Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Árekstur Ýmis og ÞuríÖar Halldórsdóttur á Selvogsbanka: Vaknaði í lausu lofti — segir Helgi Jónsson stýrimaður á Þuríði V estmannaeyjum, 8. maí. „MÉR brá óneitanlega við að vakna svona í lausu lofti en ég meiddist ekkert í þessari flngferð,“ sagði Helgi Jónsson, stýrimaður á vélskip- inu Þuríði Halldórsdóttur, í samtali við fréttaritara Morgunblaðins. Helgi sagðist hafa verið sofandi í klefa sínum bakborðsmegin og hefði hann vaknað, þegar hann flaug fram úr kojunni út á gólf við aö Ymir sigldi á Þuríði. Þessi atburður átti sé stað klukkan 11.25 í morgun þar sem bæði skipin, Þuríður Halldórs- dóttir úr Vogum og Ýmir frá Hafnarfirði, voru að veiðum á Sel- vogsbanka. Skipverjar á Þuríði Halldórsdóttur voru að toga en Ýmir var búinn að hífa og var að leggja upp í söluferð með aflann. Að því bezt er vitað mun stýrið á Ými hafa slegið út og skipti eng- um togum að togarinn skall harkalega með kinnunginn á aft- anverða stjórnborðssíðu Þuríðar. Eru skemmdir á bátnum talsverð- ar en þær hafa ekki enn verið full- kannaðar. Gat kom á bátinn neð- an sjólínu og á olíutank þannig að sjór og olía flæddu í vélarrúmið og var þar þvi ljót verkun. Þá er báturinn talsvert dældaður og rif- inn ofan sjólinu og allar innrétt- ingar í borðsal hafa gengið inn og skekkzt. Vélstjórinn og aðrir skipverjar brugðust fljótt við eftir árekstur- inn og tróðu öllu tiltæku í gatið til þess að stöðva lekann, gripu jafn- Morgunblaóió/Sigurgeir Helgi Jónsson, stýrimaður á Þuríði Halldórsdóttur. vel til fata sinna. Andrés Guð- mundsson skipstjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að aldrei hefði verið sú hætta á ferðum að lekinn yrði óviðráðanlegur. Til ör- yggis hefðu þeir fengið lóðsinn frá Vestmannaeyjum til þess að koma á móti bátnum með dælur og Ým- ir hefði fylgt þeim til hafnar í Eyjum. Ýmir dældaðist nokkuð á Morgunblaðið/Sigurgeir Skemmdir á Þuríði voru aðallega neðan sjólínu, en nokkrar skemmdir voru þó sjáanlegar á stjórnborðssíðu skipsins. kinnungnum við áreksturinn en hélt engu að síður í fyrirhugaða söluferð. „Þetta var talsvert mikið stuð, sem við fengum á okkur en ekki hættulegt neinum um borð. Ýmir skall á aftanverða stjórnborðssíð- una hjá okkur, gat kom á skipið neðan sjólínu og olíutankur gaf sig, þannig að sjór og olía flæddu í vélarrúmið. Við tróðum grisju, fötum og ýmsu drasli í gatið til þess að hamla á móti lekanum og settum þrjár lensidælur í gang. Dælurnar höfðu vel undan og við gátum siglt til Vestmannaeyja þar sem báturinn verður tekinn upp í slipp í kvöld,“ sagði Andrés Guðmundsson, skipstjóri á Þuríði Halldórsdóttur GK 94. hkj 20 % aukning þorsk- afla frá síðasta ári Þorskafli báta í apríl 70% meiri en í apríl í fyrra — aflatap vegna verkfalla metið um 90.000 lestir ÞORSKAFLI landsmanna fyrstu fjóra mánuði ársins vær tæpum 22.000 lestum meiri en á sama tíma síðasta ár og nemur aukningin um 20%. Þorskafli báta f aprflmánuði var 70% meiri en í fyrra, en þorskafli logara nær sá sami. Fiskifélag ís- Spurt og svarað um garðyrkjumál MORGUNBLAÐIÐ býður lesend- um sínum í ár eins og undanfarin ár upp á lesendaþjónustu um garð- yrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli kl. 11 og 12 og munu svörín síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrírspurnir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra Reykjavikurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum sem kunna að koma frá lesendum. lands metur aflamissi af völdum verkfallsins 17. febrúar til 4. marz tæplega 90.000 lestir. Telur það 13.000 lestir af þorski hafa tapazt, 5.500 lestir af öðrum botnflski, 70.000 lestir af loðnu og 500 til 600 lestir af rækju. Þá er ótalið aflatap vegna verkfalls sjómanna á Vest- fjörðum. Heildarafli landsmanna fyrstu fjóra mánuði ársins var nú 571.989 lestir á móti 666.819 lestum í fyrra. Mismunurinn er 94.830 lest- ir, en það samsvarar nokkurn veg- inn mismuninum á loðnuafla milli áranna. Nú fengust 344.572 lestir en 437.685 í fyrra eða 93.113 lest- um minna nú. Þorskaflinn nú varð 131.590 lestir á móti 109.605 lest- um í fyrra. Annar botnfiskafli var 84.880 lestir nú en 108.839 lestir í fyrra, 23.959 lestum minna nú. Afli annarra tegunda var svipaður milli áranna. Þorskafli togara á þessu tímabili var 42.024 lestir á móti 36.843 lestum i fyrra, 5.181 lest meiri nú. Annar botnfiskafli togara var 51.948 lestir á móti 68.375 lestum í fyrra, 16.427 lest- um minni nú. Heildarafli togar- anna þetta tímabil er því 11.246 lestum minni nú. Þorskafli báta þetta timabil var 89.566 lestir á móti 72.726 lestum í fyrra eða 16.804 meiri nú. Annar botnfisk- afli var 32.932 lestir á móti 40.464 lestum í fyrra, 7.532 lestum minni nú. Heildarbotnfiskafli báta var því 9.272 lestum meiri nú. Þorskafli báta í apríl siðastliðn- um var um 70% meiri en í fyrra. Alls fengu þeir 30.957 lestir á móti 18.333 lestum í fyrra, 12.624 lest- um meira nú. Annar botnfiskafli bátanna var 13.350 lestir nú á móti 9.747 í fyrra, 3.603 lestum meira nú. Botnfiskafli báta i apríl var þvi 16.227 lestum meiri nú. Heildarafli bátanna var 46.233 lestir á móti 48.725 lestum í fyrra, 2.492 lestum minni nú. Munar þar mestu, að nú fékkst engin loðna í apríl en 18.972 lestir i fyrra. Þorskafli togara í apríl var 7.074 lestir á móti 7.206 lestum í fyrra, 132 lestum minna nú. Annar botn- fiskafli togaranna var 22.379 lestir nú en í fyrra 24.376, 1.997 lestum minna nú. Heildarafli togaranna var þvi 2.129 lestum minni nú. Duflið sem fannst á Rauðasandi. Morgunblaðið/Gylfi Geirsson Dufl finnst á Rauðasandi STARFSMENN Landhelgis- gæzlunnar fóru í gær vestur á Rauðasand í Barðastrandarsýslu til þess að rannsaka dufl, sem tilkynnt var um að lægi þar. Engar merkingar eru á duflinu, sem talið er franskt. Það er um meter á hæð og 50 sentimetrar í ummál. Duflið mun hafa legið um tvö ár vestast á Rauðasandi, við Skaufhól. Starfsmenn Land- helgisgæzlunnar tóku tæki duflsins úr og fluttu suður, en skildu sjálfa umgjörðina eftir. Fékk að líta á bréf- in 1973 — sagði dr. Þór White- head sagnfræðingur „Þegar ég vann að doktorsritgerð minni á Þjóðskjalasafninu árið 1973 rakst ég á tilvi.sun í skrám safnsins, sem vísaði í þessi dreiflbréf. Ég óskaði eftir heimild frá utanríkis- ráðuneytinu um að fá að rannsaka þau og Pétur Thorsteinsson, sem þá var ráðuneytisstjóri, veitti mér hana, örugglega með samþykki ráðherra," sagði Þór Whitehead, sagnfræðingur, þegar hann var inntur eftir því hve- nær hann hefði fengið að kynna sér dreiflbréfln sem voru í böggli, sem var innsiglaður fyrir 40 árum. nÉg veit ekki betur en að kvöð- inni hafi þá verið aflétt á þessum skjölum því við Pétur undruðumst báðir að yfirleitt væri kvöð á þeim. Þáverandi þjóðskjalavörður, Bjarni Vilhjálmsson, lét mig fá ljósrit af þessum bréfum, en það má vera að láðst hafi að færa það inn f bækur safnsins að kvöðinni væri aflétt. Skjölin segja ekki annað en það sem flestir vita, að herlög gilda þar sem herir berjast upp á líf og dauða. Breska hernámsliðið ákvað að þörf væri á að hafa tilbúin her- lög ef Þjóðverjar gerðu innrás. Þeir töldu það rétt að láta íslensku rík- isstjórnina vita og ríkisstjórnin taldi það skyldu sfna að láta lands- menn vita hvað Bretar ætluðust fyrir ef Þjóðverjar kæmu. Þegar Bandaríkjamenn komu hingað var sami háttur hafður á, nema hvað staða stjórnvalda var þá ólfk því sem hún hafði verið áð- ur. Nú var kominn til samningur milli ríkjanna um að Bandaríkin tækju hervernd landsins að sér og allar aðstæður ólíkar því sem áður voru. Rétt er að taka það fram að is- lenska ríkisstjórnin hafði enga hönd í bagga við samningu herlag- anna. Ríkisstjórnin tók það hins végar að sér að vara landsmenn við. Samkvæmt breskum heimild- um létu yfirvöld dreifa þessum skjölum um allt land. Sfðan hafa þau sennilega verið innkölluð af utanrfkisráðuneytinu f strfðslok," sagði Þór að lokum. Sjá nánar á bls. 26—27. Hewlett Packard gaf HÍ tölvustýrð teiknikerfi SKRIFSTOFA Hewlett Packard á fs- landi var formlega opnuð í gær, mið- vikudaginn 8. maí. Viðstaddir voru m.a. forsætisráðherra fslands, Steingrímur Hermannsson, André Breukels, forstjóri Hewlett Packard í N-Evrópu, Reiner Lorenz, sölustjóri HP í N-Evrópu, Guðmundur Magn- ússon rektor Háskóla fslands, Steen Harreschou, forstjóri HP ( Dan- mörku, starfsfólk HP á fslandi og fjöldi gesta. Skrifstofan er á Höfðabakka 9 í Reykjavík, þar sem Hewlett Pack- ard leigir 450 fm húsnæði af fs- lenskum aðalverktökum. Þar fer öll almenn sölu- og þjónustustarfsemi fram. Auk þess hafa Tölvuvinnsla og Kerfishönnun, Örtölvutækni hf. og Tölvutækni á Akureyri söluum- boð fyrir Hewlett Packard. Starfsmenn HP á íslandi eru Frosti Bergsson framkvæmdastjóri, Friðþjófur ó. Johnson markaðs- og sölustjóri, Ragnar Marteinsson kerfisfræðingur, Sigurjón Sindra- son yfirmaður viðgerðarþjónustu og Lára B. Pétursdóttir ritari. Við opnunina afhenti Reiner Lor- enz, sölustjóri HP I N-Evrópu, Verkfræðistofnun Háskóla íslands tölvustýrð teiknikerfi að gjöf. Guð- mundur Magnússon rektor háskól- ans tók við gjöfinni og verður hún sett upp fyrir lok þessa árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.