Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Sjá roðann ... að var átakanleg sjón er blasti við augum i bresku fréttamyndinni: Vopnin kvödd í Ví- etnam en sú mynd var á dagskrá sjónvarpsins á mánudagskveldið, brennandi kofar og sviðnir akrar, veinandi hermenn á skurðborði, æpandi börn með sviðna líkami, skelfingu lostin gamalmenni skríðandi í var, brosandi valds- menn skálandi undir glitrandi ljósakrónum. Sum sé saga stríðs í máli og myndum. Guði sé lof fyrir þessar fréttamyndir sem öðru fremur áttu þátt i því að dauða- stríði þessa fólks linnti. Mér varð raunar hugsað til Afganistan er ég horfði á þá hryllilegu sýn er stakk í augun í þessari mynd. Hvernig stendur á því að við fáum ekki myndir af dauðastríði afg- önsku þjóðarinnar, af brennandi kofum, sviðnum ökrum, veinandi hermönnum, æpandi börnum með sviðna líkami, gamalmennum er skríða í var. Nei, slíkt er víst bannað í heimi þar sem „öreigar allra landa skulu sameinast" með bros á vör. Þar sjáum við aðeins valdsmenn skála undir glitrandi ljósakrónum í víðum sölum sem byggðir voru með blóði, svita og tárum rússneskrar alþýðu. Hinir alfullkomnu verndarar „öreig- anna“ sem þar dreypa á kampa- víni og skófla úr silfurskeiðum styrjuhrognum á snittur, geta ekki verið þekktir fyrir að sýna syni alþýðuhersins rænandi og ruplandi, myrðandi og brennandi þann öreigalýð er ekki vill hverfa í faðminn hlýja bakvið hina berg- málslausu Kremlarmúra. Og hvað er nú orðið um þá voldugu hreyf- ingu er stakk blómum í byssu- kjafta fyrir framan Hvíta húsið. Er máski skárra að deyja fyrir kúium úr byssu alþýðuhermanns- ins en úr hlaupi heimsvaldasinn- ans? Ætli litla afganska hnátan er horfir á kofann sinn brenndan, ak- urinn sviðinn og móðurina svi- virta óski þess máski að falla fyrir kúlu úr byssukjafti alþýðuher- mannsins? Eða ætli slíkt barn sem stendur nakið og varnarlaust frammi fyrir stálhæl valdsins spyrji hvort því sé ekki heimil inn- ganga í alþýðuherinn mikla? Ætli það biðji máski grátandi um byssu til að skjóta heimsvaldasinna? Skvldi stúlkan sú þekkja mun- inn á heimsvaldasinnanum og al- þýðuhermanninum, á Nixon eða Gorbasjoff? Ætli hin sögulega nauðsyn hinnar sósíalísku fram- vindu, er leysa skal alla alþýðu úr viðjum peningafurstanna, skipti stúlku þessa miklu máli, þar sem hún stendur nakin ofurseld AK-47-hríðskotarifflinum. Réttið henni Kommúnistaávarpið og hún mun hólpin verða. Hví ekki svo sem einn smáskammt af styrju- hrognum og örlítið kampavín með, svona til að hressa hana eftir hina blóðugu leiksýningu? Ég er viss um að Gorbasjoff sæi ekki eftir slíku lítilræði oní litla öreiga- stúlku er stendur allslaus við ræt- ur þorpsins síns. Síðan mætti máski senda hana í skóla öreig- anna þar sem hún getur numið fagnaðarboðskapinn af vörum liðsmanna heimsbyltingarhersins. Og þegar hún svo snýr heim aftur til gamla þorpsins síns með vas- ana fulla af skínandi rúblum verð- ur hún glæsilegur liðsmaður í unglingahreyfingunni, máski for- ingi. Þar fyndi hún sér nýja móð- ur, móður Rússíá, og að eilífu blaktir hinn blóðrauði alþýðufáni yfir dyrum Alþýðuhallarinnar í miðju þorpsins og þar fær hún máski stöðu sem þjálfari í hinum nýja afganska alþýðuher, sem er þess albúinn að berjast fyrir al- þýðu heimsins, svo hún öðlist frelsi og hamingju. Ólafur M. Jóhannesson David Attenborough „Lifandi heimur“ — margt býr í sjónum ■■■■ Breski heim- Cþ | 15 ildamynda- «A — flokkurinn „Lifandi heimur" er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.15 og nefnist þátturinn í kvöld „Margt býr í sjónum". Þátturinn er sá næst- síðasti en alls eru þeir tólf. í kvöld lýsir Attenbor- ough heimi hafdjúpanna sem nær yfir 70% af yfir- borði jarðar. Hann skýrir m.a. fæðukeðjuna í hafinu og sýnir ýmsa kynlega sæ- búa. Þátturinn snýst um hafið í sem víðustum skilningi — allt frá drukknuðum plöntum til falinna fjalla neðan- sjávar. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. Þórhallur Sigurðsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Örn Árnason „Gætt’að hvað þú gerir maður“ — endursýndu. skemmtiþáttur ■■■i Skemmtiþáttur OQ 10 er á dagskrá “ sjónvarpsins í kvöld og ber hann nafnið „Gætt’ að hvað þú gerir maður". Þátturinn var tekinn upp hér og þar í Reykjavík, en hann var áður sýndur í sjónvarpinu í mars 1984. Hann hefst klukkan 23.10 og tekur um 35 mínútur. Höfundar eru Bjarni Dagur Jónsson, Guðný Halldórsdóttir og Þórhall- ur Sigurðsson. Leikendur eru Sigrún Edda Björns- dóttir, Þórhallur Sigurðs- son og Örn Árnason. Upp- töku stjórnaði Viðar Vík- ingsson. „Svarti hundurinn — íslensk hrollvekjusaga u ■■■■ Smásagan 91 30 „Svarti hund- & A ““ urinn" er á dagskrá rásar 1 klukkan 21.30 í kvöld. Sagan er eft- ir Ásgeir Hvítaskáld og er það höfundur sem les. Ásgeir sagði i samtali við Mbl. að sagan væri draugasaga er gerðist i vesturbænum. „Sagan fjallar um svartan ósýni- legan hund sem angrar þá sem hafa óhreina sam- visku. Þetta er hrollvekju- saga í stíl við sögurnar hans Edgars Allan Poe. Það er orðið nokkuð liðið síðan ég skrifaði söguna en það var á þeim tímum sem maður vonaði að það væri til einhvers að skrifa smásögur. En þær eiga ekkert upp á pallborðið lengur." Lesturinn tekur 25 mínútur. Ásgeir Hvítaskáld UTVARP MIÐVIKUDAGUR 15. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Sigurðar G. Tómas- sonar trá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Úlfhildur Grlmsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bláa barnið" eftir Bente Lohne. Sigrún Björnsdóttir les þýðingu slna (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 1045 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Or ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 1145 Islenskt mál. Endurtekinn páttur Guðrúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 Alice Babs, Svend As- mussen og Ulrik Neumann syngja og leika. 14.00 „Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guðrún Jörundsdóttir les þýðingu slna (9). 14.30 Miðdegistónleikar. Kons- ert f B-dúr fyrir fiðlu, strengi og fylgirödd eftir Antonio Vi- valdi. Pina Carmirelli leikur með I Musici-sveitinni. 1445 Popphólfiö — Bryndis Jónsdóttir. 15J30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islensk tónlist. a. „Fimm stykki fyrir planó" eftir Hafliða H. Hallgrlmsson. Edda Erlendsdóttir leikur á pfanó. b. Svala Nielsen syngur Is- lensk þjóðlög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á planó. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1945 Málræktarþáttur. Baldur Jónsson formaður Islenskrar málnefndar flytur. 19.50 Horft I strauminn með Auði Guðjónsdóttur. (RÚV- AK). 20.00 Utvarpssaga barnanna: Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir les arablskar sögur úr Þús- und og einni nótt f þýðingu Steingrlms Thorsteinssonar (2). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. Planókonsert nr. 2 I G-dúr op. 16 eftir Sergei Prokoffi- ev. André Laplante leikur með Sinfónfuhljómsveitinni ( Torontó. Andrew Davis stjórnar. 21.30 „Svarti hundurinn", smá- saga eftir Asgeir hvltaskáld. Höfundur les. 21J5 Kammertónlist. Tilbrigði op. 121a fyrir pianó, fiðlu og selló, „Kakadu tilbrigðin", eftir Beethoven um stef eftir Wenzel Múller. Wilhelm SJÓNVARP 18.00 Evrópukeppni bikarhafa I knattspyrnu Bein útsending frá Rotter- dam þar sem ensku meistar- arnir Everton og Rapid frá Vlnarborg leika til úrslita. 20.10 Fréttaágrip á táknmáli 20.15 Fréttir og veður 2045 Auglýsingar og dagskrá 21.00 Hættum aö reykja Þriðji þáttur Námskeið til uppörvunar og leiðbeiningar þeim sem vilja hætta að reykja. Umsjönar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 21.15 Lifandi heimur 11. Margt býr I sjónum Breskur heimildamynda- flokkur I tólf þáttum. i þessum þætti lýsir David Attenborough heimi hafdjúp- anna sem nær yfir 70% af yfirborði jaröar. Hann skyrir MIÐVIKUDAGUR 15. mal m.a. fæðukeðjuna I hafinu og sýnir ýmsa kynlega sæ- búa. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 22J20 Allt fram streymir .. . (All the Rivers Run) Annar þáttur Ástralskur framhaldsmynda- flokkur I átta þáttum, geröur eftir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Leikstjórn: George Miller og Pino Amenta. Leikendur: Sigrid Thornton, John Wat- ers, Charles Tingwell, Willi- am Upjohn, Diane Craig, Dinah Shearing og fleiri. Efni fyrsta þáttar: Ung stúlka, Philadelphia Gordon, bjargast úr sjávarháska viö Astrallu áriö 1890. Hún fer til vistar hjá móðursystur sinni og fjölskyldu hennar I bæ ekki alllangt trá Melbourne. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.10 „Gætt’að hvað þú gerir maöur" Endursýning Skemmtiþáttur sem tekinn var upp hér og þar I Reykja- vlk. Höfundar: Bjarni Dagur Jónsson, Guðný Halldórs- dóttir og Þórhallur Sigurðs- son (Laddi). Leikendur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson og örn Arnason. Stjórn upptöku: Viðar Vik- ingsson. Aður sýnt I Sjón- varpinu I mars 1984. 2345 Fréttir (dagskrárlok Kempff, Henryk Szering og Pierre Fournier leika. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Staldraö við á Arskógs- strðnd. Jónas Jónasson talar við fólk. 1. þáttur. (RUVAK) 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 15. mal 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- 16.00—17.00 Voröldln Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júlfus Einarsson. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.