Morgunblaðið - 09.05.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.05.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAt 1985 25 Aðalfundur RKI: Rekstrarhalli Sjúkrahótels nam rúmlega 2 milljónum AÐALFUNDUR Rauða kross íslands 4. maí sl. en hann sátu 73 fulltrúar I stjórnar og starfsmanna. Benedikt Bl þess m.a. að 3. maí sl. voru 60 ár Akureyrardeildarinnar var haldinn. Við fundarsetningu fluttu ávörp varaforseti bæjarstjórnar Akureyrar, Sigríður Stefánsdótt- ir, og Bjarni Arthúrsson, for- maður Akureyrardeildar RKÍ. Stjórn RKÍ minntist sextugsaf- mælis Akureyrardeildarinnar með því að færa henni fundar- hamar að gjöf. Tveimur Akureyringum, þeim Gísla Ólafssyni og Jakobi Frí- mannssyni, voru afhentir silfur- peningar RKÍ í virðingar- og þakkarskyni fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrardeildarinnar. í skýrslu stjórnar kom fram að aðaláhersla í starfi deildanna var lögð á sjúkraflutninga og voru þeir eitt helsta umræðuefni fundarins. Halli á starfsemi sjúkrahótels reyndist rúmar 2 milljónir króna á síðasta ári og má einkum rekja það til lágra daggjalda. Hótelið gistu 597 manns að meðaltali í 16 til 17 daga. Unnið var að öldrunarmál- um með svipuðum hætti og und- anfarin ár. Önnur helstu viðfangsefni, sem unnið var að á árinu, voru rekstur Hjálpartækjabankans í samvinnu við Sjálfsbjörg, fræðslumál, skyndihjálp, nám- skeið fyrir sjúkraflutningamenn, starfsþjálfun fatlaðra og blóð- rar haldinn á Akureyri dagana 3. og rá 25 deildum Rauða krossins auk indal hrl. setti fundinn og minntist liðin frá því að fyrsti aðalfundur söfnun auk hjálparstarfa erlend- is. Þar störfuðu þrír sendifulltrú- ar, einn í Thailandi, annar í Ug- anda og hinn þriðji í Eþíópíu. Björn Friðfinnsson flutti er- indi sem hann nefndi: Með mannúð til friðar. Þá skiptust fulltrúar í starfs- hópa til umræðu um dagskrár- mál. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins, en hana skipa: Benedikt Blöndal, formaður, Guðjón Magnússon, varaformað- ur, Eggert Ágúst Sverrisson, gjaldkeri, og Guðrún Holt, ritari. Aðrir í stjórn eru Björn Tryggva- son, Björn Friðfinnsson, Arin- björn Kolbeinsson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Bjarni Arthúrs- son, Þórir Sigurbjörnsson og Vigfús Þ. Guðmundsson. I ályktun, sem samþykkt var á fundinum, kom fram að aðal- fundurinn hvetur til áframhald- andi starfa að gömlum og nýjum verkefnum um leið og því er beint til deildanna að þær leggi áherslu á æskulýðs og ung- mennastarf. Ennfremur hvetur aðalfundurinn til að leggja friðarhreyfingu RKÍ lið og taka upp baráttu gegn boðun ofbeldis og neyslu fíkniefna. Þá leggur fundurinn fyrir stjórn og skrifstofu RKÍ að styðja deildirnar í þessu starfi og athuga hvernig hægt sé að verða að liði í baráttunni gegn fíkniefnaneyslu. Að lokum þá fagnaði aðalfundurinn því að heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um skipulagningu og framkvæmd sjúkraflutninga í landinu og lýsir því yfir að RKÍ og deildir hans eru tilbúnar að taka á sig aukna ábyrgð á sjúkraflutningum. Hópreið til messu FÉLAGAR í Hestamannafélaginu Fáki gangast fyrir óvenjulegri hóp- reið nk. sunnudag, 12. maí, er riðið verður til messu í Langholtskirkju. Lagt verður af stað frá Víðivöll- um kl. 9.30. Við kirkjuna verður sett upp rafmagnsgirðing þar sem hægt verður að skilja hestana eft- ir. Hestamenn verða jafnframt í öllum hlutverkum í messunni, prestur er séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Jón Stefánsson leikur á orgel o.s.frv. Hestamenn eru hvattir til að slást í förina enda ekki á hverjum degi sem menn fara ríðandi til messu, a.m.k. ekki hér á höfuðborgarsvæðinu. (FrétUtilkynning.) RR BYGGINGAVÖRUR HF Nethyl 2, Ártúnsholti. Sími 687447 og Suðurlandsbraut 4, Sími 33331 5ÉRTILBOÐ KAUPFÉLAQAMtlA I MAÍ. 1<3P> Bogasög 24" KINZO 5 hólfa verkfærakassi ITALBOX V/eiðikassi é^ Sandleikfangasett Helso Qarðstóll Skiptiskrúfjám 4ra hausa Hentug .vorvara' á úrvalskjörum, meðan birgðir endast. $ KAUPFÉLAGIÐ Heildsölubirgöir Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugata 21, sími 12134. GUFUSTÝRIBÚNAÐUR fyrir: fiskimjölsverksmiðjur, frystihús, skelvinnslur og rækjuverksmiðjur. vatnskar Danfoss IVT/IVF gufustýribúnaðurinn stýrirog heldur réttuhitastigiítönkum og kerjum, óháð rafmagni. Ventlastærðir 15-50 mm. Stillisvið 10-140 °C. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.