Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAt 1985 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakið. Hégómi eða verðmæti Finnska skáldið Antti Tuuri stakk í stúf við lágkúru síðasta Norður- landaráðsþings hér í Reykja- vík þegar hann ávarpaði samkunduna á íslenzkri tungu um leið og hann veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku. Antti Tuuri er ungur og mik- ilhæfur rithöfundur. Hann sýndi íslenzku þjóðinni meiri virðingu við úthlutun bók- menntaverðlaunanna en Norðurlandaráðsþingið hafði gert þegar íslenzk tunga var þar til umfjöllunar. Sízt af öllu var hlutur íslenzku full- trúanna til sóma eða fyrir- myndar. Nú er að sjá hvort Alþingi íslendinga sýnir af sér meiri manndóm við afgreiðslu þingsályktunartillögu Hall- dórs Blöndals um íslenzku á vegum samstarfsaðila í Norðurlandaráði en gert var á þinginu hér. Þó virðist ekki mikil von til þess ef marka má þær umræður sem fram hafa farið á Alþingi íslend- inga um þetta mikilvæga mál. í nýlegu samtali við Antti Tuuri segir hann m.a. að það sé ógeðfelt að stilla bókum upp hverri á móti annarri eins og hann kemst að orði og velja síöan úr „hina beztu". Skáldið bætir við: Sem betur fer skrifar enginn rithöfundur til þess að fá verðlaun. Á þetta er minnzt vegna hugmyndar um árlega verð- launaveitingu, tengda nafni Jóns Sigurðssonar, en von- andi er hún dauð enda ástæðulaust að efna til ár- vissra ýfinga af slíku tilefni. Ástæða er til að nota pen- inga þjóðfélagsins til annars en að etja saman bókum og nota rithöfunda í mann- greiningarstreðinu í okkar litla og þrönga þjóðfélagi, svo að ekki sé nú talað um að gera það að árvissum við- burði á þjóðhátíðardegi ís- lendinga og afmæli Jóns Sig- urðssonar. Vonandi verða þeir peningar sem þannig falla til notaðir í því skyni að veita góðum rithöfundum starfsaðstöðu eftir farsælt framlag til íslenzkrar menn- ingar, eða þá öðrum lista- mönnum sem til þess hafa unnið. Ástæðan til þess að á þetta er minnzt hér í forystugrein er sú, að nýlega birtist í Nú- tímanum frétt þess efnis að altaristaflan eða bríkin svonefnd í Hóladómkirkju liggi undir skemmdum. Haft er eftir þjóðminjaverði að hún þarfnist mikillar við- gerðar. Danskur sérfræðing- ur í viðgerð á gömlum verk- um af þessu tagi hefur verið á íslandi til skrafs og ráða- gerða um það hvernig við skuli bregðast. Það eru slík menningar- mál sem íslenzka ríkið á að styrkja og meðan það getur ekki séð um sinn eigin menn- ingararf ætti það ekki að vera að fjargviðrast um verðlaun út og suður. í fyrrnefndri frétt segir að altaristaflan á Hólum sé ein- stakur dýrgripur og talið sé víst að Jón byskup Arason hafi gefið bríkina til Hóla- stóls. Hún mun vera ættuð frá Niðurlöndum, Hollandi og Belgíu. Þjóðminjavörður sagði í samtali við fyrrnefnt blað að viðgerð á töflunni væri orðin mjög aðkallandi „en það væri geysilega dýrt og mikið verk í framkvæmd, talið væri að það tæki einn mann þrjú ár að vinna verkið. Viðgerð á verki af þessu tagi er auk þess mjög sérhæfð vinna, og einungis á færi hæfra sérfræðinga". En svo kemur rúsínan í pylsu- endanum: Þjóðminjasafnið er svo illa í stakk búið fjár- hagslega að það getur ekki sinnt vaxandi verkefnum sínum. Heimsókn danska sérfræðingsins hingað til lands mun hafa kostað um hundrað þúsund krónur, en Þjóðminjasafnið mun ekki eiga fé til að greiða ferðina! Ásjár fjármálaráðuneytisins var leitað en erindinu hafn- að, segir blaðið! Vonir eru nú bundnar við að menntamála- ráðuneytið hlaupi undir bagga! En það stóð ekki á því að bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra rykju upp til handa og fóta á sínum tíma í sambandi við fyrr- greinda verðlaunafyrir- greiðslu. Þegar hégóminn er annars vegar stendur ekki á ráðamönnum að taka við sér. En þeir sem þannig hlú að íslenzkum menningarverð- mætum ættu ekki að vera að hrópa: verðlaun, verðlaun! á torgum úti, allra sízt verð- laun í nafni Jóns Sigurðsson- ar! Ó, Grieg! Norðmenn hafa af miklu að státa. Þeir eiga merkilegan arf. Þeir hafa átt stórskáld, tónskáld á heims- mælikvarða, söngvara, eitt mikilvægasta leikritaskáld heimsins, málara í sérflokki — og af þeim erum við ís- lendingar einnig komnir! Margar þjóðir þurfa að mikl- ast af minna. En Norðmenn virðast ekki vel haldnir á sálinni þrátt fyrir allt þetta og þrátt fyrir olíugróðann. Ef marka má síðustu fréttir virðast frændur okkar held- ur illa haldnir á sálinni. Hvað veldur? Þessi stór- merkilega þjóð hefur ekki gengið heil til skógar undan- farin ár, ef marka má fréttir, vegna þess að hún hefur aldrei sigrað í söngvakeppni sjónvarpsstöðva! En nú hafa Norðmenn loksins náð þessu langþráða takmarki. Þeir báru sigur úr býtum. Þjóðar- gleði fór eins og eldur í sinu um landið þvert og endi- langt, enda hafa Norðmenn vafalaust heitið á ólaf helga sér til fulltingis í þessu við- kvæma vandamáli. En hvað var það sem lá svona þungt á norsku þjóðarsálinni? Jú, þeir höfðu stundum verið á botninum í keppni þessari. En hvaða máli skipti það? Önnur eins menningarþjóð hefði nú átt að geta tekið þessu gríni með bros á vör. Nei, það er nú komið í ljós að svo er ekki. Morgunblaðið segir í gær að stúlkurnar sem fluttu sigurlagið hafi verið hylltar sem þjóðhetjur! Ekki var nú þetta lag merki- legra en önnur lög sem flutt voru í þessari keppni og öll voru þau meira og minna eins, talandi tákn um skemmtiiðnað heimsins í dag þar sem fátt sker sig úr Norðmenn hefðu vel getað borið sig mannalega þótt þeir hefðu tapað í þessari keppni ennþá einu sinni. Það hefur í raun og veru ekkert áunnizt. Norska þjóðin er hvorki merkilegri né ómerki- legri eftir þennan sigur. Norska lagið fékk einungis flest stig — og það skiptir í raun og veru engu, hvorki til né frá. Norðmenn hafa af öðru meir að státa. Og þeir hafa átt mikilvægari og merkari þjóðhetjur. En það er gott til þess að vita ef þeir læknast nú á sálinni. En svona er heimurinn orðinn: brenglað mat á verðmætum, lítilsiglt lag reisir merka þjóð úr andlegri kröm og kvöl. En fyrst þetta var svona nauðsynlegt getum við fagnað með frændum okkar. En við skulum fyrst og síðast horfa í eigin barm. Erum við íslendingar ekki of oft í hlut- verki Norðmanna nú um stundir? Þursinn í Pétri Gaut talar um að vera sjálfum sér næg- ur. Sú áminning Ibsens sem í þeim orðum felst á erindi við okkur, ekki síður en samtíð hans. Glasgow við Clyde — eftir Valtý Pétursson Fyrsta útland, sem ég leit aug- um, var eyjan St. Kilda. Hún var þá nýlega farin úr byggð. Karl Einarsson Dunganon hafði ekki enn gert tilkall til hertoganafn- bótar á þeim stað, enda var ekki komið þar við. Það var hins vegar í borginni Glasgow við Clyde-fljótið, sem ég fyrst steig fæti á erlenda grund. Síðan eru liðin tæp 50 ár, og far- kosturinn var elzta Esjan, sem lengi var í strandferðum hér við land og í eigu ríkisins — fallegt gufuskip og farsælt, sem síðar var selt úr landi, til Suður-Ameríku, ef ég man rétt. Þá var ég ungur að árum og vikapiltur um borð. Merkileg staða það, og auðvitað var maðurinn enginn smákarl að vera kominn í siglingar, hálfs- mánaðarlega eina þrjá daga í stórborg. Mikið var maður nú góður með sig og sór sig í þingeyskar ættir, þegar gengið var á land í Princess Dock með fimm shillinga (einn fjórða úr pundi) í vasanum, ákveð- inn í að sigra heiminn, kaupa gjaf- ir handa þeim, sem heima sátu, fara á einhvern skemmtistað, og ég veit ekki hvað. Og allt þetta tókst einhvern veginn. Þá var gaman að vera til. Sumarsólin stráði geislum sinum yfir skógi vaxnar hæðirnar meðfram Clyde og hitaði upp óhreint vatnið. Fnykurinn, sem myndaðist í dokk- inni á heitum sumardögum, líður mér seint úr minni, án þess að þar sé um óþægilegar endurminningar að ræða. Það var kreppa. Fátækt- in blasti við manni á óþægilegan hátt, en orðið „atómvopn" var ekki til í neinu máli, og stríðið var í órafjarlægð. Hitler var að vísu kominn til valda á meginlandi, en engan óraði fyrir afleiðingum þeirrar valdatöku. Já, það var gaman að lifa og vera heimsmaður, og engum þótti það tiltökumál að vera þrjá til fjóra sólarhringa að komast milli Reykjavíkur og Glasgow. Farþeg- ar skipsins í hverri ferð voru milli þrjátíu og fimmtíu, ef ég man rétt. Þetta voru sumarferðir og stóðu um tveggja mánaða skeið; gamla Esja fór svo aftur að hringsóla umhverfis landið er hausta tók. Á þessum tíma var iðnaður í blóma og skipasmíðar miklar við Clyde. Allt iðaði af lífi. Skipin sigldu upp ána úr öllum áttum: frá íslandi, Indlandi og Amerikunum. Umferð var gífurleg um fljótið og meðfram því. Á landi voru vörur fluttar á stórum flutningabílum eða á hestvögnum. Víst voru bíl- arnir stórir, en minnisstæðari eru mér þó hestarnir fyrir stærðina og þó einkum risastóra hófana, sem mér varð heldur betur starsýnt á. Nú eru hestarnir löngu horfnir. Sama máli gegnir um litlu gufu- skipin, sem nefnd voru Clyde- Puffers og notuð voru til flutninga í næsta umhverfi borgarinnar. Þau spúðu gufunni út í loftið eins og reykingamenn, sem totta pípur sínar, og siluðust með heimspeki- legri ró eftir fjörðum og fljótum. Nú tilheyrir þetta allt liðinni tíð. Mjög hefur dregið úr skipa- smíðum við Clyde, eins og annars staðar. í stað skipanna eru þar nú smíðaðir borpallar fyrir olíufélög- in, og einhvern veginn eru þeir ekki eins heillandi. í Glasgow er þó viðskiptalíf litríkt sem áður, og þar eru einhver ósköp af sölubúð- um. Því er jafnvel haldið fram, að þar sé að ýmsu leyti betra að verzla en í mörgum, ef ekki flest- um borgum Bretlands. Síðan ég fór mína fyrstu reisu til útlanda hafa leiðir legið víða, og ég hef mörgum kynnzt. Skot- land hefur þó allt frá Esju-árun- um átt sinn samastað í huga mér, en jafnframt verið mér nokkur ráðgáta. Stundum hefur mér fundizt ég kominn heim, þegar þar var komið, þótt ég skynjaði glöggt fjarlægðina frá íslandi. Einhvern veginn hefur þetta nágrannaland verið svolítið sér á parti í huga mínum og er raunar enn. Það er ólíkt meginlandi Evrópu, og ekki líkist það Englandi. Ég kann ekki að skýra þetta, en þannig er það. Allt þetta kemur í hugann, er ég dreypi á koníaksglasi, rétt áður en lent er á Glasgow Airport í nota- legri Flugleiðaþotu. Tæpir tveir tímar, frá því er farið var frá Keflavík og nægir ferðatékkar í veskinu. Einu sinni voru þetta þrír til fjórir sólarhringar og fimm shillingar. En svona er tíminn, svona er veröldin. Á undanförnum árum hafa margir farið skyndiferðir til Glas- gow, aðallega til að fá sér bjór og skreppa í búðir. Ekkert er við því að segja, en það er sannarlega hægt að njóta lífsins í Glasgow við aðra iðju og fyllilega þess virði. Þar var nýlega opnað eitt af glæsi- legustu listasöfnum i Evrópu og tilkoma þess stórmerka safns var ástæðan fyrir því, að ég dvaldi í Glasgow um páskana. í greinum, sem birtast munu í Morgunblað- inu á næstunni, ætla ég að reyna að skýra lesendum frá nokkru af því, sem hægt er að sjá í Glasgow. Auðvitað verða það söfnin, sem ég fjalla fyrst og fremst um; ég held, að leikhúslíf sé auðugra annars staðar í Skotlandi. Tónlistarlíf er hins vegar með blóma, og í Glas- gow eru hljómleikar ýmiss konar á hverju kvöldi. Ég man ekki eftir að hafa séð nema eitt safn listaverka, þegar ég heimsótti Glasgow í fyrsta sinn. Það var Kelvingrove-listasafnið, sem lauk upp dyrum sínum árið 1902. Það er vandað og fjölbreytt safn, sem nær ekki aðeins til lista- verka, heldur og til listiðnaðar, sögu, forngripa, náttúrugripa o.fl. Ég held, að þar hafi verið aðrar myndir á veggjum, þegar ég leit inn í fyrsta skipti, en það skiptir ekki máli. Sami Rembrandtinn hangir þar enn — eitt dýrðlegasta málverk eftir meistarann, af meistaranum, heimsfrægt mál- verk í tölu meistaraverka. Glasgow hefur fengið nýjan svip. Háhýsi eru risin hér og þar, og það er eins og þessari miklu iðnaðarborg hafi verið dembt í feiknamikið bað og allt fágað og hreinsað á þann eina veg, sem íbúum Bretlandseyja er laginn. Ég staldraði við í Glasgow fyrir allmörgum árum og þótti þá held- ur subbulegt í miðbænum, en nú er öldin önnur, Glasgow-búum til mikils sóma. Þarna eru komnar göngugötur, umferðin er hæfileg og flest í röð og reglu. Merkilegt listasafn hefur risið við Glasgow- háskóla, Hunterian-safnið, og enn merkilegra er hið nýja og glæsi- lega Burrel-safn, sem stendur í Pollok Park, skammt frá Pollok House, sem hýsir enn eitt safnið. Þá mætti bæta við Museum of Transport, sem gefur góða mynd af því, sem skapað hefur verið á Clyde-bökkum. Þar eru eimvagn- ar, strætisvagnar, líkön af skipum og flugvélum og ótal tegundir bif- reiða, sem margar koma kunnug- lega fyrir sjónir. Skemmtilegt safn fyrir þá, sem áhuga hafa á tækniframförum og þróun sam- göngutækja. Þess má geta, að aðgangur að öllum þessum söfnum er ókeypis, en það tekur sinn tíma að kynnast þeim, og enginn ætti að skoða meira en eitt safn yfir daginn. Það vill nefnilega verða lýjandi, ef maður kann sér ekki hóf, auk þess sem það tekur sinn tíma að melta það sem fyrir augun ber. Það kom mér óneitanlega á óvart að uppgötva, hvað Glasgow- borg er auðug af listaverkum, bæði fornum og nýjum, en viðmót Skota var mér hins vegar kunnugt frá fyrri tíð. Það hafði ekkert breytzt. Þeir voru enn jafn vin- gjarnlegir og hjálpfúsir og áður. Enn var jafn erfitt að skilja mál- lýzku þeirra, og enn sáust karl- menn í pilsum með rýting í sokkn- um, þótt fremur væri svalt i veðri. Þeir eru þjóðernissinnar í eðli sínu, Skotar, og halda fast við eig- in siði og mállýzku, sem og það viðmót, sem í flestum tilfellum er svo elskulegt. að engu er líkara en þetta fólk hafi ekki lært að til- einka sér afskiptaleysi stórborg- arbúa, sé enn sveitafólk, sem álp- ast hafi til að byggja borg. Á páskadag fórum við hjónin í dómkirkjuna í Glasgow, og verður sú athöfn okkur ógleymanleg. Framkoma fólks í kirkjunni og starfsmanna þar var með svo elskulegum hætti, að ég vil endi- lega koma því til skila í þessum greinarstúf. Allir stóðu upp og sungu með sálmana. Orgelið var svo hljómsterkt, að undir tók I gotneskum hvelfingunum, og há- tíðleikinn fór ekki fram hjá nein- um. Þetta var sannkölluð hátíð, og lengi munum við minnast hennar. Sjálf dómkirkjan er sögulegt meistaraverk í há-gotneskum stíl, köld og tignarleg í mikilleik sín- um. Og þegar undirritaður er far- inn að kyrja sálma, hefur eitthvað gerst. Höíuadur er þjóökunnur listmil- arí. Helgi Hálfdanarson: Enn um kynhvörf Borgarráð: Reykjavfkurborg og ríkið samein- ast um hlutafélagið Jarðborun hf. Á fundi borgarráðs á þriðjudag voru lögð fram drög að samningi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um sameiningu Jarðborana ríkisins og Gufuborunar ríkisins og Reykja- víkurborgar, sem lúta að því að sam- eina þessi fyrirtæki í eitt hlutafélag, Jarðborun hf. Hlutafélagið verður eftir sameininguna að hálfu í eigu hvors aðila. Ríkið greiðir 10 millj. og leggur til eignir Jarðborana ríkisins, tæki og bora. Reykjavíkurborg greiðir 35 millj., sem greiðast á tveimur árum, en 14,6 millj., eru á skuldabréfum til 10 ára. Að sögn borgarverkfræðings, Þórðar Þorbjarnarsonar, eru Gufuboranir ríkisins og Reykja- víkurborgar að jöfnum hlut í eigu aðila. Jarðboranir ríkisins eru hinsvegar ríkisfyrirtæki eins og er. Kveðið er á um það í samnings- drögunum með hvaða hætti sam- einingin getur farið fram. Upphaf málsins má rekja til þess að í árslok 1983 skipaði iðnað- arráðherra nefnd, sem fékk það verkefni að athuga hvort tiltækt væri að sameina fyrirtækin. Nefndin skilaði áliti nú í ársbyrj- un og í því er lagt til að reynt verði að semja um sameiningu fyrirtækjanna. Meginforsendur eru þær að nefndin telur mikil- vægt að í landinu sé til eitt öflugt fyrirtæki á þessu sviði. Þar verði sameinuð sú þekking á jarðborun- um sem við búum yfir og reynt að halda utan um hana og þá verk- reynslu sem hefur orðið til á und- anförnum árum. Einnig má líta á sameininguna, sem skref í þá átt að í framtíðinni verði hlutafélagið í eigu fleiri aðila en ríkisins og Reykjavíkurborgar. Tilgangur fé- lagsins verður áfram sá að annast jarðboranir eftir heitu og köldu vatni um allt land ásamt ýmsum öðrum verkefnum sem Gufubor- anir ríkisins og Reykjavíkurborg- ar hafa annast fram til þessa. Að áskildu samþykki borgar- stjórnar og alþingis standa vonir til að félagið taki til starfa 1. júni nk., sagði Þórður að lokum. Að gefnu tilefni vil ég láta þess getið, að orð þau, sem orðanefnd Kennaraháskólanas mælti með í stað erlenda orðsins homosexual og annarra skyldra orða, eru: lýs- ingarorðið kynhvarfur (beygist eins og djarfur), nafnorðið kyn- hvarfi (um þann sem er kynhvarf- ur) og fleirtölu-nafnorðið kynhvörf (um það að vera kynhvarfur), en auk þess hómi (kynhvarfur karl- maður) og lespa (kynhvörf kona). Lýsingarorðið kynhvarfur hefur í meðförum fjölmiðla breytzt í kynhverfur, en í orðanefnd KHl var talið, að það orð myndi fremur merkja erotoman. Orð þessi hefur einkum borið á góma að undan- förnu vegna sjúkdómsins AIDS, sem kallaður er á íslenzku „áunnin ónæmisbæklun", en það skilst mér að merki einna helzt ínæming. Að orðin kynhvarfur og kynhvarfi séu niðrandi, eins og sumir halda fram, er undarlegur misskilning- ur; í þeim felst einungis sú stað- reynd, að kynhvöt er öndverð því sem algengast er, en ekkert mat, hvorki siðferðilegt né heilsufræði- legt. Þessi orð voru einmitt valin með það fyrir augum, svo að hver sem þau notar getur haft á sjálfu fyrirbærinu hvaða álit sem honum sýnist. Það er meira en sagt verð- ur um orðið hommi, sem vegna langærrar niðrandi notkunar hef- ur fengið á sig niðrandi blæ. Orð eins og samkynhneigð og sam- kynhneigdur virðast mér ekki nógu vel gerð og of óþjál til að komast í almenna notkun. Böðvar Björnsson sendir mér heldur óblíða kveðju út af þessu orðabasli í Morgunblaðinu 7. þ.m. og fer um leið fram á það, að orða- nefnd KHÍ biðjist afsökunar á þessum orðum. Áð óreyndu þykir mér heldur ólíklegt að nefndin telji ástæðu til þess. Enginn þarf að móðgast af því að vera réttilega sagður kynhvarfur fremur en t.d. að vera réttilega sagður örvhentur. Þetta vona ég að íslenzkir kyn- hvarfar skilji við nánari athugun og slökkvi óvild sína í garð þeirra sem að þessum orðum hafa staðið með góðum huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.