Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 9. MAl 1985 45 „Klerkur í klípuw í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýn- inga bandarísku myndina „Klerkar í klípu" (Mass Appeal). Myndin fjallar um fullorðinn prest sem er falið það verkefni að siða til ungan og uppreisnargjarn- an djákna og fær hann til þess einn mánuð. Kynni prestsins af djáknanum verða hins vegar til þess að gjörbreyta skoðunum hans til kirkjunnar. Jack Lemmon fer með aðalhlut- verkið í myndinni en auk hans eru í stórum hlutverkum Zeljko Ivan- ek og Charles Durning. Leikstjóri er Glenn Jordan. Borgarfjörður eystri: Þemavika í grunnskólanum LAUGARDAGINN 27. aprfl sl. komu góðir gestir hingað til Borg- arfjarðar eystra. Voru það gítarleik- ararnir Símon H. fvarsson og Sieg- fried Kobilza. Símon H. ívarsson fæddist í Reykjavík 1951. Vorið 1975 lauk hann prófi við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og síðan einleikaraprófi við Tónlistarhá- skólann í Vínarborg. Hann hefur starfaö sem gítarkennari við tón- listarskólann í Luzern, Sviss, en fluttist heim til íslands haustið 1981 og gerðist kennari við Tón- skóla Sigursveins. Siegfried Kobilza fæddist í Kárnten í Austurríki 1954. Hann lauk prófi í gítarleik við Tónlist- arháskólann í Vínarborg 1981 og er einn virtasti gítarleikari Aust- urríkis í dag. Hann hefur haldið tónleika í fjölmörgum löndum. Efnisskrá þeirra félaga var mjög fjölbreytt. Meðal annars léku þeir verk eftir Michael Praet- orius, Johann Christian Bach, Ludvig van Beethoven, Luige Boccherine o.fl. Því miður hafði ég ekki tök á að hlýða á tónleikana, en þeir sem það gerðu voru á einu máli um það, að þeir hefðu verið frábærir. Aðeins hefðu áheyrendur mátt vera mun fleiri. Síðasta vikan í apríl var svo kölluð Þemavika i Grunnskóla Borgarfjarðar (þema: efniviður eða viðfangsefni). 1 þemaviku vinna nemendur eftir kerfi „opins skóla“. Hið hefðbundna skólastarf er brotið upp og öll vinna nem- enda tengist þemanu. Þá mæta nemendur í skólanum á venju- legum tima og velja sér viðfangs- efni eftir áhugasviði, og vinna það síðan i hópum undir leiðsögn kennara. Hér er það áhuginn fyrir viðfangsefninu, sem hvetur nem- andann til dáða í stað eftirrekstr- ar frá foreldrum og kennurum. í þetta skiptið var þemað listir og einskorðað við þrjár listgreinar, tónlist, leiklist og matargerðar- list. Miðvikudaginn 1. mai var svo sýning í skólanum, er sýndi árang- urinn af þemavinnu nemenda. Veggspjöld höfðu verið gerð, þar sem nemendur tóku til meðferðar flest yngri leikritaskáld íslensk, og verk þeirra og gerðu jafnframt grein fyrir aðalleikhúsum lands- ins og sögu leiklistar. Nemendur sýndu leikþátt er þeir höfðu sjálfir gert upp úr „För Þórs til Útgarð- aloka“. Auk þess var upplestur, samlestur úr sögu Páls H. Jóns- sonar, Berjabít, og stuttur leik- þáttur. Aðalleiðbeinandi var Pét- ur Eiðsson. Tónlistarnemendur léku á hljóðfæri (píanó og blokkflautur) undir stjórn tónmenntakennara síns, Margrétar Bragadóttur, og skólastjórans, ólafs Arngríms- sonar. Einnig gerðu þeir vegg- spjöld um tónskáld, stefnur og form. Fluttur var söngleikur, tón- list við sögu, „þemalag" og texti og kórsöngur. í þriðju listgreininni, matar- gerðarlist, voru einnig notuð veggspjöld með leiðbeiningum um heilsusamlegt mataræði og holl- efni og hvað forðast beri í neyslu matar. Auk þessa voru á boðstólum hverskonar veitingar, sem nem- endur höfðu sjálfir matbúið, undir stjórn Oddnýjar Vestman og Torf- hildar Sigurðardóttur og gengu þeir einnig um beina, eins og þaul- æft starfsfólk í veitingahúsi. Þau, sem að þessu stóðu, ólafur skólastjóri Arngrimsson, Margrét kennari Bragadóttir, svo og að- stoðarfólk þeirra eiga miklar þakkir skildar fyrir svo myndar- legt framtak og góðan árangur, því að bæði var þetta mjög ánægjuleg stund og svo hafa nem- endur tvfmælalaust mikið gagn af slíku. Þeir æfast í að vinna saman, koma opinberlega fram, hugsa rökrétt, tjá sig i hljóðfæraleik, leiklist, upplestri og söng. Og ég er þess fullviss, að þegar allt kemur til alls, þá hafa nemendur hlotið meiri og hagnýtari fræðslu þessa viku, en margar aðrar, þar sem stundaskráin réð öllu, með fyllstu virðingu fyrir henni. — Sverrir Fulltrúaráð verkalýðs- fp.laganna í Hafnarfirði; Grétar Þor- leifsson kos- inn formaður Aðalfundur Fulltrúaráðs verkalýös- félaganna í Hafnarflrði var haldinn fyrir skömmu og voru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf auk um- ræðu um atvinnumál í Hafnarflröi. Á fundinum voru eftirtaldir að- ilar kjörnir i stjórn ráðsins til næstu tveggja ára: Grétar Þor- leifsson formaður, Sigurður T. Sigurðsson varaformaður, Sólveig Haraldsdóttir ritari, Hallgrímur Pétursson gjaldkeri og meðstjórn- endur Alda Pétursdóttir, Eiríkur Helgason og Dagbjört Sigurjóns- dóttir. Fyrsti varamaður er Ey- steinn Guðlaugsson. Aöeins 2:000 útborgun og svo 2.000 M króna kr. á mánuöi Viö gerum þér tíma- bundið tilboö sem þú getur ekki hafnaö og seljum þennan glæsi- lega Electrolux ör- bylgjuofn á einstöku af- sláttarveröi meö ótrú- legum kjörum. Vörumarkaðurinn hl. Ármúla 1a. s: 686117. Sumarbúðir ÆSK Við Vestmannsvatn Aðaldal S-Ping. Flokkaskipting strákar/stelpur, 7-11 ára. strákar, 8-11 ára. stelpur, 8-11 ára. stelpur/strákar, 7-9 ára. aldraðir aldraðir strákar/stelpur, 8-11 ára. strákar/stelpur, 10-13 ára. 1. fl. 6. júní til 15. júní, 2. fl. 18. júni til 27. júní, 3. fl. 28. júní til 7. júlí, 4. fl. 8. júlí til 17. júlí, 5. fl. 18. júlí til 25. júlí, 6. fl. 25. júlí til l .ágúst, 7. fl. 6. ágúst til 15. ágúst, 8. fl. 16. ágúst til 25. ágúst, Innritun Innritun í sumarbúðir ÆSK við Vestmannsvatn er hafin. Hún fer fram hjá Gunnari Rafni Jónssyni og Steinunni Þórhallsdóttur, Ketilsbraut 20 á Húsavík. Síminn er 96- 4 14 09. lnnritað er alla virka daga frá kl. 17-20, en einnig má hringja á öðrum tímum, ef það hentar betur. Frá og með 3. júni fer innritun fram í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Síminn þar er %- 4 35 53. Við innritun þarf að greiða 1000 kr. staðfestingar- gjald, sem er óendurkræft, ef umsækjandi hættir við dvölina þremur vikum eða skemur fyrir upphaf hennar. Ella gengur staðfestingargjaldið upp í dvalargjaldið. Sendir verða út gíróseðlar fyrir staðfestingargjaldinu. Þá þarf að greiða innan tveggja vikna. Þegar sú greiðsla hefur borisf, fá væntanlegir þátttakendur bréf með ollum upp- lýsingum um sumarbúðirnar og dvölina þar. Dvalargjald Dvalargjald í barnaflokkum er 5100 kr. fyrir bamið. Systkini fá afslátt og er dvalargjaldið þá 4500. Dvalargjald fyrir aldraða er 7000 kr. fyrir manninn. Hjón fá 10% afslátt. Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti p m m Metsölublað á hverjum degi! |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.