Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 35

Morgunblaðið - 09.05.1985, Page 35
35 SgrlAM C prpAŒJTMM]lXHa/,TaT/TíOPOW MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 Jakkaföt með vesti Venjulegt verð Okkar verð S.990,— Nú ber vel í veiði. Atb. Enginn kvóti á jakkafötum. Tilboðið gildir til 18. maí. €RRAR SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 Engum kemur á óvart mikið barna- lán þeirra hjóna en þau eru i ald- ursröð: Einar aðstoðarfram- kvæmdastjóri síldarútvegsnefndar, kona hans er María Guðmunds- dóttir og eiga þau 3 börn. Halldóra læknaritari í Árósum, hún er gift Sören Pedersen og eiga þau 1 son. Bjarni eftirlitsmaður hjá SÍF, hann á 1 barn. Ómar forstöðumað- ur landkynningarskrifstofu í Ham- borg, kona hans er Guðrún Þor- valdsdóttir og eiga þau 1 son. Alþjóð er kunnugt hið stóra út- gerðarfyrirtæki og verslun, sem ber nafn tengdaföður Benedikts, Einars Guðfinnssonar í Bolungar- vík. Mágar Benedikts hafa nú um árabil rekið það af alkunnum myndarskap. Milli þeirra allra hef- ur ávallt verið góð samfylgd og samvinna. Drepið hefur verið á það í þessari grein, hve starfhæfur og starfsam- ur Benedikt Bjarnason er. En á góðri stund er hann allra manna glaðastur, söngvinn og hrókur alls Sextugur: Benedikt Bjarnason framkyæmdastjóri sonar útgerðarmanns. Þar hlotnað- ist honum frábær lífsförunautur. Þar réðst lifsgæfa hans. Sagt er að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. fagnaðar. Blá augun ljóma af inni- legri gleði og lífsnautn, hláturinn er léttur. Á þeirri stund er notaleg tilfinning að vera í grennd við Hildi og Benedikt. í alþingishátiðarljóðum sínum segir Davíð skáld frá Fagraskógi m.a.: í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. Á meðan þjóðin á þegna á borð við Benedikt Bjarnason skýrist það sem skáldið kallar kraftaverk i Ijóði sínu. Fyrir hönd starfsbræðra Bene- dikts í kaupmannastétt eru honum og Hildi færðar árnaðaróskir. Megi þeim allt vel farnast. Þau hjón dvelja um þessar mundir hjá syni og tengdadóttur í Hamborg. Sigurður E. Haraldsson SJÓMANNATILBOD jakkaföt á lokaballið í dag á Benedikt Bjarnason framkvæmdastjóri í Bolungarvík sextugsafmæli. Að sjálfsögðu gefa afmæli, þegar menn eru enn í miðri starfsönn, ekki tilefni til úttektar á lífi og starfi. I þessari stuttu af- mælisgrein fer því fjarri að reynt verði að skrá æviatriði þessa mæta manns. Einungis staðnæmst í áfangastað í því augnamiði að fagna lífsför, sem margir hafa not- ið með ýmsum hætti. Benedikt er fæddur í Bolungar- vík 9. maí 1925, sonur hjónanna Halldóru Benediktsdóttur frá Brekkubæ í Nesjum og Bjarna Ei- ríkssonar frá Hlíð í Lóni. Faðir hans var íþróttamaður á yngri ár- um og hvatamaður alla tíð til íþróttaiðkana og líkamsræktar. Bjarni stundaði kennslu á heima- slóðum á Suðausturlandi. f bók Eysteins Jónssonar fyrrum ráð- herra, sem út kom fyrir síðustu jól, getur Eysteinn þess að Bjarni kenndi honum í barnaskóla. Ey- steinn segir í bók sinni að hann hafi haft miklar mætur á læriföður sínum, enda þótt oft væri sett mik- ið fyrir. Eysteinn drepur á það að Bjami var af traustum ættstofnum austanlands, í móðurkyn af hinni alkunnu Viðfjarðarætt en meðal forfeðra hans voru einnig menn, sem þekktir voru sakir hreysti- mennsku. Foreldrar Benedikts fluttu til Bolungarvíkur, þar sem faðir hans tókst á hendur verslunarstjórn hinnar Sameinuðu íslensku versl- unar þar vestra. Árið 1927 stofnaði Bjarni til eigin atvinnurekstrar í Bolungarvík. Benedikt ólst upp í Bolungarvík, stundaði þar skólanám og vann fyrstu handtökin við fyrirtæki föð- ur síns 13 ára að aldri. Hann lauk námi í Verslunarskóla íslands 1945 með frábærum námsárangri. Bene- dikt stóð nú á krossgötum. Hinn mikilhæfi skólastjóri í Verslun- arskólanum, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, hvatti hann mjög til áfram- haldandi náms. Það var að sjálf- sögðu freistandi kostur. En ákvörð- un hins tvítuga skólasveins var sú að snúa heim. f því birtist glöggt það sem ég hygg hafa einkennt Benedikt meira en allt annað: Ein- stök skyldurækni og trúmennska. Hann vildi styðja við bak föður síns, þótti þess þörf eins og málum var komið. Frá árinu 1958 hefur Benedikt rekið útgerðar- og verslunarfyrir- tækið í Bolungarvík, sem enn ber nafn föður hans. Hann hefur sem kaupmaður lagt sig fram um að tryggja viðskiptavinum sínum góð- ar vörur á eins hagstæðu verði og kostur var hverju sinni. Við félagar hans í kaupmannastétt þekkjum vel harða málafylgju Benedikts, þegar hagsmuni verslunarfyrir- tækja um hinar dreifðu byggðir landsins ber á góma. Hvert einasta atriði, sem máli skiptir, er tekið til meðferðar, allt í því augnamiði að unnt sé að veita góða þjónustu við hagstæðu verði. Undirritaður er ekki í aðstöðu til að fjalla af sömu þekkingu um út- gerð Benedikts. Þegar gengið er um athafnasvæði hans þar vestra má þó ljóst vera, af hve mikilli snyrti- mennsku og alúð hvert verk er unn- ið. Állt utanhúss sem innan er til fyrirmyndar. Einhvern tíma var sagt um mikilhæfan klerk, að hann prédikaði á stéttunum. Það væri efalaust hollur lærdómur mörgum að litast um á starfsvettvangi Benedikts Bjarnasonar. Sama er hvert litið er, allt er fágað og snyrt. Það er lærdómsrík prédikun. En hinn starfsami atvinnurek- andi, sem vandar hvert handtak eins og hér hefur verið lýst, hefur axlað fleiri skinn. Ef rekja ætti störf hans að félagsmálum yrði það ærin upptalning og raunar ótrúleg. í nær fjóra áratugi hefur hann unnið í þágu helgidóms í Bolung- arvík, setið um árabil í sóknar- nefnd og sungið í kirkjukórnum. Hann er einnig félagi í Karlakór Bolungarvíkur. Hann hefur verið formaður skólanefndar, á sæti í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur, f stjórn Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur. Formaður stjórnar félagsheimilis og áður í byggingarnefnd þess. Fjölmörgum fleiri ábyrgðarstörf- um hefur Benedikt gegnt, sem ekki verða rakin hér. Er þá ótaiinn sá vettvangur, sem undirritaður þekk- ir best. Hann var hvatamaður að stofnun Kaupmannafélags Vest- fjarða 1977 og formaður þess fyrstu 7 árin. Eftir kynni af störf- um Benedikts sem formaður í fé- lagi kaupmanna, sætir það ekki undrum að sóst hefur verið eftir svo einstökum manni til starfa í almannaþágu. Á jóladag 1949 gekk Benedikt að eiga Hildi Einarsdóttur Guðfinns-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.