Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985
Morgunblaöiö/RAX
Frá upphafi fréttamannafundarins. TaliA frá vinstri: Gunnar S. Björnsson,
Bragi Hannesson, Ólafur DavíAsson, Gísli Benediktsson og Jón Magnússon.
50 ár frá stofnun Iðnlánasjóðs:
Ráðstöfunarfé 560
milljónir á þessu ári
IÐNLÁNASJÓÐUR er 50 ára á þessu ári.Samkvsmt lögum er tilgangur
lAnlánasjóAs aA styðja íslenskan iAnaA með hagkvemum stofnlánum, sem
veitt eru til véla- og tækjakaupa fyrir iAnaAinn, til byggingar verksmiAju- og
iAnaAarhúsa, endurskipulagningar iAnfyrirtækja, hagrsAingar í iAnrekstri og
til framkvsmda er auka hollustu og öryggi og bsta starfsumhverB á vinnu-
stöðum. Þeir, sem greiða gjald til IðnlánasjóAs af rekstri sínum, hafa forgang
að lánum úr sjóðnum.
Á fundi með fréttamönnum kom
fram að veruleg »ukning varð á eft-
irspurn eftir lánum úr sjóðnum
seinni hluta ársins 1983. Sú þróun
hefur haldið áfram og hefur sjóður-
inn þurft að synja mörgum láns-
beiðnum, sem undir vénjulegum
kringumstæðum hefðu fengið já-
kvæða afgreiðslu. Annað kom einn-
ig til, því að á sama tíma var árlegt
framlag ríkissjóðs fellt niður.
Ráðstöfunarfé Iðnlánasjóðs er
áætlað 560 milljónir króna á þessu
ári. Á fyrstu 4 mánuöum þess hefur
þegar verið sótt um lán úr sjóðnum
að fjárhæð 400 milljónir króna. Tal-
ið er að ef ekki koma heimildir til
lántöku sjóðsins til endurlána verði
að lækka lánshlutfall og synja
mörgum umsækjendum um lán. Bú-
ist er við að á þessu ári verði sótt
um lán úr sjóðnum samtals að upp-
hæð einn milljarður króna.
Tap á rekstri Iðnlánasjóðs árið
1984 varð 70 milljónir króna. Þar af
tapaði sjóðurinn 62 milljónum í
gengislækkuninni í nóvember 1984.
Tapinu hefur sjóðurinn reynt að
mæta með vaxtahækkunum. Stjórn
sjóðsins hefur sett sér það markmið
að ekki verði gengið á eigið fé hans
og íhugar hún nú leiðir til að draga
úr áhættunni af gengissveiflum.
Eigið fé sjóðsins var 410 milljónir
króna í árslok 1984.
Árið 1984 var Iðnlánasjóði falið
að taka yfir verkefni Iðnrekstrar-
sjóðs, sem þá var lagður niður.
Stofnuð var ný deild við sjóðinn
sem nefnist vöruþróunar- og
markaðsdeild. Viðfangsefni deild-
arinnar er að efla vöruþróun, örva
nýsköpun og styðja markaðsleit og
markaðssetningu íslenskrar iðnað-
arvöru. Ráðstöfunarfé á þessu ári
verður um 70 milljónir króna.
Helmingur þess er fengið með
skattlagningu iðnfyrirtækja, en
ríkissjóður leggur til 28 milljónir.
Iðnlánasjóður er i umsjá Iðnað-
arbanka Islands. Bragi Hannesson
bankastjóri annast daglega fram-
kvæmdastjórn en bankastjórar Iðn-
aðarbankans eru framkvæmda-
stjórar sjóðsins. Iðnaðarráðherra
skipar þrjá menn i stjórn sjóðsins.
Þeir eru Jón Magnússon lögfræð-
ingur, formaður stjórnarinnar,
Ólafur Davíðsson framkvæmda-
stjóri og Gunnar S. Björnsson
formaðu Meistarasambands bygg-
ingarmanna . Skrifstofustjóri er
Gísli Benediktsson.
í tilefni 50 ára afmælis Iðnlána-
sjóðs hefur stjórn hans gefið út af-
mælisskýrslu, þar sem greint er frá
sögu sjóðsins auk annarra upplýs-
inga. Ákveðið er að veita fjármagni
til iðnaðarverkefnis sem Félag ís-
lenskra iðnrekenda og Landssam-
band iðnaðarmanna telja brýnt að
ráðast í. Þá mun stjórnin standa
fyrir fundahöldum um iðnþróun og
fjármögnun í iðnaði og kemur Olav
Grue, framkvæmdastjóri danska
iðnlánasjóðsins, hingað til lands í
september. Þá ætlar stjórnin að
beita sér fyrir kynningu á starfsemi
Iðnlánasjóðs og hlutverki hans í
þróun íslensks iðnaðar.
50 % f jölgun vín-
sölustaða áVÁ ári
- 87 % unglinga neyta áfengis
SÍÐUSTU þrjú misseri hefur þeim stöðum þar sem áfengissala fer fram á
íslandi fjölgaA um nærfellt 50%. Nærfellt 87 % íslenzkra unglinga á aldrinum
15—20 ára neyta áfengis, rúm 31% nota tóbak og rúm 18% nota kannabis-
efni að einhverju marki. Fleiri stúlkur en piltar reykja á þessum aldri en
piltar reykja þó talsvert fleiri vindlinga að jafnaði en stúlkurnar. Yfirleitt
byrja unglingar aö reykja á aldrinum 14—17 ára en ætla má að 5—9%
unglinga hefji reykingar 13—14 ára eða jafnvel yngri.
Þessar upplýsingar komu fram
á ráðstefnu Sambands íslenzkra
sveitarfélaga um varnir gegn
áfengis- og fíkniefnum sem hófst í
Reykjavík I gær, en í máli dr. Guð-
jóns Magnússonar, sem gegnir
starfi landlæknis, kom m.a. fram
varðandi áfengis- og fíkniefna-
neyzlu unglinga, að milli 20 og
30% unglinga á Reykjavíkursvæð-
inu teldu sig geta komizt yfir
kannabisefni samdægurs ef því
væri að skipta, ef marka mætti
umfangsmikla könnun sem gerð
var meðal unglinga í fyrra.
Könnun sú sem hér um ræðir
tók til tæplega 3 þúsund nemenda
í unglingaskólum um land allt, en
þátttakendur voru um 20% allra
skólanema á aldrinum 15, 17 og 19
ára. 80% skiluðu svörum og verð-
ur því að teljast að hér sé um að
ræða marktækar niðurstöður.
Spurt var um neyzlu áfengis, tób-
aks, kannabisefna, lyfja og um
„sniff", sem svo er nefnt. Einnig
var spurt um félagslega aðstöðu
og afstöðu til vímuefna.
Lítill munur er á notkun tóbaks
milli landshluta. Á Reykjavík-
ursvæðinu nota 33,4% unglinga
tóbak en 27,8% annars staðar á
landinu. Um þriðjungur ungl-
inganna, sem þátt tóku í könnun-
inni, kváðu foreldra sína reykja og
var þar nokkuð jafnt á komið með
mæðrum og feðrum.
í ljós kom að áfengisneyzla
unglinga er almenn en 86,6%
þeirra sem könnunin náði til neyta
áfengis að marki. Milli 60 og 80%
sögðust hafa neytt áfengis á síð-
„Til hagsbóta fyrir alla
aðila að greiða laun
hálfsmánaðarlega"
- segir Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf.
í VELVAKANDA sl. miðvikudag skrifar „launþegi“ um ágæti þess fyrir-
komulags að greiða starfslaun hálfsmánaðarlega, eins og gert sé hjá fyrir-
tækinu Heklu hf. Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf., var í fram-
haldi af þessu inntur eftir því hversvegna þetta fyrirkomulag hefði verið
tekið upp og hvernig það hefði reynst fyrir starfsfólkið og fyrirtækið.
„Þegar við tókum tölvu í notk-
un árið 1975, hófum við að greiða
starfsfólki fyrirtækisins sem var
á mánaðarlaunum, hálfsmánað-
arlega, þar sem við töldum að það
yrði til hagsbóta fyrir alla aðila,
bæði starfsfólkið og fyrirtækið,"
sagði Ingimundur. „Við sjáum
svo sannarlega ekki eftir því nú
að hafa tekið upp þetta fyrir-
komulag, það hefur reynst mjög
vel og starfsfólkið er mjög ánægt
með það. Ég tel að með þessum
hætti sjái starfsfólkið síður
ástæðu til að óska eftir
fyrirframgreiðslu launa sem
mjög margir veigra sér líka við.“
„Bréfritari komst réttilega að
orði í Velvakanda er hann sagði
að hér miðaðist allt við mánaða-
mót og svo að segja öll verslun og
viðskipti færu fram í fyrstu viku
hvers mánaðar. Ég tel að hér
myndi skapast mun meira jafn-
vægi ef öll laun yrðu greidd út
hálfsmánaðarlega.
Við teljum að þetta sé ólíkt
betra fyrirkomulag en það sem
við höfðum áður og við munum
örugglega hafa þennan háttinn á
áfram," sagði Ingimundur Sig-
fússon.
ustu þremur vikum áður en könn-
unin fór fram og rúmur helmingur
á sl. sjö dögum. Um þriðjungur
unglinga í 9. bekk grunnskóla
kvaðst neyta áfengis tvisvar eða
þrisvar í mánuði. Skv. könnuninni
virðist tíðni áfengisneyzlu aukast
eftir því sem unglingarnir eru
eldri en tíðnin var heldur meiri
utan Reykjavíkursvæðis en innan
þess. Helztu ástæður þess að ungl-
ingar neyta áfengis eru þær, að
því er fram kom í svörunum, að
„það kemur manni í gott skap“ og
„ég losna við feimnina" — en al-
gengustu ástæður þess að ungl-
ingar neyttu ekki áfengis voru skv.
svörunum, að áfengisneyzla væri
skaðleg og að áfengi væri bragð-
vont. Þá kom í ljós að piltar byrja
fyrr að neyta áfengis en stúlkur.
Unglingar á Reykjavíkursvæðinu
byrja fyrr að neyta áfengis en
unglingar í öðrum landshlutum.
Þá gefa niðurstöðurnar til kynna
að fólk byrjar að neyta áfengis sí-
fellt yngra.
Unglingarnir voru að því spurð-
ir hvort um vandamál væri að
ræða á heimilum þeirra vegna
áfengisneyzlu. Um % svöruðu
þeirri spurningu neitandi, rúm
16% kváðu svo vera stundum en
um 6% sögðu oft um erfiðleika að
ræða af þessari ástæðu.
{ erindi sínu á fyrrnefndri
ráðstefnu rakti Páll Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri, það sem gert
hefur verið á undanförnum tveim-
ur árum til undirbúnings tillagna
að stefnu hins opinbera í áfeng-
ismálum í samræmi við þings-
ályktunartillögu frá því í maí
1981, en hún grundvallaðist á því
að dregið skyldi úr heildarneyzlu
vínanda, skipulagðar rannsóknir,
fræðsla og umræður um áfengis-
mál stórauknar, skilgreind eðlileg
meðferð áfengissjúklinga og að
ríkisvaldið, sem verzlar með
áfengi, skyldi vinna gegn ofneyzlu
áfengis, m.a. með fræðslu og að-
stoð við þá sem eiga við áfengis-
vandamál að stríða.
Ráðstefnan náði tilgangi
- segir Þorleifur Einarsson jarðfræð-
ingur um ráðstefnu Landverndar
um Þingvelli — framtíð og friðun
LANDVERND gekkst fyrir ráðstefnu um Þingvelli — framtíö og
friðun á Hótel Valhöll á laugardaginn. Ráðstefnan hófst kl. 10 með
því art Þorleifur Einarsson jarðfræðingur flutti setningarræðu. For-
seti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ávarpaði ráðstefnugesti og
sírtan voru flutt erindi.
Framsögumenn voru þeir Sig-
urður Steinþórsson jarðfræðing-
ur, Pétur M. Jónasson vatnalíf-
fræðingur, Guðmundur Ólafsson
fornleifafræðingur, Eyþór Ein-
arsson formaður Náttúruvernd-
arráðs, sr. Heimir Steinsson
þjóðgarðsvörður, Finnur Torfi
Hjörleifsson lögfræðingur og
Matthías Johannessen ritstjóri.
Eftir hádegi fóru fram almennar
umræður.
Þorleifur Einarsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að
hann teldi að ráðstefnan hefði
náð tilgangi sínum.
„Þarna komu opinberir aðilar
og ýmsir áhugamenn sem hafa
oft á tíðum fjallað um Þingvelli.
Rætt var saman I bróðerni og
var þátttaka í umræðunum góð.
Ég tel að þessar umræður hafi
verið mjög gagnlegar. Þarna
komu fram ýmsar hugmyndir
sem m.a. gefa forsendur fyrir
skipulagi Þingvalla sem nýlega
var ákveðið að vinna að.
1 framsöguerindunum kom
Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, f hópi ráðstefnugesta á Hótel
Valhöll á laugardaginn. Morgunblaðid/Gautur Gunnarsson
sínum
ýmislegt óvænt í ljós, t.d. að ekki
hefur verið unnið að fornleifa-
uppgreftri á Þingvöllum nema
einu sinni og það var fyrir 105
árum.
Talað var um að lagfæra þurfi
Lögberg, endurreisa Valhöll og
þá ekki á sama stað og hún er
nú. Einnig var rætt um að girð-
ingar við sumarbústaði hindri
umferð meðfram vatninu, en
samkvæmt lögum er bannað að
girða niður að vatnsbakka.
Hugmyndir komu um að stækka
þurfi friðlandið, auka friðunina
og margt fleira.
Alls komu um 130 manns,
flestir sem láta sig Þingvelli og
nágrenni einhverju skipta og
ætti því þessi umræða að komast
til skila," sagði Þorleifur að lok-
um.
Eins og áður segir hófst ráð-
stefnan kl. 10 um morguninn og
stóð hún til að ganga 6.