Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1985 3 A annað þúsund manns vantar til fiskvinnslu á landinu: Getum ekki greitt mannsæmandi laun — segir Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Norðurtangans á ísafirði um fiskvinnsluna TILFINNANLEGUR skortur er nú i fólki í fiskvinnslu um allt land. Taiið er að i Vestfjörðum vanti um 300 manns og 1.300 i landinu öllu. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtanga i ísa- firði, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að istæða þessa væri fyrst og fremst sú, að fiskvinnslan hefði orðið undir í samkeppninni við þjónustugreinarnar um starfsfólk- ið. Eins og búið væri að fiskvinnsl- unni gæti hún ekki greitt nægileg laun. Þvi fengi hún ekki nægilega mikið af hæfu starfsfólki til vinnu. Skortur i hæfu starfsfólki drægi síðan i möguleikanum i fram- leiðslu í verðmestu pakkningarnar og rýrði þannig tekjumöguleika frystihúsanna. Þetta væri því orð- inn vítahringur. Knútur óskarsson, fram- kvæmdastjóri Sambands Fisk- vinnslustöðvanna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að skýr- ingin á þessum skorti væri með- al annars sú, að svo mikil at- vinna væri nú i boði, að fólk ætti auðvelt með að velja á milli. Það veldi þá frekar þjónustugrein- arnar, sem gætu boðið betri vinnuaðstöðu og laun en frum- greinarnar. Eins og staðan væri nú, væri meiri atvinna f boði en eftirspurn og það kæmi meðal annars niður á fiskvinnslunnj. Jón Páll Halldórsson sagði, að til þess að bæta ástandið, yrð' að grípa til margþættra ráða. Mikið misgengi, sem skapazt hefði að undanförnu milli atvinnuveg- anna, hefði leitt til flótta frá framleiðslugreinunum yfir til þjónustugreinanna. Þetta bitn- aði harkalega á framleiðslu- þyggðarlögum úti um allt land. Á fjögurra ára tímabili, frá 1981 til 1984, hefði staða sjávarút- vegsins stöðugt versnað, þar sem erlent lánsfé hefði streymt inn í hagkerfið og veikt stöðu hans. Erlent lánsfé hækkaði ekki verð á afurðum sjávarútvegsins, en hækkaði hins vegar verð á að- föngum hans og aðkeyptri þjón- ustu. Aðrar greinar nytu hins vegar þenslunnar, þar sem er- lenda lánsféð væri notað til kaupa á framleiðsluvörum þeirra og þjónustu. Sjávarútveginum væri nú haldið gangandi með skuldbreyt- ingum, sem forðuðu greiðslu- þroti tímabundið, en gerðu rekstrarskilyrði fyrirtækjanna enn verri en áður. Eignahlutfall fyrirtækja I sjávarútvegi hefði rýrnað á undanförnum árum. í ársbyrjum 1981 hefðu skuldir sjávarútvegsfyrirtækja hjá opinberum lánastofnunum og bönkum verið 42% af eignum en þetta hlutfall var 55% um síð- ustu áramót. Slæm rekstrarskil- yrði yllu mestu um þetta. Hvorki væri hægt að kenna um aflp- bresti né markaðsbresti á þessu tímabili. Megin orsökin væri samspil gengisskráningar og skuldasöfnunar erlendis. t árs- byrjun 1981 hefði nettóskulda- staða þjóðarinnar við útlönd verið 31,6% af þjóðarframleiðslu en í byrjun þessa árs 63% eða helmingi hærri. Þá væri við- skiptahalli við útlönd orðinn við- varandi ástand. Jón Páll sagði, að yrði dregið úr þenslunni, kæmi fjörkippur i framleiðslugreinarnar og þær gætu þá greitt mannsæmandi laun. Nú vantaði um 300 manns í fiskvinnslu á Vestfjörðum og hefði aldrei verið méira. Það væri borin von að ástandið skán- aði á næstunni, yrði ekkert að gert. Þetta byggðist ekki bara á lágum launum og flótta úr at- vinnugreininni af þeim sökum. Svo til allri framleiðslu væri nú beint á Bandarikjamarkað vegna hagstæðs gengis á dollar. Einnig væri í vaxandi mæli verið að beina framleiðslunni i nýjar pakkningar, sem væru mann- aflafrekari. Þessi markaður gerði sifellt meiri kröfur um vandaða framleiðslu. Því væri ekki bara það að, að fólki i fisk- vinnslu fækkaði, heldur þyrfti einnig fleira fólk til að geta svarað auknum gæðakröfum og verðmætari framleiðslu jafn- framt meiru hráefni. Aukin verðmæti framleiðslunnar væri eitt af svörum fiskvinnslunnar við siversnandi rekstrarstöðu. 17 % ökumanna enn á negldum ENN aka um 17% ökumanna um götur Reykjavíkurborgar á negldum hjólbörðum, samkvæmt könnun sem gerð var í vikunni, að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra. Sagði Ingi, að lögreglan myndi nú sekta hvern þann ökumann sem til næðist á negldum hjól- börðum, en 1. maí sl. voru síðustu forvöð að skipta yfir á sumar- hjólbarðana. Meðfylgjandi mynd tók Bjarni, ljósmyndari Mbl., á einu hjólbarðaverkstæði borgar- innar nú í vikunni en mikið hefur verið að gera þar síðustu daga. Sfldarvinnslan í Neskaupstað: Hækkar bónusgrunn og niðurgreiðir dagvistargjöld SKORTUR á starfsfólki við Hsk- vinnslu í Neskaupstað er nú ekki eins tilfinnanlegur og fyrr á þessu iri, að sögn Guðjóns Smára Agnars- sonar, framkvæmdastjóra SVN. Síldarvinnslan hefur hækkað bónusgrunn og greitt niður dag- vistagjöld vegna barna kvenna, sem vinna við pökkun og snyrt- ingu í frystihúsinu, og i kjölfar þess hefur dregið út skorti á starfsfólki. Guðjón Smári sagði, að hugsanlega væru fleiri skýr- ingar á þessu, en ljóst væri að að- gerðir fyrirtækisins hefðu einhver áhrif. Þetta hækkaði auðvitað launakostnað fyrirtækisins, en á móti kæmi, að nýting véla og húss yrði betri og ennfremur nýttist betur það starfsfólk, sem væri í vinnu, hvort sem konur við snyrt- ingu og pökkun væru eitthvað fleiri eða færri. Það væri stað- reynd, að hin lágu laun, sem fisk- vinnslan væri fær um að greiða starfsfólki sínu, fældi það frá fisk- vinnslunni, sérstaklega þar sem auðvelt væri að fá aðra vinnu. Ennfremur virtist rekinn áróður gegn fiskvinnslu og vinna í fiski talin óæðri annarri vinnu. Þessu yrði að snúa við og fá fólk til að átta sig á mikilvægi fiskvinnsl- unnar og jafnframt búa þannig að henni, að hún gæti greitt sóma- samleg laun. — * I SUMAR VERÐA SUMAR KONUR BETUR KLÆDDAR EN AÐRAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.