Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 6

Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Sjá roðann ... að var átakanleg sjón er blasti við augum i bresku fréttamyndinni: Vopnin kvödd í Ví- etnam en sú mynd var á dagskrá sjónvarpsins á mánudagskveldið, brennandi kofar og sviðnir akrar, veinandi hermenn á skurðborði, æpandi börn með sviðna líkami, skelfingu lostin gamalmenni skríðandi í var, brosandi valds- menn skálandi undir glitrandi ljósakrónum. Sum sé saga stríðs í máli og myndum. Guði sé lof fyrir þessar fréttamyndir sem öðru fremur áttu þátt i því að dauða- stríði þessa fólks linnti. Mér varð raunar hugsað til Afganistan er ég horfði á þá hryllilegu sýn er stakk í augun í þessari mynd. Hvernig stendur á því að við fáum ekki myndir af dauðastríði afg- önsku þjóðarinnar, af brennandi kofum, sviðnum ökrum, veinandi hermönnum, æpandi börnum með sviðna líkami, gamalmennum er skríða í var. Nei, slíkt er víst bannað í heimi þar sem „öreigar allra landa skulu sameinast" með bros á vör. Þar sjáum við aðeins valdsmenn skála undir glitrandi ljósakrónum í víðum sölum sem byggðir voru með blóði, svita og tárum rússneskrar alþýðu. Hinir alfullkomnu verndarar „öreig- anna“ sem þar dreypa á kampa- víni og skófla úr silfurskeiðum styrjuhrognum á snittur, geta ekki verið þekktir fyrir að sýna syni alþýðuhersins rænandi og ruplandi, myrðandi og brennandi þann öreigalýð er ekki vill hverfa í faðminn hlýja bakvið hina berg- málslausu Kremlarmúra. Og hvað er nú orðið um þá voldugu hreyf- ingu er stakk blómum í byssu- kjafta fyrir framan Hvíta húsið. Er máski skárra að deyja fyrir kúium úr byssu alþýðuhermanns- ins en úr hlaupi heimsvaldasinn- ans? Ætli litla afganska hnátan er horfir á kofann sinn brenndan, ak- urinn sviðinn og móðurina svi- virta óski þess máski að falla fyrir kúlu úr byssukjafti alþýðuher- mannsins? Eða ætli slíkt barn sem stendur nakið og varnarlaust frammi fyrir stálhæl valdsins spyrji hvort því sé ekki heimil inn- ganga í alþýðuherinn mikla? Ætli það biðji máski grátandi um byssu til að skjóta heimsvaldasinna? Skvldi stúlkan sú þekkja mun- inn á heimsvaldasinnanum og al- þýðuhermanninum, á Nixon eða Gorbasjoff? Ætli hin sögulega nauðsyn hinnar sósíalísku fram- vindu, er leysa skal alla alþýðu úr viðjum peningafurstanna, skipti stúlku þessa miklu máli, þar sem hún stendur nakin ofurseld AK-47-hríðskotarifflinum. Réttið henni Kommúnistaávarpið og hún mun hólpin verða. Hví ekki svo sem einn smáskammt af styrju- hrognum og örlítið kampavín með, svona til að hressa hana eftir hina blóðugu leiksýningu? Ég er viss um að Gorbasjoff sæi ekki eftir slíku lítilræði oní litla öreiga- stúlku er stendur allslaus við ræt- ur þorpsins síns. Síðan mætti máski senda hana í skóla öreig- anna þar sem hún getur numið fagnaðarboðskapinn af vörum liðsmanna heimsbyltingarhersins. Og þegar hún svo snýr heim aftur til gamla þorpsins síns með vas- ana fulla af skínandi rúblum verð- ur hún glæsilegur liðsmaður í unglingahreyfingunni, máski for- ingi. Þar fyndi hún sér nýja móð- ur, móður Rússíá, og að eilífu blaktir hinn blóðrauði alþýðufáni yfir dyrum Alþýðuhallarinnar í miðju þorpsins og þar fær hún máski stöðu sem þjálfari í hinum nýja afganska alþýðuher, sem er þess albúinn að berjast fyrir al- þýðu heimsins, svo hún öðlist frelsi og hamingju. Ólafur M. Jóhannesson David Attenborough „Lifandi heimur“ — margt býr í sjónum ■■■■ Breski heim- Cþ | 15 ildamynda- «A — flokkurinn „Lifandi heimur" er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.15 og nefnist þátturinn í kvöld „Margt býr í sjónum". Þátturinn er sá næst- síðasti en alls eru þeir tólf. í kvöld lýsir Attenbor- ough heimi hafdjúpanna sem nær yfir 70% af yfir- borði jarðar. Hann skýrir m.a. fæðukeðjuna í hafinu og sýnir ýmsa kynlega sæ- búa. Þátturinn snýst um hafið í sem víðustum skilningi — allt frá drukknuðum plöntum til falinna fjalla neðan- sjávar. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. Þórhallur Sigurðsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Örn Árnason „Gætt’að hvað þú gerir maður“ — endursýndu. skemmtiþáttur ■■■i Skemmtiþáttur OQ 10 er á dagskrá “ sjónvarpsins í kvöld og ber hann nafnið „Gætt’ að hvað þú gerir maður". Þátturinn var tekinn upp hér og þar í Reykjavík, en hann var áður sýndur í sjónvarpinu í mars 1984. Hann hefst klukkan 23.10 og tekur um 35 mínútur. Höfundar eru Bjarni Dagur Jónsson, Guðný Halldórsdóttir og Þórhall- ur Sigurðsson. Leikendur eru Sigrún Edda Björns- dóttir, Þórhallur Sigurðs- son og Örn Árnason. Upp- töku stjórnaði Viðar Vík- ingsson. „Svarti hundurinn — íslensk hrollvekjusaga u ■■■■ Smásagan 91 30 „Svarti hund- & A ““ urinn" er á dagskrá rásar 1 klukkan 21.30 í kvöld. Sagan er eft- ir Ásgeir Hvítaskáld og er það höfundur sem les. Ásgeir sagði i samtali við Mbl. að sagan væri draugasaga er gerðist i vesturbænum. „Sagan fjallar um svartan ósýni- legan hund sem angrar þá sem hafa óhreina sam- visku. Þetta er hrollvekju- saga í stíl við sögurnar hans Edgars Allan Poe. Það er orðið nokkuð liðið síðan ég skrifaði söguna en það var á þeim tímum sem maður vonaði að það væri til einhvers að skrifa smásögur. En þær eiga ekkert upp á pallborðið lengur." Lesturinn tekur 25 mínútur. Ásgeir Hvítaskáld UTVARP MIÐVIKUDAGUR 15. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Sigurðar G. Tómas- sonar trá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Úlfhildur Grlmsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bláa barnið" eftir Bente Lohne. Sigrún Björnsdóttir les þýðingu slna (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 1045 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Or ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 1145 Islenskt mál. Endurtekinn páttur Guðrúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 Alice Babs, Svend As- mussen og Ulrik Neumann syngja og leika. 14.00 „Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guðrún Jörundsdóttir les þýðingu slna (9). 14.30 Miðdegistónleikar. Kons- ert f B-dúr fyrir fiðlu, strengi og fylgirödd eftir Antonio Vi- valdi. Pina Carmirelli leikur með I Musici-sveitinni. 1445 Popphólfiö — Bryndis Jónsdóttir. 15J30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islensk tónlist. a. „Fimm stykki fyrir planó" eftir Hafliða H. Hallgrlmsson. Edda Erlendsdóttir leikur á pfanó. b. Svala Nielsen syngur Is- lensk þjóðlög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á planó. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1945 Málræktarþáttur. Baldur Jónsson formaður Islenskrar málnefndar flytur. 19.50 Horft I strauminn með Auði Guðjónsdóttur. (RÚV- AK). 20.00 Utvarpssaga barnanna: Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir les arablskar sögur úr Þús- und og einni nótt f þýðingu Steingrlms Thorsteinssonar (2). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. Planókonsert nr. 2 I G-dúr op. 16 eftir Sergei Prokoffi- ev. André Laplante leikur með Sinfónfuhljómsveitinni ( Torontó. Andrew Davis stjórnar. 21.30 „Svarti hundurinn", smá- saga eftir Asgeir hvltaskáld. Höfundur les. 21J5 Kammertónlist. Tilbrigði op. 121a fyrir pianó, fiðlu og selló, „Kakadu tilbrigðin", eftir Beethoven um stef eftir Wenzel Múller. Wilhelm SJÓNVARP 18.00 Evrópukeppni bikarhafa I knattspyrnu Bein útsending frá Rotter- dam þar sem ensku meistar- arnir Everton og Rapid frá Vlnarborg leika til úrslita. 20.10 Fréttaágrip á táknmáli 20.15 Fréttir og veður 2045 Auglýsingar og dagskrá 21.00 Hættum aö reykja Þriðji þáttur Námskeið til uppörvunar og leiðbeiningar þeim sem vilja hætta að reykja. Umsjönar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 21.15 Lifandi heimur 11. Margt býr I sjónum Breskur heimildamynda- flokkur I tólf þáttum. i þessum þætti lýsir David Attenborough heimi hafdjúp- anna sem nær yfir 70% af yfirborði jaröar. Hann skyrir MIÐVIKUDAGUR 15. mal m.a. fæðukeðjuna I hafinu og sýnir ýmsa kynlega sæ- búa. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 22J20 Allt fram streymir .. . (All the Rivers Run) Annar þáttur Ástralskur framhaldsmynda- flokkur I átta þáttum, geröur eftir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Leikstjórn: George Miller og Pino Amenta. Leikendur: Sigrid Thornton, John Wat- ers, Charles Tingwell, Willi- am Upjohn, Diane Craig, Dinah Shearing og fleiri. Efni fyrsta þáttar: Ung stúlka, Philadelphia Gordon, bjargast úr sjávarháska viö Astrallu áriö 1890. Hún fer til vistar hjá móðursystur sinni og fjölskyldu hennar I bæ ekki alllangt trá Melbourne. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.10 „Gætt’að hvað þú gerir maöur" Endursýning Skemmtiþáttur sem tekinn var upp hér og þar I Reykja- vlk. Höfundar: Bjarni Dagur Jónsson, Guðný Halldórs- dóttir og Þórhallur Sigurðs- son (Laddi). Leikendur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson og örn Arnason. Stjórn upptöku: Viðar Vik- ingsson. Aður sýnt I Sjón- varpinu I mars 1984. 2345 Fréttir (dagskrárlok Kempff, Henryk Szering og Pierre Fournier leika. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Staldraö við á Arskógs- strðnd. Jónas Jónasson talar við fólk. 1. þáttur. (RUVAK) 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 15. mal 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- 16.00—17.00 Voröldln Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júlfus Einarsson. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.