Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985
31
Hvað verður um
fólkið þegar
skógarnir deyja?
Ef ekki tekst aö stemma stigu við menguninni veröa
45—60% tékknesku skóganna dauðir um aldamót
Motrt, Tékkóslóvakíu, 8. mu. AP.
ÞEIR, sem leggja leið sína til Hnevin-kastala í Most í Tékkóslóvakíu og
virða fyrir sér útsýnið þaðan, verða óhjákvæmilega fyrir nokkru áfalli.
Þar sjá þeir birtast fyrir sjónum sér skelfilegustu martröð allra umhverf-
isverndarsinna, heilan b», sem fórnað hefur verið fyrir kolagröftinn,
risastóra verksmiðju, sem breytir kolunum í alls kyns efni og kæfandi
reyk, og allt um kring steindauðan skóginn.
Kolin, sem hafa verið megin-
orkulindin í Tékkóslóvakíu, eru
langt komin með að drepa allan
skóg í Norður-Bæheimi. Sú öm-
urlega sjón, sem þar blasir
hvarvetna við, er þó ekki bundin
við Tékkóslóvakíu eina þvi að
ástandið er einnig alvarlegt víða
annars staðar i Evrópu og
Norður-Ameríku þar sem kola-
kyntar orkustöðvar og iðjuver
menga loft, láð og lög með súru
regni. Líklega er þó skaðinn
hvergi orðinn meiri en í Tékkó-
slóvakíu og telja margir, að
hann verði seint eða ekki bættur.
Bærinn við Hnevin-kastala,
þar sem 60.000 manns bjuggu áð-
ur, var lagður í rúst til að auð-
veldara væri að komast að
brúnkolunum undir honum. f
bænum voru margar fagrar og
merkar byggingar en af þeim
eru nú aðeins 12 eftir, auðar og
aðeins notaðar stundum af
námamönnunum. Aðeins einni
byggingu átti að bjarga, gotn-
eskri kirkju frá 16. öld og var
hún tekin niður og flutt um set.
Ekkert hefur þó verið gert í að
koma henni upp aftur.
Það voru Þjóðverjar, sem
lögðu grunninn að efnaverk-
smiðjunni á striðsárunum og
kölluðu Hermann Göring-verk-
smiðjurnar og alla tið síðan hef-
ur kolsvartur reykjarmökkurinn
lagst yfir landið um kring. Af-
leiðingarnar leyna sér hvergi en
kannski eru þær hvað skelfi-
legastar í Krusne Hory, Eirfjöll-
um, skammt frá landamærunum
við Austur-Þýskaland. Fjalls-
hliðarnar eru þaktar furuskógi,
steindauðum trjábolum, sem
ýmist standa enn á rót sinni eða
hafa fallið fyrir veðrum og vind-
um.
Skógurinn hefur alla tíð verið
samofinn tékkneskri þjóðarsál
og þegar landsfólkið horfir upp á
skóginn deyja óttast það með
réttu, að þjóðinni séu sömu örlög
búin. Tékkneskir andófsmenn,
sem kenna sig við Mannréttinda-
skrána frá árinu 1977, hafa
Dauður og deyjandi skógur í Tékkóslóvakíu.
margoft varað við því „náttúru-
slysi“, sem væri að verða í land-
inu, og vitnað í því efni til
skýrslu, sem kommúnistastjórn-
in hefur ekki þorað að birta. Var
hún unnin af vísindaakademí-
unni og niðurstöðurnar þær, að
um aldamótin yrðu 45—60%
allra skóga í Tékkóslóvakíu
dauð. Andófsmennirnir eru þó
ekki einir um að óttast framtíð-
ina því að ýmsir opinberir um-
hverfisverndarhópar eru líka að
vakna til vitundar um hvert
stefnir.
Kunnastur þessara hópa er sá,
sem kennir sig við „Brontosaur-
us“, Þórseðluna, en boðskapur
hans er sá, að ef ekki tekst að
stemma stigu við menguninni
muni þjóðin ganga sömu götu og
risaeðlurnar. Er hópurinn ná-
tengdur ungliðasamtökunum,
sem hafa hálfa aðra milljón
manns innan sinna vébanda, en
er að öðru leyti óskipulagður og
hefur enga félagaskrá.
„Eyðing náttúrunnar er farin
að hafa veruleg áhrif á heilsufar
þessarar þjóðar,“ sagði læknir
nokkur, dr. Zdenek Badura að
nafni, í dagblaðsgrein nú nýlega.
„Nýir veirusjúkdómar skjóta
stöðugt upp kollinum og þeir eru
erfiðari viðfangs en nokkru sinni
fyrr. Þeir eru líka farnir að birt-
ast í nýjum og áður óþekktum
myndum."
Fyrir Tékka verður það ekki
auðvelt verk að snúa þróuninni
við. Brúnkolin valda mestu um
mengunina og frá þeim fær þjóð-
in 30% orkunnar. í Tékkóslóv-
akíu er auk þess ekki hægt að
setja einkafyrirtækjum stólinn
fyrir dyrnar þvi að þau eru ekki
til og ríkisvaldið, sérstaklega í
kommúnistaríkjunum, á það
sameigin'legt með Þórseðlunni að
vera seint í svifum.
Sovétríkin:
Andrei
Sakharov
er enn
í Gorky
Genf, 8. maí. AP.
Heilbrigðismálaráðherra Sovétr-
íkjanna sagði í dag, að sovézki and-
ófsmaðurinn Andrei Sakharov
dveldist í borginni Gorky og hefði
þar aðgang að góðri læknisþjónustu.
Kom þetta fram í tilkynningu,
sem gefin var út í kjölfar orðróms
um, að Sakharov, sem hlaut
Nóbelsverðlaunin á sínum tima,
væri farinn frá Sovetríkjunum og
dveldist nú í Sviss. „Sakharov er í
Gorky. Ekkert hefur breyzt í því
tillíti siðan i fyrra,“ sagði sovézki
heilbrigðismálaráðherrann, Serg-
ei P. Burenkov.
Andrei Sakharov
ÁSTÆÐA1.2,3.40G5
fyrir sjóslysum eru röng viðbrögð og rangt mat á aðstæðum við erfið skilyrði.
Skipstjórnarmenn ættu að
athuga, að mörg mannskæð
sjóslys hafa orðið, þegar litl-
um togsk'pum hefur hvolft
vegna ógætilegrar skip-
stjórnar.
REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA
ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA.
öryggismAlanefnd sjómanna
midas