Morgunblaðið - 09.05.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 09.05.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAl 1985 43 Þorgrímur G. Guð- jónsson — Kveðjuorð Fæddur 18. nóvember 1920 Dáinn 14. aprfl 1985 Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upprenna vonar dagur. (Hjálmar frá Bólu.) Það var stuttu fyrir síðustu jól að ég sá Þorgrím vin minn í síð- asta sinn. Hann heimsótti mig nokkrum sinnum á spítalann, þar sem ég lá um sinn, áður hafði hann náð í mig til að eyða stund með þeim hjónum á heimili þeirra. Hafði hann jafnan þann hátt á að fá mig heim til sín, ef ég kom í borgina. Átti ég þá ætíð góða stund á heimili þeirra ágætu hjóna. f þetta síðasta skipti kom mér síst í hug, að nú sæi ég Þor- grím ekki oftar, að hann hyrfi svo fljótt af vettvangi lífs og starfs. En líklega er það gott að sjá að minnsta kosti takmarkað inn í framtíðina. Þorgrím frá Saurbæ þekkti ég frá barnæsku hans, sem og hans mörgu góðu systkini. Það er stutt á milli bæjanna Saurbæjar og Flatnefsstaða, eftir því sem hér gerist. Samgöngur voru því tíðar, enda nágrenni gott. Þar við bætt- ist, að þegar Þorgrímur var ungur drengur var hann fenginn til snúninga á heimilið til Lofts bróð- ur míns og Margrétar konu hans sem voru honum góð og nærgætin og ekki spillti návist móður minn- ar á heimilinu. Var hann fyrsti snúningadrengurinn á heimili þeirra og mörgum árum seinna varð sonur hans sá síðasti, sem þá var hjá Margréti að manni hennar látnum. Það var einkar ánægjulegt að fá þennan unga dreng á heimilið, stöðugt viljugan og snúningalipr- an, alltaf kátan og hressan. Eins og nærri má geta var af engum til þess ætlast að hann yrði lengur en hann yndi hag sínum. Reyndin Fædd 8. desember 1913 Dáin 29. mars 1985 Með þessum fátæklegu orðum mínum vil ég minnast tengdamóð- ur minnar, Sigríðar Lóu Þor- valdsdóttur, en hún lést þann 29. mars sl. Lóa fæddist að Syðstu- Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum 8. desember 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Jónsson frá Hemru í Skaftártungu og Ólöf Jónsdóttir frá Hlíð í sömu sveit. Þau fluttu síðar að Skúmstöðum í Vestur-Landeyjum. Það er stórt höggvið af manninum með ljáinn í þetta sinn. Allt er tómlegt og autt. Ömmubær er öryggislaus, tómleg- ur og auður án hennar. Við sem höfum búið með henni og allir er hana þekktu syrgja hana sáran. Alltaf var hún boðin og búin að leysa úr öllum vandamálum er til hennar var leitað, gera gott úr öllu, halda frið og sætta. Hennar takmark var alltaf að láta aðra ganga fyrir, alltaf var hún siðust í röðinni. Það er mikill auður og ómetanlegur hjá öllum þeim er fengu að verða henni samferða í gegnum lífið. Lóa var ákveðin í skoðunum og lét skoðanir sínar í ljós hvort heldur líkaði betur eða verr. Sýndarmennska, fals og að láta bera á sér var henni mikið á móti skapi svo og ef fólk fór með ósann- indi vísvitandi enda var hún hreinskilin bæði í orðum og verk- um. Mörgum rétti hún hjálpar- hönd um ævina bæði mönnum og málleysingjum. Þær voru ófáar skepnurnar er nutu umhyggju hennar og hlýju enda einstakur dýravinur. Hennar fyrsta og síð- asta hugsun dag hvern var þó allt- varð sú að hann varð oftar en í eitt skipti hjá okkur á Flatnefsstöðum og var þar nánast heimagangur bernskuár sín. Glettust þeir oft bróðir minn og Toggi — eins og við kölluðum hann — stundum var þá glatt á hjalla. Öllum þótti vænt um þennan góða dreng því dreng- ur var hann — drengskaparmaður alla tíð. Slíkra er gott að minnast. Eftir að Þorgrímur fór úr föð- urgarði stundaði hann sjó. Lagði síðar fyrir sig nám í húsasmíðum og starfaði á því sviði. Hann tók berklaveiki og varð af þeim sökum vistmaður á heilsuhælinu á Víf- ilsstöðum um tíma. Ferðum hans norður fækkaði eðlilega á þessum tíma, enda samgöngur ekki komn- ar í það horf sem nú er. Hann var heimilisfaðir og hafði fyrir fjöl- skyldu að sjá. En tryggð hans í garð okkar hér norðan heiða var hin sama. Á seinni árum heim- sótti hann okkur oft, kom held ég næstum alltaf hingað að Ásbjarn- arstöðum er leið hans lá norður. Hann fékk mikinn áhuga á stang- veiði og setti sig ekki úr færi að kasta fyrir lax og silung ef um það var að ræða. Fékk hann stundum dag og dag hér í ánni, og í mörg ár átti hann tíma við silungsveiði í vötnum á Hrauni á Skaga. Jafnan komu þau hjónin hér í þessum ferðum, en kona hans var ætíð með honum, eins áhugasöm og að- sækin og hann sjálfur. Það spillti þá heldur ekki, að konu minnni og Lilju konu hans var vel til vina frá fyrri árum. Það var okkur ætíð ánægjuefni er þau bar að garði, voru þau hinir mestu aufúsugestir á þessu heimili. Þorgrímur Guðmundur Guð- jónsson, eins og hann hét fullu nafni, var í móðurætt af þingeysk- um stofni. Var móðir hans Ragn- heiður Björnsdóttir Jóhannssonar, hennar móðir Hólmfríður Bene- diktsdóttir. Bjuggu þau hjón á Mið-Kárastöðum á Vatnsnesi. Var Björn í Lundi afi Hólmfríðar. Um af litlu börnin, vita hvort þau væru á öruggum stað. Hún vissi um allar þær hættur er leynast geta og valdið slysi, þess vegna leið aldrei sá dagur að hún fylgd- ist ekki með hvort þeim væri óhætt. öll sú ótakmarkaða þol- inmæði og umhyggja er amma sýndi litlu börnunum sínum gleymist aldrei og verður aldrei fullþökkuð. Frá því að ég kom á hennar heimili reyndist hún mér sem besta móðir, hjálpsemi henn- ar og styrkur á erfiðum stundum og öll hennar framkoma við mig er ógleymanleg. Líf hennar einkenndist af því að veita öðrum, hjálpa og gleðja. ósérhlífni og einstakur dugnaður var hennar aðalsmerki. Hennar einstaki persónuleiki lýsti sér best í veikindum hennar, ekki var kvartað heldur reynt að fylgjast með fram á síðustu stund hvort ekki væri allt í lagi með alla heima og þá er voru henni kærir. Já, það er tómlegt að koma inn í gamla bæinn í Sigluvík núna. Nú er hann afi einn, hans missir er mikill, en hann eins og við öll hin, getur yljað sér við minninguna, minningu um heilsteypta konu er föðurætt veit ég minna, enda gleyminn á ættir, þó sýndi Þor- grímur mér ættarskrá sína í vet- ur. Guðjón Guðmundsson faðir Þorgríms ólst upp á Ytri-Kára- stöðum hjá föðurömmu sinni. Þau hjón — Ragnheiður og Guð- jón — bjuggu lengst af búskap sínum í Saurbæ á Vatnsnesi og þar ólst Þorgrímur upp ásamt sex systkinum sínum, myndarlegu, góðu og vel gerðu fólki. Vottum við þeim öllum einlæga samúð okkar. Nú er Þorgrímur skyndilega all- ur, góður drengur og góður vinur er horfinn. Honum fylgja í eilífð- arlandið hugljúfar þakkir okkar hjónanna og okkar fólks, einnig Margrétar fyrstu húsmóður hans, þakkir fyrir margan góðan greiða, fyrir drenglund og trausta vináttu og margar glaðar og góðar stundir allt frá fyrstu tíð. Útför Þorgríms, sem fram fór þriðjudaginn 23. apríl, var fjöl- menn, margur viidi hann kveðja. En því olli aldur og ódugnaður, að við hjónin töldum okkur trú um að geta ekki farið. Þessi fáu og fá- tæklegu orð tjá að nokkru vilja okkar að kveðja þennan trausta vin, þó þau séu af vanefnum gerð og komi seinna en skyldi. Lilju, dætrum, syni og öðrum aðstandendum sendum við hlýjar kveðjur og vottum einlæga samúð okkar. Við biðjum þeim blessunar. Guðjón Jósefsson, Ásbjarnarstöóum. unni fjölskyldu sinni og heimili framar öllu öðru. Guð styrki hann og styðji. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og þakklæti fyrir allar þær ógleymanlegu stundir er við áttum saman og bið Guð að geyma hana. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlifðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra aettarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum — eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Hrefna Magnúsdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Sigríður Lóa Þor- valdsdóttir Sigluvík Félagsstarf aldraðra í Reykjayík: Vetrarstarfi lokið — sumarstarf hafið Vetrarstarfi Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar lýkur í þessum mánuði. Tvær sölu- og yf- irlitssýningar verða haldnar í Norðubrún 1 og Lönguhlíð 3 dag- ana 11.-13. maí. Fyrsti hópurinn að Löngumýri í Skagafirði fer til orlofsdvalar 28. maí. Dagsferðir hefjast svo 20. júní með skoðunarferðum í lista- safni Einars Jónssonar og Ás- mundar Sveinssonar. Fjölbreytt ferðaúrval verður svo áfram í sumar og haust bæði inn- an lands og utan og m.a. farið til Mið-Evrópulanda og Mallorka. Allar nánari upplýsingar eru gefnar um sumarstarfið í höfuð- stöðvum félagsstarfsins í Norður- brún 1. Forstöðumaður félagsstarfsins hefur verið frá upphafi Helena Halldórsdóttir en deildarstjóri Ellimáladeildar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar er Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi. Námskeið fyrir stjúpforeldra UM næstu helgi, föstudagskvöld og laugardagscftirmiðdag, mun ráðgjaf- ar- og fræðsluþjónustan Tengsl sf. efna til fræðslu og umræðunám- skeiðs fyrir stjúpforeldra. Leiðbein- endur eru Nanna K. Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir. Hugmyndin að baki þessu nám- skeiði er sú sama og að baki skiln- aðarnámskeiðum sem sömu leið- beinendur hafa oftsinnis haldið. Fólki gefst tækifæri til að fá að- gengilega fræðslu um tilfinninga- leg málefni, finna leiðir við lausn vanda og deila reynslu sinni með öðrum sem eru í svipaðri stöðu. Hér er því ekki um meðferð að ræða heldur fræðslu og stuðning í lokuðum hópi undir leiðsögn sér- hæfðs fagfólks. Nánari upplýsingar fást hjá Tengslum sf. á Vesturgötu 10 kl. 14—18 alla virka daga. (Fréttatilkynning) Eínstakt tækífeerí. corona S/ öoto systems, inc. CORONA PPC 22 256k minni, tvö 360k drif, 640 X325 punkta grafík, vandaður skjár og lyklaborð. Innifalið í verði er MS-DOS, stýrikerfi, Basic túlkur, kennsluforrit og eitt vandaðasta ritvinnsluforrit á markaðnum (Multímate). Verð aðeins kr. 82.080.- (stgr.) Til afgreiðslu strax. MICRQTQimN SIDUMULI 8. SIMAR 83040 og 83319 Metsölubbd á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.