Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985
21
sem ég hef sett í bátana til prufu
er ódýrari. Ég þakka þessum
ágætu mönnum þeirra stuðning.
Ég og Eggert sonur minn unn-
um að því í þrjár vikur að útbúa
tækin og staðsetja þau i bátana.
Sökum þess hve framkvæmd þessa
verks var síðbúin tókst ekki að
taka prufur til rannsókna á vertíð
1984, en sömu bátaeigendur og
skipstjórar þeirra hafa tækin um
borð og gera tilraunir áfram á
vertíð 1985. Ég hef rætt við bróð-
urson minn, Sólmund Einarsson
fiskifræðing, og hefur hann lofað
að rannsaka það lífríki er mynd-
ast í umræddum tönkum.
Ef þessar tilraunir sýndu já-
kvæðan árangur bæri ríkinu að
greiða þann kostnað er þyrfti til
stofnframkvæmda á netabátum
flotans samkvæmt þessari hug-
mynd á næstu vertíðum, því mér
finnst útgerðin hafa nógu þungar
byrðar að bera í þágu alþjóðar,
þótt ekki sé við bætt. Alþjóð nyti
árangurs ef vel tækist með örlitla
klakstöð er staðsett væri í hverj-
um bát er fiskaði með netum á
hrygningartímabili hins íslenska
þorsks.
Höfundur er fyrrrerandi útgerðar-
maður f Njarðvik.
Eddie í essinu sínu
Judge Reinhold og Eddie Murphy láta til skarar skríða f Beverly Hills
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Háskólabíó: Löggan í Beverly Hills
— Beverly Hills Cop ***
Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit:
Daniel Petrie jr. Leikstjóri: Martin
BresL Aðalhlutverk: Eddie Murphy,
Lisa Eilbacher, Judge Reinhold,
Steven Berkoff, Ronny Cox.
Eddie Murphy er eini svarti
gamanleikarinn sem ekki vekur
sektarkennd hjá hvltum áhorfend-
um, sagði útlendur gagnrýnandi
um stjörnu Beverly Hills Cop. Það
er ekki verri speki en hver önnur.
Hin dæmigerða persónusköpun
Murphys er utangarðsmaðurinn
sem ekki Iætur umhverfið kúga
sig, svarar í sömu mynt, og snýr á
andstæðinginn með hugviti sínu og
óskammfeilni; Murphy lætur sum-
sé ekki mismuna sér. Þessa mann-
gerð eða lífsafstöðu hefur hann
túlkað í 48 HRS og Trading Places
sem báðar hafa verið sýndar hér-
Iendis, og hann gerir það enn og
best í fjórðu og skemmtilegustu
kvikmynd sinni til þessa, Beverly
Hills Cop.
En það sem skiptir venjulega
bíógesti máli er ekki að Eddie
Munphy er svartur. Það sem skipt-
ir máli er hversu góður hann er.
Þetta er makalaust uppfyndinga-
samur kómiker, með óvænt en hár-
fínt tfmaskyn, gúmmiandlit sem
lýsir af barnslegri einlægni eða
lífsreyndri kænsku jafnvel á einni
og sömu sekúndunni, reiprennandi
hæfileika til spuna í orði og æði.
Sem óhlýðinn og úrræðagóður
lögreglumaður frá Detroit með því
kostulega óviðeigandi nafni Axel
Foley er Eddie Murphy sannarlega
f essinu sínu. Söguþráðurinn er
aukaatriði. Foley yfirgefur heima-
borg sina og heldur til Hollywood f
leit að morðingja vinar síns. Þar
setur hann allt á annan endann
hjá vestisklæddum snobblöggum
kvikmyndaborgarinnar með
óhefðbundnum vinnubrögðum sfn-
um, uns hann rekur sporin upp að
efstu þrepum auðs og valda. Þetta
er ekki frumleg saga. Aðalatriðið
er að hún þjónar fullkomlega þeim
tilgangi sfnum að veita Murphy
óheft svigrúm til að fara á kostum.
Húmor og hasar fallast í faðma
Cop.
strax f upphafi, — myndin hefst
eiginlega á því sem i venjulegri
hasarmynd væri hápunkturinn,
feikivel sviðsettum eltingarleik.
Handritið með oft ruddalegri
hraðfyndni sinni, sæg af kyndug-
um tilsvörum og aukapersónum,
hæfilega sveigjanleg leikstjórn,
þróttmikil rokktónlist á hljóðrás-
inni og fjölskrúðugt leikaralið,
ekki síst Judge Reinhold sem
hrekklausa, unga Hollywoodlöggan
og Bronson nokkur Pichot sem
undurfurðulegur hommi í mál-
verkagalleríi — allt á þetta sinn
þátt í að hjálpa Eddie Murphy við
að gera Beverly Hills Cop að
óborganlegri afþreyingu. Ekki svo
að skilja, að hann hefði þurft mik-
illar hjálpar við. Allt um það, —
þetta er besta skemmtun i bænum,
og þótt víðar væri leitað.
Þegar til Salzburgar er komiö, og bílaleigubíllinn
hefur verið afhentur, þá bíða þín óteljandi
ferðamöguleikar. Þér kann að reynast erfitt að slíta
þig frá Salzburg, sem er ein fegursta borg Evrópu.
En takist það, þá er aðeins fárra klukkustunda
akstur til Vínar, Innsbruck, Mílanó og Feneyja.
DASAMLEQ BORG
SEMÞUATTHB
EKKIAUDVELT MED
■AÐYFIRGEFAH
Fljúgðu með Flugleiðum til Salzburgar
og aktu á bílaieigubíl um Austurríki og ítalíu
Viókomustadurá sudurleió
3