Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 ,,ítalan hefur frá upphafí snúist um að útiloka hrossin af heiðinniu Rætt við Pál Dagbjartsson í Varmahlíð í Skaga- firöi um deilurnar um ítölu Eyvindarstaöaheiöar BÆNDUR í Seylu- og Lýtings- staóahrepp í Skagafirði telja að ítalan á Eyvindarstaðaheiði hafi verið gerð í þeim tilgangi að úti- loka upprekstur hrossa á heiðina. Landgræðslustjóri er sakaður um að hafa ekki viljað semja við þá um beitarmálin. Þeir vefengja að lögformlega hafi verið að ítölunni staðið, meðferð ítölunefndarinnar á beitarþolsrannsóknum RALA og þá útreikninga sem nefndin miðar við við mat á hrossabeit. Þetta kemur m.a. fram í samtali sem blaðamaður Mbl. átti við Pál Dagbjartsson skólastjóra í Varma- hlíð og hreppsnefndarmann í Seyluhreppi. Hann hefur verið einn af helstu forystumönnum Skagfirðinga í deilumálunum um Eyvindarstaðaheiði og sat m.a. í samninganefnd sera kosin var sl. haust. Samningar strönduðu á ítölunni „Eftir að gert var samkomulag um þessi mál í fyrra trúðum við því og treystum að landbúnað- arráðuneytið gengi fram fyrir skjöldu og næði samningum um upprekstrarmálin þannig að beitarmál hrossanna leystust," sagði Páll m.a. þegar hann rakti gang mála frá sl. sumri en þá fór allt í bál og brand í Skagafirði og Húnavatnssýslum vegna upp- rekstrarmála eins og kunnugt er. Páll sagði að samningar hefðu strandað á mismunandi afstöðu hreppanna sem upprekstur eiga á heiðina. Skagfirðingar hefðu viljað reyna samningaleiðina en Bólhlíðingar hefðu hinsvegar beðið um ítöluna og hefðu samn- ingar því strax strandað á því grundvallaratriði hverskonar samninga hægt væri að gera með ítöluna yfirvofandi. „Mín skoðun var sú að ekki væri hægt að gera samninga öðru vísi en ítölubeiðnin yrði dregin til baka eða framkvæmd frestað af þeim sem um hana báðu, það er hreppsnefnd Bólstaðarhlíðar- hrepps og Landgræðslu ríkis- ins,“ sagði Páll. Hann sagðist einnig hafa gengið fram fyrir skjöldu í því að reyna að ná samningum og fengið til þess umboð frá samn- inganefndinni að ræða við ráðu- neytisstjóra landbúnaðarráðu- neytisins og landgræðslustjóra og kanna samningsgrundvöll. Eftir það hefði hann verið í góðu sambandi við Svein Runólfsson landgræðslustjóra í allan vetur, en þegar á herti hefði land- græðslustjóra skort vilja til að gera samninga. „Maður er auð- vitað óhress með að láta hafa sig að fífli í allan vetur," sagði Páll. Páll sagði að hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps hefði beð- ið um ítölu fyrir heiðina vegna þess að þeir hefðu trúað því að með henni væri hægt að útiioka hross frá heiðinni. „Ég ætla ekk- ert að fara að gera því skóna hverjir hafa innprentað þeim þá skoðun, en það er vitað mál að Sveinn landgræðslustjóri hélt þessu fram, alveg þangað til þetta var rekið ofan i hann i fyrrahaust. Lögin heimila ítölu- nefnd auðvitað ekki að útiloka hross af heiðinni, þar er ekki gert upp á milli búfjártegunda." Ekki lögformlega að málum staðið „Nei, ég vil ekki taka svo sterkt til orða að við séum á móti ítölu. I vetur þegar ég stóð í þessum samningaumleitunum hafði ég stundum á tilfinning- unni að það borgaði sig ekki að standa í þessu, taldi best að láta ítöluna koma,“ sagði Páll þegar hann var spurður að því hvort Skagfirðingar væru alfarið á móti ítölunni. — En af hverju berjist þið þá á móti henni? „í sjálfu sér erum við ekki að berjast á móti ítölunni. En ef þú átt við þessar samningaumleit- anir þá er það skoðun okkar að með því að semja hefðum við haft betri stjórn á beitarmálun- um, því þá hefðu þau verið í höndum sveitarstjórnanna. Eftir að ítölugerðin hefur verið birt eru það lögin sem eru látin tala. Þá er búið að úthluta hverju býli beitarkvóta, ákveðnum réttind- um sem ég er ekkert viss um að eigendur þeirra vilji láta af hendi. Þá eru sveitarstjórnirnar búnar að missa allan rétt til samninga. Ég sé því ekki grundvöll þess að Sveinn land- græðslustjóri er nú allt í einu farinn að bjóða samninga nú, fjögurra ára aðlögunartíma að ítölunni. Ég hef ekki trú á að hann hafi til þess umboð, enda Páll Dagbjartsson rétt búinn að hafna samningum og lækka beitarþolið með ítölu. Svo vikið sé að itölugerðinni sjálfri þá teljum við ekki lög- formlega að birtingu hennar staðið, einkum gagnvart okkur Skagafjarðarmegin. Það verður að vera á hreinu hvenær hún hefur verið birt lögformlega því áfrýjunarréttur okkar miðast við birtingardag. Formaður ítölunefndarinnar hefur upplýst að nefndin starfaði eftir 25. grein laganna, og starfaði því á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins. Egill Bjarnason, ráðunaut- ur, heldur því fram, og er það einnig mín skoðun, að ef öllu hefði verið rétt til skila haldið, hefði nefndin átt að skila til þeirra sem skipuðu hana og ráðuneytið síðan að koma gögn- unum til skila. En eins og ég sagði á fundinum í Miðgarði þar sem ítölugerðin var kynnt, þá skiptir þetta ef til vill ekki höf- uðmáli, því þessu er hægt að kippa í liðinn á vikutíma eða svo.“ Nauðsynlegt að fara fram á yfírítölumat — Fyrir utan þetta, hvað hafið þið helst við ítölugerðina að at- huga? „Við gerum athugasemdir við hvernig unnið hefur verið að þessum málum frá þvi „Brúnka“ var lögð fram. „Brúnka“ inni- heldur niðurstöður úr beitar- þolsrannsóknum sem gerðar voru af Ingva Þorsteinssyni hjá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og er þar gefið upp lág- marksbeitarþol Eyvindarstaða- heiðar. Við teljum að þetta sé hlutlaust mat á vegum opinberr- ar stofnunar. I vetur kemur síð- an niðurstaða úr nýrri rannsókn þar sem búið er að fara ofan í saumana á þeirri eldri og segir þar að óverulegar breytingar hafi verið gerðar frá rannsókn- inni 1983, þó stuðlum hafi verið breytt nokkuð. Á móti verulega minna beitarþoli á miðhluta Ey- vindarstaðaheiðar kom aukin beit á norðvesturheiðinni. Beit- arþol er talið nánast óbreytt frá 1983 fyrir heiðina í heild. Ég vil minna á að í ítölulögun- um er kveðið svo að orði að ítala skal vera svo ákvörðuð að full- skipað skal í landi en ekki ofskipað miðað við beitarþol. Byggja skal á beitarþolsrann- sóknum svo sem við verður kom- ið, og tekið tillit til aðstæðna hverju sinni. Við Skagfirðingar getum ekki unað því að þessi ítölunefnd komi, skoði heiðina og noti orðið staðlað sjónmat yfir ástand gróðurs á heiðinni og segi svo: Ja, við ætlum nú að skera þetta niður um 15%, þvf þetta var allt of hátt hjá Ingva! Þetta eru skrýtin vinnubrögð og mönnum finnst það líka einkennilegt að þessir sömu menn, Ólafur Dýr- mundsson og Sveinn Runólfsson, komu á fund í Árgarði í fyrra til að kynna skýrslu RALA og töl- uðu þá um að hún væri mark- tæk. I fundargerð eru skráð þau orð Sveins að það væri tvímæla- laust lagaleg skylda að taka niðurstöður rannsóknanna al- varlega og að eftir þeim verði að fara við notkun afréttarins. Þeir ræða núna mikið um að þessi skerðing byggist á ójafnri dreifingu búfjár um heiðina. Það er hinsvegar tekið fram í báðum skýrslunum að þær taki tillit til ójafnrar dreifingar, að búið sé að draga frá beitarþolinu þess vegna. Á þessum sama fundi I fyrra sagði ólafur að dreifing sauðfjár væri í góðu lagi á heið- inni. Þetta misræmi finnst mér líka skrýtið. Ég tel nauðsynlegt að fara fram á yfirítölumat, meðal ann- ars til að fá úr því skorið hvort þessar beitarþolsrannsóknir og skýrslur sem koma frá RALA séu marktækar, eöa bara eitt- hvað út í loftið. Ef það síðara reynist vera staðreynd tel ég mikinn óþarfa að ausa peningum í þá stofnun. Það er fleira í þessari ítölu- gerð sem er athugunarvert og spurning hvort stenst lagalega. Til dæmis má nefna að ítölu- nefndin úrskurðar að hámarks- tala ærgilda í tveggja til tveggja og hálfs mánaðar sumarbeit, þeir tiltaka þetta ekki nánar, skuli vera samtals 6.500 ærgildi en þessi tala var fyrst 7.700 ær- gildi þegar skýrslan var birt í fyrra. Síðan var þetta lækkað um einhver tíu prósent sem Sveinn fann upp hjá sjálfum sér vegna þess að það passaði ná- kvæmlega við hrossin sem rekið hafa verið á heiðina." Snýst um að útiloka hrossin — Teljið þið þessar aðgerðir beina aðför að upprekstri hrossa á heiðina? „Auðvitað hefur þetta frá upp- hafi snúist um að útiloka hrossin af heiðinni. Ég skil það vel að menn eigi erfitt með að kyngja því að hafa alltaf verið með rangtúlkun á lögum, eins og Sveinn landgræðslustjóri til dæmis. Þeir eru búnir að breiða það út um allt land að hægt sé að útiloka hross af afréttum en síð- an kemur það í ljós að slíkt er ekki hægt. Þeir reyna að vísu að sverja þetta af sér, gerðu það á fundinum í Miðgarði og hafa alltaf gert. í þessu sambandi vil ég benda á enn eitt atriði í þessari ítölu- gerð. Þar stendur að beit fyrir stóðhross skuli metin þannig að á móti hverri hryssu með folaldi reiknist tíu ærgildi og á móti hverju geldhrossi sjö ærgildi. Þessi tíu ærgildi myndu þýða 22 fóðureiningar á dag en ég held að hámjólka kýr þurfi að há- marki 15 til 18 fóðureiningar á dag. Við viljum halda okkur við 17,6 fóðureiningar á dag eða átta ærgildi fyrir hryssu með folaldi. Það stendur reyndar í ítölulög- unum að fóðurfræðingar eigi að skera úr um þegai verið er að ákvarða fóður- eða beitarþörf fyrir búpening. Ég efast um að það sé á valdi ítölunefndar að skera úr um þetta. í lokin er rétt að taka það fram að af hálfu okkar Skagfirð- inga eru engin illindi út í Ból- hlíðinga þótt þeir hafi farið fram á ítölu fyrir Eyvindar- staðaheiði. Mér finnst reyndar ekkert óeðlilegt við það að slík beiðni skyldi koma fram. Enda held ég að það væri ekki til að bæta ástandið að fara að efna til úlfúðar hér á milli því afréttinn verðum við að nota sameigin- lega. Hins vegar vil ég ítreka þá skoðun mína að skynsamlegra hefði verið að ræða málin hér heima og semja um þau,“ sagöi Páll Dagbjartsson að lokum. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAROG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.iDin 2440-B.S.1387 o00° °°o o Sverleikar: Lengdir: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ 6 metrar SINDRA STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Margunbla&iA/Árni Sæberg Frá heimsókn Grænlendinganna á vistheimilið að Dalbraut. Varaforseti bæjarstjórnar, Bjarne Kreutzmann, er fyrir miðri mynd. Varaforseti bæjarstjórnarinn- ar í Nuuk í opinberri heimsókn VARAFORSETl bæjarstjórnarinnar í Nuuk á Grænlandi, Bjarne Kreutz- mann, er um þessar mundir staddur hér á landi í opinberri heimsókn. í for með honum eru fímm aðrir bæj- arfulltrúar, skrifstofustjóri og slökkviliðsstjóri. Grænlensku gestirnir komu til landsins á mánudag. Á þriðjudag heimsóttu þeir m.a. vistmenn elli- heimilisins á Dalbraut og í gær skoðuðu þeir húsakynni Ríkisút- varpsins og Kassagerðarinnar. Þá er ráðgert að fara með gestina í dagsferð um Suðurland. Opinberri heimsókn Kreutzmanns og fylgd- arliðs hans lýkur á morgun, föstu- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.