Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Líbanon: Ekkert lát * A. 2*1 v *\ 1 / \ \ i atoJ K1 U 11 n L1 u u n u I W ¥ y 8KÆRULIÐAR PLO, Frelsisfylk- ingar Palestínu, eiga ekki að fá tækifæri til þess að gera árásir á ísrael frá Líbanon. Var þetta haft eftir leiðtogum shíta í dag. Ekkert lát virtist vera á innan- landsátökunum í Líbanon í dag. Skutu kristnir menn og múham- eðstrúarmenn sprengjukúlum hverj- ir á aðra yfir grænu línuna svoköll- uðu, eftir að enn eitt vopnahléð hafði farið út um þúfur. Vitað er um 37 manns, sem misstu lífið í bardögunum á mánudag og þriðjudag, en til við- bótar særðust yfir 150 manns, þar af sumir alvarlega. Alls hafa þá 77 manns fallið, eftir að bardagar brutust út að nýju 28. apríl sl. Útvarpið í Líbanon sagði í dag, að Amin Gemayel forseti hefði í dag haldið fund með Rashid Kar- ami forsætisráðherra og Adel Osseiran varnarmálaráðherra. Eftir fundinn sagðist Karami vera vongóður um, að það tækist að stöðva átökin og koma á röð og reglu í Beirút. Suður-Afríka: Blökkumannahópar í mannskæðum áflogum Jóhannesarborg, 8. maí. AP. MEÐLIMIR Zulu og Xhosa- ættbálkanna í Suður-Afríku börð- Júgóslavía: Náðanir í tilefni af sigurdeginum Belgrad, 8. maí AP. FORSETI Júgóslavíu gaf í dag út tilskipun um sérstaka náðun handa 121 fanga í tilefni sigur- dagsins, en nú eru liðin 40 ár síðan landið var frelsað undan hernámi Þjóðverja. Af þeim, sem náðaðir voru, hafði 61 maður hlotið fang- elsisdóm fyrir pólitísk brot sam- kvæmt fréttatilkynningu stjórn- valda, en 40 voru af albönsku þjóð- erni og höfðu þeir gerztsekir um „andbyltingarstarfsemi" í hérað- inu Kosovo í suðurhluta Júgóslav- íu 1981. ust með hnúum, hnefum, egg- vopnum og kylfum í dögun í dag og létu átta manns lífið, en fjöldi særðist áður en lögreglan skakk- aði leikinn. Mikið hefur verið um slík innbyrðisátök blökkumanna- hópa í Suður-Afríku síðustu vik- urnar og leiðtogar þeirra hafa árangurslítið reynt að stilla til friðar. í sunnanverðu landinu kom einnig til aðgerða víða, en lög- reglan leitaði í mörgum þorpum og hverfum blökkumanna að æsingamönnum sem hafa látið til sín taka í óeirðum upp á síð- kastið. Það gekk átakalaust fyrir sig og lögreglumennirnir dreifðu þakkarbréfum til íbú- anna fyrir veitta aðstoð. Ekki lá ljóst fyrir hví Zulu- og Xhosa- menn börðust svo ákaft og lög- reglan telur að innbyrðiserjur svertingjahópa séu ótengdar þeirri ólgu, sem verið hefur gegn aðskilnaðarstefnunni í seinni tíð. Mikið tjón varð er möstrin hrundu til jarðar. Hryðjuverk í Luxemborg Luzemborg, 8. maí. AP. TVÆR öflugar sprengjur sprungu suður af Luxemborg á þriðju- dagskvöldið og féllu fjögur raf- magnsmöstur til jarðar af þeim sökum. Fimm manns slösuðust lítillega. Jóhannes Páll páfi kemur til Luxemborgar eftir viku og lög- reglan taldi sig ekki vita hvort sprengjunum var komið fyrir til að mótmæla komu páfa, eða hvort öfgasinnaðir skæruliðar hafi staðið að baki verknaðinum. Maður, sem ekki sagði til nafns, hringdi á lögreglustöðina skömmu eftir að sprengjurnar sprungu og sagði sig fulltrúa samtaka sem kölluðust „baráttu- hreyfing umhverfissinna". Lýsti hann ábyrgð á hendur samtak- anna. Enginn hefur heyrt þess- ara samtaka getið fyrr og lög- reglan lítur á hringinguna sem gabb þangað til beinhörð sönn- unargögn um annað liggja fyrir. Foreldrar í fangelsi fyrir að loka barn inni Kómaborff, 8. raai. AP. DÓMSTOLL í Rómaborg hefur dæmt foreldra 4 ára barns til rúmlega 4 ára fangelsisdvalar fyrir að hafa lokað barnið inni í trébúri frá fæðingu. Búrið var aðeins einn og hálfur metri á breidd, en 80 sentimetrar á hæð, það var aðalsönnunargagn sækjenda í málinu. Barnið er bæði mál- og heyrnarlaust. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli á Ítalíu, en foreldrarnir, 22 ára gömul móðir og 53 ára gamall faðir, eru bæði ólæs. Þau hafa bú- ið í þorpi nokkru skammt norður af Rómaborg og upp komst um meðferðina á barninu er bónda einum úr nágrenninu varð gengið fram hjá húsinu og sá inn um opinn glugga hvar barnið var að vola inni í búrinu. Þrátt fyrir allt, þykir dómurinn heldur harður, sérstaklega í Ijósi þess að móðirin hefur virst fyrir réttir vera heldur einföld og þau hjónin báru bæði að þau hefðu geymt barnið í búrinu til þess að það stryki ekki að heiman. Læknanemi, sem hafði búið í sama húsi og hjónin um skeið, bar fyrir rétti, að barnið væri líflegt og greint og sér hefði virst aug- ljóst að foreldrarnir hafi unnað barninu mjög. Auk þess að vera dæmd í fangelsi munu hjónin ekki sjá son sinn næstu sjö árin, en þann tíma mun hann verða alinn upp á opinberri stofnun, en að dómstímanum liðnum verður endurmetið hvort fólkið geti talist hæfir foreldrar. Búrið var brennt. Haldið upp á stríðslokin: Reagan varar við nýjum vopnum Sovétmenn klappa fyrir Stalín Londnnum, 8. nuí. AP. 1 FÓLK UM alla Evrópu, frá Moskvu til Varsjár og frá París til Lundúna, hélt í dag upp á að fjörutíu ár eru liðin síðan að síðari heimsstyrjöldinni lauk og friður komst á að nýju eftir hildarleikinn mikla. Fólk lagðist á bæn, tók þátt í fjöldagöngum eða sló upp veislu. Rifjuðu menn upp hörmungarnar og sorgina og ekki síst gleðina, sem greip um sig er nasistarnir gáfu eftir á endanum. Þjóðarleiðtogar fluttu erindi og skiptust á vonar- og vináttuorðum í garð hvers annars auk þess sem þeir vöruðu við því að annað eins mætti aldrei eiga sér stað framar, ekki síst vegna tílvist nýrra og hættulegra gereyðingarvopna. Víða var allmikil þátttaka í hátíðarhöldunum. Ronald Reag- an flutti tölu í Strassbourg í Frakklandi þar sem hann er nú staddur á mikilli yfirreið um Vestur-Evrópu. í ræðu sinni var- aði forsetinn við nýrri sovéskri eldflaug sem hönnuð hefur verið, SS-X 24., en áður en Reagan tók til máls hafði Robert McFarlane, ráðgjafi Reagans í öryggismál- um, lýst því ástandi sem myndi skapast þegar flauginni verður komið fyrir í Vestur-Evrópu þannig: „Ef Rússar setja upp þessar nýju eldflaugar raskast vopnahlutfallið enn meira en þegar er og veit það á illt. Þá munu Sovétmenn hafa öll ráð Vestur-Evrópu í hendi sér og geta beitt Evrópubúa „kjarn- orkuvopnaþvingun". Margaret Thatcher, Elísabet drotting yfir Bretlandi og eigin- maður hennar, Filippus prins, tóku þátt í messu í Westminster Abbey ásamt 2000 manns, en þar messaði Robert Rauncie, yfir- maður bresku kirkjunnar. Hann sagði það tímanna tákn í Vest- ur-Evrópu, að óvinir væru nú vinir og sambúðin væri gæfurík og góð. Aldrei mætti þó gleyma þeim lærdómi sem draga mátti af styrjöldinni. Rauncie minntist sérstaklega frelsun Hollands, loftárásanna á Coventry og um- sátursins um Leningrad þar sem ein milljón manna féll. Rauncie sagði ennfremur: „Auðvitað er stríð af hinu illa, en það eitt að stöðva myrkraverkin í útrým- ingarbúðum á borð við Buchen- wald, Dachau og fleiri, réttlætir að fara í stríð.“ Michail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, fór í fylk- ingarbrjósti fyrir félögum sínum í stjórnmálaráðinu og lagði blómsveiga á grafhýsi Lenins og við minnisvarðann um óþekkta hermanninn. Hann hélt þar tölu og reifaði frækna frammistöðu Rússa í stríðinu og það vakti at- hygli, að þegar hann nefndi nafn Josefs Stalín, fögnuðu áheyrend- ur mjög með lófaklappi og blístri. Mikið hefur verið fjallað um Stalín í sovéskum fjölmiðl- um er þeir hafa ritað og sagt frá komandi hátíðarhöldum. Árið 1965, er haldið var upp á að 20 ár voru liðin frá stríðslokum, var einnig klappað fyrir nafni Stal- íns þegar Leonid Breshnew minntist á hann og titlaði „yfir- hershöfðingja". Árið 1975, á 30 ára afmæli stríðslokanna, kvað við annan tón. Breshnew hélt einnig þá ræðu en þá var ekki eytt einu orði í Stalín. Sama er að segja um Georgi Zhukov hershöfðingja, það var klappað þegar nafn hans var nefnt árið 1965, ekki 1975, en aftur 1985. Þannig eru menn ýmist í náðinni eða ekki. Gorbachev dró ekki úr þætti flokksins í stríðinu, sagði miðstjórn hans bókstaflega hafa skipulagt allan hernað Rússa og án flokksins hefði sigur ekki unnist. Gyðingar komu saman víðast hvar í tilefni dagsins og minnt- ust þess að það lá við útrýmingu þjóðar þeirra í stríðinu. Hvöttu þeir til þess í orði og æði að heimurinn gleymdi aldrei og fyrirgæfi aldrei þjóðarmorð sem næstum heppnaðist. Víða hittust gamlir hermenn frá Rússlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og var mikið táraflóð er fundum þeirra bar saman á ný. I París var ef til vill sérkennilegasta uppákoman, Sfmamynd/AP Michail Gorbachev ávarpar alla helstu ráðamenn Sovétríkjanna í hátíð- arsalnum í Kreml. Sfmamynd/AP Breska konungsfjölskyldan samankomin í Westminster Abbey. en þar gengu um 200 ungir Þjóð- verjar í fylkingarbrjósti með þúsundum gamalla, franskra hermanna og veifuðu Þjóðverj- arnir ungu fánum allra frönsku herdeildanna. Francois Mitter- rand Frakklandsforseti hélt ræðu og lagði síðan blómsveig á minnisvarða óþekkta hermanns- ins undir Sigurboganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.