hótelherbergja sinna og bannað að hafa nokkur orð um flóttann. Norman McCann, sem skipuleggur ferð hljómsveitarinn- ar um Bretland, sagði, að frétta- tilkynning yrði gefin út um málið síðar í dag. Haft er eftir heimildum, að tveir leyniþjónustumenn austur- þýskir séu með hljómsveitinni til að fylgjast með meðlimum hennar og að mikið hafi gengið á hjá þeim við leitina að manninum. . # AP/Símamynd Gamli og ngi tíminn mœtast „Godspeed", endurgerður 17. aldar barkur, sem flutti fyrstu landnemana til Virginíu í Bandaríkjunum á árunum 1606—7, var á ferð á Temps-fljóti nú fyrir nokkrum dögum. Ætla skipverjarnir, sem eru bandariskir, að sigla í kjölfar forfeðra sinna til Nýja heimsins en á leiðinni niður Temps mættu þeim ýmsar hindranir, sem fyrri tíðar menn þurftu ekki að glíma við. Þá er átt við flóðgáttirnar miklu, sem eiga að koma í veg fyrir flóðahættu í London. Evrópska geimferðamiðstöðin: Fjarskiptahnettir á loft með Ariane Kourou, Frönsktt-Guúuia, 8. mtí. AP. TVEIMUR fjarskipahnöttum var í dag komið á braut um jörðu með evrópskri Ariane- eldflaug, sem skotið var upp frá Frönsku-Guiana í Suður- Ameríku. Starfsmenn Evrópsku geim- ferðamiðstöðvarinnar sögðu, að geimskotið hefði tekist vel í alla staði. Eldflaugin, sem er þriggja þrepa, flutti á loft tvo fjarskipta- hnetti, franskan og bandarískan. Verða þeir í 36.000 km fjarlægð frá jörðu og ávallt á sama stað með tilliti til jarðar. ERLENT { 11 skipti af 13, sem Ariane- eldflaug hefur verið skotið á loft, hefur allt gengið eftir áætlun og þykja Evrópumenn nú orðnir skeinuhættir Bandaríkjamönnum í samkeppninni um að koma á loft gervihnöttum. Miklu skiptir líka, að vel takist til, því að CHRISTOS Sartzetakis, forseti Grikklands, leysti þing landsins upp í dag og boðaði formlega til kosn- inga 2. júní nk., eftir að þingið sam- þykkti breytingar á stjórnarskránni. Með stjórnarskrárbreytingunni, sem felur í sér verulegar takmark- kostnaðurinn við að tryggja hnettina hefur aukist mikið. Var hann áður um 11% af verðmæti þeirra en er nú rúmlega 20%. Veldur þar mestu, að í tvígang hefur bandarískum geimferju- mönnum mistekist að koma gervihnetti á braut. anir á valdi forseta landsins, greiddu 182 þingmenn atkvæði, en 113 voru á móti. Nokkrir voru fjarverandi. Breytingin tekur ekki gildi fyrr en nýtt þing hefur samþykkt hana. Grikkland: Þingið samþykkti breyt- ingar á stjórnarskránni Aþenu, 7. nuf. AP. JniUGESTUIIE GERIR GÓÐAN BÍLBETRI! Það er ótrúlegt hvað góðir hjólbarðar eins og BRIDGESTONE gera fyrir bílinn. Með BRIDGESTONE fæst frábært veggrip, rásfesta og mikið slitþol. Tryggðu öryggi þitt og þinna settu BRIDGESTONE undirbílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. BlLABORG HF Smiðshöfða 23, Sími 81299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.