Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 6
6 MOKGUNBLAÐID, FIMMTUDA GUR 9. MAt 1985 I Bakara- brekkunni Undirritaður sat í fyrrakveld fund í félagi íslenskra gagn- rýnenda er haldinn var á hinu notalega baðstofulofti fyrir ofan Svein bakara í Bakarabrekkunni. Á fundi þessum var einkum rætt um bókmenntagagnrýni í dagblöð- um og flutti Örn Olafsson, ný- bakaður doktor frá Rúðuborg, al- deilis prýðis erindi um efnið. Hélt dr. Örn þar fram hlutlægni í dóm- um og varaði við huglægum skrif- um um bókmenntir og var þá ein- um uppsigað við „impression- ismann", en fylgendur þeirrar „stefnu" aðhyllast fyrst og fremst þann vinnuhátt, að tjá persónu- lega upplifun sína af verkinu. Upphófst nokkur deila um þetta atriði og greindi menn á um hvort hlutlægni væri yfirleitt möguleg í almennri blaðagagnrýni. Héldu sumir fundarmanna því fram að bestu listdómarnir væru gjarnan innblástur af huglægu mati og tilfinningum listdómar- ans og Jóhann Hjálmarsson, bók- menntagagnrýnandi Morgun- blaðsins, staðhæfði, að ritdómur væri list útaf fyrir sig, en ekki bara fræðimennska. Hvað finnsí þér? Ég er á vissan hátt sammála Jó- hanni í þessu efni, þvi ég held að hinn almenni blaðalesandi nenni vart að lesa mjög fræðilega og kaldhamraða ritdóma, í það minnsta ekki þegar hreinræktuð skáldverk eiga í hlut. Hins vegar tel ég að kaldhömruð hlutlægni eigi vel við, þá fjallað er um fræði- bækur og heimildarskáldsögur. Tel ég raunar að menningarstigi þjóðarinnar sé þannig háttað í dag, að hún krefjist fjölþættari skrifa um listir og bókmenntir. En til þess að slíkt geti orðið þarf listdómarinn að geta helgað sig ákveðnu sviði, rétt eins og hver annar sérhæfður blaðamaður á föstum launum. Ég ræði þessi mál við hlustendur, því ég hef markað mér það vinnulag hér í dálki að rabba eins og yfir kaffibolla um viðfangsefnið, sem eins og menn kannski vita er útvarps- og sjón- varpsdagskráin. Hef ég valið þann kost að flétta gagnrýnina inní al- mennt spjall um það sem er að gerast í augnablikinu. Ég veit ekki hvort dr. Örn telur þennan vinnu- hátt bera vott um hlutlægt eða huglægt mat, en ég er fyrst og fremst að reyna að rabba við hlustandann eins og maður við mann, og skammast mín ekkert fyrir að vera ögn persónulegur, ef svo ber undir. Eg hef gaman af að rabba við fólk og því skyldi ég ekki njóta þess að rabba hér í dálki við hinn ímyndaða lesanda. Ég get ómögulega fylgt einhverri form- úlu þegar ég sest með kaffibollann minn fyrir framan ritvélina hvern morgun og hugsa til allra þeirra er sitja einir heima með Moggann sinn eða liggja á sjúkrabeði og lesa. Ég er ekki síst að skrifa fyrir þetta fólk og fremur en einhverja fjölmiðlafræðinga. Auðvitað setur maður upp sparigleraugun og dustar rykið af fræðunum þegar stóratburðir gerast í sjónvarpi eða útvarpi. Þá er gripið oní lýsingar- orðavarasjóðinn, en venjulega dugir nú bara hversdagsmálið og vendilegur yfirlestur með tilliti til málfars og stafsetningar. Að lok- um tek ég undir með Jóhanni Hjálmarssyni skáldi þar sem hann segir, að varast beri að listdómar verði sendibréf er gangi milli sér- fræðinga. Hvað segja annars les- endur um þessi mál? Til þess var nú leikurinn gerður, að veita þeim smá hlutdeild í spjalli okkar gagn- rýnenda í Bakarabrekkunni. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP „Gestagangur“ á rás 2 í kvöld „Þetta er þátturinn“ — laugardagsþátturinn endurtekinn ■■ Nýi útvarps- 35 þátturinn „Þetta er þátt- urinn" sem hóf göngu sína á rás 1 sl. laugardag, verð- ur endurtekinn í kvöld klukkan 22.35. Eins og flestum er eflaust kunn- ugt, þá lenti útvarpsþátt- urinn á sama tíma og Evr- ópusöngvakeppnin svo að í kvöld gefst þeim, sem áhuga hafa, tækifæri á að hlusta á útvarpsþáttinn. Umsjónarmenn þátt- anna verða leikararnir Arnar Árnason og Sigurð- ur Sigurjónson. Þættirnir verða í gamansömum tón, minna e.t.v. nokkuð á ára- mótaskaup. Umsjónar- mennirnir semja efnið og flytja en fá með sér í hvern þátt ýmsa gesta- leikara. Hver þáttur er 25 mínútna langur. Þættirnir verða fram- vegis á laugardagskvöld- um klukkan 19.35, en hver þáttur verður endurtek- inn í vikunni á eftir. ■■ Þáttur Ragn- 00 heiðar Davíðs- dóttur, „Gesta- gangur", er á dagskrá rás- ar 2 í kvöld klukkan 21.00. í kvöld koma tveir gest- ir í heimsókn til Ragn- heiðar til skrafs og til að velja lögin sem leikin verða. Gestirnir verða þeir Sigurdór Sigurdórs- son, blaðamaður á Þjóð- viljanum, og Kjartan L. Pálsson, blaðamaður á DV. Þeir voru báðir íþróttafréttamenn í mörg ár en starfa nú sem al- mennir blaðamenn á vet- urna og eru fararstjórar erlendis á sumrin. Sigurdór er fararstjóri hjá Utsýn á Costa del Sol á Spáni, en Kjartan hjá Samvinnuferðum-Land- sýn í sumarhúsunum i Kempervennen í Hollandi. Ragnheiður Davíðsdóttir „Kvöld í Hamborg“ útvarpsleikrit kvöldsins ■■^H Útvarpsleikrit- *>A 00 ið „Kvöld í ■ Hamborg" verður flutt á rás 1 í kvöld klukkan 20.00. Leikritið er eftir danska leikritahöf- undinn Stig Dalager. Þýð- inguna gerði Kristín Bjarnadóttir og leikstjóri er Inga Bjarnason. Leikritið gerist í byrjun 19. aldar og fjallar um sannsögulegar persónur, Peter Andreas Heiberg, þekktan rithöfund og þjóðfélagsgagnrýnanda í Danmörku á þeim tíma, og konu hans, Thomasine. Leikritið segir frá sam- skiptum þeirra hjóna eftir j að Heiberg hefur verið I flæmdur úr landi vegna harðrar gagnrýni sinnar á stjórnvöld og embættis- menn. Þegar hér er komið sögu, stendur Heiberg frammi fyrir þeirri stað- reynd að kona hans, sem hann hefur vanrækt, vill fá frelsi sitt á ný vegna þess að hún elskar annan mann. Spurningin snýst um það hvort það frelsi, sem Heiberg hefur barist fyrir á opinberum vett- vangi, gildi einnig um eig- inkonu hans. Leikendur eru: Arnar Jónsson, Ása Svavars- dóttir, Gísli Alfreðsson, Hjalti Rögnvaldsson, Kristín Bjarnadóttir, Við- ar Eggertsson og Sigur- jóna Sverrisdóttir. Þess má geta að Peter Andreas Heiberg og Thomasine voru foreldrar leikritahöfundarins og leikstjórans Johans Lud- vigs Heiberg, sem kvænt- ur var hinni frægu leik- konu Johanne Louise Hei- berg. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 9. mal 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi 7.20 Leiktimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Sigrúnar Helgadóttur frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Gunnar Rafn Jónsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Bláa barnið" eftir Bente Lohne. Sigrún Bjðrnsdóttir les þýöingu sína (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra Þáttur I umsjá Þóris S. Guö- bergssonar. 11.00 „Ég man þá tlð“ Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 „Sagt hefur það verið" Hjálmar Arnason og Magnús Gfslason sjá um þátt af Suö- urnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Tónleikar 14.00 „Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guðrún Jörundsdóttir les þýðingu slna (5). 14.30 A frlvaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskaiög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Síödegistónleikar a. „Járnsmiöurinn söngvisi" — svlta fyrir sembal eftir Georg Friedrich Hándel. David Sanger leikur. b. Strengjakvintett I C-dúr op. 29 eftir Ludwig van EÍeethoven. Félagar úr Vln- ar-oktettinum leika. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 1925 Krakkarnir I hverfinu. Fjórtándi þáttur. Kanadfskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I Iffi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 „Ekkiég". Þessa mynd lét Tóbaksvarn- arnefnd gera um skaðsemi tóbaksreykinga. Eftirtaldir aðilar studdu nefndina viö gerð kvikmyndainanr: Dai- hatsu-umboðið, Flugleiöir, 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Kvöld I Ham- borg" eftir Stig Dalager. Þýöandi: Kristln Bjarnadóttir. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikendur: Glsli Alfreðsson, Arnar Jónsson, Asa Svavarsdóttir, Hjalti Rögn- valdsson, Viðar Eggertsson, Kristln Bjarnadóttir og Sigur- jóna Sverrisdóttir. 21.05 Einsöngur I útvarpssal Ellsabet Eirlksdóttir syngur lög eftir Jórunni Viðar. Höf- undurinn leikur á planó. 2125 „Ef það skyldi koma strlð" 10. mal Islenska Alfélagið, Islenska járnblendifélagið, Morgun- blaöið, Samband Islenskra samvinnufélaga, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, Verslunarmannafélag Reykjavlkur, Verslunarráð Is- lands og Vinnuveitendasam- band Islands. 21.00 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 2120 Þýskaland. Bresk heimildamynd um lok slöari heimsstyrjaldarinnar, fyrir réttum fjörutlu árum, skiptingu Þýskalands og viðhorf til hennar nú. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.15 Atrúnaðargoö. Dagskrá I Ijóðum um strlð og frið I umsjón Siguröar Skúla- sonar. Lesarar ásamt hon- um: Kristfn Anna Þórarins- dóttir, Þórhallur Sigurösson og Hrannar Már Sigurösson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þetta er þátturinn Umsjón: örn Arnarson og Sigurður Sigurjónsson. Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi. 23.00 Músikvaka Umsjón: Oddur Björnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. (The Fallen Idol) s/h. Bresk blómynd frá 1948 gerö eftir sögu eftir Graham Greene. Leikstjóri Carol Reed. Aðalhlutverk: Ralph Rich- ardson, Michéle Morgan, Bobby Henrey, Sonia Dresd- el og Jack Hawkins. Myndin gerist I sendiherra- bústað I Lundúnum. Barn- ungur einkasonur sendi- herrahjónanna verður mjög hændur að brytanum I hús- inu. Honum er þó ofviða að skilja atburði sem gerast I heimi fulloröna fólksins og stofna vini hans I mikinn vanda. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 9. ma( 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 Ótroönar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Lðg frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2. 10 vinsælustu lögin leikin Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- (ösdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Gullhálsinn Þriðji þáttur af sex þar sem rakinn er ferill Michaels Jackson. Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.