Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAt 1985
25
Aðalfundur RKI:
Rekstrarhalli Sjúkrahótels
nam rúmlega 2 milljónum
AÐALFUNDUR Rauða kross íslands
4. maí sl. en hann sátu 73 fulltrúar I
stjórnar og starfsmanna. Benedikt Bl
þess m.a. að 3. maí sl. voru 60 ár
Akureyrardeildarinnar var haldinn.
Við fundarsetningu fluttu
ávörp varaforseti bæjarstjórnar
Akureyrar, Sigríður Stefánsdótt-
ir, og Bjarni Arthúrsson, for-
maður Akureyrardeildar RKÍ.
Stjórn RKÍ minntist sextugsaf-
mælis Akureyrardeildarinnar
með því að færa henni fundar-
hamar að gjöf.
Tveimur Akureyringum, þeim
Gísla Ólafssyni og Jakobi Frí-
mannssyni, voru afhentir silfur-
peningar RKÍ í virðingar- og
þakkarskyni fyrir vel unnin störf
í þágu Akureyrardeildarinnar.
í skýrslu stjórnar kom fram að
aðaláhersla í starfi deildanna
var lögð á sjúkraflutninga og
voru þeir eitt helsta umræðuefni
fundarins. Halli á starfsemi
sjúkrahótels reyndist rúmar 2
milljónir króna á síðasta ári og
má einkum rekja það til lágra
daggjalda. Hótelið gistu 597
manns að meðaltali í 16 til 17
daga. Unnið var að öldrunarmál-
um með svipuðum hætti og und-
anfarin ár.
Önnur helstu viðfangsefni,
sem unnið var að á árinu, voru
rekstur Hjálpartækjabankans í
samvinnu við Sjálfsbjörg,
fræðslumál, skyndihjálp, nám-
skeið fyrir sjúkraflutningamenn,
starfsþjálfun fatlaðra og blóð-
rar haldinn á Akureyri dagana 3. og
rá 25 deildum Rauða krossins auk
indal hrl. setti fundinn og minntist
liðin frá því að fyrsti aðalfundur
söfnun auk hjálparstarfa erlend-
is. Þar störfuðu þrír sendifulltrú-
ar, einn í Thailandi, annar í Ug-
anda og hinn þriðji í Eþíópíu.
Björn Friðfinnsson flutti er-
indi sem hann nefndi: Með
mannúð til friðar.
Þá skiptust fulltrúar í starfs-
hópa til umræðu um dagskrár-
mál. Engar breytingar urðu á
stjórn félagsins, en hana skipa:
Benedikt Blöndal, formaður,
Guðjón Magnússon, varaformað-
ur, Eggert Ágúst Sverrisson,
gjaldkeri, og Guðrún Holt, ritari.
Aðrir í stjórn eru Björn Tryggva-
son, Björn Friðfinnsson, Arin-
björn Kolbeinsson, Anna Þrúður
Þorkelsdóttir, Bjarni Arthúrs-
son, Þórir Sigurbjörnsson og
Vigfús Þ. Guðmundsson.
I ályktun, sem samþykkt var á
fundinum, kom fram að aðal-
fundurinn hvetur til áframhald-
andi starfa að gömlum og nýjum
verkefnum um leið og því er
beint til deildanna að þær leggi
áherslu á æskulýðs og ung-
mennastarf. Ennfremur hvetur
aðalfundurinn til að leggja
friðarhreyfingu RKÍ lið og taka
upp baráttu gegn boðun ofbeldis
og neyslu fíkniefna.
Þá leggur fundurinn fyrir
stjórn og skrifstofu RKÍ að
styðja deildirnar í þessu starfi og
athuga hvernig hægt sé að verða
að liði í baráttunni gegn
fíkniefnaneyslu. Að lokum þá
fagnaði aðalfundurinn því að
heilbrigðisráðherra hefur skipað
nefnd til að gera tillögur um
skipulagningu og framkvæmd
sjúkraflutninga í landinu og lýsir
því yfir að RKÍ og deildir hans
eru tilbúnar að taka á sig aukna
ábyrgð á sjúkraflutningum.
Hópreið
til messu
FÉLAGAR í Hestamannafélaginu
Fáki gangast fyrir óvenjulegri hóp-
reið nk. sunnudag, 12. maí, er riðið
verður til messu í Langholtskirkju.
Lagt verður af stað frá Víðivöll-
um kl. 9.30. Við kirkjuna verður
sett upp rafmagnsgirðing þar sem
hægt verður að skilja hestana eft-
ir. Hestamenn verða jafnframt í
öllum hlutverkum í messunni,
prestur er séra Sigurður Haukur
Guðjónsson, Jón Stefánsson leikur
á orgel o.s.frv. Hestamenn eru
hvattir til að slást í förina enda
ekki á hverjum degi sem menn
fara ríðandi til messu, a.m.k. ekki
hér á höfuðborgarsvæðinu.
(FrétUtilkynning.)
RR BYGGINGAVÖRUR HF
Nethyl 2, Ártúnsholti. Sími 687447 og Suðurlandsbraut 4, Sími 33331
5ÉRTILBOÐ KAUPFÉLAQAMtlA I MAÍ.
1<3P> Bogasög 24"
KINZO 5 hólfa verkfærakassi
ITALBOX V/eiðikassi
é^ Sandleikfangasett
Helso Qarðstóll
Skiptiskrúfjám 4ra hausa
Hentug .vorvara' á úrvalskjörum, meðan birgðir endast.
$ KAUPFÉLAGIÐ
Heildsölubirgöir
Agnar Ludvigsson hf.
Nýlendugata 21, sími 12134.
GUFUSTÝRIBÚNAÐUR
fyrir: fiskimjölsverksmiðjur,
frystihús, skelvinnslur og
rækjuverksmiðjur.
vatnskar
Danfoss IVT/IVF gufustýribúnaðurinn stýrirog heldur
réttuhitastigiítönkum og kerjum, óháð rafmagni.
Ventlastærðir 15-50 mm. Stillisvið 10-140 °C.
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA