Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1985
3
A annað þúsund manns vantar til fiskvinnslu á landinu:
Getum ekki greitt
mannsæmandi laun
— segir Jón Páll Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Norðurtangans á ísafirði um fiskvinnsluna
TILFINNANLEGUR skortur er nú
i fólki í fiskvinnslu um allt land.
Taiið er að i Vestfjörðum vanti um
300 manns og 1.300 i landinu öllu.
Jón Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurtanga i ísa-
firði, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að istæða þessa væri fyrst
og fremst sú, að fiskvinnslan hefði
orðið undir í samkeppninni við
þjónustugreinarnar um starfsfólk-
ið. Eins og búið væri að fiskvinnsl-
unni gæti hún ekki greitt nægileg
laun. Þvi fengi hún ekki nægilega
mikið af hæfu starfsfólki til vinnu.
Skortur i hæfu starfsfólki drægi
síðan i möguleikanum i fram-
leiðslu í verðmestu pakkningarnar
og rýrði þannig tekjumöguleika
frystihúsanna. Þetta væri því orð-
inn vítahringur.
Knútur óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands Fisk-
vinnslustöðvanna, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að skýr-
ingin á þessum skorti væri með-
al annars sú, að svo mikil at-
vinna væri nú i boði, að fólk ætti
auðvelt með að velja á milli. Það
veldi þá frekar þjónustugrein-
arnar, sem gætu boðið betri
vinnuaðstöðu og laun en frum-
greinarnar. Eins og staðan væri
nú, væri meiri atvinna f boði en
eftirspurn og það kæmi meðal
annars niður á fiskvinnslunnj.
Jón Páll Halldórsson sagði, að
til þess að bæta ástandið, yrð' að
grípa til margþættra ráða. Mikið
misgengi, sem skapazt hefði að
undanförnu milli atvinnuveg-
anna, hefði leitt til flótta frá
framleiðslugreinunum yfir til
þjónustugreinanna. Þetta bitn-
aði harkalega á framleiðslu-
þyggðarlögum úti um allt land.
Á fjögurra ára tímabili, frá 1981
til 1984, hefði staða sjávarút-
vegsins stöðugt versnað, þar sem
erlent lánsfé hefði streymt inn í
hagkerfið og veikt stöðu hans.
Erlent lánsfé hækkaði ekki verð
á afurðum sjávarútvegsins, en
hækkaði hins vegar verð á að-
föngum hans og aðkeyptri þjón-
ustu. Aðrar greinar nytu hins
vegar þenslunnar, þar sem er-
lenda lánsféð væri notað til
kaupa á framleiðsluvörum
þeirra og þjónustu.
Sjávarútveginum væri nú
haldið gangandi með skuldbreyt-
ingum, sem forðuðu greiðslu-
þroti tímabundið, en gerðu
rekstrarskilyrði fyrirtækjanna
enn verri en áður. Eignahlutfall
fyrirtækja I sjávarútvegi hefði
rýrnað á undanförnum árum. í
ársbyrjum 1981 hefðu skuldir
sjávarútvegsfyrirtækja hjá
opinberum lánastofnunum og
bönkum verið 42% af eignum en
þetta hlutfall var 55% um síð-
ustu áramót. Slæm rekstrarskil-
yrði yllu mestu um þetta. Hvorki
væri hægt að kenna um aflp-
bresti né markaðsbresti á þessu
tímabili. Megin orsökin væri
samspil gengisskráningar og
skuldasöfnunar erlendis. t árs-
byrjun 1981 hefði nettóskulda-
staða þjóðarinnar við útlönd
verið 31,6% af þjóðarframleiðslu
en í byrjun þessa árs 63% eða
helmingi hærri. Þá væri við-
skiptahalli við útlönd orðinn við-
varandi ástand.
Jón Páll sagði, að yrði dregið
úr þenslunni, kæmi fjörkippur i
framleiðslugreinarnar og þær
gætu þá greitt mannsæmandi
laun. Nú vantaði um 300 manns í
fiskvinnslu á Vestfjörðum og
hefði aldrei verið méira. Það
væri borin von að ástandið skán-
aði á næstunni, yrði ekkert að
gert. Þetta byggðist ekki bara á
lágum launum og flótta úr at-
vinnugreininni af þeim sökum.
Svo til allri framleiðslu væri nú
beint á Bandarikjamarkað vegna
hagstæðs gengis á dollar. Einnig
væri í vaxandi mæli verið að
beina framleiðslunni i nýjar
pakkningar, sem væru mann-
aflafrekari. Þessi markaður
gerði sifellt meiri kröfur um
vandaða framleiðslu. Því væri
ekki bara það að, að fólki i fisk-
vinnslu fækkaði, heldur þyrfti
einnig fleira fólk til að geta
svarað auknum gæðakröfum og
verðmætari framleiðslu jafn-
framt meiru hráefni. Aukin
verðmæti framleiðslunnar væri
eitt af svörum fiskvinnslunnar
við siversnandi rekstrarstöðu.
17 % ökumanna enn á negldum
ENN aka um 17% ökumanna um
götur Reykjavíkurborgar á negldum
hjólbörðum, samkvæmt könnun sem
gerð var í vikunni, að sögn Inga Ú.
Magnússonar gatnamálastjóra.
Sagði Ingi, að lögreglan myndi
nú sekta hvern þann ökumann
sem til næðist á negldum hjól-
börðum, en 1. maí sl. voru síðustu
forvöð að skipta yfir á sumar-
hjólbarðana. Meðfylgjandi mynd
tók Bjarni, ljósmyndari Mbl., á
einu hjólbarðaverkstæði borgar-
innar nú í vikunni en mikið hefur
verið að gera þar síðustu daga.
Sfldarvinnslan í Neskaupstað:
Hækkar bónusgrunn og
niðurgreiðir dagvistargjöld
SKORTUR á starfsfólki við Hsk-
vinnslu í Neskaupstað er nú ekki
eins tilfinnanlegur og fyrr á þessu
iri, að sögn Guðjóns Smára Agnars-
sonar, framkvæmdastjóra SVN.
Síldarvinnslan hefur hækkað
bónusgrunn og greitt niður dag-
vistagjöld vegna barna kvenna,
sem vinna við pökkun og snyrt-
ingu í frystihúsinu, og i kjölfar
þess hefur dregið út skorti á
starfsfólki. Guðjón Smári sagði,
að hugsanlega væru fleiri skýr-
ingar á þessu, en ljóst væri að að-
gerðir fyrirtækisins hefðu einhver
áhrif. Þetta hækkaði auðvitað
launakostnað fyrirtækisins, en á
móti kæmi, að nýting véla og húss
yrði betri og ennfremur nýttist
betur það starfsfólk, sem væri í
vinnu, hvort sem konur við snyrt-
ingu og pökkun væru eitthvað
fleiri eða færri. Það væri stað-
reynd, að hin lágu laun, sem fisk-
vinnslan væri fær um að greiða
starfsfólki sínu, fældi það frá fisk-
vinnslunni, sérstaklega þar sem
auðvelt væri að fá aðra vinnu.
Ennfremur virtist rekinn áróður
gegn fiskvinnslu og vinna í fiski
talin óæðri annarri vinnu. Þessu
yrði að snúa við og fá fólk til að
átta sig á mikilvægi fiskvinnsl-
unnar og jafnframt búa þannig að
henni, að hún gæti greitt sóma-
samleg laun.
—
*
I
SUMAR VERÐA
SUMAR KONUR
BETUR KLÆDDAR
EN AÐRAR