Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 31 Hvað verður um fólkið þegar skógarnir deyja? Ef ekki tekst aö stemma stigu við menguninni veröa 45—60% tékknesku skóganna dauðir um aldamót Motrt, Tékkóslóvakíu, 8. mu. AP. ÞEIR, sem leggja leið sína til Hnevin-kastala í Most í Tékkóslóvakíu og virða fyrir sér útsýnið þaðan, verða óhjákvæmilega fyrir nokkru áfalli. Þar sjá þeir birtast fyrir sjónum sér skelfilegustu martröð allra umhverf- isverndarsinna, heilan b», sem fórnað hefur verið fyrir kolagröftinn, risastóra verksmiðju, sem breytir kolunum í alls kyns efni og kæfandi reyk, og allt um kring steindauðan skóginn. Kolin, sem hafa verið megin- orkulindin í Tékkóslóvakíu, eru langt komin með að drepa allan skóg í Norður-Bæheimi. Sú öm- urlega sjón, sem þar blasir hvarvetna við, er þó ekki bundin við Tékkóslóvakíu eina þvi að ástandið er einnig alvarlegt víða annars staðar i Evrópu og Norður-Ameríku þar sem kola- kyntar orkustöðvar og iðjuver menga loft, láð og lög með súru regni. Líklega er þó skaðinn hvergi orðinn meiri en í Tékkó- slóvakíu og telja margir, að hann verði seint eða ekki bættur. Bærinn við Hnevin-kastala, þar sem 60.000 manns bjuggu áð- ur, var lagður í rúst til að auð- veldara væri að komast að brúnkolunum undir honum. f bænum voru margar fagrar og merkar byggingar en af þeim eru nú aðeins 12 eftir, auðar og aðeins notaðar stundum af námamönnunum. Aðeins einni byggingu átti að bjarga, gotn- eskri kirkju frá 16. öld og var hún tekin niður og flutt um set. Ekkert hefur þó verið gert í að koma henni upp aftur. Það voru Þjóðverjar, sem lögðu grunninn að efnaverk- smiðjunni á striðsárunum og kölluðu Hermann Göring-verk- smiðjurnar og alla tið síðan hef- ur kolsvartur reykjarmökkurinn lagst yfir landið um kring. Af- leiðingarnar leyna sér hvergi en kannski eru þær hvað skelfi- legastar í Krusne Hory, Eirfjöll- um, skammt frá landamærunum við Austur-Þýskaland. Fjalls- hliðarnar eru þaktar furuskógi, steindauðum trjábolum, sem ýmist standa enn á rót sinni eða hafa fallið fyrir veðrum og vind- um. Skógurinn hefur alla tíð verið samofinn tékkneskri þjóðarsál og þegar landsfólkið horfir upp á skóginn deyja óttast það með réttu, að þjóðinni séu sömu örlög búin. Tékkneskir andófsmenn, sem kenna sig við Mannréttinda- skrána frá árinu 1977, hafa Dauður og deyjandi skógur í Tékkóslóvakíu. margoft varað við því „náttúru- slysi“, sem væri að verða í land- inu, og vitnað í því efni til skýrslu, sem kommúnistastjórn- in hefur ekki þorað að birta. Var hún unnin af vísindaakademí- unni og niðurstöðurnar þær, að um aldamótin yrðu 45—60% allra skóga í Tékkóslóvakíu dauð. Andófsmennirnir eru þó ekki einir um að óttast framtíð- ina því að ýmsir opinberir um- hverfisverndarhópar eru líka að vakna til vitundar um hvert stefnir. Kunnastur þessara hópa er sá, sem kennir sig við „Brontosaur- us“, Þórseðluna, en boðskapur hans er sá, að ef ekki tekst að stemma stigu við menguninni muni þjóðin ganga sömu götu og risaeðlurnar. Er hópurinn ná- tengdur ungliðasamtökunum, sem hafa hálfa aðra milljón manns innan sinna vébanda, en er að öðru leyti óskipulagður og hefur enga félagaskrá. „Eyðing náttúrunnar er farin að hafa veruleg áhrif á heilsufar þessarar þjóðar,“ sagði læknir nokkur, dr. Zdenek Badura að nafni, í dagblaðsgrein nú nýlega. „Nýir veirusjúkdómar skjóta stöðugt upp kollinum og þeir eru erfiðari viðfangs en nokkru sinni fyrr. Þeir eru líka farnir að birt- ast í nýjum og áður óþekktum myndum." Fyrir Tékka verður það ekki auðvelt verk að snúa þróuninni við. Brúnkolin valda mestu um mengunina og frá þeim fær þjóð- in 30% orkunnar. í Tékkóslóv- akíu er auk þess ekki hægt að setja einkafyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar þvi að þau eru ekki til og ríkisvaldið, sérstaklega í kommúnistaríkjunum, á það sameigin'legt með Þórseðlunni að vera seint í svifum. Sovétríkin: Andrei Sakharov er enn í Gorky Genf, 8. maí. AP. Heilbrigðismálaráðherra Sovétr- íkjanna sagði í dag, að sovézki and- ófsmaðurinn Andrei Sakharov dveldist í borginni Gorky og hefði þar aðgang að góðri læknisþjónustu. Kom þetta fram í tilkynningu, sem gefin var út í kjölfar orðróms um, að Sakharov, sem hlaut Nóbelsverðlaunin á sínum tima, væri farinn frá Sovetríkjunum og dveldist nú í Sviss. „Sakharov er í Gorky. Ekkert hefur breyzt í því tillíti siðan i fyrra,“ sagði sovézki heilbrigðismálaráðherrann, Serg- ei P. Burenkov. Andrei Sakharov ÁSTÆÐA1.2,3.40G5 fyrir sjóslysum eru röng viðbrögð og rangt mat á aðstæðum við erfið skilyrði. Skipstjórnarmenn ættu að athuga, að mörg mannskæð sjóslys hafa orðið, þegar litl- um togsk'pum hefur hvolft vegna ógætilegrar skip- stjórnar. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. öryggismAlanefnd sjómanna midas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.